Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 44
FR ÉTTASKOT IÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Askrift - Dreif ing: Simi 27022 Frjálst,óháö dagblað MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Verkfallið: Vatn flutt upp á Skaga - fór um borð í Hofsjökul „Þaö var flutt frá Reykjavík vatn frá Vífilfelli. Þaö fór um borð í Hofs- jökul. Þetta er þaö eina sem mér er kunnugt um að komið hafi aö sunn- an,“ sagöi Davíð Guðlaugsson, yfir- hafnarvörður á Akranesi. Tvö skip höfðu viðkomu í Akranes- höfn um helgina. Það voru strand- feröaskipið Askja, sem landaði gám- um þar á laugardagsmorgun, og Hofsjökull sem kom til Akraness á laugardagskvöld. Hann lestaði ísfisk en hélt síðan áfram ferð sinni. Þessi skip hefðu stöðvast vegna verkfalls undirmanna á farskipum hefðu þau komið til hafnar í Reykja- vík. Verkfallið nær hins vegar ekki til nágrannahafnanna. Davíð sagði ekki útlit fyrir að skipafélögin myndu notfæra sér Akraneshöfn meðan á verkfallinu stæði. Engar óvenjulegar skipakom- ur væru boðaðar á næstu dögum. „Við munum ekkert hafast að að svo stöddu þótt þetta vatn hafi verið flutt frá Reykjavík upp á Akranes til þess að koma því á skip. Við gátum alltaf búist við svona löguðu úr því að ekki var boðað verkfall um allt land,“ sagði Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. „En það verður hert á svona hlutum á seinni stigum verkfallsins. “ -JSS Stranda við* ræður á deilum Alpana? Jón G. Haukssan, DV, Lúxemborg: „Evrópubandalagið á erfitt með að samþykkja sjónarmiö EFTA- ríkjanna í viðræðunum um evr- ópskt efnahagssvæði," sagði Frank Andreasen, varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, við DV seint í gærkvöld. Þá hafði hann átt kvöldverðarfurd með þeim Horst Krenzler, aöai- samningamanni EB, Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra og Pertti Salolainen, utanrikisráð- herra Finna. Andreasen bætti við: „Eg er engu að síður bjartsýnn, einfaldlega vegna þess að stundum er bjartsýn- in eina lausnin.“ Þá kvað hann full- trúa EFTA telja núverandi um- ræðugrundvöll EB ófullnægjandi. Jón Baldvin Hannibalsson hafði ekki mörg orð um fundinn með fulltrúum EB í gærkvöld. Hann sagði: „Þetta gekk ekki neitt.“ Klukkan níu í morgun að íslensk- um tíma hófst fundur um sam- göngumál í Ölpunum, eitt helsta þrætueplið í viðræðunum um evr- ópska eíhahagssvæðið. Mikil spenna ríkir hér um úrslit þessa fundar. Það er almenn skoðun að náist ekki samkomulag á þessum fundi, sem margir telja vaxandi lík- ur á, séu viðræður um evrópskt efnahagssvæði farnar út um þúfur og að ekkert verði af samhliða fundum EFTA og EB klukkan þrjú í dag, margumtöluðum úrslita- fundi. „Ef fundurinn um samgöngumál- in leysist upp er málið búið,“ sagði Jón Baldvin. Alþýðuflokkur: Engin sam- þykkt um hvítu bókina Engin samþykkt var gerð um hvítu bókina á flokksstjórnarfundi Al- þýðuflokksins um helgina. Bókin hefur af ríkisstjórninni verið kynnt sem stjórnarsáttmáli hennar og sam- kvæmt lögum Alþýðuflokksins á flokksstjórn að taka afstöðu til slíks sáttmála. Guðmundur Árni Stefánsson, sem hvað harðast hefur gagnrýnt flokks- forystuna að undanförnu, meðal annars vegna hvítu bókarinnar og fjárlagagerðarinnar, mætti ekki á fundinn. Nokkur gagnrýni kom þó fram á fundinum varðandi fyrirhug- uðútgjöldtillandbúnaðarmála. -kaa Sex mynd- bandstækjum stolið Brotist var inn í Fjarðarvideo við Trönuhraun í Hafnarfirði um helg- ina og þaðan stolið sex afspilunar- tækjum fyrir myndbönd. Einnig var brotist inn í verslun og þaðan stolið slgarettum og um 30 þúsund krónum ípeningum. -ÓTT Menn úr björgunarsveitinni Albert fylgdu þeim feðgum til Snarfarahafnarinnar á slöngubátnum Gróttu. Myndin er tekin þegar komið var að bryggju um níuleytið á laugardagskvöld. DV-mynd S Smábátur vélarvana við Viðey: Vöfðu böndum um árar og kveiktu í Þrjár björgunarsveitir voru kall- aðar út um kvöldmatarleytið á laug- ardag þegar ekkert hafði spurst til tveggja manna sem höfðu farið á veiðar á Sundunum við Reykjavík seinnipartinn á laugardag. Mennirn- ir fundust á litlum vélarvana plast- bát vestan við Viðey um áttaleytið. Voru þeir dregnir til hafnar heilir á húfi. „Þegar vélin bilaði settum við akk- erið út. Reyndar höfðum við litlar árar en vindur af landi var það mik- ill að þær komu ekki að neinu gagni. Okkur hefði bara rekið út á Faxa- fióa. Við vorum sallarólegir og not- uðum tímann til að búa okkur til blys með því að vefja böndum um árarnar og hella bensíni á. Þegar flugvél kom fljúgandi í átt til okkar um áttaleytið kveiktum við í árun- um. Þeir í flugvélinni hafa ekkert séð en björgunarsveitir sem voru lagðar af stað frá landi sáu blysið vel og komu okkur til hjálpar. Kunnum við björgunarsveitunum bestu þakkir fyrir,“ sagði Karl Sighvatsson í sam- tali viö DV. Karl og sonur hans, Sigurður, sem á bátinn, fóru á veiðar um fiögurleyt- ið á laugardag. Lögðu þeir upp frá gamalli lendingu, sem köllúð er gamli Snarfari, rétt vestan við af- greiðslu Áburðarverksmiðjunnar. Þeir höfðu með sér sjóstengur. Fóru þeir fyrst að Lundey en urðu ekki varir. Þá færðu þeir sig vestur fyrir Viðey. Þar fengu þeir fisk en stuttu síðar bilaði vélin, utanborðsvél. Þá var klukkan um sex og farið að skyggja. Þar sem ekkert hafði spurst til þeirra feðga eftir að myrkt var orðið voru björgunarsveitirnar Ing- ólfur í Reykjavík, Albert á Seltjarn- arnesi og Kjölur á Kjalarnesi kallað- ar út til leitar á bátum sínum. -hlh LOKI Að funda eða funda ekki, það er spurningin í Lúx! Veðrið á morgun: Hlýttum allt land Á morgun verður suðvestanátt, víðast gola eða kaldi. Skýjað verður vestanlands og víða súld eða þokuloft en bjart veður um landið austanvert. Hlýtt verður í veöri, hiti á bilinu &- 10 stig. ORUGGIR-ALyORU PENINGASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÖRUR ^ © 91-29399 Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta ÍMJRI síöan 1 9Ó9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.