Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 37
kWVWWWWWWW
MÁNUÐAGUR 21. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Siglf irðingar vilja
halda svæðisnúmeri
ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Noröurl. vestra:
Siglufjöröur og Fljótin veröa áfram
inn á svæöi 96 þó breyting veröi á
símaleið til Siglufjarðar von bráöar.
Ljósleiðari hefur verið lagður frá
Siglufirði út á Sauðanes, þaðan fer
sambandið með örbylgju til Fells í
Sléttuhlíð og þaðan í Sauðárkróks-
stöðina.
Að sögn Ársæls Magnússonar,
umdæmisstjóra Pósts og síma, var
leitað eftir umsögn Siglfirðinga hvort
þeir vildu flytjast yfir á 95 svæðið.
Bæjarstjórn Siglufjarðar óskaði eftir
að vera áfram á 96 svæöinu, enda
hefðu bæjarbúar mun meifrvlðskipti
við Akureyri en Sauðárkrók í gegn-
um útibú KEA á Siglufirði.
Ársæll sagði líklegt að farið verði
að óskum Siglfiröinga þó Fljótamenn
hefðu sennilega kosið að hafa það á
hinn veginn vegna viðskipta við
Sauðárkrók. Siglufjöröur og Fljótin
éru á gjaldsvæöi tvö, þannig að þeir
þurfa að greiða minna fyrir símtöl á
95 svæðið en aðrir notendur utan
þess svæðis. Sauðkrækingar hafa
óskað eftir því að skattstofan verði
sett á grænt númer. Þess má geta aö
gamla símaleiðin til Siglufjarðar var
um Grímsey til Húsavíkur.
Smáauglýsingar - Sími 27022
■ Ymislegt
Armstrong rall 2. nóvember '91.
Skráning hefst í kvöld kl. 20 á lægra
keppnisgjaldi til kl. 23.
Skráningu lýkur 28.10. kl. 22.
Rásröð birt 28.10. kl. 22.30.
BÍKR, Bíldshöfða 14, sími 91-674630.
Tökum aö okkur trefjaplastvinnu:
Trefjaplasthús og skúffa á Willys, hús
á Toyota extra cab, double cab og
pick-up bíla. Toppar á Ford Econo-
line. Áuka eldsneytistankar í jeppa.
Boddí-hlutir, brettakantar, skyggni og
brettakantar á Isuzu Trooper 2 dyra,
ódýrir hitapottar og margt fleira.
Reynið viðskiptin - veljið íslenskt.
■ Þjónusta
Knauf gifspússning. Gerum föst verð-
tilboð í innihúðun með gifsi, auk allr-
ar undirbúningsvinnu (hleðslu og ein-
angrunar), einnig múrviðgerðir. Hafið
samband við auglþj. DV í síma
91-27022. H-1583.
Viltu grennast og komast í flott form?
Nýtt ilmolíusogæðanudd, sem vinnur
á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í
fótum, auðveldar þér að grennast
fljótt og trimmform kemur síðan lín-
unum í lag. Tímapantanir í World
Class, Skeifunni 19, opið frá kl.
9-21.30, sími 35000, Hanna Kristín.
Stjórnarmenn bridgefélaga á ársþingi Bridgesambandsins að störfum. Talið frá vinstri, Ólafur Lárusson, Brynjólf-
ur Gestsson, Örn Arnþórsson úr HM bridgelandsliðinu, Sævar Þorbjörnsson og Hjalti Eliasson, fyrrum landsliðs-
þjálfari. DV-mynd Hanna
Ársþing Bridgesambands íslands:
Ganga bridgespilarar
í íþróttasambandið?
Bridgesamband íslands hélt árs-
þing sitt síðastliðinn sunnudag og
lagði fram reikninga síðasta spilaárs.
Forseti Bridgesambandsins, Helgi
Jóhannsson, og allir stjórnarmenn
gáfu kost á sér til endurkjörs fyrir
næsta spilaár. Þeir voru allir sam-
róma kosnir „rússneskri" kosningu'
með lófaklappi, enda kom fram mikil
ánægja með störf stjórnarinnar á
yfirstandandi spilaári.
