Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Page 15
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. 15 „Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum...“ Fyrir nokkru helgaöi hinn nafn- lausi greinahöfundur DV, Dagfari, skoðunum okkar Þorsteins Páis- sonar á fiskveiðum dálk sinn. Þar sagði 'nann, að flestir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar vildu veiðileyfasölu. „Á hinn bóginn stendur Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra, útgerðarauðvald- ið og svo Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, sem af einhveijum óskilj- anlegum ástæðum hefur allt í einu sett sig upp á móti markaðslögmál- unum. Hannes telur það sósíalisma og miðstýringu, að ríkið skattleggi veiöarnar og bjóði þær út, en vill, að útgerðin hafi frjálsan og óheftan aðgang að fiskimiðunum." Veiðileyfasala nauðsynleg Þeir segja mest frá Ólafi kon- ungi, sem minnst hafa séð til hans, var kveðið að fornu. Og nú ætlar Dagfari kampakátur að kenna mér markaðslögmálin! Þótt ég hafi skrifað fleiri greinar en tölu verði á komið um skoðanir mínar á fisk- veiðum við íslandsstrendur, hefur mér greinilega orðið lítt ágengt: Dagfari hefur ekki hugmynd um, hverjar þær. eru. Ég ætla því enn að reyna að skýra mál mitt. Fyrst er frá því að segja, að ég er stuðningsmaöur núverandi kvótakerfis. Það felur alls ekki í sér, að ég sé andvígur veiðileyfa- sölu. Eina leiðin til þess að auka Kjallarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði hagkvæmni í veiðum er einmitt veiðileyfasala, ■ fijálst framsal kvóta. Hagsýnni útgerðarmenn eiga að kaupa veiðileyfi eða kvóta af hinum óhagsýnni. Þannig veljast þeir til fiskveiða, sem best kunna að skipuleggja þær, og sóknin minnkar niður í það, sem er hag- kvæmast. Munurinn á skoðunum mínum og þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Þorvaldar Gylfasonar, sem verið hafa háværustu andstæðingar kvótakerfisins, er á hinn bóginn sá, að ég vil að útgerðarmenn versli sín á milli með veiðileyfin eða kvót- ana. Þeir Gylfi, Þorvaldur og Dag- fari vilja að ríkið leigi útgerðar- mönnum kvótana (og þeir megi væntanlega síðan versla með þá sín á milli). Veiðileyfaleiga ríkisins óhagkvæm Þorvaldur Gylfason viðurkenndi að vísu í sjónvarpsviðtali á dögun- um, að núverandi kvótakerfi væri sennilega ekki síður hagkvæmt en það kerfi, sem hann hefði í huga. „Eina leiðin til þess að auka hag- kvæmni 1 veiðum er einmitt veiðileyfa- sala, frjálst framsal kvóta. Hagsýnni útgerðarmenn eiga að kaupa veiðileyfi eða kvóta af hinum óhagsýnni.“ „Reynslan sýnir, að ríkið er ekki líklegt til að ráðstafa fjármunum eins vel og fjöldi fjármagnseigenda, kapítalista," segir greinarhöfundur. Hann taldi hins vegar ólíklegt, að menn myndu sætta sig við það. Sú niðurstaða hans er auðvitað ekki vísindaleg, heldur fullkomið mats- atriði. Ég held sjálfur, að meiri sátt muni myndast um lausn, þar sem hinir óhagsýnni útgerðarmenn eru smám saman keyptir út af fiski- miðunum, en þar sem þeir hrekjast þaðan allir í einu, vegna þess aö þeir geta ekki keppt við aðra á opin- beru uppboði um kvóta. Ég vil raunar ganga lengra en Þorvaldur og halda því fram, að kvótakerfið geti orðið miklu hag- kvæmara en opinber veiðileyfa- leiga. Að því hníga tvenns konar rök. í fyrsta lagi