Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. 21 Iþróttir Iþróttir Karl Þóröarson, til hægri, og Luka Kostic stiga dansinn á Hótel Akranesi. DV-mynd Brynjar Þeir Luka Kostic og Karl Þórðarson fóru á kostum á uppskeruhátíð knatt- spyrnufélags ÍA sem fram fór á Hótel Akranesi fyrir skemmstu. Að vanda var boðið upp á mörg eldfjörug skemmtiatriði en dans þeirra Kostic og Kalla, þar sem þeir sýndu brot úr „Svanavatninu", vakti meiri kátínu en flest. Til þess að auka áhrifamátt sýningarinnar enn frekar var Karl klæddur eins og sannri ballerínu sæmir en klæðnaður Luka var heldur hefðbundnari. Ljósmyndari DV var að sjálfsögðu á staðnum og festi hann þennan skemmtilega viðburð á filmu. SS Akranesi Guðmundur Hilmarsson íþróttaf réttamaður DV skrifarfráParis Sport- stúfar Fjórir leikmenn ís- landsmeistara Víkings í knattspyrnu voru heiðraöir sérstaklega á uppskeruhátíð knattspymu- deildarinnar um helgina. Atli Einarsson fékk Hafliðaskjöldinn, sem ieikmaður ársins, valinn af leikmönnum. Atli Helgason fékk glæsílegan bikar sem leikmaður Víkings 1991, Guðmundur Steins- son fékk Metabo-bikarinn sem sá stigahæsti í eínkunnagjöf sum- arsins og Helgi Björgvinsson var útnefndur leikmaður ársins af knattspyrnudeildinni. Sex á þjálfara- námskeíð í Noregi Sex íslenskir knattspyrnuþjálfar- ar sækja um næstu helgi nám- skeið sen norska knattspymu- sambandið heldur fyrir þjálfara landsliða og 1. deildar liða. Ásgeir Elíasson, Guðni Kjartansson og Kristínn Björnsson fara á vegum KSÍ, og þeír Logi Ólafsson, Vík- ingi, Guðjón Þórðarson, ÍA, og Pétur Ormslev, Fram, á vegum sinna félaga. Redskins komið í úrslitakeppnína Washington Redskins varð um helgina fyrsta liöið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um meistaratitilinn í ameríska fót- boltanum. Redskins vannstórsig- ur á Pittsburgh Steelers, 41-14, og hefur unnið alla 11 leiki sína á tímabilinu, sem er fágæt byrj- un. Úrslit um helgina og í nótt urðu þessi: W.Redskins - P.Steelers...41—14 Chicago Bears - Ind.Colts.31-20 D.Broncos - KC Chiefs....24-20 Atlanta TB Buccaneers....43-7 M.Vikings - GB Packers..35-21 Ph.Eagles - C.Bengals...17-10 NY Jets - NE Patriots...28-21 Det.Uons - LA Rams......21-10 LA Raiders - S.Seahawks..31-7 NY Giants - D.Cowboys....22-9 SD Chargers - NO Salnts..24-21 SF 49ers - Ph.Cardinals.14-10 H.Oilers - CI.Browns....28-24 BuffaloBills - M.DoIphins..41-27 í Austurdeíldinni er BufFalo Bills efst I austurriðli, Houston Oilers í miðriðh og Denver Broncos í vesturriðli. í Vestur- deildinni er Washington Redsk- ins efst í austurriðli, Chicago Be- ars í miðriðli og New Orleans Saints i vesturriðli. Yfírburðasigur hjáÍR-ingum ÍR-ingar jittu ekki í raiklum vandræðum með Keilufélag Reykjavíkur í 1. deild karla í körfuknattieik um helgina og unnu stórsigur, 118-60. ÍA er á hælum ÍR-inga og vann Vík- vetja létt, 82-57. Loks vannReyn- ir sigur á ÍS í Sandgerði, 71-65. Staðan í 1. deild er þessi: ÍR..........6 6 0 545-409 12 Akranes.....6 5 1 472-420 10 Höttur......6 3 3 454-150 6 Reynir......6 3 3 518-477 6 UBK.........6 2 4 529-462 4 Víkverjí....6 2 4 362-449 4 ÍS..........6 2 4 380-403 4 KFR.........6 1 5 328-518 2 FH og KA í bikarnum í kvöld Keppni í 16-liða úrslit- um bikarkeppni karia í handknattleik