Forseti íþróttasambandsins ís-
lands, Ellert B. Schram, mætti á
fundinn og færði Bridgesambandinu
ávísun að upphæð 39 þúsund krónur
frá ÍSÍ. íþróttasambandið hafði heitið
á bridgelandsliðið þúsund krónum
fyrir hvern impa sem liðið yrði yfir
í lok leiksins við Pólverja ef sigur
ýnnist í leiknum. Auk þess færði
hann BSÍ sérprentaðar forsíður DV
aö gjöf, en þær voru undirlagðar
fréttum af mótinu síðustu vikuna
sem það stóð yfir. Ellert varpaði
þeirri spurningu fram á þinginu
hvort Bridgesambandiö hefði hug á
að ganga í ISÍ. Samþykkt var á þing-
inu að gefa stjórn BSÍ umboð til þess
að kanna hvort grundvöllur væri
fyrir því.
í tilefni þess að landslið íslands í
bridge varð heimsmeistari á dögun-
um, voru spilararnir úr liðinu fengn-
ir til þess að mæta á ársþingið og
sitja fyrir svörum fundarmanna. Var
greinilegt að fundarmenn kunnu því
vel og meistararnir voru spurðir
spjörunum úr.
Ársreikningar BSÍ voru lagðir
fram og kom í ljós að velta sambands-
ins nær tvöfaldaðist frá árinu á und-
an. Mestu munar um þátttöku ís-
lands á HM í Japan, en auk þess
hefur þjónusta við aðila innan
bridgehreyfingarinnar aukist tölu-
vert og veltan í samræmi við þaö.
-ÍS
AUKABLAÐ
Tíska
Miðvikudaginn 30; október nk. mun aukablað um
tískuna fylgja DV.
í blaðinu verður m.a. fjallað um fatatísku fyrir
konur, karla og krakka, hártískuna, förðun
og snyrtivörur o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í
blaðinu, hafi samband við auglýsingadeild DV
hið fyrsta í síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga
er til fimmtudagsins 24. október.
ATH.! Hýtt símfaxnúmer okkar á auglýsingadeild
er 626684.
Auglýsingar
Þverholti 11 - Reykjavík
sími 91-27022 - fax 91-626684
Gamla kirkjan á Djúpavogi var reisl 1894. DV-mynd Hafdís
Gamla kirkjan á
Djúpavogi er of lítil
Hafdís Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi'
Gamla kirkjan á Djúpavogi, sem
byggð var 1894, er orðin allt of lítil
fyrir það safnaðarstarf sem þar fer
nú fram. í sumar var byrjað á að
reisa nýja kirkju á staðnum og hefur
verið gengið frá grunninum.
Þaö var 21. júlí í sumar sem fyrsta
skóflustungan var tekin og í fyrsta
áfanga var áætlað að klára sökkul-
inn. Kirkjan verður 300 m2 að grunn-
fleti og 1500 rúmmetrar. Bjöm Krist-
leifsson, arkitekt á Egilsstöðum,
teiknaði nýju kirkjuna en um fyrsta
áfanga verksins sér Hlifar Ágústs-
son.
MÁNUDAGUR‘21. ökTÓBER 1991'.
49j
Merming
Nýlega var hús Karen Blixen opnað almenningi. Það
er í Rungstedlund, um hálftíma lestarferð noröur frá
miðju Kaupmannahafnar. Húsið er að stofni frá 17.
öld, rétt við ströndina og sér yfir Eyrarsund út um
skrifstofuglugga Blixen. í noröurálmu hússins er íbúö
skáldkonunnar eins og þegar hún bjó þar, falleg göm-
ul húsgögn, afrískir munir á veggjum og svo þessi
undarlegu hvítu gluggatjöld sem liggja hálfan metra
inn á gólfið.
