Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Page 3
T
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991.
___________________________________________Fréttir
Framkvæmdastjóri Landsbjargar um samnma björgunarsveita:
Nýtum kraftana betur
Þórunni Sveinsdóttur
breytt í f rystiskip?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyrr
Útgerðarmenn Þómnnar Sveins-
dóttur VE, sem keypt var frá Slipp-
stöðinni á Akureyri á þessu ári, eru
væntanlegir til viöræðna við for-
svarsmenn Slippstöðvarinnar á
næstunni, en til stendur að breyta
skipinu í frystiskip.
Nýja skipið leysti af hólmi eldra
skip útgerðarinnar sem bar sama
nafn og var eitt mesta aflaskip í flot-
anum um árabii. Ástæða þess að nú
er hugað að því að breyta nýja skip-
inu þannig að hægt verði aö frysta
aflann um borð er fyrst og fremst
kvótaskerðing sem útgerðin hefur
orðið fyrir.
„Það hefur lengi verið talað um
að sameina hjálparsveitimar allar
eða að hluta. Það voru kannski
skiptar skoðanir um sameininguna
áður en hún varð en nú held ég að
enginn efist um að ákvörðunin um
aö sameinast hafi verið hárrétt. Með
því að sameinast undir einum hatti
nýtum við krafta okkar miklu betur
en áður. Við erum ekki að gera
sömu hiutina hver í sínu horni,
þjálfa mannskap, reka skóla, gefa
út blað og allt sem þessari starfsemi
fylgir. Nú náum við að gera alla
hluti öflugar en áður,“ sagði Bjöm
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Landsbjargar, í samtah við DV.
Landsbjörg er landssamband 30
björgunarsveita um allt ísland.
Samtökin voru stofnuð á Akureyri
28. september síðastliðinn, daginn
eftir aðalfundi Landssambands
hjálparsveita skáta og Landssam-
bands flugbjörgunarsveita.
Björn sagði að sameiningin þýddi
ekki beinlínis neina byltingu fyrir
eðh starfseminnar sem slíkrar þar
sem landssamböndin hefðu áður
starfað í svipuðum farvegi og
Landsbjörg gerir nú. Helsta breyt-
ingin fælist í því að starfsemin yrði
öflugri og stefnufastari en áður.
„Samstarf sveitanna í björgunar-
aðgerðum hefur aha tíð verið mjög
gott þannig að samruninn sem slík-
ur hefur ekki nein teijandi áhrif á
þann þátt starfseminnar. Þau verk-
efni, sem við blöstu fyrst eftir stofn-
un Landsbjargar, voru meðal ann-
ars að gefa út blað sem reyndar er
komið út. Þá fór björgunarskólinn
í fullan gang en dagskrá hans var
eðblega löngu ákveðin. Þátttaka í
námskeiðum hans er betri en
nokkru sinni. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft hefur stofnun Lands-
bjargar breikkað þann farveg sem
landssamböndin voru í áður. Hins
vegar erum við með ýmislegt nýtt
á prjónunum sem tengist þessum
þáttum. Th dæmis förum við með
námskeiðin meira út á land sem
tryggir góða þátttöku og skilar sér
mjög vel þegar á þarf að halda.“
Misdugleg sveitarfélög
- Hvað með peningahliðina, verð-
ur ekki mikill sparnaður af samr-
una landssambandanna?
„Það verður kannski ekki svo
mikill sparnaður heldur verður
nýting þeirra fjármuna, sem við
höfum til umráða, miklu betri.“
Landsbjörg hefur aðallega tekjur
af flugeldasölu, sölu sjúkrabúnað-
ar fyrir bíla, heimili og vinnustaði
og af árlegum happdrættum. Þá er
fjáröílunarátak að jafnaði sett í
gang. Ekki hefur verið um bein
framlög frá ríkinu að ræða en á
næsta ári er þó búist við fimm
milljóna króna framlagi sem renn-
ur beint til sveitanna. Það þýðir um
160 þúsund krónur á hveija sveit
sem rétt dugir fyrir hálfum dekkj-
aumgangi á björgunarbíl.
