Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGÚR 17. OKTÖBER 1991.
Afmæli
Pétur Jónsson
Pétur Jónsson, fyrrv. forstjóri,
Þórunnarstræti 103, Akureyri, er
áttræðurídag.
Starfsferill
Pétur fæddist að Svertingsstöðum
í Öngulsstaðahreppi en ólst upp að
Hallgilsstöðum í Arnarneshreppi.
Hann stundaði nám við Hérðasskól-
ann á Laugarvatni 1936-38.
Pétur hefur verið bílstjóri frá 1930.
Hann stundaði fyrst akstur við
mjólkur- og fólksflutninga innan
héraðs en fór sína fyrstu ferð til
Reykjavíkur 1935. Hann stofnaði
ásamt Valdimar, bróður sínum,
flutningafyrirtækið Pétur og Valdi-
mar hf. árið 1943 og var forstjóri
þess til 1983 er fyrirtækið var selt.
Pétur var formaður Vöruflutn-
ingamiðstöðvarinnar í Reykjavík í
sjö ár, var stjórnarmaður í Þórs-
hamri á Akureyri um árabil og lengi
félagi í Karlakór Akureyrar.
Árið 1981 kom út hjá Almenna
bókafélaginu bókin Fimmtán gírar
áfram - saga af Pétri á Hallgilsstöð-
um og öðrum brautryðjendum á
langferðaleiðum eftir Indriða G.
Þorsteinsson.
Fjölskylda
Börn Péturs með Rögnu Bene-
diktsdóttur á Akureyri eru Kristján
Viðar, f. 25.10.1943, ókvæntur og
búsettur í Bandaríkjunum; Hólm-
fríður Breiðfjörð, f. 23.10.1946, bú-
sett í Hveragerði, gift Sigurði Þor-
steinssyni.
Systkini Péturs: Unndór Jónsson,
f. 6.6.1910, nú látinn, var kvæntur
Guðrúnu Símonardóttur og eru
börn þeirra fimm; Ragnheiður, f.
2.1.1914, búsett á Siglufirði, gift Sig-
urjóni Sæmundssyni og eiga þau tvö
börn; Valdimar, f. 27.8.1916, búsett-
ur á Akureyri, kvæntur Guðbjörgu
Valdimarsdóttur og eiga þau eitt
barn; Stefán, f. 27.2.1918, búsettur á
Akureyri, kvæntur Þóru Jónsdóttur
og eiga þau þrjú börn; Dýrleif, f.
11.10.1919, búsett á Akureyri, gift
Ólafi Þorbergssyni og eiga þau fjög-
ur börn; Eggert, f. 16.10.1928, búsett-
ur á Akureyri, kvæntur Rögnu Jó-
hannsdóttur og eiga þau eitt barn.
Foreldrar Péturs voru Jón St.
Melstað, f. 29.10.1881, d. 17.4.1968,
b. að Hallgilsstöðum í Arnarnes-
hreppi, og kona hans, Albína Pét-
ursdóttir, f. 11.11.1883, d. 26.11.1969,
húsfreyja.
Ætt
Föðursystkini Péturs voru Eggert,
fyrrv. slökkviliðsstjóri á Akureyri;
Halldór, læknir á ísafirði og í
Reykjavík, faðir Skúla tónskálds,
fóður Magnúsar arkitekts: Guðrún
Sigurlaug, amma Ólafs Dýrmunds-
sonar ráðunautar; Jósefma Antonía
er giftist dönskum klæðskera, Viggo
ÖQord, og Egill, faöir Jóhannesar
sem hefur rekur Egilssíld á Siglu-
firði.
Jón Melstað var sonur Stefáns, b.
á Fossi í Vesturhópi, Jónassonar, b.
í Múla í V-Húnavatnssýslu, Sigurðs-
sonar. Móðir Jóns var Margrét Egg-
ertsdóttir, smiðs og b. á Fossi, bróð-
Pétur Jónsson.
ur Helgu, langömmu Björgvins, föð-
ur Bryndísar og Ellerts Schram.
