Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 8
8
'MÁNTÍDkGUU 21. ÓKTÓBBR 1991.
Útlönd
Bændurvilja
kanínubana
Bændur á Nýja-Sjálandi hafa
sótt um innflutningsleyfi á veiru-
tegund til aö útrýma tugþúsund-
um kanína. Notkun veirunnar,
myxomatosis, hefur veriö harð-
lega gagnrýnd af dýraverndunar-
hópum sem telja hana valda sárs-
aukafullum dauðdaga. Bændur
telja hana aftur á móti siðasta
hálmstrá sitt.
Kanínur eyðileggja stór rækt-
arlönd og segja bændur aö engin
önnur árangursrík leið sé til til
að stöðva fjölgun þeirra.
Landbúnaðarráöherra Nýja-
Sjálands sagði að umsóknin um
innflutning á veirunni og fiónni
sem ber hana yrði skoðuð af
ráðuneytinu og almenningi áður
en ákvörðun yröi tekin.
Öfgamenn í
bólsaman
Breskir hægrisinnaðir öfga-
menn og nýnasistar í Þýskalandi
eru að efla vináttutengsl sín í
milli. Breska dagblaöið Inde-
pendent sagði í morgun að það
hefði komist að því að breskir
öfgamenn hefðu fariö í þjálfunar-
búðir í skóglendi í útjaðri Vínar-
borgar, höfuðborgar Austurríkis.
Blaöið sagðist hafa sannanir
fyrir því aö búðir þessar væru
reknar af hreyfmgunni Beweg-
ung sem er heiídarsamtök þeirra
sem þrá aö koma á Fjórða rikinu.
I frétt Independent kom fram
að lögregla í Bretlandi og Þýska-
landi hefði áhyggjur af þessum
nýju tengslum.
Leiðtoga Bewegung hefur verið
boðið á fund evrópskra nýnasista
á leynilegum stað í Bretlandi í
næsta mánuði.
Reagan kominn
afbruggurum
Ronald Reagan, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, var gerður að heið-
ursforseta i félagi áhugamanna
um skoskt viski viö hátíðlega at-
höfn í Blair kastala í Skotlandi.
Reagan virtist þó ekki hafa hug-
mynd um að einn af forfeðrum
hans var Johnnie nokkur Blue,
síðasti landabruggari á Kintyre-
skaga. Skotarnir höfðu þó grafið
þetta upp fyrir hann.
Til að vera tekinn inn í áhuga-
mannafélagiö verður viðkomandi
að hafa mikla ást á Skotlandi og
skosku viskíi.
Meðal annarra stórmenna við
athöfnina i gær var Caspar Wein-
berger, varnarmálaráöherra
Bandarikjanna i tíð Reagans.
Fyrr í Skotlandsferð sinni sem
farin er í leit að forfeörunum
hafði Reagan klæðst skotapilsi og
sungið bandarískt þjóðlag í kirkj-
unni þar sem langalangafi hans
og langalangamma gengu í hjóna-
band árið 1807.
Færeyingarvígja
fótboltavöllinn
Nýi knattspyrnuvöllurinn í
Tóftum í Færeyjum var vígður í
gær að viöstöddu miklu ljöl-
menni.
Upphaflega stóð til að færeyska
landsliðið léki á móti breska lið-
inu Nottingham Forest í vígslu-
leiknum en eftir að Bretarnir
höfðu hvað eftir annað farið fram
á frestun leiksins var ákveöiö aö
hafa leikinn milli Færeyinga.
Landsliðiö lék því viö úrval
annarra heimamanna og fóru
leikar þannig að hvort lið skoraöi
þijú mörk.
Knattspyrnuleikvangurinn i
Tóftum kemur til meö að kosta
um 150 milljónir króna fullbúinn.
Hann var byggður að frumkvæöi
íþróttafélagsins á staðnum með
stuöningi landstjómarinnar og
bæjarfélagsins.
