Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Qupperneq 15
FIMMTUDAtJUR 17. OKTÓBER 1991.
15
Síðbúin vaxtalækkun
„Hvað var þá bak við yfirlýsingar ráðherranna um lækkun vaxta með
haustinu?“
Undanfarnar vikur hefur lang-
þráð vaxtalækkun bankakerfisins
litið dagsins ljós. Á sama tíma fer
af stað umræða um afnám verð-
tryggingar á út- og innlánum.
Reynsla undanfarinna mánaða
gefur ekki tilefni til að ætla að þaö
sé fyllilega raunhæft að afnema
verðtryggingu lána. Til þess þurfa
að verða einhverjar frekari breyt-
ingar á fjármagnsmarkaðnum en
orðið hafa, t.d. erlend samkeppni
og/eða stöðugra verðlag en verið
hefur til þessa (hver svo sem ætlar
að tryggja það).
Það sem vekur þessar efasemdir
er sú tregða bankakerfisins að
lækka nafnvexti óverðtryggðra út-
og innlána þegar verðbólguhrað-
inn stefnir niður á við. Verðbólgan
á hveijum tíma hefur að sjálfsögðu
veruleg áhrif á vexti óverðtryggðra
út- og innlána. Þannig hækka vext-
ir slíkra lána þegar verðbólguspár
Seðlabankans benda til þess að hún
sé á uppleið. En þegar veröbólgu-
hraöinn stefnir niður á við þá ger-
ist ekkert fyrr en í fyrsta lagi þegar
verðbólgan hefur haldist lág í
nokkrar vikur og helst nokkra
mánuði. Þannig var ljóst um mán-
aðamótin júlí og ágúst að verðbólg-
an var á niðurleið en þrátt fyrir það
hækkuðu vextir óverðtryggðra út-
og innlána og reyndar dráttarvetir
líka sem Seðlabankinn ákveður.
Þrátt fyrir verulega lækkun verð-
bólgunnar síðan þá hafa vextirnir
lítiö sem ekkert lækkað fyrr en
núna allra síðustu daga. Reyndar
hækkuðu þeir frekar en hitt á
ákveðnu tímabili í haust (í ágúst
og september).
Nú benda spár til þess að verð-
bólgan sé enn á niðurleið og í ljósi
KjaUarinn
Ragnar Jóhann
Jónsson
fulltrúi
þess er núverandi lækkun banka
og sparisjóða á vöxtum óverð-
tryggðra út- og innlána eitthvað á
eftir lækkun verðbólgunnar. Enda
raunvextir slíkra lána með þeim
hæstu sem orðið hafa hér á landi
og jafnvel þótt víöar væri leitaö. Á
sama tíma eru önnur ytri skilyrði
atvinnulífsins verri en verið hafa
lengi og spurning hvort sú atvinnu-
grein sé til sem stendur undir nú-
verandi ávöxtunarkröfum. Auk
þess hlýtur hún að vera þungbær
fyrir heimihn og launþega, sérstak-
lega þá skuldsettari, að sjálfsögðu.
Fyrirheit um vaxalækkun
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks tók við
völdum síðastliðið vor hækkuöu
almennir vextir í bankakerfinu
ásamt ávöxtunarkröfu húsbréfa og
annarra verðbréfa. Viö það tæki-
færi lýstu ráðherrar þeirri skoðun
sinni að vextir myndu lækka aftur
með haustinu ásamt ávöxtunar-
kröfu húsbréfa. Að vísu kom lítið
fram um það hver ástæðan væri.
Ein af forsendum síðustu al-
mennu kjarasamninga (þjóðarsátt-
arinnar) var að vöxtum yrði haldið
niðri og þá sérstaklega vöxtum
óverðtryggðra lána þegar verð-
bólgan færi lækkandi. Með þessu
móti átti að létta byrðinni bæði af
atvinnulífinu og launþegum. Þann-
ig yrði svigrúm atvinnulífsins
meira til að mæta gerðum kjara-
samningi við þröngar aðstæður og
einnig drægi úr þörf launþega fyrir
frekari kauphækkanir. Þessar
ástæður eru í fullu gildi og því ljós
nauðsyn þess að lækka vexti óverð-
tryggðra lána enn frekar, sérstak-
lega ef skapa á áframhaldandi for-
sendur fyrir skynsamlega kjara-
sámninga. Hafi verið þörf á slíkum
kjarasamningi fram til þessa þá er
hann algjör nauðsyn í dag og á
komandi misserum.
