Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Spumingin Verslar þú við farand- sölumenn? Kristinn Bjarnason: Það kemur fyrir, og kaupi þá aðallega matvöru. Hafdís Björg Sigurðardóttir: Já, ég keypti nýlega matreiðslubók þannig. Helga Kristjánsdóttir: Nei, helst ekki, en það kemur þó fyrir. Árni Þór Dagbjartsson: Helst aldrei. Ég treysti þeim ekki. Hjördís Thors: Nei, ég treysti þeim ekki. Rósa Einarsdóttir: Nei, aldrei. Ég vil frekar fara í búðimar sjálf. Lesendur Háiðgjöldaf ónýtridruslu „ ... fyrir bíldruslu sem væri komin á einhverja öskuhauga fyrir löngu.“ Axel Einar Guðnason skrifar: Ég má til með að festa nokkur orð á blað til að fá útrás í ákveðnu máli. Forsaga þess máls er að árið 1987, þegar ég var nýkominn með bílpróf, keypti ég mér bílgarm en vegna of- notkunar áfengis og vímugjafa var ég mjög kærulaus að greiða trygging- ariðgjöldin. Eftir tveggja vikna notk- un var druslan ónýt. Ónnuryfirsjón mín er sú að hafa aldrei afskráð bíl- inn og sú þriðja að sinna ekki rukk- unarbréfum Sjóvá. Aðvitað er sökin mín að öllu leyti en íjórum árum seinna, þ.e. í maí í sumar, fór ég í meðferö og er að komast á réttan kjöl og búinn að semja um mínar skuldir. Skuld mín við Sjóvá/Almennar hljóðaði upp á 158.000 þ.e. iðgjöldin frá 16.12. 1987-28.02. 1990, með vöxt- um. Þegar ég fer til að semja við fé- lagið um skuldir mínar og útskýra min mál er skuldin lækkuð niður í 75.000. Mér flnnst það nokkuð há upphæð fyrir tveggja vikna notkun á bílnum en ekki fór skuldin neðar. Það má vel vera að þetta sé ekki há upphæð fyrir sumt fólk en vikulaun mín, sem eru um 10.000 krónur, hrökkva skammt, því nóg er af öðr- um skuldum. Ég tók út af skyldu- sparnaðinum og greiddi 80.000 krón- ur, ekki með glöðu geði og álít að þá eigi ég einungis eftir iðgjaldið af „nýju“ druslunni minni. En þá kom gólftuskan faman í mig. Það var ætl- ast til þess að ég greiddi rúmlega 26.000 til viðbótar, þannig að ég átti að greiða 101.000 krónur fyrir bíldr- uslu sem væri komin á einhverja öskuhauga fyrir löngu. Það er ekki meiningin að gera lítið úr mínum þætti þessa máls en sam- kvæmt sundurliðuðum reikningi frá Sjóvá er iðgjald og vextir frá 16.12. 1987-29.2.1988, krónur 10.000 sem ég væri tilbúinn að greiða ásamt lög- fræðikostnaði þar sem vitni gæti eið- svarið að bíldruslan var ekki í minni notkun í meira en tvæ vikur. Á skrifstofu Sjóvár lenti ég i hálf- gerðu þrasi við þann sem hefur haft mín mál til meðferðar, sem er ekki æskilegt fyrir óvirka alkóhóhsta en ég ætla ekki að láta troða á mér út af einhverjum gömlum syndum og bernskubrekum sem gerði engum mein nema sjálfum mér. Ég æski þess að fá svör frá yfirmönnum Sjóvá/Almennra sem allra fyrst varðandi þetta mál. Verða nöfnin úrelt? 1406623649 R.R. skrifar: Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri þróun sem orðið hefur varðandi kennitölui og nöfnin okkar. Ég hef komist að því að nöfnin okkar skipta Utlu sem engu máli lengur, nánast hvar sem við eru og hvert sem við forum, til dæmis í bönkum, sjúkra- húsum, ef við sækjum um vinnu eða skóla, tryggingarfélögunum, bæjar- skrifstofunum... alls staðar er það kennitalan sem skiptir máh, breytir engu hvað þú heitir svo ég sé fyrir mér eftir örfá ár: Dánarfregnir og jarðarfarir: í dag hefur drottinn dregið út eftirfarandi númer!! Hver verður þróunin ef svo heldur sem horfir? Verða skírnir lagðar nið- ur? Missa prestar þar hluta af vinnu sinni? Fyrir mitt leyti er notkun kennitölunar í mörgum tilfellum nauðsynleg,'til að aðgreina tU dæmis alla þá Jóna Jónssyni, en samt fmnst. mér þetta vilja vera öfgakennt víða og mjög ópersónulegt. Ég er hlynntur þessu að nokkru leyti en innan ákveðins ramma. Því mér finnst persónulegra að bera nafn heldur en númer. Að lokum vil ég vitna í texta úr laginu Dögun eftir Bubba Morthens, sem greinUega hefur rekist á þetta líka. „Þitt nafn þekur heila ævi, endalaust það merkir ekki neitt.