Eggert var sonur Halldórs, prófasts
á Melstað Ámundasonar, smiðs og
málara í Syðra-Langholti, Jónsson-
ar, fóður Guðrúnar, langömmu Jó-
hanns Hjartarsonar stórmeistara.
Móðir Margrétar var Ragnheiður
Jónsdóttir, b. og stúdents á Leirá,
Árnasonar. Móðir Jóns stúdents var
Halldóra Kolbeinsdóttir, prests og
skálds í Miödal, Þorsteinssonar,
langafa Péturs Sigurgeirssonar
biskups.
Foreldrar Albínu voru Pétur Þor-
kell Hallgrímsson, b. á Svertings-
stöðum í Kaupangssveit, og kona
hans, Dýrleif Randversdóttir, af
Randversættinni.
Pétur tekur á móti gestum á heim-
ili sínu frá klukkan 18.00 á afmælis-
daginn.
Brúðkaup á næstunni
Aldís Jónína Höskuldsdóttir og
Kristófer Zalewski, til heimilis að
Aflagranda 17, Reykjavík, verða
gefln saman hjá Veginum i Kópa-
vogi laugardaginn 19.10. kl. 14 af
Birni Inga Stefánssyni.
Aldís er dóttir Ólafar Benedikts-
dóttur og Höskuldar Jónssonar.
Kristófer er sonur Helgu Kristó-
fersdóttur og Gísla Júh'ussonar.
Borghildur J. Kristjánsdóttirog
Hafsteinn Ó. Þórisson, tilheimilis
að Hrafnakletti 4, Borgamesi,
verða gefin saman í Borgarnes-
kirkju laugardaginn 19.10. kl. 14 af
sr. ÁrnaPálssyni.
Borghildur er dóttír Svövu G. Sig-
mundsdóttur og Kristj áns Jó-
hannssonar. Hafsteinn er sonur
Júhönnu S. Hálfdánardóttur og
Þóris V. Ormssonar.
Grima E. Ársælsdóttir og Ólafur
Sæmundsson, til heimilis að Kleif-
arseli 16, Reykjavík, verða gefin
saman f Háteigskirkju laugardag-
inn 19.10. kl. 15afsr. GíslaKol-
beinssyni.
Gríma er dóttir Rannveigar
Árnadóttur og Ársæls Kóps Svein-
bjömssonar. Ólafur er sonur Aðal-
heiðar Kolbeinsdóttur og Sæmund-
arKristjánssonar.
Jenný Magnúsdóttir og Andrés
Guðni Ándrésson, til heimilis að
Grenibyggð 7, Mosfellsbæ, verða
gefin saman í Mosfellskirkju laug-
ardaginn 19.10. kl. 14 af sr. Jóni
Þorsteinssyni.
Jenný er dóttir Lovísu Ólafar
Guðmundsdóttur ogMagnúsar Jó-
hannssonar. Andrés Guöni er son-
ur Margrétar Sigurðardóttur og
Andrés Guðnasonar.
Jónína Óskarsdóttir og Sigurður
Svavar Steingrímsson, til heimhis
að Suðurgötu 16, Sandgerði, verða
gefm saman í Hvalneskirkju laug-
ardaginn 19.10. kl. 16 af sr. Hirti
M. Jóhannssyni.
Jónína er dóttir Valborgar Jóns-
dóttur og Óskars Hhðberg. Sigurð-
ur Svavar er sonur Vordísar Val-
garðsdóttur og Steingríms Svav-
arssonar.
Andlát
Jón Ingvarsson bifreiðarstjóri,
Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík, lést
15. október.
Sigurveig Vigfúsdóttir, Freyjugötu
38, andaðist að heimili sínu 15. októb-
er.
Rósa Svanfríður Oddsdóttir, Ljós-
heimum 18a, lést í Borgarspítalanum
16. október.
Jarðarfarir
Guðmundur Valdimarsson, Bárustíg
3, Sauðárkróki, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
19. október kl. 11.
