Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Fréttir Grein 1 sjómannablaðinu Víkingi veldur Qaðrafoki: Ég skil bara ekki svona málf lutning - segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar „Ég er ósammála flestu af því sem kemur fram í greininni. Sem dæmi má taka aö í henni segir aö ástandið í Norðursjónum sé gott. Ég er hrædd- ur um að fiskimenn í Norðursjónum séu ekki sammála þessari staöhæf- ingu því þeir lepja dauðann úr skel. Nú er veriö að birta nýjar skýrslur og í þeim kemur fram að þorskur og ýsa á þessum slóðum sé jafnvel í út- rýmingarhættu. Ég skil bara ekki svona málflutning,“ segir Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar. í nýjasta hefti sjómannablaösins Víkings er grein er ber yfirskriftina Ráðgjöf í trássi við reynslu, búhygg- indi og vísindi. Greinina ritar Sigur- jón Valdimarsson, ritstjóri blaðsins, og segir meðal annars: „Þorskafli íslendinga jókst úr 265 þúsund tonnum árið 1975 í 461 þús- und tonn árið 1981. íslendingar kom- ust í fremstu röð þjóða heimsins í þjóðartekjum og hagvexti. En þá fór að halla undan fæti. Eða eigum við ef til vill að segja að þá hafi fariö að gæta ráðlegginga Hafrannsókna- stofnunar?" Sigurjón vitnar í grein sinni í aðra grein sem Jón Kristjánsson fiski- fræðingur ritar í Víking á siðasta ári en í henni var spurt hvort röng fisk- veiðistjórnun væri að rústa þorsk- stofna í Norður-Atlantshafi. „Þar sýnir hann fram á reynslu þjóðanna af núverandi fiskveiði- stefnu. Þar kemur sú sorglega stað- Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri sjó- mannablaðsins Víkings, segir aö þorskveiði hafi stórum minnkað á öllum slóðum þar sem visindalegrar ráðgjafar, svipaðrar og okkar, hefur notið við. reynd fram að þorskveiði hefur stór- um minnkað á öllum slóöum þar sem visindalegrar ráðgjafar, svipaðrar og okkar, hefur notið við.“ Síðan eru tiltekin dæmi um ástandið í Norð- ursjó og Barentshafi. Jakob er orðum Sigurjóns alger- lega ósammála og segir: „Þegar fjallað er um Barentshafið í greininni er vitnað í norskan vatna- Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, segist verða því fegnastur ef þeirri kvöð yrði létt af stofnuninni að koma fram með til- lögur um hámarksafla. líffræöing um að það sé nauðsynlegt að útrýma 1983 árganginum af þorski í Barentshafi því hann eyði öllu. Eftir þessum ráðleggingum vatna- líffræðingsins var ekki farið, þess í stað var á síðustu tveimur árum dregið mjög úr veiðum við Noreg. Aflinn var minnkaður úr 450 þúsund tonnum niður í 200 þúsund tonn. Til aö vernda þann árgang sem vatnalíf- fræðingarnir heimtuðu að yrði út- rýmt. Hrygningarstofninn á þessum slóðum er nú um 600 þúsund tonn sem er stærsti hrygningarstofn sem verið hefur í Barentshafi síðan 1973. Það sem meira er, 1983 árgangurinn, sem heimtaö var að yrði útrýmt, er farinn að geta af sér mjög góða ár- ganga. Þetta lítur því vel út hjá þeim núna. Það var nefnilega ekki farið eftir tillögum Sigurjóns Valdimars- sonar og hans líka heldur þvert á móti var fiskifræðingum í Noregi loksins ansað. Það er ódýr aðferð að skamma Hafrannsóknastofnun fyrir ástand þorskstofnsins hér við land því það er einmitt sá fiskstofn þar