í suðurálmunni er kaffistofa opin út að fallegum
garði, bóksala, og á efri hæð er bókasafn Blixen, þ. á
m. helstu útgáfur af bókum hennar með upplýsinum
um tilurð þeirra og sögu, auk þess skyggnumyndasýn-
ing með skýringum á segulbandi. Það er gaman að
koma í þetta hús, en ekkert er það þó hjá ánægjunni
af að lesa bækur Blixen. Hún fór í rauninni seint af
staö sem rithöfundur. Birti fáeinar smásögur milli
tvitugs og þrítugs, giftist um þrítugt og fluttist þá til
Kenýa rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld. Eftir skammvinnt
hjónaband stýrði hún þar miklum búgarði í áratug en
fór á hausinn í kreppunni miklu og varð aö flytjast
heim til móður sinnar í fyrrnefnt hús í Rungstedlund.
Og þá hófst rithöfundarferill hennar fyrir alvöru, þeg-
ar hún var komin undir fimmtugt. Hún skrifaöi á
ensku og þótt erfitt reyndist aö fá útgefanda aö fyrstu
bókinni, Sjö furðusögum (1934), þá seldist hún mjög
vel, og Blixen varð fræg í Bandaríkjunum og Bret-
landi undir duinefndi sínu, Isac Dinesen. Reyndar var
Dinesen ættarnafn hennar þangað til hún giftist Svían-
um Blixen barón. Næst skrifaði hún bókina Jörð í
Afríku (1937) sem birtist á íslensku fyrir fáeinum
árum. Hún hefur veriö kölluð minningabók og byggist
vitaskuld á endurminningum hennar frá Kenýa en er
þó umfram alit skáldskapur, eins og sést á saman-
burði við bréf hennar frá Afríku en safn þeirra fæst
í kilju. Jörð í Afríku er af mörgum talin besta bók
Blixen en meira af svo góðu er í Skygger pá græsset
(frá 1960), hún er fjórðungur af lengd hinnar.
Meginhluti verka Blixen er af öðru tagi. Það eru frá-
sagnir, skáldrit sem hvorki geta talist til venjulegra
skáldsagna né smásagna. Auk fyrrnefndra furðusagna
eru íjögur sagnasöfn frá hennar hendi; Vetrarævintýr
(1942), Sidste fortællinger (1957) og Skæbneanekdoter
ári síðar. Eftir dauða hennar 1962 birtist svo Eft-
erladte fortællinger, fyrst 1975, en fyllri útgáfa á aldar-
afmæli hennar, 1985. Þetta eru samanlagt um fimm
tugir sagna, um 100 bls. þær lengstu, en margar mun
styttri. Aö sjálfsögðu eru þær misgóðar, en margar
heillandi. Almennt einkenni þeirra er fjarlægð frá
samtímaaðstæðum höfundar, stundum í rúmi, en eink-
um í tíma, margar sagnanna gerast í Danmörku fyrir
100-200 árum. Þetta þótti nú ekki góð latína þegar sög-
umar birtust, ríkjandi viðhorf var að bókmenntir
ættu að fjalla um samfélagsvandamál og afhjúpa þær
frumhvatir fólks sem réðu gerðum þess í raun undir
siöfáguðu yfirborði. En eins og margir módemistar á
millistríðsáranum var Blixen andsnúin því að rök-
hyggja réði ferðinni í bókmenntum. Fjarlægðin frá
samtímanum þótti henni gagnleg til að draga fram
goðsöguleg öfl sem mótuðu fólk. Persónur hennar era
oft rólegir einæðingar ef svo mætti segja, stefna að því
æðsta sem þær geta náð, hver með sínum hætti. Því
verður tilvera þeirra þrungin merkingu. Þetta minnir
á trúarlegt viðhorf eða örlagahyggju, en er þó hvor-
ugt, því guö er hvergi skynjanlegur, persónan verður
á éigin spýtur aö finna lífi sínu þann tilgang sem blund-
ar í henni sjálfri. Allt er þetta sagt í myndríkum stíl
og meitluöum, fjölbreyttum í gamni og alvöru. Ekki
er aö undra aö bækur Blixen eru sívinsælar, stöðugt
verið að endurútgefa þær, ófáanlegar fáeinum árum
síðar.