heföt í kvöld með tveimur leikjutn í Kaplakrika í Hafnar- firði. Þar er stórleikur á dagskrá klukkan 20 því þar eigast víð FH og KA. Á eftir, klukkan 21.30, mætast síðan B-hð FH og Gróttu. Detroit Pistons fékk skell í nótt Detroit Pistons fékk skeh í nótt þegar hðið sótti heim Indiana • Pacers í bandarísku NBA-deild- inni í körfuknattleik. Indiana vann öruggan sigur, 118-101. Banach lést í bílslysi Þórarinn Sigurðsson, DV, Þýskalandi: Þýski knattspyrnumaðurinn Maurice Banach hjá úrvalsdeild- arhðinu FC Köln lést í bílslysi á hraðbrautinni á milh borganna Wúpperdal og Remscheid á sunnudagsmorguninn. Banach var einn á ferð í bíl sínum þegar bílhnn lenti á brúarstöpli og við það gaus upp eldur í biJFreiðinni. Talið er að Banach hafi látist samstundis. Maurice Banach, sem var 24 ára að aldri, lætur eftir sig unnustu og tvo syni, þriggja ára og níu mánaða. Maurice Banach hafði leikið framúrskarandi vel með félagi sínu á þessu tímabili og var þegar hann lést annar markahæsti leik- maðurinn í þýsku úrvalsdeild- inni, hafði skorað 11 mörk. Banach lék sinn síðasta leik með Köln gegn Schalke síðdegis á laugardag. í Njarðvík Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Örlygsson, sem hætti sem kunnugt er að leika með Þór frá Akureyri á dögunum, hefur ákveðið að leika með Njarðvík- ingum í vetur. Gunnar var einn þrigggja Njarðvíkinga sem hættu í Þór vegna óánægju með þjálfara Þórs, Brad Casy. Georg Birgisson mun ætla að taka sér frí frá körfuknattleiknum og einbeita sér að knattspymu í framtíðinni. Um áform Sturlu Örlygssonar er ekki vitað en eins og fram hefur komið í DV fer hann annaðhvort í Njarðvík eða á sjóinn. -SK/ÆMK Hafsteinn sæfari ársins Ársþing sighngasambands ís- lands fór fram í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal um helgina. í skýrslu stjórnar kom fram að þátttaka í innlendum mótum hef- ur aukist til muna enda vom veð- urguðirnir hliðhollir siglurum á árinu. Auk þess tóku íslenskir siglingamenn þátt í nokkrum er- lendum mótum og þátttaka hefur verið tilkynnt í slík mót á næsta ári. Fjárhagstaða SÍL er góð um þessar mundir. Hagnaður varð af rekstri sambandsins og eigin fláröflun var yfir 50% af heildar- tekjum. Hafsteinn Jóhannsson var út- nefndur sæfari ársins 1991. Aron Reynisson hlaut titilinn sighnga- maður ársins að þessu sinni. Ari Bergmann Einarsson var endurkjörinn formaður SÍL en í þakkarávarpi gat hann þess að hann gæfi ekki kost á sér til end- urkjörs að ári. Aðrir í aöalstjóm eru Valdimar Karlsson, Baldvin Einarsson, Páll Hreinsson og Helga Ingvarsdóttir. -JKS EyjóHurfékk tvoíeinkunn Þóraiinn Sigurðsson, DV, Þýskalandi: Þýska íþróttablaðið Kicker gef- ur Eyjólfi Sverrissyni tvo í eink- unn fyrir leikinn gegn Wattensc- heid um helgina. Að fá tvo í ein- kunn í Kicker þýðir að leikmað- urinn hafi leikið í landsliðsklassa en einn þýðir að vera í heims- klassa. EHF stofnað í Berlín: Fyrsta Evrópu- keppnin 1994 í handknattleik Evrópusamband í handknattleik var stofnað í Berlín um síðustu helgi og eiga þrjátíu þjóðir aðild að því. Tveir fulltrúar Handknattleikssam- bands íslands, Jón Hjaltalín Magnús- son formaður og Gunnar K. Gunn- arsson varaformaður, sátu stofn- fundinn. Gunnar var kjörinn varaformaður dómstóls sambandsins