sem síst hefur verið farið eftir okkar tillögum. Okkar tillögum hefur hins vegar ver- ið fylgt við veiðar úr ufsastofninum enda er hann á uppleið. Það sama má segja um síldarstofninn." - Nú segir einnig í greininni að það eigi ekki að vera í ykkar verkahring að leggja fram tillögur um hámarks- afla einstakra tegunda. „Við erum ekkert æstir í þaö. Þessi kvöö hefur verið lögð á stofnunina og það var ekki að okkar undirlagi. Það sem við gerum er að reikna út afleiðingar af mismunandi fiskveiöi- stefnu. Stjómvöld hafa fyrir löngu óskaö eftír að viö bentum á þá tölu sem við teldum skynsamlegasta. Við yrðum því fegnastir ef þessari kvöð yröi létt af okkur.“ -J.Mar Nýjar reglur um vetrarveiðar hreindýra: Einungis má skjóta kýr og kálfa dauðra kúa Alls veiddust einungis 729 hrein- dýr af þeim 1097 sem heimilt var að veiða í ágúst og september. Til að halda aftur af viðkomu í stofninum hefur umhverfisráðuneytið nú ákveðið að heimiia veiöi á 166 hreinkúm í 17 sveitarfélögum sem ekki náðu að veiða upp í kvóta sinn í haust. Heimildin nær eingöngu til kúa enda em þær taldar í góöu lík- amlegu ástandi núna. Tarfar eru því friðaðir enda taldir horaöir nú aö afloknum fengitíma. í nýjum reglum, sem ráðuneytið hefur sett um þessar vetrarveiðar, eru veiðimenn hvattir tíl að varast það að styggja tarfa. Þar er hins veg- ar ekki tfitekið hversu mikinn fjölda hreinkálfa má veiða. Hins vegar er ráð fyrir því gert að kálfar, sem snúa aftur tfi felldra kúa, verði veiddir þar sem óvíst sé um lífslíkur þeirra án mæðra sinna. í reglunum er tíltekið að þeir einir megi skjóta hreindýr sem til þess hafi skotfimi og kunn- áttu í meðferð skotvopna. -kaa Akureyri og Húsavik: Iðja boðar verkföll í mjólkursamlögunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta breiðir úr sér eitthvað, enda hafa þau verkalýðsfélög, sem hafa meö samninga viö mjólkursamlög að gera, verið með þessa kröfu eins og við, svo það er eðlilegt að aðrir komi í kjölfarið," segir Kristín Hiálmars- dóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Iðju á Akureyri, en það félag og Verkalýðsfélagið á Húsavík hafa nú boðað aögerðir í mjólkursamlögun- um á þessum stöðum. Deila aðilanna stendur um greiðsl- ur fyrir námskeiö sem Iðjufélagar á þessum stöðum hafa sótt, en mjólk- ursamlögin vilja ekki meta þessi námskeið tfi aultínna launa. Eru rök- in fyrir því þau að starfsfólk í mjólk- uriðnaði hafi hærri laun en gengur og gerist í matvælaiðnaði. Kristín sagði að samningafundur hefði verið haldinn sl. mánudag en hann hefði verið árangurslaus. „Það varð engin niðurstaöa á þeim fundi og ég á von á því að þetta verði þungt mál,“ sagði Kristín. Verkfalhð á Akureyri og Húsavík er boöað þannig að vinna leggst nið- ur fóstudaginn 15. nóvember, einnig mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. nóvember. Hafi samningar hins veg- ar ekki tekist 25. nóvember hefst ótímabundið verkfall. Áhrifa verkfallsins mun gæta svo tíl samdægurs þar sem ferskar vörur koma ekki frá mjólkursamlögunum, en skortur á öðrum vörum mun verða skömmu síðar. Júlíus með hluta af feng sínum. DV-mynd Heimir Veiðimaður á Dalvík: Skaut 150 rjúpur Heimir Kristiiisson, DV, Dalvík: Fréttir hafa veriö litlar af góðri rjúpnaveiði á þessari vertíð en Júlíus Magnússon á Dalvík hefur aðra sögu aö segja. Hann hefur farið tfi ijúpna sex daga og skotið 150 ijúpur. Mest á einum degi - 31. október - fékk hann 41 rjúpu. Hann gengur á veiði- svæði austan Eyjafjaröar og var með í þessum ferðum 16, 29, 34, 30 og 41 stykki. Þegar hann fékk mest var pokinn hans alveg orðinn fullur og yfir 20 kg að þyngd. Júlíus er mfidll veiðimaður á hvað sem er og hann segist aldrei hafa séö eins mikið af rjúpu og þessa síðustu veiðidaga sína. Hún er frekar stygg og Júlíus hefur skotíð yfir helming þeirra á flugi. Veiðimaðurinn segist láta ijúpurn- ar hanga á hausnum í vikutíma því að þá komi bragðið úr sarpnum í kjötíö. Síðan frystir hann ijúpumar og geymir fram undir jól. Ólafsvlk: Hskvinnslan Hildur í greiðslu- stöðvun Fiskvinnslunni Hildi hf. í Ólafs- vík hefur veriö veitt greiðslu- stöðvun tfi 4. febrúar næstkom- andi tfi að koma nýrri skipan á rekstur og fjármál félagsins. Fjárhagsleg endurskipulagning félagsins á meðal annars að fela það I sér að aflað verði nýs láns- og hlutafjár í reksturinn, auk þess sem leitað verður samninga við lánardrottna um skuldaskil. Rekstur félagsins hefur legið niðri að undanfórnu, meöal ann- ars vegna slæmrar rekstraraf- komu á fyrri hluta ársins en unn- ið er að því að hefia fiskvinnslu í húsi félagsins á Ólafsvík innan tíðar. -J.Mar Háttverð fyrirRósa- garðskarfann Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði: Skuttogarinn Hólmanes frá Eskfiirði seldi ísfisk í gær i Brem- erhaven í Þýskalandi, alls 193,5 tonn, sem mestmegnis var stór og góður Rósagarðskarfi. Fyrir aflann fengust 18 milljónir og 922 þúsund krónur eða 97,81 króna fyrir kílóið. Það verður að teljast gott verö en óvenjulega mfitíll karfi var á markaðinum í Bre- merhaven þessa viku - um 1000 tonn. Hásetahlutur á Hólmanesi í þessari veiðiferð er 252 þúsund krónur og eru strákarnir vel að þeim hlut komnir eftir fremur trega veiði í síðasta mánuði. ÚA: Einu tilboði tekið í hluta- bréf Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Einu tilboði af þremur í hluta- bréf í Ótgerðarfélagi Akur- eyringa hf. var tekið en tilboðs- frestur rann út í gær. Tfiboðiö, sem tekið var, var að nafnverði 2 milljónir króna á gengi 4,9 og er því að söluverð- mæti rétt tæpar 10 mifijónir króna. Hvammstangi: Meiri slátrun -þyngridilkar JúJius Guðm Antonsson, DV, V-Hún: Slátrun lauk um mánaðamótin í sláturhúsi Kaupfélags Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga. Að sögn Eggerts Ó. Levý var slátrað 39 þúsund fjár og er það 9,5% aukning frá í fyrra. Þá var slátrað um 35 þúsund íjár. Skipting milli fullorðins fjár og dilka var þannig að slátrað var 4009 kindum og 34.692 dilkum en í fyrra var skiptingin 1979 og 33.363. Meðalvigt nú var 15,5 kg - hálfu kilói meiri en 1990. Við slát- urhúsið störfuðu rúmlega 100 manns í haust meöan slátrun á fénu stóð yfir. Stórgripaslátrun er nú hafin og starfa sex manns við hana en fleira starfsfólk tengist henni með óbeinum hætti. Reiknað er með að hún standi fram í næstu viku. . ■ : . ■ ■ ■■■■•: : ■' . :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.