Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Merming Myndgáta Nútímatónlist Hljómlistarhópurinn CAPUT í samstarfi við Ung Nordisk Musik, samtök ungra flytjenda og tónskálda á Norðurlöndum, hélt á þriðjudagkvöld tónleika í Nýlistasafninu. Voru flutt verk eftir Lárus H. Gríms- son, Báru Grímsdóttur, Helga Pétursson, Ríkharð Friðriksson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ame Mellnes og Brian Ferneyhough. Flytjendur voru Brjánn Ingason á fagott, Kolbeinn Bjarnason á flautu, Guðni Fransson á klarínettu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Svo sem oft er þegar nútímatónlist er á boðstólum vom þetta sérlega fjölbreyttir og litríkir tónleikar og kærkomin hressileg tilbreyting frá því sem almennt er boðið upp á. Rauði þráðurinn voru verk fyrir segul- band og einleikshljóðfæri. í Back to the beginnig again eftir Lárus Grímsson naut litur fagottsins sín vel við frekar ljóslitaðan bakgrunn. Verk Ríkharðs Friðriks- sonar, Andar fyrir klarínettu og segulband, bar með sér andblæ af suðrænum toga, var engu líkara en komin væri moderniseruð slagverkssveit af Suður- hafseyjum til að fresta vetrarkomunni. Þetta er vel og sparsamlega byggt verk. Riflessioni fyrir klarínettu og segulband eftir Melnes er vel unniö verk en ber merki síns tíma sem ekki er víst að endist vel. í verk- inu er mjög notast við kvarttóna sem Guðni Fransson hefur ótrúlega vel á valdi sínu og sphar eins afslappað og aðrir spila dúr og moll. Kolbeinn Bjarnason hefur áður flutt verk Brians Ferneyhough, Mnemosyne, hér á landi og var gott aö heyra það aftur. Þetta fagra verk hefur af nógu að taka í dulúðugri hugmynda- auðgi og flutningur Kolbeins var jafnvel enn betri nú en síðast. Ungir fulltrúar kvenþjóðarinnar kváðu sér hljóðs með tveim einleiksverkum. Hvítur júní eftir Báru Grímsdóttur er vel byggð og falleg laglína fyrir flautu Tánlist Finnur Torfi Stefánsson og svipað má segja um Mónológ fyrir selló eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Sellóið hennar Bryndísar Höllu hljómaði sérlega vel í þessu verki. Auk hljóðfæratón- listarinnar var þarna eitt verk flutt af tölvu. Maximum Fidus eftir Helga Pétursson hafði klingjandi skýrleika og fögur, fjölbreytileg hljóð. Tækninni fleygir stöðugt fram á þessu sviði og erfitt að sjá hvar það endar. Eftirsókn eftir hinu fullkomna valdi á hljóðinu hefur heillað marga en spurning er hvort það leysi nokkur listræn vandamál. Ef til vhl er hljóðið sjálft aukaatriði í tónlist en hitt aðalatriði hvað við það er gert. Hljóðfæraleikur á þessum tónleikum var til fyrir- myndar, vandaður og vel undirbúinn og viðfangsefnin valin af metnaði og góðum smekk. Hefur svo verið áður hjá Caput-hópnum og er starfsemi hans með því merkara sem gerist í tónlistarhfi hér á landi. Andlát Eggert Þórarinn Teitsson frá Þor- kelshóh, andaðist í Sjúkrahúsinu Hvammstanga miðvikudaginn 6. nóvember. Guðrún Hannesdóttir, Bólstaðarhhð 42, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. nóvember. Jarðarfarir Guðmundur Ingólfur Guðmundsson Litla-Kambi, Breiðuvíkurhreppi, verður jarðsettur frá Búðakirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10 sama dag. Sigmar Ólafsson, Brandsstöðum, Blöndudal, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsettur frá Bergsstaða- kirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14. Kristmundur Gunnarsson, Víkur- braut 10, Vík í Mýrdal, verður jarö- sunginn frá Víkurkirkju laugardag- inn 9. nóvember kl. 14. Ferð verður á vegum Austurleiðar frá BSÍ kl. 10. Sigurjón Jóhannsson, sem andaðist ■ 30. október, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14. Guðjón