Ragnar Arnar Hjaltason, Skála, Fær-
eyjum, sem lést 9. október sl„ var
jarðsettur 13. þessa mánaðar.
Haukur Jónsson, Þverholti 26,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fostudaginn 18. okt-
óber kl. 10.30.
Útfór Karls Ó. Jónssonar, fyrrv. út-
gerðarmanns frá Sandgerði, fer fram
frá Fossvogskirkju fostudaginn 18.
október kl. 13.30.
Kveðjuathöfn um Guðríði Helgadótt-
ur, Mávahlíð 15, Reykjavík, verður í
Fossvogskapellu í dag, 17. október,
kl. 15. Jarðsett verður í Sauðlauksdal
laugardaginn 19. október.
Þorbjörg Sigurjónsdóttir frá Blöndu-
ósi verður jarðsungin frá Blönduós-
kirkju laugardaginn 19. október kl.
14.
Guðrún Hjörleifsdóttir, frá Mel í
Staðarsveit, Álfaskeiði 64, Hafnar-
firði, verður jarðsungin föstudaginn
18. október kl. 15 frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
Unni Börde Kröyer andaðist í Osló
8. október 1991. Útför hennar hefur
farið fram í kyrrþey.
Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir, fyrr-
um húsmóðir, Bæ, Höfðaströnd,
verður jarðsungin frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 19. október kl.
14. Greftrun fer fram í heimagrafreit
að Bæ.
Pálmi Helgi Ágústsson kennari,
Hringbraut 69, Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag, 17. október, kl. 13.30.
Benedikt Bjarnason lést 3. október.
Hann fæddist að Brún á Stokkseyri
23. desember 1915. Hann starfaði
lengst af sem vörubifreiðarstjóri en
síðustu starfsárin var hann starfs-
maður á Borgarspítalanum. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Ólafía Sig-
urðardóttir. Útfór Benedikts verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
Tilkyimingar
Vinningar í aðgöngumiða-
happdrætti jeppasýn-
ingarinnar í Reiðhöllinni
Upp komu eftirtalin númer: 1. 3790, 2.'
4912, 3. 3008, 4. 5799, 5. 4597, 6. 3657, 7.-17.
5933, 5356, 4111, 3590, 1021, 5221, 4321,465,
3343, 1786, 4352. 18. 2899. Vihninga má
vitja hjá viðkomandi fyrirtækjum. Nán-
ari upplýsingar gefnar í síma 677262. Þar
má einnlg vitja óskilamuna.
Fyrirlestur um umhverfis-
fræðslu
Wolfgang Brunner flytur fyrirlestur um
umhverfisfræðslu í Norræna húsinu kl.
20.30 í kvöld, fimmtudagskvöld. Hann
kemur frá Visby á Gotlandi og hefur
starfaö þar sem eðlis- og efnafræðikenn-
ari í u.þ.b. 15 ár. Hann hefur vakið mikla
athygh fyrir hugmyndir sínar í umhverf-
isfræðslu, bæði í Svíþjóð og víðar, eink-
um á Norðurlöndum.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge
og frjáls spilamennska. Kóræfing kl. 17.
Fréttatilkynning frá
sendiráði Svíþjóðar
Vegna fráfalls Per Olof Forshell, sendi-
herra Svíþjóðar á íslandi, sem andaöist
þann 14. október sl„ mun liggja frammi
bók á heimili sendiherrans að Fjólugötu
9, Reykjavík, í dag, 17., og fóstudaginn
18. október milli kl. 14 og 15.30 þar sem
þeir sem þess óska geta vottað samúð
sína.
Námsstefna Félags handa-
vinnuleiðbeinenda
Félag handavinnuleiöbeinenda gengst
fyrir námsstefnu fóstudaginn 18. október
kl. 13 í Borgartúni 6. Markmið námsstefn-
unnar er að veita handavinnuleiðbein-
endum innsýn í þann heim er fylgir því
að eldast, bæði andlega og likamlega.