en Jón féll í kosningu til tækninefndar. „Það var Svíi sem var kjörinn formaður nefndarinnar og því vildu menn fá fulltrúa af öðru svæði og kusu því Tékka sem einnig var í framboði," sagði Jón við DV. Keppt um sæti í keppninni á Islandi Á fundinum var ákveðið aö fyrsta Evrópukeppni landsliða í handknatt- leik hæfist árið 1993. Þar verður keppt í 4-5 liða riðlum, heima og heiman, og síðan verður úrshta- keppni árið 1994 þar sem jafnframt verður keppt um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins á íslandi 1995. „Þaö er eftir að taka endanlega ákvörðun um hvort það verði 8, 12 eða 16 þjóðir sem keppa til úrslita 1994. Það er hins vegar ljóst að þessi Evrópukeppni mun verða mikil kynning á Islandi vegna keppninnar hér á landi áriö eftir,“ sagði Jón Hjaltalín. Fimm borgir vilja fá höfuðstöðvarnar Fimm borgir hafa boðist til að hýsa höfuðstöðvar Evrópusambandsins, Berlín, Vín, Zúrich, Bratislava og Lissabon. Að sögn Jóns er líklegast að þær verði í Berlín eða Vín. Evrópa er síðasta heimsálfan, að Eyjaálfu undanskilinni, til að stofna sérstakt samband. Það stingur nokk- uð í stúf þar sem vagga handboltans er í Evrópu en á þó sínar eðlilegu skýringar. Stofnþjóðir Alþjóða hand- knattleikssambandsins voru allar úr Evrópu og íþróttin var ekki stunduð annars staðar til að byrja með þann- ig að Evrópusamband er síðari tíma þörf sem nú er komin í framkvæmd. -VS Kristján og Aðalbjörg unnu - á RC Cola-móti karla og kvenna 1 borðtennis Kristján Jónasson og Aðalbjörg Björgvinsdóttir sigruðu í meistaraflokk- um karla og kvenna á RC Cola-mótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Úrsht í einstökum flokkum uröu þannig: Meistaraflokkur karla 1. Kristján Jónasson.............................. ...Víkingi 2. Albrecht Ehmann...................................Stjörnunni Meistaraflokkur kvenna 1. Aðalbjörg Björgvinsdóttir...........................Víkingi 2. Ingibjörg Árnadóttir.................................Víkingi 1. flokkur karla 1. Albrecht Ehmann..................................Stjörnunni 2. Sigbjöm Sigfússon....................................Víkingi 1. flokkur kvenna 1. Lflja Benónýsdóttir.................................Víkingi 2. Ásdís Krsitjánsdóttir................................Víkingi Ólafur Stephensen, Víkingi, sigraði í 2. flokki karla og í eldri flokki sigr- aði Ragnar Ragnarsson úr Erninum. -GH Alr~ #i| 9Aif|rÍ2Bifí|riiv ék flrlCI III ■ Ivy VmJCI v ■■Viil Cl æfingar á föstudögum Gífuriegur dugnaður og ástundun frjálsíþróttafólks úr Skagafirði hefur vakið tals- veröa athygli. Kjaminn úr keppnisliði UMSS lætur sig ekki muna um að aka suður til Reykjavíkm- á æfingar á föstudögum og ætlar að gera það í vetur, svo framar- iega sem veður og færö leyfir. „Við erum ákveðin í því aö reyna að bæta okkur í vetur og setjum ekkert fyrir okkur svona ferðalög til að komast í stórt og gott pláss, þar sem nauðsynleg tæki em til staðar og færir leiðbeinendur. Við erum fimm til sex héðan’sem sækjum þessar æfingar í vetur,“ sagði Gisli Sigurðsson, þjálfari UMSS. Ólafur Unnsteinsson annast þjálfun hjá UMFÍ á íþróttafólki héraðssambandanna sem dvelur á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrarmánuðina. Æfingar eru í Baldurs- haga, stærstu og bestu