Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 21. OKTÖBER 1991.
39 •
Menning
Bryan Adams - Waking Up the Neighbours:
Þægilegur
rokkari en
óspennandi
Kanadíski rokkarinn Bryan Adams hefur
átt mikilli velgengni að fagna að undanfómu
og er ástæðan flutningur hans á laginu
(Everything I Do) I Do It For You, sem setið
hefur á toppi flestra vmsældalista.
Adams hefur fylgt þessum vinsældum eftir
með útgáfu á nýjum diski sem hann kallar
Waking Up the Neighbours. Þar er að finna
fimmtán lög sem öll eru skrifuð af honum
og þar á meðal hið vinsæla fyrrnefnda lag
sem hann samdi fyrir kvikmyndina Hrói
höttur, prins þjófanna sem sýnd er um þess-
ar mundir í Regnboganum.
Tónlist Adams á Waking Up the Neighbo-
urs er blanda af rólegum lögum og léttrokk-
uðum og era þægilegheitin í fyrirrúmi, engin
áreitni eða þungmeltar melódíur, en því miö-
ur ekki ýkja merkilegar heldur.
Sjálfsagt eiga nokkur lög eftir aö verða vin-
sæl enda sum eins og samin fyrir vinsælda-
lista. öallin er bara sá að Bryan Adams er
frekar einhæfur lagahöfundur. Hann hittir
stundum á laglegan lagstúf sem hann nýtir
til hins ýtrasta en til að fylla út rúmlega sjö-
tíu mínútur þarf meiri tilþrif og hefði að
ósekju mátt fækka um nokkur lög á diskn-
um, lög sem í fljótu bragði eru nánast eftirlík-
ingar af öðrum. Þegar komið var að síðustu
lögunum fannst mér eins og um enduróm
af fyrstu lögunum væri að ræða og fór til
baka til að sannfæra mig um að ekki væri
um sömu lög að ræða í örlítið breyttum út-
setningum.
Hljómplötur
Hilmar Karlsson
Ballöðurnar á Waking Up the Neighbours
eru besti hlutinn, lög eins og Thought I’d
Died and Gone to Heaven, Do I Have top Say
the Words og svo að sjálfsögðu (Everything
I Do) I Do It For You eru faflegar melódíur
og mjög vel fluttar af Adams. í harðari lögun-
um leynir sér ekki að það er tíl kraftur rokk-
arans í Bryan Adams, en einhvers staðar á
leiðinni brást honum bogaiistin og kannski
sjálfsgagnrýnin í leiðinni og því verður Wak-
ing Up the Neighbours ein langdregin og
óspennandi heild.
Bryan Adams, kanadískur rokkari sem hefur átt upp á pallborð vinsældalistanna aö
undanförnu.
' <
í beinni útsendingu á Stöö (É) annan hvern þriðjudag.
SPENNANW!
29.0KT., I2.NOV., 26.NOV., I0.DES.,
7.JAN., 21JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .... -efþúáttmiða!