Einarsson, Vesturgötu 42, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14. Tilkyimingar Haustfagnaður Vinafélagsins Vinafélagiö var formlega stofnaö 18. fe- brúar 1991 í Safnaöarheimhi Bústaða- kirkju. Vinafélagiö eru samtök fyrir fólk meö þörf fyrir samfélag. Félagsmenn eru 150-200. Innan félagsins starfa ýmsir klúbbar, t.d. leikhúsklúbbur, söngklúb- bur, dansklúbbur, kvöldvökuklúbbur, RAUTTLJOS pýóvt RAUTT UÓSf gönguklúbbur og fl. Félagiö hefur hekt- ara th umráöa í Heiðmörk þar sem þaö stundar tijárækt. Fastir fundir félagsins eru 1. mánudag í hverjum mánuði í Safn- aðarheimili Bústaöakirkju kl. 20. Haust- fagnaöur félagsins verður haldinn í Ár- túnl laugardaginn 9. nóvember kl. 19. Boöiö verður upp á mat, söng og dans. Verð aðgöngumiða kr. 1.700. Hjónáband Þann 7. september voru gefin saman í hjónaband í Garðakirkju af séra Bjama Þór Bjarnasyni Aðalheiður Guðmunds- dóttir og Jóhann Reynisson. Heimili þeirra er að Smárabarði 2D, Hafnarfiröi. Ljósm. Rut Þann 24. ágúst voru gefm saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Hreini Hjartarsyni Sveindís B. Hermannsdótt- ir og Ragnar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Þýskalandi. Ljósm. Rut. Hugheilar þakkir sendi ég þeim mörgu vinum og vandamönnum sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu 1. nóvember sl. Sérstakar þakkir sendi ég Alþýðuflokksfé- lögum í Hafnarfirði og Garðabæ. Guð blessi ykkur öll. Viktor Þorvaldsson, Smyrlahrauni 12, Hafnarfirði Þann 24. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Guðmundi Þorsteinssyni Ása Hrönn Kolbeinsdóttir og Stefán Hrafn Stefánsson. Heimili þeirra er aö Klapparstíg 1, Reykjavik. Ljósm. Jóhannes Long. Þann 24. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Bústaðakirkju af séra Pálma Matt- hiassyni Hrafnhildur Baldursdóttir og Geir Sæmundsson. Heimhi þeirra er aö Keilugranda 2, Reykjavík. Ljósm. Rut. Þann 26. október voru gefm saman í hjónaband í Laugameskirkju af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni Steinunn Braga og Brynjar Jóhannesson. Heimili þeirra er aö Hrísateig 20, Reykjavik. Ljósm. Jóhannes Long. Tapaðfundið Lyklar töpuðust Lyklakippa með 6-8 lyklum tapaðist í austurbænum fyrir viku. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 17587. Tombóia Nýlega héldu þessir krakkar, sem heita Hildur Hjartardóttir, Geir Steindórsson, Guörún Steindórsdóttir og Gunnar Áma- son, tombólu th styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þau kr. 2.500. ©/7á Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Lausngátunr. 175: Ber skarðan hlutfrá borði Leikhús iSRl LEIKFÉLAG AKUREYRAR Leikárið 1991-1992 Stálblóm eftir Robert Harling í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. ikvöldkl. 20.30. Laugard. 9. nóv. kl. 20.30. Næstsiðasta sýningarhelgi Enn er hægt að fá áskrittarkort: Stálblóm • Tjútt & tregi + íslands- klukkan. Þú færð þrjár sýningar en greiðir tvær! Miðasala og sala áskriftarkorta er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Opið alla virka daga nema mönu- daga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Siml í miðasölu: (96)-24073. Munið pakkaferðir Flugleiða. III ÍSLENSKA ÓPERAN ‘Töfrafíautan eftir W.A. Mozart 13. sýning i kvöld kl. 20. 14. sýning laugardaginn 9. nóv. kl. 20. 15. sýning sunnudaginn 10. nóv. kl. 20. 16. sýning föstudaginn 15. nóv. kl. 20. 17. sýnlng laugardaginn 16. nóv. kl. 20. Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningar- dag. Miðasalan opin frá kl. 15-19, sími 11475. Greiösiukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.