Hingað til hafa stjómvöld litið á
þaö sem sína skyldu að tryggja
þessar forsendur kjarasamning-
anna. En það er ljóst í þessu máli
sem svo mörgum öðrum að stefna
núverandi ríkisstjórnar er að hafa
engin afskipti af málefnum at-
vinnulífsins, alla vega er tími sér-
tækra aðgeröa liöinn ef marka má
orð ráðherra. Hér á markaðurinn
að ráða og þeir sem skulda eiga að
taka afleiðingum gjörða sinna. Hér
er við bankakerfið að sakast og það
kemur stjórnvöldum ekkert við
frekar en annað.
Hvað var þá á bak við yfirlýsing-
ar ráðherranna um lækkun vaxta
með haustinu? Var síðasta kropp
félagsmálaráðherra í húsbréfa-
kerfið ákveðið í vor? Eða voru yfir-
lýsingar ráðherranna bara skot út
í loftið eins og áætlanir um bygg-
ingarkostnað Perlunnar og ráð-
hússins í Reykjavík þar sem farið
var nokkrum kaffipökkum fram
úr áætlunum? Kannski mátti öllum
vera það ljóst að lítið sem ekkert
var að marka yfirlýsingar ráöherr-
anna um vaxalækkun frekar en
fyrrnefndar kostnaðaráætlanir.
Ragnar Jóhann Jónsson
„Á sama tíma eru önnur ytri skilyrði
atvinnulífsins verri en verið hafa lengi
og spurning hvort sú atvinnugrein sé
til sem stendur undir núverandi ávöxt-
unarkröfum.“
Lýðrædisbylgja í svöitu Afríku
„Fréttir (rá Afriku munu á næstunni bera þess merki að lýðræðisbylgjan
er komin á skrið.“
Nú í síðustu viku bárust fregnir
af því að óeirðir hefðu brotist út í
Saír (Zaire), nú væri tekist á um
stjórnartaumana þar í landi. Þegar
þetta er skrifað lítur út fyrir að
verið sé að hrekja einræðisherrann
Mobutu, sem fram að þessu hefur
notið velvildar vestrænna ríkja, frá
völdum. Þá hefur einnig heyrst af
mótmælum í Sambíu og fyrr í sum-
ar voru mikil læti í Kamerún. Og
þó Kamerún sé ekki lengur í frétt-
um hefur öldurnar þar lítið lægt.
Þá hafa eflaust flestir einnig heyrt
af borgarastríðinu í Líberíu.
Ný heimsmynd
Það sem orsakar þessa ólgu er sú
staöreynd að kalda stríðinu er lokið
og með því sá áhugi sem austur og
vestur höfðu á einræðisherrum í
þriðja heiminum. Þá hafa vanda-
máhn í Austur-Evrópu dregið til
sín fjármagn sem hingaö til hefur
farið í koffort einræðisherranna.
Þá hefur hrun kommúnismans sem
hugmyndakerfis aftur gefið frelsi-
söflum í öllum heimshornum byr
undir báða vængi.
Af öllum þessum ástæðum hefur
á undanfórnum árum grafið undan
völdum harðstjóranna og þess
vegna birtist það nú í mikilli ólgu
í svörtu Afríku ásamt æ fleiri eft-
irgjöfum til handa lýðræðisöflun-
um.
