Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Fréttir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Vextina niður með lögum ef ekki vill betur til - nú stefnir í svipaða kreppu hér á landi og árið 1967 „Því miöur sýnist mér að þær efna- hagsráöstafanir, sem ríkisstjórnin er meö á prjónunum, séu litlar og raun- ar máttlausar. Ég er algerlega sam- mála Einari Oddi Kristjánssyni og talsmönnum verkalýðshreyfingar- innar um aö vaxtalækkun er mál málanna hér á landi um þessar mundir. Án hennar eru flestar að- gerðir aöeins lenging í snörunni. Ef ég væri í forsvari ríkisstjórnar myndi ég heíjast handa um að lækka vexti, meö handafli og ef það dygöi ekki til þá með lagasetningu," sagöi Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra. Hann var spurður hvað hann og Framsóknarflokkur myndi gera í efnahagserfiðleikunum sem nú dynja yfir. „Ástandið í þjóðfélaginu er orðið svo alvarlegt að það á að skylda Seðlabankann til að knýja fram vaxtalækkun. Mér er ljóst að þá um leið yröi að taka á verðbréfasjóðun- um og vitanlega er það hægt. Ég myndi einnig lengja lán fyrirtækja í Atvinnutryggingasjóði vegna afla- samdráttar. Það tel ég vera rétta að- gerð þótt hún sé sértæk, því það fengu ekki öll fyrirtæki í sjávarút- vegi lán úr sjóðnum á sínum tíma. Sum þeirra sem ekki fengu lán þá þarfnast aðstoðar nú. Eg myndi leggja fjármagn í hagræðingarað- gerðir. Það þarf að veita fyrirtækj- um, sem vilja hagraeða hjá sér, að- gang að fjármagni. Ég tel einnig að það þurfi að lækka vexti hjá Fisk- veiðasjóði. Það er eitthvað verið að lækka vexti þar en ég tel að það þurfi að lækka vextina hjá sjóðnum að ystu mörkum. Þetta er nú það helsta gagnvart sjávarútveginum," sagði Steingrímur ennfremur. Steingrímur sagöi atvinnuástandið almennt þannig að koma þurfi öðr- um hlutum líka af stað. Hann nefndi arðbærar opinberar framkvæmdir svo sem eins og vegagerð svo dæmi sé tekið. Hann sagðist einnig telja að til greina komi að taka erlend lán. Hann sagðist ekki vera hrifinn af erlendum lántökum en við aðstæður eins og þessar kæmi það vel til greina. „Nú virðist ljóst að það stefnir í samdrátt þjóðarframleiðslunnar um 4 prósent eða jafnvel meira. Sam- dráttur þjóöarfrcunleiðslu í krepp- unni 1967 var á milli 6 og 7 prósent. Þá brást viðreisnarstjórnin þannig við að hún skipaði atvinnumála- nefndir um allt land auk allsherjar- nefndar sem Jóhann Hafstein, þáver- andi iðnaðarráðherra var formaður fyrir. Veittir voru umtalsveröir fiár- munir til að afstýra atvinnuleysi og koma af stað ýmsum atvinnurekstri. Ég hygg að þetta hafi verið með mestu sértæku ráðstöfunum sem nokkur ríkisstjórn hefur gripið til. Hvers vegna ekki að gera þetta nú,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -S.dór Fljótamenn drógu isingu af raflínunni í sveitinni með snjótroðara eftir áhlaupið á dögunum. DV-mynd Örn FljótíSkagafirði: Önnur stórviðgerðin á raf línunni á árinu Svartur október á Verðbréfaþingi Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands duttu óvænt niöur í október síðast- hðnum og urðu mun minni en í okt- óber í fyrra. Á Verðbréfaþingi er fyrst og fremst skipt á húsbréfum og spariskírtein- um ríkissjóðs. Af viðskiptunum í október voru spariskírteini um 83 prósent af heild- arviðskiptunum en húsbréfin um 17 prósent. Á þessu ári höfðu viðskipti á Verð- bréfaþingi verið meiri en í fyrra í hverjum einasta mánuöi fram að október. Heildarviðskiptin fyrstu tíu mán- uðina í ár voru um 2,2 milljarðar en á sama tíma í fyrra voru þau um 1,2 milljarðar króna. í október í fyrra jukust viðskiptin veruiega og voru fyrirboði mikilla viðskipta í nóvember og desember. Hugsanlega er svartur október núna fyrirboði lítilla viðskipta síð- ustu tvo mánuðina að þessu sinni. -JGH Viðskipti á Verðbréfaþingi OVJRJ jan. feb. mars apri'l maí júní júlí ágúst sept. okt. Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi hafa verið miklu meiri en í fyrra í hverjum einasta mánuði þar til í október. Þá duttu þau óvænt niður. - súrt í broti að hafa jarðkapalinn ofanjarðar Helgi Ólafsson íslandsmeistari í skák: Lambanesás. að því að plægja hann niður kom Heimamönnum þykir fulireynt að fyrirskipun þess efnis að þvi verki nlMnMaLn? iínan á þessu svæði þoíi ekki þau skyldi frestað. wU QBidlllll VOTU SllvlIIDilir veður sem alltaf má búast við á þess- Þykir Fljótamönnum súrt í broti um slóðum og því eru nú háværar að hafa jarðkapalinn ofanjarðar ein- raddir um að rafmagnið verði sett í mitt þegar þeir standa í viðgerðum á jörð á áöurnefndum köflum. Raunar línunni þar sem hann átti að fara var kominn jarðstrengur í haust sem niður. setja átti á viðkvæmasta kaflann umhverfis Ketilásinn en þegar kom Fargjöld strætisvagna hækka á Akureyrí öm Þóraiinsson, DV, Fljótum; Skemmdimar á raflínunni í Fljót- um, sem sagt var frá sl. fóstudag í DV, eru á sama stað og mestu skemmdirnar urðu í byrjun þessa árs. Það eru einkum tveir staðir sem hafa orðið sérlega illa úti, annars vegar kaflinn frá Haganesi að Hamri og hins vegar frá Minnaholti út í Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Fargjöld með Strætisvögnum Ak- ureyrar verða hækkuð um næstu mánaðamót. Einstök fargjöld full- orðinna hækka um 5 krónur og verða 70 krónur og einstök barnafargjöld hækka um 3 krónur og verða 27 krónur. Þá verður svipuð hækkun þegar fleiri miðar eru keyptir samtímis og kosta t.d. 20 miðar fullorðinna 1150 krónur eftir hækkunina en kostuðu áður 1000 krónur. Fyrir fundi bæjarráðs Akureyrar nýlega lá einnig fyrir beiöni Strætis- vagna Akureyrar um kaup á nýjum strætisvagni. Bæjarráð tók ekki af- stöðu til þeirrar beiðni en vísaði er- indinu til gerðar fiárhagsáætlunar 1 fyrir árið 1992.' „Þetta var erfið barátta, þeir voru ansi strembnir, strákamir en þetta hafðist nú samt. Seinni skákin við Margeir Pétursson var sú erfiðasta. Ég var búinn aö fá góða stööu en lenti svo í miklu tímahraki og vandræð- um. En mér tókst að snúa mig út úr því,“ segir Helgi Ólafsson, nýbakað- ur Islandsmeistari í skák. „Það var kominn tími til að fá úr því skorið hver hlyti íslandsmeist- aratitilinn því við urðum þrír efstir á mótinu í Garðabæ í sumar. Það var því ákveðið að halda þetta mót í Grundarfirði. Það var gott að tefla þar því Grundfirðingar em mikhr skákvinir. '' Sigurihn breytir í sjálfu sér htlu fyrir fiölda ELO-stiganna. Ég var mjög hár að ELO-stigum í ársbyijum en svo tefldi ég á þremur mótum þar sem mér gekk mjög illa. Maður hefur verið að reyna aö fiölga stigunum hægt og bítandi síðan þá. Það er eitt og annað framundan hjá mér. Ég tefli að vísu ekki á fleiri mótum á þessu ári. En á næsta ári eru nokkur stór mót framundan. Við skákmeistararnir höfum fengið þaö verkefnLað koma upp Skákskóla ís- lands og ég er að kenna þar. Það er mikil aðsókn en við stórmeistararnir verðum ekki svo ýkja mikið varir við það þvi við fáum bara úrvalsenm- endumar til okkar og erum með þá íeinkatímum. -J.Marj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.