“ Norna veiðar á Ijósvökum Hilmar Þorbjörnsson skrifar: Ég vU í upphafi þessara skrifa óska nýjum heimsmeisturum í bridge til hamingju með glæsilegt afrek. Ég var einn af þeim mörgu sem fylgdust með frá upphafi, gladdist með hveijum áfanga okkar manna sem leiddi þá svo til sigurs. Þegar sigurinn var í höfn gladdist þjóðin öll og fylltist stolti. Það hefur lengi verið góður siður hjá okkur íslendingum að gleðjast á góðum stundum, gera okkur daga- mun, lyfta glösum og kætast, oft af minna tilefni en nú var. Eins og allir vita var glæsileg móttaka í Leifsstöð við heimkomu okkar manna. Voru þar margir fyrirmenn mættir, m.a. forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Sá sem þessi orð skrifar var ekki langt undan, fylgdist með og gladdist eins og aðrir. Ég hafði gaman af að heyra ræður manna, sérstaklega þeirra Davíðs og .íóns Baldvins, sem „Eins og allir vita var glæsileg móttaka í Leifsstöð við heimkomu okkar manna.“ Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eða skriflð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum voru hnittnar eins og þeirra var von og vísa. Þess vegna er mér alveg óskiljan- legur þessi gróusöngur sem dunið hefur yfir okkur á ljósvakastöðvun- um hér jafnt og þétt, dag eftir dag. Á nokkur að gjalda þess, hvort sem það er forsætisráðherra eins og í þessu einstaka tilviki eða einhver annar, að hafa leyft sér að bergja á tveimur eöa þremur kampavínsskálum á fagnaðarstund eins og í Leifsstöð á dögunum? Það læðist að manni sá grunur að þeir sem hafa haft sig mest í frammi á þessum nomaveiðum varðandi at- burðinn í Leifsstöð kasti nær undan- tekningarlaust steini úr glerhúsi. Gunnar Halldórsson skrifar: Ég vil hvetja alla góða íslend- inga til að vera nú samtaka um að forða okkur frá því að ganga í evrópskt efnahagssvæði, EES. Við meguin ekki vera sofandi í þessu mikilvæga máli. Alþingi ætti skilyrðislaust að láta þjóðina greiöa atkvæði um þetta mál í þjóðaratkvæðagreiöslu og kanna þannig hug hennar til þessa máls. Ef við göngurn í EES þá held ég að við sem fámenn eyþjóð séum búin að glata okkar sjálfstæði. Landbúnaður á í vök að verjast, óheftur innflutningur á ódýrari landbúnaðarvöru frá öðrum þjóðum mundi kollsteypa ís- lenskum landbúnaði, að ég tali nú ekki um hvernig fiskveiði- steínu okkar yröi háttað. Erlend- ir auðhríngir mundu kaupa fisk- inn á fiskmörkuðum hér á landi og flytja úr landi og fleira þess háttar. Ég segi: Nei og aftur nei. Við skulum flykkja okkur um: Samstöðu um óháð ísland. mannasiðir Anna og Guðmundur skrifa: Við híónin lilustum oft á Aöal- stöðina á morgnana því okkur þykir Eiríkur Jónsson mjög góð- ur útvarpsmaður en þegar hann tekur inn í þátt sinn konu sem rekur tiskuskóla og er pistill hennar kallaður „Anna og útlit- ið“ leist okkur ekki á blikuna. Hún talar ekki góða íslensku og viðhefur ekki góða mannasiði að okkar mati. Við erum sammála því sem kom fram á lesendasíðu DV nú nýlega hjá HK að ekki er hægt að nafhgreina ákveðnar persónur og setja út á þær á opin- berum vettvangi, eins og Ld. þeg- ar hún talaði um Guðmund ,jaka“ í niðrandi merkingu. Við hjónin og margir aðrir erum sam- mála konunni að norðan sem hringdi í DV. Burtumeð ríkislögreglu Lúðvíg Eggertsson skrifar: Það voru vissulega orð í tíma töluð hjá nýskipuðum borgar- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni, aö betur færi á því að hafa lög- regluna undir yfirstjóm borgar- ráðs en rikisins, eins og hér var áður fyrr. Margt hefir farið úr- skeiöis á þeim vettvangi upp á síðkastið: Sífellt verið að íjölga lögreglumönnum og lögi-eglubíl- um, merktum og ómerktum, snattbílum, sjónvarpsupptöku- tækjum á götum og gatnamótum og h ver veit hvar, meðan óknyttir aukast stöðugt. Héruðin úti á landi ættu einnig að hafa lög- reglumálin í sínum höndum. Viö vfijum ekki kerfi sem gæti þróast í átt við þaö sem varð austan- tjalds. Engar hrakspár Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Mig langar að nota þetta tæki- færi til þess að þakka Ellert B. Schram innilega fyrir forystu- grein sína í DV fóstudaginn 11. október síðastliðinn undir fyrir- sögninni „Burtu með hrakspárn- ar“. Það gæti verið hættulegt fyrir ákveðin samtök víðs vegar á ís- landi að hræða þjóðina með alls konar spádómum. Ástandið er víst slæmt en íslenska þjóðin sýn- ir enn skilning og þolinmæði. Aftur á móti, ef fariö yrði illa með íslensku þjóðina, þá gætí skapast likt ástand og í Rúmeníu um árið. Það væri hroðalegt að sjá tugþús- undir íslendinga umkringja Al- þingi þangað til alþingismennim- ir stæðu við gerða samninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.