Og nú á dögunum var að birtast bók eftir hana sem
stingur mjög í stúf viö önnur verk hennar. Það er
hefðbundin skáldsaga, þrefalt lengri en lengstu frásög-
ur hennar. Þar segir frá ungri og fallegri stúlku á
ensku sveitasetri. Hún er illa stödd, setið um hana af
verstu fólum með fals og fagurgala. Blixen hefur stúlk-
urnar reyndar tvær, og lætur söguna fyrst gerast á
ensku sveitasetri, síöan frönsku. Ekki skortir á reyf-
arakennd atvik, ótrúlegar tilviljanir, rómantískar ást-
Bókmenntir
Örn Ólafsson
ir og spennu. Þaö fylgir hefðinni, að þetta er nokkuð
langdregið, töluvert af óþörfum lýsingum og atvikum.
Sagan er auk þess svo sundurlaus, að fyrirmyndin
virðist vera framhaldssaga. En þetta er vel skrifað,
þokkalegur reyfari.
Blixen gaf þessa sögu, Gengældelsens veje, út undir
dulnefni, Pierre Andrézel, árið 1944 og neitaði lengi
vel að vera höfundur hennar. Hún sagðist síðar hafa
skrifað hana sér til afþreyingar í einangrun og óvissu
hemámsáranna. Önnur skýring er að hún hafi hrein-
lega þurft að vinna fyrir sér með auðveldum hætti þyí
hemámið tók fyrir mestan hluta af tekjum hennar,
sem kom frá enskumælandi löndum. Einnig þessi bók
seldist vel og varö fjórða bók Blixeri í Bókaklúbbi
mánaðarins í Bandaríkjunum.
En þetta tiltæki kom Blixen illilega í koll áratug síð-
ar. Þá gaf ungur kunningi hennar út skáldsögu sem í
öllu var í stíl Blixens. Höfundarnafn var augljóslega
dulnefni, Alexis Hareng (=síld), og forlagið lét spyrj-
ast að þar væri Blixen enn á ferð. Og nú þýddi ekkert
fyrir hana að afneita bókinni, fólk sagðist vita hve
mikið væri að marka slíkar yfirlýsingar. Bókin flaug
víða um lönd og birtist m.a. á íslensku þegar árið eft-
ir, Rauðu regnhlífamar, þó undir réttu nafni höfund-
ar, Kelvin Lindémann. Blixen var æf, og þó reiðust
gagnrýnendum og lesendum að sjá ekki mumnn á
sannri Blixen og eftirlíkingu. En hún haíði eiginlega
sjálf útmáð þann mun með fyrmefndri skáldsögu
sinni. Vegir hefndarinnar lágu loks tveimur árum síð-
ar til Rómar, þar sem Blixen naut þeirrar ánægju að
fleygja handriti þessarar hötuðu sögu Lindemann í
Tíber svo sem Judith Thorman rekur í ævisögu henn-
ar. Fáanlegar bækur Blixen eru nú helst Vetrarævin-
týr og Sjö furðusögur auk Afríkubókanna.
Kmn fkclúm
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars)
Ný námskeið að hefjast
I Almenn námskeið
KARON-skólinn kennir ykkur:
Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan
andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata-
og litaval, mataræði, hina ýmsu borðsiði
og alla almenna framkomu o.fl.
Innritun og
upplýsingar
daglega frá
kl. 16-19
í síma 38126
Hanna Frímannsdóttir
Lögmanns- & fasteignastofa
REYKJA VÍKUR
Skipholti 50C, sími 678844
Fasteign er okkar fag
Einbýli - raðhús
Grafarvogur. 146 fm neðri hæð í tví-
býli ásamt bílskúr. Afhendist tilbúið
undir tréverk.
Útsýni. Ca 20 km frá Rvík, einbýlishús,
ca 200 fm, ásamt 150 fm skemmu.
í nágrenni Reykjavíkur er laust mjög
gott, fullbúið raðhús með séríbúð í kjall-
ara. Arinn, parket, garðhús, gróinn
garður. Mjög góð lán áhvílandi.
Einbýli í miðbæ. Töluvert endurnýjað
einbýlishús á rólegum stað. 4 svefnher-
bergi og setustofa í risi.
