Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 40
52 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Merming_________ íslensk píanótónlist Örn Magnússon píanóleikari hélt einleikstónleika-í Geröubergi í gær og lék eingöngi íslenska píanótónl- ist. yoru verk leikin eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál ísólfsson, Jón Leifs, Misti Þorkelsdóttur, Hilmar Þórðarson, Hróömar I. Sigurbjömsson, Þorkel Sigur- bjömsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Örn Magnússon píanóleikari með honum á myndinni er Óðinn Gunnar Óðinsson sem leikur á þverflautu. Örn mun á næstunni fara í tónleikaferöalag til Jap- ans og flytur þá sömu efnisskrá og var á þessum tón- leikum. Leikur Amar á tónleikunum bar þess merki aö hann hefur undirbúið sig mjög vel. Hann hefur af alúð krufiö verkin til mergjar og undirbyggir túlkun sína af skynsamlegu viti. Flutningurinn var að sama skapi blæbrigðaríkur og mjög vel af hendi leystur. Verkin voru vel valin til aö gefa yfirsýn yfir íslenska píanótónlist. Mátti þar heyra hin margvíslegustu stíl- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson tegundir allt frá rómantík aldamótamannanna til til- raunastefnu samtímans. Efnisskráin var löng og gefst ekki kostur hér að minnast á einstök verk. Þau voru yfirleitt vel valin og ágætlega fallin til að vera sýnis- horn af því sem best gerist á þessu sviði tónlistar á íslandi. Skipta mátti tónskáldunum í 3-4 kynslóðir eftir stíl og var svólítið athyglisvert að bera saman afurðir kynslóðanna þótt ekki veröi að sinni kveðið upp úr um hver kom best út. Þettar framtak Arnar er mjög virðingarvert og er honum óskað velgengni í tónleikaferðinni. Þess má geta að væntanlegur er geisladiskur með píanóleik hans og mun koma út á næstu dögum. Andlát Brynjólfur Hallgrímsson lést að heimili sínu, Sunnubraut 37, Kópa- vogi, föstudaginn 18. október. Hjálmar Vilhjólmsson frá Hánefs- stöðum, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 19. október. Sigurveig Guttormsdóttir lést á Reykjalundi 18. október. Tyrfingur Einarsson frá Vestri- Tungu, andaðist á Droplaugarstöð- um 19. október. Sigriður Sæmundsdóttir, Hjallabraut 13, Hafnarfirði, lést i Landspítalan- um laugardaginn 19. október. Björgvin Magnússon, Vesturvangi 38, Hafnarflrði, andaðist í Landspít- alanum fóstudaginn 19. október. Jardarfarir Margrét Pálsdóttir, Hrafnistu, Hafn- arfirði, áður Stigahlíð 24, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 22. október kl. 13.30. Útför Ásu Þorsteinsdóttur Kristens- en, Lækjargötu 10, fer fram frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 22. október kl. 10.30. Rósa Svanfríður Oddsdóttir, Ljós- heirnum 18a, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 22. október kl. 10.30. Kolbrún Ámundadóttir verður jarð- sungin frá Seljakirkju í dag, 21. októ- ber, kl. 13.30. Guðfinna Jónsdóttir frá Syðrigróf, til heimilis á Háaleitisbraut 93, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. október kl. 15. Laufey Einarsdóttir frá Bjargi, Grindavík, Hólmgarði 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 21. október, kl. 13.30. Jón Ingvarsson bifreiðastjóri, Kapla- skjólsvegi 27, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 23. októ- ber kl. 13.30. Andrew Þorvaldson, Hátúni 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, 21. október, kl. 15. Fundir Kvenféiag Kópavogs Fundur fimmtudaginn 24. október kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Kynning á hreyfdist. ITCdeildin Yr heldur kynningarfund í kvöld. mánu- dagskvöld, kl. 20.30 í Síðumúla 17. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar i símum 71507 Elsa og 34159 Kristín. Fyrirlestrar Fyrirlestur um ónæmis- fræði beinfiska Dr. Lars Pilström frá háskólanum í Upp- sölum, Biomedical Center, Department of Immunology, heldur fyrirlestur um ónæmisfræði beinfiska á vegum líffræði- skorar raunvisindadeildar Ilí i Odda, stofu 101, þriöjudaginn 22. okt. kl. 17. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Immunoglobuhn genes and their expression in teleost fish with some evol- utionary perspectives". Gestafyrirlestrar við líffræðiskor eru hluti af námsefni allra nemenda á 3. og 4. ári. Öllum er heimiU aðgangur. Tónleikar Kórahátíð MS félagsins Kórahátíð til styrktar húsbyggingarsjóði MS félags .íslands verður haldin í Há- skólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Á þessum tónleikum koma fram eftir- taldir kórar: Skólakór Kársness, Kór Öldutúnsskóla, Dómkórinn, Kór Lang- holtskirkju, Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur. Kynnir á tónleik- unum verður Baldvin Halldórsson leik- ari. Miðar verða seldir á eftirtöldum stöð- um: Háskóiabíói, Hljóðfæraverslun Poul Bemburg hf., Rauðarárstig 16, og Tóna- stöðinni, Óðinsgötu 7. MS félag íslands er félagsskapur sjúklinga, sem haldnir eru MS (Multiple Sclerosis). Félagið rek- ur sjúkradagvistun að Álandi 13. Þar em aðeins aðstæður fyrir 25 manns, en rúm- lega 200 manns em haldnir þessum sjúk- dómi á íslandi. Félaginu hefur verið út- hlutað lóð viö Sléttuhlíð, þar sem þaö áformar að koma sér upp nýju húsnæði. Allir þeir, sem koma fram á Kórhátíöinni gefa húsbyggingarsjóði MS félagsins vinnu sína og einnig lánar Háskólabíó salinn endurgjaldslaust. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. Silfurlinan svar- ar alla virka daga kl. 16-18 í síma 616262. Félagsvist Spiluð verður félagsvist í Þinghól, Hamraborg 11, í kvöld, 21. október kl. 20.30. Allir velkomnir. Stórhátíð hestamanna 1991 Fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. okt. nk., gengst Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi fyrir lokahófi 42. þings Lands- sambands hestamanna sem haldið er í Kópavogi. Jafnframt veröur þetta árshá- tíð félagsins. Samkoman fer fram í íþróttahúsinu „Digranesi" í Kópavogi. Aðgöngumiðar em seldir í versl. Ástund og Hestamanninum, félagsheimili Gusts í Glaðheimum, og á skrifstofu Fáks, einn- ig geta þingfulltrúar keypt aögöngumiða á þingstað. r##m\ wm Blaðafulltrúar ITC ITC samtökin, þjálfun í mannlegum sam- skiptum, hafa þá sérstöðu að á öllum sviðum samtakanna er kosin ný stjóm og skipað aftur í nefndir fyrir hvert starfsár. Þetta er gert til að sem flestir félagar njóti þjálfunar í stjómunarstörf- um og séu virkir. Blaöafulltrúar ITC fyr- ir þetta starfsár em: Guðrún Lilja Norðdahl, s. 91-46751, Gunnjóna Guð- mundsdóttir, s. 91-667169, Kristjana M. Thorsteinsson, s. 91-41530, Gunnhildur Arnardóttir, s. 91-36444. Símsvari ITC er 91-642105. Blaðafulltrúar veita upplýs- ingar um starfsemi ITC og námskeiða- hald á vegum samtakanna. Skáldakynningar hjá Félagi eldri borgara Tvo undanfama vetur hafa á vegum Fé- lags eldri borgara veriö haldiö uppi skáldakynningu, og hefur verið fjallað um 24 íslensk skáld og rithöfunda. Flutt hafa verið erindi um skáldin og lesið úr verkum þeirra. Aðsókn hefur verið mjög góð. Þessari starfsemi verður framhaldið í vetur og fer hún fram í Risinu, Hverfis- götu 105, á þriðjudögum kl. 15-17. Öllum öldmðum er heimill aögangur meðan húsrúm leyfir. Skáldakynningin hefst þriðjudaginn 22. október. Þá mun Gils Guðmundsson fialla um Hannes Hafstein og leikararnir Amar Jónsson og Jón Júliusson lesa úr verkum skáldsins. Vinabæjarsamn- ingur undirritaður í tilefni af heimsókn William Norrie, borgarstjóra í Winnipeg, til Reykjavíkur undirrituðu hann og borgarstjórinn í Reykjavík endurstaðfestingu á vinabæj- arsamningi borganna. Athöfnin fór fram 12. október sl. í Höfða. Upphaflega undir- rituðu Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, og Stephen Ju- ha, borgarstjóri í Winnipeg, vinabæjar- samninginn sem hefur nú verið í gildi í tuttugu ár. Samningurinn hefur miðað að því að efla samskipti borganna á sviði mennta-, menningar-, iðnaðar- og efna- hagsmála auk þess að stuðla að gagn- Myndgáta DV WV ww kvæmum skilningi og vináttu íbúanna. vilja sinn og ásetning um að framfylgja Með undirrituninni nú árétta borgar- hér eftir sem hingað til þeim markmiðum stjórarnir í Winnipeg og Reykjavík, fyrir sem um er getið í áðurnefndum vinabæj- hönd íbúa beggja borganna einlægan arsamningi. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR DÚFNAVEISLAN eftir Halldór Laxness. Tryggvadóttir, Saga Jónsdóttir, Sig- urður Karlsson, Steindór Hjörleifs- son. Þórey Sigþórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. Frumsýning limmtud. 24. okt. 2. sýning föstud. 25. okt. Grá kort gilda. 3. sýning sunnud. 27. okt. Rauð kort gilda. 13. sýning laugard. 26. okt. 14. sýning föstud. 1. nóv. Litla svið: ÞÉTTING eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Föstud. 25. okt. Laugard. 26. okt. Sunnud. 27. okt. LJÓN í SÍÐBUXUM ettir Björn Th. Björnsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunn- arsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson. Leikstjori: Ásdís Skúladóttir. Lelkarar: Árni Pétur Guðjónsson, Gunnar Helgason, Guðmundur Ól- afsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Helgi Björns- son, Jakob Þór Einarsson, Jón Sig- urbjörnsson, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Allar sýnlngar hefjast kl. 20. Leikhúsgestir, athugið! Ekki er hægt að hleypa inn eftir aö sýning erhafin. Kortagestir, ath. að panta þart sér- staklega á sýningar á litla sviðlð. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudagafrá kl. 13-17. Miða- pantanir i sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. ínan (919100110: Leikhúskortin, skemmtileg nýjung, aðeins kr. 1000. Gjalakortin okkar, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarlelkhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.