Reuter og Itit7.au
Þúsundir norskra sjómanna hafa tekið þátt i mótmælunum gegn stefnu stjórnarinnar í fiskveiðimálum. Níu hafnir eru lokaðar, þar á meðal þessi í Egersund.
Símamynd NTB
Norskir sjómenn loka níu höfnum til að mótmæla samningum um EES:
Fórna ekki miðunum
Mikil röskun er fyrirsjáanleg a
flutningum um norskar hafnir vegna
þess að ævareiðir sjómenn hafa lok-
að níu þeirra til að mótmæla stefnu
Gro Harlem Brundtland forsætisráö-
herra í samningunum um evrópska
efnahagssvæðið. Úrslitlotan í samn-
ingum hefst í Lúxemborg í dag.
I tillögu Norðmanna til lausnar á
deilumálum um frjálsan aðgang með
fisk að mörkuðum í ríkjum Evrópu-
bandalagsins er gert ráð fyrir að skip
frá bandalaginu fái að veiða nokkur
þúsund lestir í norskri fiskveiðilög-
sögu. Jafnvel er talað um á annan tug
þúsunda tonna.
Þessu vilja norskir sjómenn ekki
una og benda á að þeir einir verði
að fórna af hagsmunum sínum en
ekki t.d. íslendingar þótt þeir eigi
einnig að njóta góðs af væntanlegu
tollfrelsi í fiskversluninni.
Sjómennirnir lokuöu höfnunum
níu i gær og ætla að halda aðgerðum
sínum áfram í dag. Mikil reiði er víða
meðal þeirra en afli hefur dregist
saman í Noregi mörg undanfarin ár
og nú er fyrirsjáanlegt að svo verður
enn ef ætla á skipum Evrópubanda-
lagsins kvóta við Noregsstrendur.
Talsmenn sjómanna segja að margar
fjölskyldur hafi undanfarin ár mest
lifað á sparifé sínu og nú blasi ekk-
ert annað en gjaldþrot við.
Norska fréttastofan NTB segir að
mótmæli norsku sjómannanna hafi
komið til umræðu í hópi Efta-ráð-
herranna í Lúxemborg. Þar voru
menn þó þeirrar skoöunar að þessi
andstaða mundi ekki hafa áhrif á
viðræðurnar. Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra Noregs, ætlar
að halda fast við sína stefnu enda
gæti samkomulag milli Efta og EB
oltið á því að hugmynd hennar verði
að veruleika og útlendingum verðK
hleypt í norska landhelgi.
Brundtland veit þó að hún stendur
höllum fæti heima. í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum kom fram mjög
sterk andstaða við stefnu hennar. í
Noregi situr minnihliitastjórn sem
Honningsvág » Tromsö Svolvær m • Hamarsöy Bognes •* '~1 Bodö •
• 5 41111
Þrándheimur
Kristiansuncf • Alasund •
Egersund •
• ^ fip; Tl* 1 DVJRJ
ísraelsmenn slepptu fjórtán aröbum í morgun:
Bandaríkjamanni sleppt
á næstu klukkustundum
ísraelsmenn leystu fjórtán arab-
íska fanga úr haldi í Suöur-Líbanon
í morgun til að greiða fyrir væntan-
legri lausn bandarísks gisls í Líban-
on. Útvarpsstöð bandamanna ísraels
í suðurhluta Líbanons rauf dagskrá
sína til að skýra frá þessu.
Líbanskir mannræningjar sem
fylgja írönum að málum höfðu áður
tilkynnt að þeir mundu leysa banda-
rískan gísl úr haldi innan eins sólar-
hrings eftir að Sameinuðu þjóðirnar
höfðu talið ísraelsmenn á að sleppa
arabískum föngum.
Mannræningjar í Líbanon sendu
frá sér vélritaða yfirlýsingu og með
henni fylgdi ljósmynd af Bandaríkja-
manninum Jesse Turner. Hann er
annar tveggja Bandaríkjamanna sem
samtökin Heilagt stríð íslams halda
föngnum.
