Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991.
Spumingin
Ertu jákvæð(ur)?
Dagmar Blöndal nemi: Já, ég er mjög
jákvæð.
Auður Guðfmnsdóttir skrifstofum.:
Já, ég tel mig vera það. T.d. er ég
yfirleitt í góöu skapi.
Ólafur Bjarki: Já, aö mörgu leyti.
Friðrik Atli Sigurðsson nemi: Nei, ég
er alveg einstaklega neikvæður.
Guðni Theódórsson: Nei, alls ekki.
Guðrún Kristinsdóttir nemi: Já, bara
í öliu.
Lesendur
Lífshamingja í húf i
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar:
Undanfarið hefur þjóðin fylgst með
örvæningarfullri baráttu ungrar
móður til þess að endurheimta dætur
sínar tvær úr höndum miskunnar-
lauss föður sem lætur sér tilfinning-
ar hennar og dætra þeirra einu gilda.
Daglega leggst ung móðir til hvílu
með þá heitu bæn á vörum að heimta
börn sín úr prísund. Á hverjum
drottins degi hugsar hún um litlu
dæturnar sínar tvær - hvernig þeim
líöi - hvað þær séu aö gera og yfir-
leitt hvort fundum þeirra eigi nokk-
urn tíma eftir að bera saman á ný.
Barátta hinnar ungu móður hefur
nú staðið í eitt og hálft ár og uppsker-
an er nákvæmlega engin. Lausnin á
þessum mannlega harmleik er ekki
í sjónmáli og varla á færi eins aðila
fremur en annars að leysa þetta mál.
Vissulega eru allir fullir hluttekn-
ingar og hrista höfuðið yflr misk-
unnarleysi föðurins og ómanneskju-
legri löggjöf í heimalandi hans. En
óneitanlega vekur það furðu að hinir
andlegu leiðtogar þjóðarinnar í
kirkjulegum málefnum skuli ekki
hafa séð ástæðu til þess að álykta um
þetta mikla mannréttindabrot. Virð-
ist efnishyggjan, baráttan fyrir
óskertum kirkju- og kirkjugarös-
gjöldum og að endurheimta kirkju-
jarðir fremur eiga upp á pallborðiö
hjá æðsta embættismanni þjóðarinn-
ar og andlegum leiðtoga vorum í
kirkjumálum en harmsaga ungrar
móður meö blæðandi hjarta.
Líklega þykir þessum ríkislaunuöu
embættismönnum meiri nauðsyn að
standa traustan vörð um lögskipaöa
fjármuni kirkjunnar en mannlegar
tilfinningar einstæðrar móður. Það
kann líka vel að vera að fulltrúar
utanríkis- og dómsmála hafi aðrar
áhyggjur en þær er snerta lífsham-
ingju einnar móður og barna henn-
ar. - Hvað skyldi þessa háu herra
varða um þjáningar hennar?
Við hin, sem látum okkur varða
Dæturnar Dagbjört og Rúna. - Er til of mikils mælst aö þeim verði séð
fyrir vegabréfi heim til íslands?
mannlegar tilfinningar, getum ekki
horft þegjandi á aðgerðaleysi stjórn-
valda í þessu lífshagsmunamáli
ungrar móður og dætra hennar. Við
trúum því að ef vilji er fyrir hendi
sé hægt að leysa þetta mál á farsælan
hátt. Okkur virðist a.m.k. ekki skorta
ósérhlífna fulltrúa í samningum við
stórþjóðir á alþjóðavettvangi. Þeir
hafa boðið hvorki meira né minna
en vegabréf fyrir heila þjóð inn í 20.
öldina. - Sé tekið mið af þeim ár-
angri er ekki til of mikils mælst að
þeir sjái tveimur htlum stúikum fyr-
ir vegabréfi heim til íslands.
„Allt fyrir ekkert“
Brynjólfur Bragason skrifar:
Eg vil lýsa reiði minni yfir þeim
málflutningi er utanríkisráðherra
viðhefur í fjölmiðlum þessa dagana.
