Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 22
22
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991.
Merming
Sólfarlýstupp:
Umdeildar
súlurrísa
fyrir framan
listaverkið
Þeir sem eiga leiö um Sæbrautina
hafa tekið eftir tveimur súlum sem
risið hafa fyrir framan listaverkið
Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason
myndhöggvara. Hafa menn verið að
undrast hvaða súlur þetta væru og
eru margir listunnendur og listfræð-
ingar mjög óánægðir með súlurnar
sem þeir segja að skyggi á listaverkið
og að þær hafi ekki veriö geröar með
samþykki listamannsins, en Jón
Gunnar Árnason lést í fyrra.
Til að fá úr þessu skorið hvaöan
súlurnar koma var haft samband viö
Baldur Svavarsson, arkitekt hjá
teiknistofunni Úti og inni, en teikni-
stofan sér um skipulagningu á Sæ-
brautinni. „Þessar súlur eru til-
komnar vegna lýsingar á listaverkið.
Efst á súlunum verða kastarar. Það
er mjög vandasamt að lýsa upp lista-
verk eins og Sólfar svo vel fari. Ef
kastaranir væru settir í jörðina er
hætta á að fá ljósið beint í augun og
eftir að búið var að rannsaka málið
og útiloka til dæmis venjulega ljósa-
staura var lausnin að byggja súlur
og er þaö gert í samráöi við dætur
Jóns og Kristin E. Hrafnsson mynd-
höggvara."
- Nú hefur okkur veriö tjáð að þess-
ar súlur séu ekki gerðar í'samráði
við ættingja listamannsins?
„Það er vitleysa. Við áttum fund
með dætrum Jóns í vor og þá fórum
við yfir teikningarnar með þeim og
var Kristinn þeim innan handar og
gerðum við breytingar samkvæmt
þeirra tillögum vegna þess að þau
höfðu áður ekki alveg áttað sig á út-
færslunni. Má segja að eftir þennan
fund hafi verkið verið hannaö upp á
nýtt. Súlurnar eru ekki eingöngu
hugsaðar út frá lýsingunni. Þetta er
einnig hugsað sem ákveðin hugmynd
um að skilja að bílaumferðina sem
er um Sæbrautina og staðinn sem
listaverkið situr á. Til hliðar við þess-
ar súlur eru minni pallar þar sem
eiga að koma útsýnisskífur og upp-
Súlurnar umdeildu fyrir framan Sólfar á Sæbrautinni. Efst á þeim verður
komið fyrir kösturum sem munu lýsa listaverkið upp. DV-mynd S
lýsingum. Meö því að skilja lista-
verkið frá bílaumferðinni þarf fólk
aö koma aö verkinu til að sjá það,
en ekki eingöngu aö skoða það úr bíl
á ferð.“
- Hvenær verða svo ljósin tendruð?
„Þetta átti allt að verða tilbúið 18.
ágúst, en af ýmsum ástæðum hefur
verkið tafist en nú er þaö aðeins
dagaspursmál hvenær verður kveikt
á köstúrunum."
-HK
Ljón í síöbuxum, nýtt, íslensk leikrit:
Grátbrosleg kómedía
og grimmileg örlagasaga
Leikfélag Reykjavíkur mun frum-
sýna næstkomandi fimmtudag á
stóra sviði Borgarleikhússins nýtt
íslenskt leikrit, Ljón í síðbuxum, eft-
ir Björn Th. Bjömsson listfræðing.
Byggir Björn leikrit sitt á hluta úr
skáldverki sínu Haustskipi sem kom
fyrst út árið 1975 og var endurútgefið
1976 og seldist upp í bæöi skiptin.
Áætlaö er að gefa Haustskip út í
þriðja skiptið í ár.
Ljón á síöbuxum er grátbrosleg
kómedía um leiö og hún er grimmileg
örlagasaga um ást og kærleika. Fjall-
ar verkið um ungan, islenskan mann
sem dæmdur er til lífstíðarfangelsis
í kóngsins Kaupmannahöfn fyrir að
villast undir pils hjá fullorðinni
konu. Einn góðan veðurdag er hann
leigður út sem húsþræll til ríkrar
ekkju. Hún tekur hann til sín og veit-
ir honum skjól við lítinn fögnuð og
hrifningu hárra sem lágra og hefur
örlagasaga þeirra afdrifaríkar afleið-
ingar.