Samtökin sögðu að þau ætluðu aö
leysa Bandaríkjamanninn úr haldi
til að sýna vilja sinn til að fara eftir
því samkomulagi um heildarlausn
gísladeilunnar sem unnið væri að.
Ein helsta krafa líbanskra mann-
ræningja hefur verið sú að ísraels-
menn sleppi arabískum föngum.
Manræningjar í Libanon sendu frá
sér mynd af Bandaríkjamanninum
Jesse Turner í morgun með yfirlýs-
ingu um að einum vestrænum gísl
yrði sleppt á næstu klukkustundum.
Simamynd Reuter
Heimildir hermdu að sveit frá Al-
þjóða Rauða krossinum ætlaði að
fara til suðurhluta Líbanons
snemma í morgun til að ganga frá
fangalausninni.
Upplýsingamiðstöö SÞ í Beirút
skýrði frá því í gær að Javier Perez
de Cuellar, aðalritari SÞ, hefði lagt
mikiö á sig á undanförnum dögum
til að leysa málið.
Sameinuðu þjóðirnar eru að reyna
að fá allt að níu vestræna gisla i Lí-
banon og um 350 arabíska fanga í
haldi ísraelsmanna leysta úr haldi í
áföngum.
Uri Lubrani, aðalsamningamaður
ísraels í gísladeilunni, sagði í gær að
hann vonaðist til að allir gislar í Lí-
banon yrðu frjálsir feróa sinna um
jólaleytið.
ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni
því aðeins leysa arabíska fanga úr
haldi aö þeir fái í staðinn upplýsingar
um hermenn sína sem saknað er í
Líbanon. Þeir skýrðu frá því á laug-
ardag aö fengist hefðu óyggjandi
upplýsingar frá SÞ að einn þeirra,
Yossi Fink, væri látinn.
Reuter
gæti falliö á skömmum tíma ef mót-
mælin gegn henni breiðast út.
Norges fiskerlag, samtök sjávarút-
vegsins í Noregi, ætlar nú að freista
þess að fá sjómenn í öllum byggðum
á strandlengju landsins til að taka
þátt í mótmælunum, leggja niður
vinnu og loka höfnum. Því kann svo
að fara að þótt Brundtland telji að
tekist hafi að höggva á hnútinn í við-
ræðunum um evrópska efnahags-
svæðið þá reynist erfiðara að fá
stuðning við hugmyndir hennar
heima.
Mest er reiði sjómanna í Norður-
Noregi. Þar hafa menn líka orðið
verst úti í aflasamdrætti síðustu ára.
Því þykir mönnum nógu um þótt
ekki verði enn gengið á hagsmuni
þeirra.
Takist ekki að ná samkomulagi um
evrópska efnahagssvæðið nú eru
menn sammála um að hugmyndin
komi ekki á dagskrá aftur í bráð.
NTB
Indland:
Óttastað
rúmlega
SOOhafi
farist
Indverskar herþyrlur héldu af
stað í morgun til afskekktra
þorpa sem óttast er að hafi farið
illa í öflugum jarðskjálfta sem
vitað er að varð meira en 330
manns að bana í gær. Jarðskjálft-
inn varö í Uttar Pradesh-fylki, viö
rætur Himalajafjallanna.
Lögreglan sagði aö tala látinna
gæti hækkað verulega þegar
þyrlurnar ná til svæða þar sem
hætta er á aurskriðum. Fundist
hafa 334 lík, flest á svæöum við
landamærin að Kína og Nepal.
„Við ættum að hafa skýrari
mynd síðar í dag þegar þyrlumar
hafa farið yfir fjallaþorpin og
áhafnimar gefið skýrslu um
ástandið," sagði háttsettur maður
innan lögreglunnar.
Jarðskjálftinn, sem var 6,1 stig
á Richterkvaröa, braut raf-
magnsstaura og olli skriðuföll-
um. Brýr hrundu og vegir spillt-
ust. Vitað er að meira en tvö þús-
und manns slösuðust í skjálftan-
Um. Reuter