Parhús í Grafarvogi. Húsin eru á 2
hæðum með innb. bílskúr, alls ca 180
m2. Afbendast fokheld með járni á þaki.
Til afh. strax. Verð 7,3 millj.
2-5 herb.
Sérhæð vesturbæ. 3 herb. gérhæó
úsamt kjaljara í nýtcfr>i t.vfbýlis-
húsL
Suðurgata, Hafnarfirði. 4 herb. + bíl-
skúr. íbúðin er stórglæsileg, í íjórbýli,
aíhent fullbúin að utan, tilbúin undir
tréverk að innan. Ath.! Til afhendingar
strax.
í hjarta borgarinnar
Ibúðir fyrir 55 ára og eldri! 2ja og 3ja
herbergja stórglæsilegar fullbúnar
íbúðir. Stutt í alla þjónustu. Hagstæð
kjör og greiðsluform við allra hæfi. All-
ar upplýsingar og öll þjónusta við vænt-
anlega kaupendur.
Grafarvogur. Stórglæsileg 5-7 herb.
íbúð á tveimur hæðum, fullbúin sam-
eign. Ibúð tilbúin undir tréverk. Til afb.
strax.
Hafnarfjörður. 2, 3 og 4 herb. íbúðir,
tilbúnar undir tréverk. Til afb. strax.
Alfheimar. Stórgta'sileg 3ia herb.
íbúð. Ibúðin er óll parketlögð og
með nýjum innréttíngum. íbúðin er
íaus til afhendingar strax.
Stangarholt. Ca 80 fm, 3 herb. íbúð í
nýlegu húsi á 1. hæð. Sér garður. íbúðin
er öll parketlögð. Laus fljótlega.
Piparsveinaibuð í miðbæ Glæst-
ieg, 50 fm íbúð í steinhúsi.Allt nýit,
iaus fljótiega. Góð kiör. Nýtt á sölu.
Gamli bærinn, Hafnarfirði. 50 fm
jarðhæð, frábær kjör. Verð 3,5.
Þverholt. Ca 75 fm íbúð ásamt bíl-
skýli. íb. afhendist tilb. undir tré-
verk. Til afhendingar strax.
Miðbær, Nýleg. œjög sérstæð og
skemmtileg íbúð i nýlegu húsi. Áhv.
i a 4.6
Álftamýri. Stórgóð 3 herb. íbúð á 2.
hæð. Ibúðin er öll endurnýjuð. Frábær
staður. Mjög góð lán.
Austurströnd - vesturbær. Mjög góð
ca 85 fm íbúð ásamt bílgeymslu. Veðd.
2,3.
Engihjalli. 80 fm stórglæsileg 3 herb.
íbúð. Öll endurnýjuð.
Háaleiti. Ca 110 fm endaíbúð í blokk.
Gott útsýni. Suðursvalir.
Vestast í vesturbæ. Stórgóð 110 fm
íbúð á 2 hæðum. Gott útsýni, bílskýli.
Eignaskipti koma til greina.
Miðbær. Glæsileg ca 110 fm 5 herb.
íbúð. Allt nýtt. Parket á gólfum, tvennar
svalir, frábært útsýni. Klassaeign. Nýtt
á sölu.
Kóþavogur. 3-4 herb. risíbúð í tvíbýli.
Smekkleg eign. Verð 5,6.
Kaplaskjólsvegur. .2 herb., ca 60 fm.
Mjög góð eign. Mikil sarr.eign, gufubað
og fl.
Annað
Hesthús. 15 hesta stórgott hús í Víði-
dal.
Söluturn með góðri veltu. Vel staðsett-
ur.
Blóma- og gjafavöruverslun. Vel stað-
sett í austurbæ.
í Skeifunni. Verslunar- og skrifstofu-'
húsnæði. Hver hæð ca. 415 m2. Vel stað-
sett hús. Nánari upplýsingar á skrifst.
7 hektara land liggur að sjó. Nánari
uppl. á skrifstofunni.
Verslunarhúsnæði við Laugaveg.
Ólafur Örn, Friðgerður Friðriksdóttir
og Sigurberg Guðjónsson hdl.