Ráðherrann veður áfram í skjóli
þekkingarskorts almennings á
samningum um evrópskt efnahags-
svæöi. Ef marka má af fundaherferð
ráðherrans er honum ekki til setunn-
ar boðið. Þjóðina þarf að „upp-
fræða“ strax. Hún þarf að heyra hans
málflutning. Alit sem aðrir hafa um
málið aö segja er byggt á misskiln-
ingi og vanþekkingu. - í stað þess aö
vera með slíkan málflutning, ætti
ráðherrann að sjá sóma sinn í því
að þjóðin fái vandaða og málefnalega
fræðslu um EES samningana, bæði
kosti þeirra og galla.
Sigurgleði ráðherrans og uppslátt-
ur Morgunblaðsins um þjóöhetjur
vekur hjá mér ugg. Geta menn ekki
séð hlutina í réttu ljósi? Jón forseti
er ein af þjóðhetjum okkar, einnig
þeir menn er vörðu landhelgi okkar
í þorskastríðunum og hættu lífi og
limum. Þeir ráku útlendinga út úr
íslenskri landhelgi en lágu ekki flatir
fyrir ásælni útlendinga í fiskimið
okkar. - Og að vera að setja íslensku
samningamennina í EES viðræðun-
um á blað með þessum mönnum!
Hver er tilgangurinn, hvern á að
blekkja?
íslendingar fengu „allt fyrir ekk-
ert“, endurtekur ráðherrann eftir EB
samningamönnunum. Til þess að
varpa ljósi á þessi orð, „ailt fyrir
ekkert" vil ég vitna í skýrslu sam-
starfsnefndar atvinnurekenda í sjáv-
arútvegi í nóvember 1989.
„Til þess að íslendingar geti verið
þátttakendur í þessu samstarfi Evr-
ópuríkja án fyrirvara hljóta grund-
vallarforsendur aö vera að íslending-
ar hafi frjálsan aðgang aö mörkuðum
Evrópubandalagsins, án allra hindr-
ana, hvort sem erum að ræða tolla
eða tæknilegar hindranir. í öðru lagi
að hætt verði opinberum styrkjum
til sjávarútvegs sem rekinn er í
beinni samkeppni við íslenskan sjáv-
arútveg og skerðir samkeppnisstöðu
íslendinga. í þriðja lagi að Islending-
ar nýti einir auðlindir í hafinu um-
hverfis landið.“ - Ekkert þessara atr-
iða náðist!
Margar konur á villigötum við mats-
eldina?
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eða skrifið
ATH.: Nafn og símanr. verður
aðfylgjabréfum
íslenskarkonur:
Heiðar snyrtir
og síðir rassar
Margrét Guðmundsdóttir skrifar:
Það var hér á dögunum að ég sat í
makindum við eldhúsborðið heima
hjá mér. Ég var ein heima, nýkomin
úr líkamsrækt, börnin farin í skól-
ann og karlinn minn í vinnuna. Ég
fékk mér AB mjólk í skál, tók DV frá
deginum áður og fletti. En mig óraði
ekki fyrir því sem fyrir augu mín
átti eftir að bera.
í myndarlegu aukablaði um tísku
sem fylgdi DV rak ég augun í grein
eftir Heiðar Jónsson snyrti. Ég hugs-
aði með mér: Hann hlýtur að skrifa
eitthvað bitastætt. - Og ég las: „Ef
kona heldur þaö virkilega að hún
komist gegnum hjónaband með því
að sýna bakhlutann á sér við matseld
fyrir framan manninn sinn í jogging-
galla, með hangandi rasskinnar nið-
ur undir hnésbætur, og hnén út og
suður, er hún á villigötum." - Ég trúi
þessu ekki, ég bara trúi þessu ekki!
Greinin bar yfirskriftina „íslensk-
ar konur eru best klæddu konur í
heimi". - Má það með sanni vera og
er ég einungis stolt af því. Mér finnst
þó meira um vert að við, íslenskar
konur, höldum áfram að standa vörð
um rétt okkar og höldum áfram að
spoma við öllum þessum karlagild-
um sem alls staðar em höfö til fyrir-
myndar og hhðsjónar. Ég spyr og
fmn um leið að ótti grípur mig: Eru
margir karlmenn sem hugsa
svona??? - Það er ekki skrýtið þótt
baráttan sé hörð.
