Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 26
38 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. iTAMA Litir: hvítt, svart og rautt. Kynningarverð á RK 522X trommusettum. Staðgreiðsluverð 55.800. Merming 'í .,.,’Á'p'! Góðir greiðsluskilmálar m HLJOÐFÆRAVERSLUN Æ PALMARS ARNA HF ARMULA 38 105 REYKJAVIK SIMI 32845 # HanDEn RENNIBEKKIRNIR KOMNIR AFTUR -1METRI FRÁBÆRT VERÐ TIL AFGREIÐSLU AF LAGER STRAX is BROT Kaplahrauni 5, 220 Hafnarfjörður, s. 653090, Fax 650120 SÖLUAÐILI: STRAUMÁS SF. FURUVÖLLUM 1, AKUREYRI Samtök um byggingu tónlistarhúss: Sinfóníuhljómsveitin gefur eina tónleika Á aöalfundi Samtaka um byggingu tónlistarhúss, sem haldinn var 21. nóvember í fyrra, tilkynnti Oddur Björnsson, formaöur Starfsmannafé- lags Sinfóníuhljómsveitar íslands, aö hljóðfæraleikarar vildu gefa eina tónleika til styrktar byggingu tón- leikahúss. Laugardagurinn 26. október verður haldinn hinn heföbundni tónlistar- dagur og veröa tónleikar haldnir daginn eftir í Háskólabíói og hefur Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, til- kynnt aö hann muni stjórna þessum tónleikum án endurgjalds. Einleikari á tónleikunum verður 17 ára kínversk-kanadísk stúlka, Connie Shih, en hún hefur nú þegar hlotiö mikið lof og vakið gífurlega athygli fyrir píanóleik sinn þótt ung sé. Hún frétti um fjársöfnun til bygg- ingar tónlistahúss á íslandi og lét í ljós ósk sína um að leggja henni lið. Á tónleikunum veröa leikin þrjú verk eftir tónskáld sem eiga merkis- afmæli eöa ártíð á þessu ár: Mozart, Dvorák og Prokofieff, píanókonsert nr. 23 K 488 eftir Mozart, 3 slavensk- Connie Shi pianóleikari frétti af fjár- söfnuninni og bauöst til að leggja henni liö. ir dansar eftir Dvorák og Rómeó og Júlía, svíta nr. 2 eftir ProkofieíT. Connie Shih, sem hingað kemur gagngert til aö leika á þessum tón- leikum, fæddist í Kanada 1974. Hún hóf píanónám mjög ung og kom fyrst fram opinberlega aðeins sex ára gömul. Hún kom fyrst fram sem ein- leikari með hljómsveit 1983 og lék þá píanókonsert nr. 1 eftir Mend- elsohn með Sinfóníuhljómsveitinni í Seattle. Hún hefur unnið til margra verölauna og viðurkenninga. Und- anfarið ár hefur hún verið nemandi hins heimsþekkta ungverska píanó- leikara og kennara György Sebök, en hann kom til íslands síðastliðiö vor og hélt hér tónleika og námskeiö. Connie Shih hefur þegar komiö fram víða í Bandaríkjunum bæði á ein- leikstónleikum og meö nokkrum helstu þarlendum hljómsveitum og alls staðar vakið athygli ekki einung- is fyrir frábæra tækni, einnig fyrir þroskaðar tónlistargáfur. Fyrir ári var gert átak í að fjölga styrktarfélögum Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss og bættust um 4000 manns í hópinn. Þeim sem hafa styrkt byggingu tónlistarhúss á síð- astliðnu ári er gefinn kostur á miðum á tónleikana á hálfvirði gegn fram- vísun kvittunar. Þess má svo að lok- um geta að Vladimar Ashkenazy hef- ur boðist til halda styrktartónleika hér heima. -HK Glæsileg farandsýning opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í skugga válegra tíðinda: Rekstrargrundvelli kippt undan safninu - segir Birgitta Spur. Á fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 2 milljónum til safnsins Forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, mun opna í dag í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar farandsýning- una Danmörk-ísland 1991. Hér er um að ræða yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns sem heíúr verið sett upp í þremur söfnum í Danmörku í sum- ar, Kastrupgárdssamlingen á Ama- ger og borgarlistasöfnunnm í Vejle og Silkeborg, en hiö síðastnefnda er kennt við málarann Asger Jorn. Sýning þessi er opnuð í kjölfar þeirra válegu tíðinda að aðeins er gert ráð fyrir að Listasafnið fái 2 milljónir króna á fjárlögum, en í fyrra var safninu úthlutaö 5,2 millj- ónum króna. „Þessi litla úthlutun ef af verður hefur i fór með sér að við verðum að loka safninu. Úthlutunin nægir ekki fyrir byggingarskuldum og upp- hitun á húsinu," segir Birgitta Spur, framkvæmdastjóri Listasafnsins. „Það tók okkur þrjú ár aö byggja upp safniö og fengum við þá styrki frá ríki og borg og eins einstaklingum og fyrirtækjum. Þá öfluðum viö tekna með því að selja afsteypur af listaverkum Sigurjóns. Við opnuðum safnið 1988 og það verður hver og einn að dæma um það hvort safnið eigi tilverurétt eða ekki en mikið hefur verið lagt í aö byggja það upp sem menningarstað. Ég vil taka það fram að Listasafnið er sjálfseignar- stofnun og þar með getur enginn átt það og það nýtist því eingöngu í al- mennings þágu.“ Hin glæsilega farandsýning, sem opnuð verður, hefur fengið mjög lof- samlega dóma og hafa danskir fjöl- miðlar meðal annars rifiað upp um- ræður frá þeim tíma er Sigurjón var meöal róttækustu framúrstefnu- manna í norrænni myndlist. Meðal annars sem sýningargestum gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá á sýn- ingunni í Laugarnesi er frummyndin að verkinu Börn aö leik sem gerö er í gifs 1938. Mynd þessa hefur safniö nýlega eignast. Fyrir þessa mynd hlaut Sigurjón fyrstu verðlaun í hug- myndasamkeppni um listskreytingu fyrir Hús barnanna í Tívolí. Þetta hús var aldrei reist, en tveimur ára- tugum síðar vann listamaðurinn veggmyndir í Landsbanka íslands út frá sömu hugmynd. -HK wbu- 06 mzTisMpm Gcrð: RF 181/80 - Verð kr. 41.900.- stgr. !! ISKALT HAUSTTILBOÐ #<333 ATLAS íf ÍSSKÁPAR Rúmmál lítrar Haeð cm Verð V staðgreitt MR 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900 MR 243 með innbyggðu frystihólfi 240/27 122 31.900 VR 156 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900 KÆLISKÁPAR RR 29 ( án frystihólfs 280 143 34.900 RR 247 án frystihólfs 240 120 29.900 RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900 KÆLI- / FRYSTISKÁPAR RF 365 tviskiþtur, frystir að ofan 300/60 160 44.900 MRF 289 tviskiptur, frystir að ofan 280/45 145 39.900 RF 181180 tviskiþtur, frystir að neðan 280/80 144 41.900 FRYSTISKÁPAR ■H-fTJ’i VF-223 fimm hillur 220 145 39.900 VF 123 fjórar hillur 120 85 29.900 Nýkomin sending af Atlas kælitækjum á einstöku verði! RÖNNING SUNDABORG 15 T9I -685868 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er glæsileg bygging sem hýsir verk lisfa- mannsins, auk þess sem þar fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.