Námsstefnustjóri er Þuríður Ingimund-
ardóttir hjúknmarforstjóri. Framsöguer-
indi flytja: 1. Sigurbjöm Bjömsson lækn-
ir: „Að vera aldraður". 2. Þóra Amfinns-
dóttir geðhjúkrunarfr. „Samskipti viö
aldraða". 3. Anna Greta Hansen iðju-
þjálfi „Hugur og hönd, hjálpartæki". 4.
Guðrún Jónsdóttir, kennslustjóri HÍ,
„Konur og öldmn“. Námsstefnan er öll-
um opin og áætlað er að henni ljúki um
kl. 16. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr.
500 fyrir ellilífeyrisþega. Kaffi innfalið.
Myndgáta_______________dv
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Á mörkum hausts og vetrar í Land-
mannalaugum 18.-20. okt.
Á þessum tíma eru miklar andstæður í
landslagi á Landmannalaugasvæðinu,
snævikrýndir fjallatoppar, kolsvört
hraun og litskrúðugir líparíthamrar.
Laugin er best á þessum árstíma. Það er
hægt að komast á gönguskíði á hærri
slóðum, t.d. á leiöinni í Hrafntinnusker.
Allra síðasta Landmannalaugaferö árs-
ins. Takmarkað pláss. Góð gisting í sælu-
húsinu. Uppl. og farm. á skrifstofunni
Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Munið
fjölskylduferð á Selatanga sunnudaginn
20. okt. kl. 13 og kvöldgöngu á fullu tungli
miðvikudaginn 23. okt. kl. 20.
Fundir
Kynningarfundur
I. ráðs ITC
verður haldinn á Hótel Lind, Rauöarár-
stíg 18, Reykjavík, í kvöld og hefst kl. 20.
Dagskrá fundarins er í höndum félaga
úr ITC deildunum Björkinni, Hörpunni,
Korpu og Ýr og mun hún gefa góða inn-
sýn í starfsemi ITC. Stef fundar: „Vilji
er allt sem þarf“. Fundurinn er öllum
opinn og kaffiveitingar í hléi.
Digranesprestakall
Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar-
heimilinu, Bjamhólastíg 26, í kvöld,
fimmtudag kl. 20.30. Sumarferðalagið
riijaö upp og María Einarsdóttir sýnir
myndir frá Róm. Kaffiveitingar. Fundin-
um lýkur á helgistund.
Tónleikar
Stórtónleikar á
Hótel íslandi
Stórtónleikar með Les Satellites - Babyl-
on Fighters og Risaeðlimni á Hótel ís-
landi í kvöld. Bæði Les Satellites og Ba-
bylon Fighters þykja sérlega góðar tón-
leikasveitir eins og Risaeðlan sem nú
mun koma fram í fyrsta skipti hérlendis
um nokkurt skeið eftir mannabreytingar
og vel heppnaöa tónleikaför til Danmerk-
ur.
KK-band á Púlsinum
í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur KK-
band tónleika á Púlsinum eftir langt hlé,
sem þeir félagar hafa notað til aö vinna
hljómplötu, sem nú er fullbúin og kemur
á markað í nóvember. Sérstakir gestir
þetta kvöld eru vinir KK og Þorleifs: Leo
Gillespie farandsöngvari, ljóð & tónskáld,
ásamt Mick M„ látbragðsleikara & sjón-
hverfingamanni.
Áskriftatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands
Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á þessu hausti verða
haldnir í Háskólabíói í kvöld, 17. október,
kl. 20. Þessir tónleikar eru í gulri tón-
leikaröð. Á efnisskránni verða þijú verk:
Sinfónia nr. 38 - Prague - eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Fine 1 eftir Jón Leifs
og Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla
Bartók. Hljómsveitarstjóri verður Petri
Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Sala áskriftarskír-
teina stendur yfir á skrifstofu hljómsveit-
arinnar í Háskólabiói. Þar fer einnig fram
sala lausamiða á tónleika í vikunni. Sími
622255.