Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Utlönd Rudolfo Infante, er 28 ára gamall Texasbui. Hann (ór ásamt lagskonu sinni til Mexikó í þeim tilgangi að myrða ungar stúklur. Lögreglan segir að Infanto viðurkenni að morðin hafi verið framin sér og vinkou sinni til skemmtun- ar. Hér er hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Simamynd Reuter Dægradvöl hjónaleysa frá Texas: Myrtu stúlkur sér til skemmtunar Bðmin gleyma hvernig mjólk erábragðið íbúar í iðnaðarborginni Perm í Úralíjöllum í Sovétríkjunum hafa komið upp vegartálmum og lam- að umferö í borginni af óánægju með almennan skort á nauðsynj- um. Þarna hafa jafnt eftirlauna- þegar, verkamenn sem úngar mæður látið til sín taka. Mæðurnar segja að börnin gleymi brátt hvemig mjólk er á bragðiö því hún hefur verið ófá- anleg í verslunum um langt skeið. Þá er mikil óánægja með að vodka er skammtað þannig að hver maður fær tvær flöskur á mánuði. Nóg er hins vegar af vodka á svartamarkaðnum en þar er verðið himinhátt og veig- arnar ókaupandi fyrir venjulega borgara. í Perm átti Borís Jeltsín mikið fylgi þegar kosið var til forseta á síðasta ári. Nú má sjá mótmæl- endur hafa upp kröfuspjöld þar sem forsetinn er víttur. Fékk 7,6 millj- arða fyrir auga Dómstóll í Chicago í Bandaríkj- unum hefur úrskuröað að Meyer Proctor skuli fá alls 124,6 milljón- ir Bandaríkjadala í bætur frá lyíjafyrirtækinu Upjohn vegna skaða sem hann hlaut á auga við að taka lyfið Depo-Medrol. Þetta svarar til um 7,6 milijarða ís- lenskra króna. Maðurinn missti vinstra augað. Talsmenn lytjafyrirtækisins segja aö málinu verði áfrýjaö vegna þess að bætumar, sem manninum voru dæmdar, séu fáránlega háar. í úrskurðinum sagði að Upjohn hefði ekki gefið út nægilega skýrar leiðbeiningar um notkun lyfsins. Kynferðisleg áreitni gæti hættmeðöllu Kona að nafni Tan Sai Siong, kunnur dálkahöfudur við Sunday Times í Singapore, segir í dálki sínum um helgina að mál Clarenee Thomas hæstaréttar- dómara í Bandaríkjunum gæti orðið til þess að kynferðisleg áreitni legðist meö öllu af á vinnustöðum. Hún segir að á sinum vinnustað sé áreitni af þessu tagi algeng og sjálfsögð í samskiptum starfs- fólksins. Engin ástæða sé til aö amast við henni enda fátt sem létti mönnum meira lífið á erfið- um vinnudegi en ofurlítil athygli frálúnukyninu. Reuter Lögreglan í landamærabænum Matamoros í Mexíkó hefur nú í haldi hjónaleysi sem í haust fundu upp á þeirrí óyndislegu skemmtun að myrða ungar stúlkur. Þegar athæfið var stöðvað höfðu átta stúlkur á unglingsaldri látið lífið. Lögreglan segir að karlmaðurinn hafi í yfirheyrslu talaö um morðin eins og þau hefðu verið framin tii dægrastyttingar. Þó voru stúlkurnar allar rændar en lítil fjárvon er í að ræna unglinga á þessum slóðum þar sem fátækt er mikil. Maðurin heitir Rodolfo Infante og er frá Texas. Lögreglan segir að konan, sem var í slagtogi með manninum, sé ein- feldningur og hafi tekið þátt í leikum í fávisku sinni. Hún heitir Ana Maria Ruiz. Maðurinn sé hins vegar ill- menn og fól. Líkum stúlknanna var hent í ána Rio Grande á landamær- um Mexíkó og Bandaríkjanna. Hjónaleysin stunduðu iðju sína í þrjá mánuði áður en lögreglan komst á slóð þeirra. Þau lokkuðu stúlkurn- ar til sín með því að bjóða þeim gull og græna skóga en kyrktu þær síðan. Af líkunum mátti sjá að nokkrum hafðiveriðnauðgað. Reuter Fimm sjómenn heimtir úrhelju Fimm bandarískir sjómenn, sem fundust af tilviljun eftir að þá hafði rekið vatns- og matar- lausa i ellefu daga á fleka í Norð- ur-Kyrrahafi, eru nú sem óðast að ná sér á sjúkrahúsi. Mönnunum var bjargaö af fiskibáti og lýsti móðir eins þeirra þvi sem algjöru kraftaverki. „Við fréttum það fyrst á laugar- dagskvöld að einhvers væri sakn- að. Þeir lifðu þetta af með því að safna regnvatní,“ sagöi Paula Pendleton í gær. Sonur hennar, Keith, var í áhöfn fiskiskipsins Discovery sem sökk þann 8. október, um 250 sjómilur norðvestur af Bresku Kólumbíu á Kyrrahafsströnd Kanada. Báturinn var á leið á krabbaveiðar við Alaska. Gömulflugvél hrapaði og slasaði þrjá Japönsk flugvél, sem var teikn- uð einum áratug áður en Wright- bræður urðu fyrstir manna til að koma vélknúinni flugvél á loft, hóf sig til flugs í