Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Qupperneq 43
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991.
55
Sviðsljós
liz Taylor:
Brúður í átt-
unda sinn
Nú voru fyrstu brúðarmyndirnar
að berast af brúðkaupi þeirra Elísa-
betar Taylor og Larrys Fortensky,
fráskilins byggingaverkamannsins
sem heillaði Liz upp úr skónum.
Brúðkaupiö var haldið á búgarði
Michaels Jackson og á hans kostnað,
en þar var saman komið allt fræga
fólkið í henni Hollywood.
Má þar fyrst nefna Michael Jack-
son, sem var svaramaður brúðarinn-
ar, Nancy Reagan, Brooke Shields,
Evu Gabor, Merv Griffin og íleiri og
fleiri. Það vakti athygh að fyrrum
Bandaríkjaforsetar Reagan og Ford
sáu sér ekki fært að mæta og Ma-
donna var ekki boðin.
Hvergi var til sparað til þess að
gera þetta að eftirminnilegum degi.
Jackson lét garðyrkjumenn sína
grafa upp öll blómabeðin við búgarð-
inn og.planta þar hvitum blómum.
Einnig sló hann upp gríðarstóru
hvítu tjaldi, alskreyttu silkiborðum,
þar sem tekið var á móti gestunum,
og lét þekja „altarið" með dýrindis
blómaskreytingum. Einnig var
hundrað manna gæslulið á staðnum.
Bara brúðarkjólinn er talinn hafa
kostað í kringum eina og hálfa millj-
ón en öll veislan kostaði í kringum
90 milljónir króna.
Liz leit út eins og feimin smástelpa
er hún gekk upp að altarinu í áttunda
sinn, en ekki fór á milli mála að
stjarnan var yfir sig ástfangin af
Larry sem er tuttugu árum yngri.
Brúöhjónin yfirgáfu veisluna um
klukkan hálfellefu um kvöldið og
gistu á búgaröi Michaels Jackson á
brúðkaupsnóttina.
Fjölskylda Larrys segir það vera sjaldgæft að sjá hann brosa og þvi hafi
það verið augljóst að hann var ánægður á brúðkaupsdaginn.
Hvekktar stórstjömur
Það getur verið þreytandi þegar ast daglega og fyrir kemur að því er Meðfylgjandi myndir voru teknar
ljósmyndarar elta mann á röndum
daginn út og daginn inn.
Það fær fræga fólkið aö reyna nán
nóg boðið og það lætur allt flakka,
hvort sem það eru fúkyrði eða hrein-
lega grettur.
við slík tækifæri og sýna þau augna-
blik þegar stjörnurnar fá nóg en eftir
því bíða ljósmyndararnir einmitt.
Roger Moore.
Kirstie Alley úr Cheers.
Donald Trump fjármála-
braskari.
Brooke Shields.
Lisa Bonet ur Fyrir-
myndarfööur.
Mónakó-
prinsessa
leikur
í kvik-
mynd
Stefanía, hin grannvaxna
prinsessa af Mónakó, skrifaði
nýlega undir 120 milljóna króna
kvikmyndasamning um að leika
í myndinni Don’t Tell Sam, eða
ekki segja Sam, og verður það
frumraun hennar sem leikkonu.
Myndin fjallar um kynþokka-
fulla söngkonu sem ákveður að
fara í kynskiptaaðgerð til þess að
breyta sér í mann!
Daginn áður en aðgerðin á að
fara fram hittir hún hins vegar
draumaprinsinn, leikarann Ger-
ard Depardieu (sem lék í Græna
kortinu), og hættir við allt saman.
Marlon
Brando í
megrun
Marlon Brando býðst nú að
leika hinn mikia Shah í íran í
kvikmyndinni The Fall of the
Peacock Dynasty, eða fall Pe-
acock-veldisins, en með einu skil-
yrði þó.
Skilyrðið er að hann missi rúm-
lega 30 kíló en þetta fyrrum kyn-
tröll hvíta tjaldsins vegur nú hátt
í 160 kílógrömm!
Brando eru gefnir sex mánuðir
til þess að ná takmarkinu og
heyrst hefur að hann borði nú
ekkert annað en hráan fisk og
gufusoöiö grænmeti.
Féll fyrir
Sophiu
Loren
Kvikmyndaleikkonan Sophia
Loren lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna. Hún var á gangi ásamt
systur sinni á verslunargötu í
Róm í síðustu viku þegar þjófur
skaust úr felum og hrifsaði til sín
veski systurinnar.