Háálagningá
varahlutiíbíla
Einar Árnason skrifar:
Það er ekki ofsögum sagt af
óhóflegri álagningu og þar með
háu verölagi á flestum hlutum
hér á landi. Varahlutir í bíla era
þar ofarlega á blaði. Ég er búinn
að fá mig fullsaddan á þvi að
þurfa að kaupa varahluti í bílinn
minn hér á landi og því panta ég
þá sjálfur að utan.
Ég þurfti t.d. að kaupa lítinn
hlut til viðgeröar á rafmagn-
skerfi. Hann kostaði hér u.þ.b.
18.000 kr„ í varahlutaverslun
vestra kr. 4.800 og í Belgíu tæpar
3.900 kr. Ég pantaði hann síðan
beint eftir að hafa hringt út og
gefið upp númer á hlutnum. Þetta
skyldu menn athuga vel áður ef
þá vantar varahluti í bfiinn.
Aðstoða trygginga-
félög við skattsvik?
Gunnar Guðmundsson skrifar:
Fyrir nokkra las ég frétt í DV
þar sem fjallað var um greiðslu
tryggingafélaga til lækna vegna
örorkumats og útgáfu vottorða,
t.d. eftir umferðarslys. - Þar kom
fram að reikningseyðublöð væru
sjaldnast númeruö, að þessar
greiðslur væru ekki gefnar upp
til skatts og „læknarnir búast
heldur ekki viö að svo sé gert“
sagöi svo i svari deildarstjóra
eins tryggingafélaganna.
Virðist því sem tryggingafélög-
in aðstoði beinlínis við skattsvik.
Málefni tryggingafélaga era nú í
umræðunni vegna lélegrar af-
komu. Skyldu þessi mál tengjast
á einhvern hátt?
Gömulog lúin
morgunblöð
L.P. skrifar:
Ég er sammála Eiriki Jónssyni
á Bylgjunni. Hann gluggaöi i
morgunblöðin sl. þriðjudag og
tíndi upp frétt eftir frétt sem var
orðin úrelt vegna þess að hún
haföi verið í margbirt yfir helg-
ina. Og nýjustu fréttir eftir helg-
ina las maður svo flestar í DV á
mánudeginum.
Sunnudagsblöðin era einnig lít-
il fréttablöð og er kannski ekki
að undra ef gengiö er frá þeim
íyrir helgina. Það er því ekki
furða þótt viö fáum gömul og lúin
morgunblöð hvað fréttir varöar á
þriðjudeginum.
Þakkirtil Þorleifs
Fríða skrifar:
Mig langar til að þakka Þor-
leifi, sölustjóra Ingvars Helga-
sonar hf„ fyrir liðlegheit og góða
þjónustu. - Þannig var að ég
keypti Subaru-bifreið hjá fyrir-
tækinu í haust. Vegna misskhn-
inga um dekkjastærðir, er ég
keypti hana í haust, kom síðar
upp vandamál. Hafði ég þá sam-
band við Þorleif sem vildi gera
allt til aö leiðrétta mistökin og
bauð mér nýnagladekk sem bæt-
ur.
Almennt erum við fljótari til að
kvarta yfir þjónustu en að þakka
fyrir. Því vil ég að þetta komi
ffarn og ítreka þakkir til Þorleifs
og Ingvars Helgasonar hf.
Ekiðábílístæði
Sveinn Magnússon hringdi:
Rétt fyrir hádegi sl. þriðjudag
var ekiö utan í bifreið mína, gráa
Toyota Corolla, sem lagt var i
stæði fyrir utan verslunina Nót-
atún. Aftari hurð vinstra megin
skemmdist.
Maður, sem þarna var staddur,
segist hafa séð atvikið en ekki náð
númeri bílsins sem tjóninu olh.
Líklega ljósblár Mitsubishi og
ökumaöurinn miðaldra. - Nú biö
ég viðkomandi ökumann að hafa
samband við mig í síma 34314 eða
beint við lögregluna, einnig aðra
sem kunna að hafa verið vitni að
atburðinum.