fyrsta sinn í gær. Vélin hrapaði hins vegar samstundis niður í hóp áhorf- enda og slasaði þrjá þeirra. Lögreglan sagði að í fyrstu til- raun hefði vélin flogið í um eins metra hæð um fimmtán metra vegalengd. í annarri tilraun komst vélin, sem er eins og skor- dýrabjalla í laginu, meira en fjörutíu metra áður en hliðar- vindur þeytti henni inn í áhorf- endaskarann. Flugvélin hafði verið smíðuð af rannsóknarhópi við Nipponhá- skólann, samkvæmt uppdráttum sem Chuhachi Ninomiya gerði af vélinni árið 1893. Tveiríhaldi vegna BCCI rannsóknar Lögregla á Bretlandi hefur handtekin einn þeirra manna sem átti að rannsaka BCCI- bankahneykslið. Lögreglan haföi verið kölluð til að rannsaka þjófnað og sölu leyniskjala um hugsanlega málshöföun vegna hneykslisins. Annar maður var líka í haldi vegna þessa. Þeir .verða báðir leiddir fýrir dómara í dag þar sem þeir voru ákærðir um helgina fyrir samsæri um að hindra framgang réttvisinnar. Annar mannanna, sem í haldi eru, er endurskoðandi hiá hinu fræga fyrirtæki Coopers og Ly- brand en hinn er sjálfstæður end- urskoðandi. Síðasta vopnahlé stóð stutt í Króatíu: Sextán menn féllu um helgina Heyra mátti fallbyssudrunur og vélbyssuskothríð víðsvegar um Króatíu um helgina þrátt fyrir að vopnahlé ætti að heita í gildi. Á fóstu- daginn fengu fulltrúar Evrópu- bandalagsins deiluðila til að leggja niður vopn og átti átökum að ljúka á hádegi á laugardag. Skamma stund var þó hljótt í land- inu því Serbar og Króatar byrjuöu nær jafnskjótt að beijast. Talið er að í það minnsta sextán menn hafi fall- ið. Meöal annars var enn barist af heift um bæinn Dubrovnik á strönd Adríahafsins. Þar var sagt að sex menn heföu látið lífið. Þá var enn barist um Vukovar en þangað hafa hjálparsveitir komið til að sinna særðum og sjúkum. Hjálp- arliði tókst að flytja þaöan 109 sjúkl- inga um helgina. Þá tókst að koma sjúkragögnum til bæjarins sem hefur verið í umsátri síðustu daga. Reuter Simkerfí fyrir stærri heimili og smærri fyrirtæki. Goldstar GK 208 er tveggja símkerO með 8 innanhúslínum dyrasíma og kallkerfí. Kerfíð býður upp á velþekkt þxgindi eins og innbyggt minni ■ skammval á öllum helstu símnúmcrum ■ endurval valið var ■ hægt að læsa símanum fyrir hringingar utan svæðis og/eða til útlanda ■ biðtónlist ■ hátalari er í símtxkjum o.fí. Símkerfíð má auðveldlcga tengja við dyrasímann, við brunavarnarkcrfí hússins og útihúsa s.s. bílskúr og/eða gripahús í sveit. þannig gctur Goldstar GK 208 verið mikilvægur öryggisbúnaður. TIIUmAI GK sfmstöð I 11DOO ! oq 3 símtæki kr. 35.600,-S' vsk. SIÐUMULA 37 SIMI 687570 Fimm Kínverj- arskotnirí Kanada Fimm Kínverjar, þar á meðal ungt barn, fundust skotnir til bana í borg- inpi Váncouver í Kanada á sunnu- dag. Lögreglan telur að þetta sé þriðja sinn á þremur dögum þar sem um er að ræða morð og sjálfsmorð. Lík fjórtán mánaða barns, tíu ára drengs, foreldra þeirra og annars manns fundust sundurskotin meö vélbyssu í svefnherbergi húss í aust- urhluta borgarinnar. Lögreglan sagði að vopnið hefði fundist undir líki annars mannsins. Talið er að hann hafi skotið fjölskyld- una áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér. Á íöstudag skaut maður í nærliggj- andi bæ fyrrum eiginkonu sína og síðan sjálfan sig. Á laugardag drap svo enn einn maðurinn nýjan kær- asta fyrrum kærustu sinnar og sjálf- an sig þar á eftir. HægHmenní Svissvinnaá Hægrisinnaöir smáflokkar, sem eru andvígir innflytjendum og nánari tengslum við Evrópu- bandalagið, unnu mikið á í þing- kosningunum í Sviss í gær. Ekkert benti þó til þess að úr- slitin mundu breyta nokkru um stöðu samsteypustjórnar flokk- anna fjögurra sem hefur farið með völd í landinu frá 1959. Helsta viðfangsefni hennar á næsta kjörtimabili verður hugs- anleg innganga Sviss í Evrópu- bandalagið. Meira en helmingur sviss- neskra kjósenda haföi ekki fyrir því að greiða atkvæði í kosning- unum.-En töl vuspár bentu til þess að þeir sem kusu hafi veitt Bfla- flokknum brautargengl. Hann berst gegn aðild að EB og vill að innílutningur fólks verði stöðv- aður. Því var spáð aö Bílaflokkur- inn fengi sjö þingsæti til viðbótar við þau tvö sem hann haföi fyrir. Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.