Á örskotsstundu tókst Sophiu
að skjóta út fætinum og fella þjóf-
inn. Systurnar kölluðu því næst
á hjálp og hjálpsömum vegfar-
anda tókst aö halda þrjótnum þar
til lögreglan kom á vettvang.
Fjölmiðlar
Gott framtak
Það var úr nógu aö velja í dagskrá
sjónvarpsstöövanna þessa helgina,
í það minnsta á laugardagsk völdið.
Undirrituð hafðí ekki aðgang að
Stöð 2, en lét þaö ekkert á sig fá og
lá með tæmar upp i loft allt k völdið
með augun sem límd við skjáinn,
allt frá því að þáttur Helga P. fór í
loftið og þar til fyrri bíómynd
kvöldsins var lokiö.
Þátturinn hans Helga P. var bæði
lifandi og skemmtilegur og hafa
sj álfsagt flestir haft gaman af því
að sjá framan í þessar fyrrum
„frægu“ söngkonur á Islandi, svo
ekki sé minnst á þá sem upplifðu
þessatímameðþeim.
Fyrri bíómynd kvöldsihs, Blaða-
snápar, var þó ekkert fyrir Sjón-
varpið að hreykja sér yfir. Þama
var á ferðinni þriðja flokks mynd
sem erfitt er að ímynda sér aö eigi
sér hliðstæðu í raunveruleikanum.
Myndin gekk út á svik og pretti
og sýndi þær hliðar „blaðamennsk-
unnar “ sem h vorki ég né aörir geta
ímyndað sér að geti viðgengist, í þaö
minnsta ekki hér á landi.
„Blaöamenn" fóru þar svo ræki-
lega yfir strikið aö þaö er með ólik-
indum. Sem dæmi má nefha hreinan
þjófnaöá sönnunargögnum og
svæsna s viðsetningu til þess að
nappa þingmann sem átti að hafa
gaman af afbrigðilegu kynlífi.
En hvað um það, er undirrituö
komst í myndlykil á sunnudags-
k völdið og horfði á myndina Konu-
morð við Brewesterstræti lifnaöi
heldur betur yfir tilverunni. Þetta
var fyrri hlutinn af tveimur og héð-
an af verður ekki hjá því komist að
horfaáþannseinni.
Fyrri hlutinn segirá átakanlegan
hátt frá því hvernig ungri svartri
móður tekst að búa bami sínu fall-
egt heimili þrátt fyrir lítil efni, og
loks því hvernig hún svo missir
aleiguna vegna afglapa bamsins er
það kemst á fullorðinsaldur.
Þátturinn var bæði vandaður og
vel leikinn, en undirrituð þekkir
aðalleikkonuna, Oprah Winfrey,
betur af viðtalsþáttum hennar í
bandaríska sjónvarpinu en sem
leikkonu og þvi komu hæfileikar
hennar skemmtilega á óvart.
Ég vil þakka Stöð tvö fyrir að sýna
þessa þætti, og þá ekki hvað síst
fyrir að tey gja ekki lopann fram á
næsta sunnudag. Þetta var gott
framtak.
Ingibjörg Óðinsdóttir
BINGO!
Hcfst kl. 19.30 í kvöld
Aðalvinningur að verðmæti
100 bús. kr.
Hcildarvcrðmæti vinninga um
300 bús. kr.
TEMPLARAHÖLUN
Eiríksgötu 5 — S. 20010
freetfumz
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900
Veður
Vestlæg eða suðvestlaeg átt viðast hvar á landinu,
yfirleitt gola eða kaldi en stinningskaldi öðru hverju
norðvestan til á landinu. Bjart veður um landið aust*
anvert og viða norðanlands en skýjað á Suðvestur
og Vesturlandi og sums staðar súldarvottur. Fremur
hlýtt verður áfram og varla næturfrost nema á stöku
stað á Norðaustur- og Austurlandi.