aðstöðu sem frjálsíþróttamenn hérlendis njóta að vetrar- Þess má geta að lið UMSS sigraöi með glæsibrag í 2. deildinni síðasta sumar og er ákveðiö aö halda sæti sínu í 1. deild á sumri komanda. -ÞÁ/Sauðárkróki Mo til Everton og Wouters til Bayern Everton keypti í gær skoska landshðsmanninn Mo Johnston frá Glasgow Rangers og greiddi fyrir kappann um 160 milljónir króna. Johnston hefur leikið með Rangers í tvö og hálft ár en áður hafði hann leikið með Patrick Thistle, Watford, Celtic og franska hðinu Nantes. Johnston hefur átt erfitt uppdráttar að vinna sér sæti í byijunarliðinu hjá Glasgow Rangers. Hann er 28 ára gamall og hefur leikið 38 landsleiki fyrir Skota. Jan Wouters frá Ajax til Bayerp Jan Wouters var í gær seldur til Bayem Múnchen frá hollenska liðinu Ajax fyrir 1,6 milljónir dollara. Wouters er 31 árs og hefur aö baki 40 landsleiki fyrir Holland. Arsenal sýndi einnig áhuga á Wouters en Bay- ern var á undan að taka upp tékkheftið. -JKS Kraftlyftingamennirnir Hjalti „Úrsus“ Árnason, Jón Gunnarsson og Guðni Sigurjónsson komu í gær heim frá Sviþjóð þar sem Hjalti og Guðni urðu um helgina heimsmeistarar og Jón hlaut bronsverðlaun. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrikisráðherra, tók á móti þeim í Leifsstöð, og á myndinni ávarpar hann kraftakarlana. DV-mynd Ægir Már i Víking á ný og leikur með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Aðal- steinn þjálfaði Leiftur á Ólaföfiröi í sumar og reiknað var með að hann yröi þar át'ram eftir að hafa komið liðinu upp í 2. deild en hann gekk frá samningum við Víkinga um helgina. Aöalsteinn ér 29 ára gamall og hefur lengst af leikið með Víkingi og var fyrirliði hðsins sumaríð 1990. Hann hefur einnig spilað með Völsungi í 1. deild. Aðalsteinn er öflugur miöjumaður og ætti að vera Víkingum góöur liösstyrkur. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir okkur þegar Aðal- steinn hringdi í mig á sunnudaginn og tilkynnti að hann teldi sig ekki bæði geta sinnt þjálfun og að vera í skóla. Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur en hann var búinn að ákveða að vera hjá okkur. Hann hélt fund með leikmönnum fyrir tveimur vikum þar sem veturinn var skipulaður. Þetta er hans val en í mínum huga eru þetta ekki góð vinnubrögð. Við stöndum vel hvaö leikmenn varðar en vonandi fmnum við þjálfara fljót- lega,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspymudeildar Leift- urs, 1 samtali við DV í gær. -VS/JKS íslendingar mæta Frökkum 1 landsleik u-21 árs í Rouen í dag: „Þetta verður erfitt" - Guðni og Eyjólfur meiddust í gær en leika á morgun Guömundur Hilmarsson, DV, París: íslenska landsliðið í knattspyrnu kom í gær til Parísar og voru þá allir leikmenn hðsins mættir hingað nema fyrirliðinn Sigurður Grétarsson sem var væntanleg- ur seint í gærkvöldi. Frá flugvellinum hélt íslenska liðið á æfingavöll neðri deild- arfélags hér í París og æföi á vellinum við mjög góðar aðstæður í hálfa aðra klukku- stund. í upphafi æfingarinnar varð Guðni Bergsson að hætta, fann til í nára og eftir að læknir íslenska hðsins hafði skoðað Guðna í gær er reiknað með að hann verði leikfær á miðvikudagskvöld. Undir lok æfingarinnar sneri Eyjólfur Sverrisson sig á ökkla og í samtali viö DV sagði Eyjólf- ur meiðslin minni háttar og ætti ekki aö koma að sök. Leikur íslands og Frakklands á miðviku- daginn í Evrópukeppninni verður þriðji landsleikurinn undir stjórn Ásgeirs Elías- sonar. 