Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Page 13
■ FIMMTUBAGU-R >7: •0K15ÓBER 1991. 13 Sviðsljós Fyrstu fjöimiðlafræðingarnir úr HÍ. Fremri röð f.v.: Þórdís Lilja Jensdóttir, Eva Magnúsdóttir, Vilborg Daviðsdóttir, Jakobína Sveinsdóttir, Sigurrós Þorgrimsdóttir, Ragnhildur Zoéga, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Sigrún Stefáns- dóttir lektor. Aftari röð f.v.: Kristin Jónsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Þórir Hrafnsson. DV-mynd Björgvin Pálsson Nemendur útskrifast í hagnýtri fjölmiðlun: Skemmtilegt nám - segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir veröur haldið laugardaginn 19. október 1991 kl. 19:00 í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Þangað koma allir strákar sem vilja... • smakka krásirnar á villibráðarhlaðborðinu • hlusta á óbeislaðan ræðumann kvöldsins • freista gæfunnar í happdrættinu • syngja, tralla, og skemmta sér með öllum hinum strákunum. Viö verðum þar... en þú? Forsala aðgöngumiða verður á SKRIFSTOFU FÁKS ÁSTUND HESTAM ANNINUM Nefndin „Ég er mjög ánægð með námið, en þetta var fyrsta árið og það komu náttúrlega fram hlutir sem þyrfti að breyta og bæta,“ sagði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, einn fjórtán nem- enda sem nýlega útskrifuðust úr hag- nýtri fjölmiðlun frá Háskóla íslands. Ólöf sagði að það hefði m.a. verið almenn óánægja með íslenskunámið því fjölmiðlanemendur voru settir á námskeið með íslenskunemum sem voru að læra þetta sem fræðigrein. „Við þyrftum að fá meira hagnýtt nám sem væri sniðið að okkar þörf- um. Þetta var mjög mikil málfræði og teoría. Að öðru leyti var þetta mjög að okkar skapi og virkilega skemmtilegt og lifandi nám. Stór hluti af námskeiðinu voru fjölmiölastörf þar sem við vorum að skrifa fréttagreinar, gera útvarps- og sjónvarpsþátt og gefa út blað. Þar vorum við með fingurinn á púlsinum og þaö fannst mér gagnast mér mest. Svo voru þarna ýmis nám- skeið um þjóðfélagsmál, s.s. stjórn- málafræði, heimspeki, lögfræði og annað slíkt,“ sagði Ólöf. Ólöf er arkitekt að mennt og hefur skrifað svolítið um arkitektúr í sér- hæfð tímarit en hefur að öðru leyti ekki komið nálægt fjölmiðlum áður. „Inntökuskilyrðið var fimm ára starfsreynsla á fjölmiðli eða háskóla- próf. Námið tekur eitt ár en síðan tekur við þriggja mánaða starfsþjálf- un á fjölmiðli. Það hefði nú mátt endurskipu- leggja þann þátt námsins líka svo við hefðum öll fengið jafna þjálfun. Fjölmiðlarnir voru misvel undir það búnir að taka við okkur sem kemur kannski til af því að þetta voru laun- uð störf og ekki hægt að hjálpa og kenna hverjum og einum. Ég vann sem fréttamaður á Bylgj- unni og þeir stóðu mjög vel að þessu, Hljómsveitin Lexia. DV-mynd Júlíus Guðni Hljómsveitin samein- ingartákn í Húnaþingi Júlíus Guðni Antonsson, DV, V-Hún.: Hljómsveitin Lexía hefur nú hafið 17. starfsár sitt en hún hefur átt vin- sældum að fagna í gegnum árin. Starfsárið hófst með því að nýr hljóð- færaleikari, Björn Traustason, gítar- og saxófónleikari, gekk til liðs við sveitina og er hún nú betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreyttara efnisval fyrir unga sem aldna. Hljómsveitin er nú fær í flest hvað varðar ófærð, vond veður og þess háttar. Hefur yfir að ráða fjallabíl af Econohne gerð og er það stórbylting frá því sem áður var þegar notast við við eindrifsbíla sem dugðu skammt þegar iha viðraði. Sem dæmi má nefna eina ferð sem farin var á Strandir og átti að leika á Drangs- nesi. Á Hólmavík varð að feija menn og hljóðfæri yfir í tvo fjallatrukka sem skiluðu þeim á Drangsnes við illan leik en til baka var ekki komist öðruvísi en á bát daginn eftir. Markaðssvæði hljómsveitarinnar er aðallega Norður- og Vesturland en hún hefur þó leikið allt frá Akureyri til Keflavíkur. í henni eru: Marinó Björnsson, bassi, Jón Sverrisson, gít- ar, söngur, Elínborg Sigurgeirsdótt- ir, hljómborð, söngur, Björn Traustason, gítar, saxófónn, og Skuli Einarsson, trommur, söngur. Má segja að þarna sé um samein- ingartákn milli Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu að ræða þar sem Jón Sverrisson kemur frá Blönduósi og lætur sig hafa að aka 60-70 km leið til að komast á æfingar. en manm var þó svolítið hent fyrir björg og bara látinn synda," sagði Ólöf að lokum. SkApur Br:<0icrn. ])•• 5ícm. i l i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.