Akureyri iéttskýjað 4
Egilsstaðir léttskýjað 2
Keflavikurflugvöllur alskýjað 5
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0
Raufarhöfn heiðskirt 0
Reykjavik alskýjað 5
Vestmannaeyjar alskýjað 5
Bergen rigning 4
Helsinki alskýjað 0
Kaupmannahöfn skýjað 0
Osló hálfskýjað -2
Stokkhólmur skýjað -3
Þórshöfn heiðskírt 5
Amsterdam hálfskýjað 3
Barcelona léttskýjað 8
Berlin léttskýjað 1
Chicago skýjað 2
Feneyjar léttskýjað 5
Frankfurt skýjað 5
Glasgow rigning 6
Hamborg léttskýjað -4
London þoka 3
LosAngeles alskýjað 19
Lúxemborg skýjað 4
Madrid heiðskírt 2
Malaga léttskýjað 9
Mallorca skýjað 10
Montreal skýjað 0
New York heiðskirt 8
Nuuk rigning 3
Orlando alskýjað 21
Paris skýjaö 6
Róm skýjað 11
Valencia hálfskýjað 7
Vin þokuruðn. 1
Gengið
Gengisskráning nr. 200. - 21. okt. 1991 kl.9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59.740 59.900 59.280
Pund 102.893 103.169 103.900
Kan. dollar 52.996 53.138 52,361
Dönsk kr. 9.1633 9.1878 9.2459
Norsk kr. 9.0289 9.0531 9,1172
Sænsk kr. 9.7107 9.7367 9,7749
Fi. mark 14.4596 14.4984 14.6678
Fra. franki 10.3760 10,4038 10,4675
Belg. franki 1.7184 1.7230 1.7312
Sviss. franki
Holl. gyllini
Þýskt mark
ít. líra
Aust.sch.
Port.escudo
Spá. peseti
Jap. yen
írskt pund
SDR
ECU
40.4045
31,3950
35.3742
0.04732
5.0181
0.4113
0,5608
0.45790
94,598
81.4125
72.4138
40,5127
31.4791
35.4690
0.04745
5.0315
0,4124
0.5623
0.45913
94.852
81,6305
72.6078
40.9392
31.6506
35.6732
0.04767
5.0686
0,4121
0,5633
0.44682
95,319
81.0873
72.9766
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
19. október seldust alls 10.951 tonn.
Magrt i Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Smáýsa 0.054 56,00 56.00 56,00
Karfi 0,023 25,00 25.00 25.00
Smáýsa, ósl. 0,028 56,00 56.00 56,00
Smáufsi 0.041 45,00 45,00 45,00
Steinbitur 0.011 20.00 20.00 20.00
Lýsa 0,112 52.00 52.00 52,00
Lúða 0.014 310.00 310.00 310,00
Steinb. ósl. 0,128 , 29.06 20,00 30,00
Lýsa, ósl 0,143 48.00 48,00 48,00
Langa. ósl. 0,076 27.00 27.00 27,00
Keila, ósl. 0,058 10.00 10,00 10,00
Ýsa, ósl. 4,448 76,44 50.00 85,00
Ufsi, ósl. 0,243 45.00 45,00 45,00
Þorskur, ósl. 3.348 60,61 50.00 80,00
Ýsa 1.211 89.30 82,00 92,00
Ufsi 0,064 46,00 46.00 46,00
Þorskur. st. 0.284 87,00 87.00 87.00
Þorskur 0,375 89,77 80,00 95,00
Þorskur. st. 0.285 86,00 86,00 86.00
Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn
19. október seldust alls 19.125 tonn
Háfur 0,012 4.00 4.00 4.00
Karfi 0.208 38,00 38.00 38.00
Keila 6.604 36,84 20,00 39,00
Langa 3,264 77.93 77,00 80,00
Lúða 0,032 294,29 290,00 300,00
Lýsa 0,046 15,00 15.00 15.00
Skata- 0.135 120.04 120,00 121.00
Skarkoli 0,033 67,00 67,00 67.00
Skötuselur 0,052 238,00 180,00 470.00
Steinbitur 0,249 50,75 50.00 51,00
Tindabikkja 0.064 4.00 4.00 4.00
Þorskur, sl. 1,433 96,00 96,00 96,00
Þorskur, smár 0,080 61,00 61,00 61.00
Þorskur, ósl. 2.985 91,44 83,00 94,00
Ufsi 0,047 43.00 43,00 43,00
Ufsi, ósl. 0,018 20,00 20,00 20.00
Undirmál. 0,080 48,03 37.00 61.00
Ýsa, sl. 0,411 100,00 100.00 100.00
Ýsa, ósl. 3,371 77,94 75,00 88,00
■M
FIMMTI
GÍR í PÉTTBÝLI!
RÁÐ