„Það má ekki gleyma stuðningi
sveitarfélaga. Sum sveitarfélög eru
mjög myndarleg í stuðningi sínum
við hjálparsveitirnar. Að öðrum
ólöstuðum vh ég nefna Hafnarfjörð
sérstaklega. Síöan eru reyndar
30 hjálparsveitir sem standa að
Landsbjörg. Virkir meðlimir eru
um 1200 talsins. Frá upphafi hafa
hátt á sjötta þúsund manns verið
skráðir í björgunarsveitirnar. Þá
er ótalinn fjöldi manna sem sótt
hefur ýmis námskeið björgunars-
veitanna og getur orðið að liði á
ýmsan hátt.
í Landsbjörg eru 70 svokallaðir
undanfarar en það eru sérþjálfaðir
menn sem geta brugðist við á
skömmum tíma og leyst þau verk-
efni sem upp koma. Undanfarar
eru ætíð til taks og má líkja þeim
við úrvalssveit björgunarmanna.
Kafarar eru 23 og fallhlífastökkvar-
ar 26.
Landsbjörg hefur yfir 21 björgun-
arstöð að ráða en þrjár eru i bygg-
ingu. 57 bílar eru á vegum samtak-
anna, 18 snjóbhar, 72 vélsleðar, 5
stórir bátar, 8 slöngubátar, um 400
talstöðvar af ýmsum gerðum og 46
farsímar.
-hlh
Stjörnutindur SU 159 kom til Djúpavogs á dögunum með 97 tonn af stórri
og fallegri síld sem veiddist í Berufjarðarál. Síldinni var landað i körum
og söltuð hjá Búlandstindi hf. sem gerir Stjörnutind út. Sildin verður seld
til Póllands. DV-mynd Hafdis Erla Bogadóttir, Djúpavogi
Björn Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar.
DV-mynd GVA
önnur, sum vel stæð, sveitarfélög
sem standa sig miður vel hvað
þetta varðar.“
1200 virkir meðlimir
Yfir 2000 manns eru skráðir í þær
Vinir okkar í Húsgagnahöllinni
allt fyrir létta og netta og stóra og þunga.
Bf LDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SfMI 91-681199 - FAX 91-673511
Góður árangur:
Epal-sófar til Japans
Fyrirtækið Epal hefur undirritaö
samning um sölu á sófum th Japans.
Þetta er í fyrsta skiptið sem íslend-
ingar selja húsgögn th Japans. Það
er japanska vöruhúsið Tobu sem
kaupir sófana.
Að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda
Epals, er um að ræöa tveggja sæta
sófa sem danski arkitektinn Ole
Kortzau hannaöi fyrir Epal fyrir um
þremur árum.
Hér heima gengur sófinn undir
heitinu Epal-sófmn en erlendis er
hann kallaður Ole-sófinn vegna þess
hve arkirtektinn Ole Kortzau er
þekktur. Hann er víða með sambönd,
meðal annars í Japan, og það eru
einmitt þessi viðskiptasambönd hans
eystra sem eru upphafið aö pöntun
Japana.
„Við sendum einn sófa til sýnis til
Japans fyrir um þremur árum. Ekk-
ert gerðist. En mér var sagt aö Japan-
ir væru lengi að hugsa máhð og ég
yrði bara að bíða rólegur,“ segir Ey-
jólfur.
„Þetta er ekki mjög stór pöntun en
engu að síður mjög 'góð fyrir okkur.
Þá er þessi pöntun vonandi vísir á
meira og því jákvæð fyrir okkur."
Epal-sófinn hefur verið seldur bæði
til Færeyja og Danmerkur. Auk þess
er Epal að þreifa fyrir sér á markaðn-
um í Los Angeles í Bandaríkjunum
með sófa sem málarinn Tolh hann-
aði. -JGH