Ferskir vindar
Ef við rennum yfir álfuna þvera
frá vestri til austurs sjáum við að
umfang breytinganna er ekki lítil-
vægt. I Gíneu hefur herforingja-
stjórnin lofað að gefa út kosninga-
lög í janúar. í Sierra Leone hefur
MoMoh forseti lofað fjölflokka-
kosningum í byijun næsta árs. í
Líberíu er háð blóðugt borgarastríð
og í augnablikinu er þar allt í járn-
um. í Búrkína Fasó (áöur Efra
Volta) hefur herforingjastjómin
lofað frjálsum forsetakosningum í
Kjallarinn
Ásgeir Baldursson
nemi í þjóðfélagsfræði
við Háskóla íslands
desember.á þessu ári og þingkosn-
ingum í byrjun næsta árs. I Gana
lofar Jerry Rawhngs „lýðræöi" í
lok næsta árs. Óvíst er að það sé
nógu snemmt því stjómarandstað-
an heimtar lögleiðingu stjórnmála-
flokka hið fyrsta. í Togó hefur
nokkurs konar þjóðfundur tekið
völdin og í síðasta mánuði skipaði
hann Joseph Kossigonforsætisráð-
herra, án samráðs viö forsetann,
Eyadema. í Níger hefur svipað
gerst, þjóðfundur rak ríkisstjórn
og hyggst boða til fjöHlokkakosn-
inga. I Nígeríu hafa verið stofnaðir
tveir flokkar og eiga þeir að byija
að bítast um völdin í kosningum í
desember næstkomandi. í Kamer-
ún reynir Paul Biya forseti að
spyrna við fótum, hann hefur látið
loka dagblöðum stjórnarandstæð-
inga og fiöldi fólks hefur verið
handtekinn fyrir mótmælaaðgerð-
ir. Óhætt er aö spá Biya falli á
næsta ári. í Mið-Afríku-lýðveldinu
hefur starfsemi stjórnmálaflokka
verið leyfð og er það liður í lýðræð-
isumbótum stjórnvalda þar. í
Kongó lítur út fyrir að fyrstu
fijálsu kosningarnar, sem halda
átti þar í nóvember, muni frestast
eitthvað. Kosningaskrá er ekki til-
búin og kenna 80 stjórnarandstöðu-
flokkar Denis Sassou-Nguesso for-
seta um. í Zaire er Mobutu Sese
Seko að missa völdin og virðist sem
Etienne Tshisekedi ráði þar mestu
í augnablikinu. Búast má við að
efnt verði til kosninga þar í upp-
hafi næsta árs. í Angóla er borgara-
stríðinu lokið og mun stjórnin tak-
ast á við skæruliða UNITA í kosn-
ingum á næsta ári. í Sambíu hefur
Kenneth Kaunda forseti verið
neyddur til að boða til kosninga. í
fyrirhuguðum þingkosningum i
lok þessa mánaðar (þann 31.) mun
sameinaði þjóðarsjálfstæðisflokk-
urinn (UNIP) etja kappi við hreyf-
ingu fyrir fiölflokka lýðræði
(MMD) sem Sikota Wina fer fyrir.
í Tansaníu er Ali Mwinyi forseti
að gera þaö sem hann getur til að
lægja umbótaraddir og þar hefur
verið beitt handtökum á mótmæ-
lendur. Lítil hætta er á öðru en að
Tansanía feti í fótspor annarra Afr-
íkuríkja er líða tekur á næsta ár. í
Kenýa hefur Daniel Arap Moi ráð-
ist af mikilli hörku gegn mótmæ-
lendum sem hann kallar stjórn-
leysingja. Telja má víst að Moi falli
ekki fyrr en í byltingu, sennilega
einhvern tímann á næstu 18 mán-
uðum. í Eþíópíu var marxista-
stjórninni steypt og þar verður
boðið til kosninga á næstunni. Þá
er borgarastríðið í Sómalíu óútklj-
áð. Og að síðustu er Didier Ratsir-
aka orðinn valtur í sessi á forseta-
stól á eyjunni Madagaskar. Þar
hefur verið mikið um fiöldafundi,
verkföll og almenna andstöðu við
forsetann.
Þegar reynt er að lýsa ástandi í
18 löndum í einni svipan eru hlut-
irnir að sjálfsögðu einfaldaðir. Til
dæmis eiga friðsamlegar lýðræðis-
umbætur í Togó og Níger fátt sam-
eiginlegt með blóöugum borgara-
stríðum í Líberíu og Sómalíu, eða
kúgunaraðgerðum Moi í Kenýa,
Biya í Kamerún og Mwinyi í Tansa-
níu. Engu að síður eru þetta allt
mismunandi birtingarmyndir á
lýðræðiskröfum Afríkubúa.
Betra líf?
Þó svo að á næstu tveimur árum
munum viö sjá að mestu fyrir end-
ann á eins-flokksræði í svörtu Afr-
íku má telja víst að leiðirnar að því
marki verða ærið mismunandi og
éins að nokkur ríki munu ekki
fylgja fordæminu strax.
Fréttir frá Afríku munu á næst-
unni bera þess merki að lýðræðis-
bylgjan er komin á skrið. Samfara
því má gera ráð fyrir að ofbeldi
muni veröa meira áberandi í Qöl-
miölum á Vesturlöndum. Því mið-
ur held ég að lýðræði muni ekki
verða nein sæla fyrir Afríkubúa
þar sem stjórnmálin snúast um
persónulegar fyrirgreiöslur og ætt-
bálkatengsl, jafnvel í ríkari mæli
en þekkist annars staðar í heimin-
um. Ásgeir Baldursson
„Þá hafa vandamálin 1 Austur-Evrópu
dregiö til sín fjármagn sem hingað til
hefur farið í koffort einræðisherr-
anna.“