munu menn skipu- leggja veiðar sínar til skamms tíma, ef þeir hafa kvótana á leigu frá ríkinu og enga vissu um að halda þeim áfram. Fiskveiðar verða því hagkvæmari sem útgerð- armenn geta skipulagt þær til lengri tíma. Varanlegir kvótar í einkaeign eru því hagkvæmastir. í öðru lagi má ekki gleyma því, hvernig þeim fjármunum er ráð- stafað, sem fiskveiðar kunna að gefa af sér við aukna hagræðingu. Við kerfi mitt muhu nokkur þús- und útgerðaraðilar, hluthafar í út- gerðarfyrirtækjum, ráðstafa þeim. Við kerfi þeirra Gylfa, Þorvaldar og Dagfara mun ríkiö hins vegar ráðstafa þeim. Reynslan sýnir, að ríkið er ekki líklegt til aö ráðstafa fjármunum eins vel og fjöldi fjár- magnseigenda, kapítalista. Kapítalismi krefst kapítalista Nú segjast allir vera orðnir vinir hins frjálsa markaöar. En menn gleyma því sumir, að hornsteinar hans eru tveir, og getur hann án hvorugs verið. Annars vegar krefst markaðurinn frjálsrar verðmynd- unar í óheftum viðskiptum. Þetta skilja flestir. Hins vegar er nauð- synlegur einkaeignarréttur á þeim verðmætum, sem verð myndast á í hinum óheftu viðskiptum. Þetta skilja færri. Kapítalismi án kapítal- ista er eins og bíll án hreyfils. Hann kemst ekki úr sporunum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Arðsóun til sjós og lands Margt hefur verið skrifað og rætt um vandamál fiskveiðanna hér við land og hafa þar ýmsar lausnir á vandanum verið til nefndar. Ekki eru allir á eitt sáttir, en flest bend- ir til að nær allir séu sammála um í hverju vandi fiskveiðanna sé fólg- inn. Vandinn: Óheftur aðgangur leiðirtil arðsóunar íslendingar eru lánsöm þjóð. Við strendur landsins eru ein gjöfulust fiskmið hér á jörðu, sem landinn hefur lært að nýta sér sínum til framfæris. Sá galli er þó á þessari auðlind hafsins að hún er takmörk- uð, eins og reyndar allar aðrar auð- lindir eru takmarkaðar. Þetta skipti reyndar lengi vel litlu því fiskveiðar voru ætíð stundaðar af fáum með afkastalitlum tækjum. Meðan svo var varð enginn tak- markanna var og því var ekkert vandamál til staðar. Með tíð og tíma fjölgaði veiði- mönnunum og tæki þeirra urðu jafnan afkastameiri. Eftirspurn eft- ir sjávarafurðum hafði og aukist og því voru arðmöguleikar greinar- innar góðir. Auknir arðmöguleikar urðu til þess að veiðimönnunum fjölgaöi úr hófi fram; takmörk auð- lindarinnar fóru að gera vart við sig. Meðan tala fiskimanna var hófleg var næg veiði fyrir þá alla, en eftir því sem fiskimönnum fjölg- aði minnkaði veiði hvers og eins og þar með arðurinn af veiðunum. Takmörk auðlindarinnar í haf- inu, fisksins, eru bæði líffræöileg og hagfræðileg. Ef of margir fiskar eru dregnir úr sjó á tilteknu tíma- bili fækkar þeim fiskum sem veiða má síðar. Þetta er hið líffræðilega lögmál. Það að fiskunum hefur fækkað í sjónum gæti valdið því að tekjur af auðlindinni yrðu minni í framtíðinni, en það er þó ekki víst er sóað. Arðurinn, eða rentan, sem nýting auðlindarinnar gæti gefið af sér með réttum fjölda veiði- manna og skipa, fer þannig allur í súginn. Þetta eru hagfræðilegu tak- mörkin. Þjóðhagslegar aíleiðingar þessarar arðsóunar eru þær að fiskveiðarnar skila minna af sér en hagkvæm nýting fiskistofnanna gæti gert. Lausnin: Aðgangur takmark aður með veiðiréttindum Flestir þeir er ritað hafa og rætt um vandamál