Með helstu hlutverkin fará Helgi
Björnsson, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Sigurður Karlsson, Árni Pétur
Guðjónsson, Þórey Sigþórsdóttir,
Guðmundur Ólafsson, Margrét Ól-
afsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Jak-
ob Þór Einarsson, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Ragnhéiður Tryggvadóttir og
. Saga Jónsdóttir. Leikstjóri er Ásdís
Skúladóttir, Hlín Gunnarsdóttir ger-
ir leikmynd og búninga og Þorkell
Sigurbjömsson frumsemur tónlist
við leikritið.
-HK
Björn Th. Björnsson er hér fyrir miöri mynd. Honum á vinstri hönd er Asdis Skúladóttir leikstjóri. Aörir á myndinni
eru leikarar og má þar þekkja Helga Björnsson og Jón Sigurbjörnsson. DV-mynd GVA
Ókunndufl
filbúintil
sýningar
Ókunn dufi, hálftíma kvikmynd
Sigurbjöms Aðaisteinssonar,
verður framsýnd i Háskólabíói
um næstu helgi. Sigurbjöm segir
um mynd sína að skilgreina
Ókunn dufl sem- grínmynd sé að
ofureinfalda hlutina ogþess vegna
hefur nýr flokkur verið fundinn
upp, geggjun, og Ókunn dufl er
því geggjuð mynd i eðlilegum lit-
um. Tvö hlutverk era í myndinni
og eru það leikaramir Þröstur Leó
Gunnarsson og Valdimar Örn
Flygenring sem leika þau. Sigur-
björn kvaðst hafa valið þá vegna
hins góða samieiks þeirra 1 leikrit-
inu Dagur vonar sem Leikfélag
Reykjavíkur sýndi 1987.
íslandsbókin
ájapönsku
íslandsbók sem Fjölvi hefur
gefið út með litmyndum Spiegel-
halters hefur verið gefin út á
mörgum tungumálum og er
enska útgáfan nú uppseld og sú
þýska á þrotum. Auk þess sem
verið er að prenta meira á þess-
um tungumálum verður bókin
gefin út á næstunni á japönsku.
Að sögn Þorsteins Thorarensens,
útgefanda bókarinnar, er einnig
verið að undirbúa útgáfu bókar-
innar á sænsku, spænsku og ít-
ölsku.
Bernskuminn-
ingarómars
í fyrra komu út bernskuminn-
ingar Megasar og vöktu mikla
athygli. Megas ólst upp í Norður-
mýrinni og Holtunum og þar
gerðist sagan að mestu. Annar
þekktur Islendingur, sem ólst
upp á sömu slóðum, aðeins á und-
an Megasi var Ómar Ragnarsson
sem átti heima í Stórholtinu.
Ómar hefur nú skráð bemsku-
minninga sínar og mun þær
verða ein af jólabókunum hjá
Fróða heitir bókin einfaldlega
Heitirðu Ómar? Þar bregður
Ómar upp mynd af Reykja vík eft-
irstríðsáranna og lifsbaráttu al-
þýðufólks á þeim árum. Hann
segir einnig frá veru sinni í sveit
og að sjálfsögðu óteljandi prakk-
arastrikum.
Sextetteftir
Karólínu
Eiríksdóttur
frumfluttur
Á tónleimu Blásarkvintetts
Reykjavíkur i Listasafni Sigur-
jóns annað kvöld veröur frum-
fiuttur sextett fyrir sembal og
blásarakvintett eftii- Karólínu Ei-
ríksdóttur. Gestur tónleikanna er
sembal- og píanóleikarinn Robyn
Koh. Hún er fædd í Malasíu en
býr nú og starfar i Englandi. Hún
mun einnig leika á píanó í sextett
eftír Francis Poulenc. Önnur
verk á tónleikunum eru eftir Je-
an Francaix og Jacques Ibert
Tónleikar þessir era þeir fyrstu
af flórum sem Blásarakvintettínn
áætlar í vetur. Auk tónleikahalds
hér heima hefur kvintettínn ferð-
ast mikið og er hann nýkominn
úr Ameríkuför og á næstunni era
fyrirhugaðar tónleikaferðir,
meðal annars til Ítalíu, Frakk-
lands og Englands. Blásarakvint-
ett Reykjavíkur skipa Bemharð-
ur Wilkinson, flauta, Daöi Kol-
beínsson, óbó, Einar Jóhannes-
son, klarínett, Jósef Ognibene,
horn, og Hafsteinn Guðmunds-
son, fagott. Þess má geta að kvint-
ettinn hefur gert samning við
Chandos útgáfufyrirtækið um
gerð sex hljómdiska á næstu
árum og verður sá fyrsti unninn
næsta sumar.