fiskveiðanna eru ekki aðeins sammála um það hver vandinn sé, heldur eru þeir í mörgu sammála um leiðina til lausnar vandamálinu. Lausnin felst í því að takmarka fjölda þeirra fiski- manna sem veiða mega fiskinn í „Ein er þó sú breyting sem vara skal við hér nú, en það er hugmyndin um að leggja beri auðlindagjald á veiðarn- ar. Formælendur þeirrar hugmyndar að selja beri veiðileyfi, leggja til að rík- ið eigni sér veiðiréttinn á fiskimiðun- um hér við land, en leigi síðan þennan rétt til hæstbjóðenda.“ Kjallarinn Dr. Birgir Þór Runólfsson lektor í hagfræði og hagfræðilegu takmörkin snúast ekki um þá áhættu. Þegar fiskimönnum hefur fjölgað úr hófi fram kemur til það vanda- mál að fiskimennirnir eru famir að veiða hverjir frá öðrum. Það er aðeins tiltekinn fjöldi af fiskum í sjónum og þegar of margir keppast um að ná þeim veiöir hver minna og leggur í of mikinn kostnað viö keppnina. Þannig veldur ofurkapp óhóflega margra veiðimanna því að arðmöguleikum auðlindarinar sjónum. Þar að auki er skynsam- legt að minnka það ofurkapp sem er við veiðarnar með því að skammta hverjum fiskimanni eða fiskiskipi fyrir sig ákveðinn hluta af veiðunum. Með þessu móti þvæl- ast fiskimennimir ekki hver fyrir öðrum, kappið við veiðarnar minnkar, og þannig er dregiö úr óþarfa kostnaði og fjárfestingu og á endanum verður arðsköpunin meiri. Þessari lausn, takmarkaður að- „Takmork auðlindarinnar í hafinu, fisksins, eru bæði lífræðileg og hag- fræðileg." gangur með veiðiréttindum, hefur reyndar verið komið á hér við land, en eins og allir vita hefur svokallað kvótakerfi, með breytingum þó, verið notað við stjórn fiskveiða hér síðan 1984. Kvótakerfið, bæði í sinni upprunalegu mynd og með breytingum, hefur ekki verið galla- laust, en þó er það byrjað að skila árangri, eins og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, hefur bent á. Fjölgun fiskiskipa hefur verið stöðvuð, sóknarkostnaður við veiðarnar hefur minnkað og útgerðir eru farnar að sýna hagn- að. Með ýmsum smávægilegum en þó mikilvægum breytingum til við- bótar á núverandi kvótakerfi mætti á fáum árum ná sem fyllstri hag- kvæmni í veiðum hér við land. Frá arðsóun á sjó til arðsóunará landi Ein er þó sú breyting sem vara skal við hér nú, en það er hug- myndin um að leggja beri auðlinda- gjald á veiðarnar. Formælendur þeirra hugmyndar að selja beri veiðileyfi leggja til að ríkið eigni sér veiðiréttinn á fiskimiðunum hér við land, en leigi síðan þennan rétt til hæstbjóðenda. Slík leigusala hefur engu við hag- kvæmni veiðanna að bæta, þvert á móti, leigusalan mun valda meiri óvissu og óskynsamlegri fjárfest- ingarákvörðunum leigutaka. Þar að auki mun sú hugmynd að ríkið innheimti afgjald, þ.e. leigu, ein- göngu verða til þess að arðsóunin færist á land upp. í stað þess að of margir fiskimenn keppi á miðun- um, og valdi hver öðrum kostnaði og sói þannig arðmöguleikum auð- lindarinnar, munu hinir ýmsu hagsmunahópar á landi uppi setj- ast að kjötkötlum stjórnmála- mannanna og etja ofurkappi við að verða sér úti um hluta arðsins (rentunnar). Þessi rentusókn, eins og slík hegðun er kölluð innan hag- fræðinnar, mun á endanum sóa á ný öllum þeim arði, rentunni, sem skapaðist við skynsamlegri veiðar. Dr. Birgir Þór Runólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.