2-0 sigur vannst í fyrsta leiknum gegn Spánverjum og vináttuleik gegn Kýpur lauk með jafntefli. Landsliðið hefur reyndar ekki tapað fjórum síðustu leikjum sínum og vonandi verður framhald á þeirri velgengni annað kvöld. Kjarninn í franska hðinu kemur úr stórhðinu Mar- seille en franska liðið hefur sem kunnugt er þegar tryggt sér sigur í riðlinum og með sigri gegn íslandi á morgun ynnu Frakkar riðilinn með fullu húsi stiga. 21 árs liðið mætir Frökkum í Rouen í dag íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Frökkum í dag. Fyrri leik þessara þjóða á íslandi lauk með sigri Frakka, 0-1, og voru það mjög ósanngjörn úrsht. Skemmst er að minnast frækins sigurs íslenska liðsins gegn Spán- veijum í síðasta mánuði þannig að okkar menn eru til ails líklegir. „Vissulega verð' ur þetta erfitt, enda alltaf erfitt að leika á útivelli. Ósanngjarnt tap gegn Frökk- um á dögunum er einnig ofarlega í hugum strákanna og ætlunin er að hefna þeirra úrslita i leiknum í Rou- en,“ sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari liðsins. Líklegt er að byrjun- arlið íslands í dag verði skipað sömu leikmönnum og gegn Spánverjum: Kristján Finnbogason í markinu, varnarmenn verða Kristján Halldórs- son, Amaldur Loftsson, Brandur Sig- urjónsson, miðjumenn; Arnar Grét- arsson, Rúnar Kristinsson, Haraldur Ingólfsson, Ingólfur Ingólfsson, Stein- ar Adolfsson, framherjar; Anton Bjöm Markússon og Valdimar Kristófers- son. Guðni Bergsson meiddist lítillega á æfingu í gær en verður mjög líklega með á móti Frökkum annað kvöld. Leiknum verður sjónvarpað kl. 19.40 á morgunn Jákvæð viðbrogð » m» i RapIiii i dctiiii „Við áttum jákvæðar viðræður við stjórnarmenn Alþjóða handknatt- leikssambandsins (IHF) og fulltrúa i tækninefnd ura möguieikana á að lækka áhorfendatöluna á úrslitaleik heirasraeistarakeppninnar sem haldin verður á íslandi 1995,“_sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur Handknattleikssambands íslands, í samtali við DV í gær. Hann sat um helgina stofiifund Evrópusambands i handknattleik sem haldinn var í Berlín. „Erik Larsen, sem á sæti í tækninefndinni, hefúr þegar sent skýrslu til EHF þar sem hann fer fram á aö kröfur um hús fyrir úrslitaleikinn verði endurskoðaðar. Hann benti þar á að úrslitaleikur í heirasraeist- arakeppni kvenna í Kóreu fór fram í höll sem tók 15 þúsund manns en áhorfendur voru aðeins þrjú þúsund. Þegar endanlegar hugmyndir um stærð hússins og hönnum liggja fyrir, verða þær lagöar fyrir IHF. Það var almennt vel í þetta tekiö í Berlín og ég er bjartsýnn á að þetta gangi upp,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon. -VS HM kvenna í knattspymu: Reiðarslag þeirra sænsku Úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu hófet um síð- ustu helgi. Opnunarleikurinn var á milli gestgjafanna Kínverja og heimsmeistara Noregs og sigruðu heimamenn örugglega, 4-0. Sigur kínversku stúlknanna kemur nokk- uð á óvart þar sem þær norsku hafa verið ósigrandi undanfarin ár. Áhugi á kvennaknattspymu er hins vegar mikill í Kína og komst kínverska Mðið í undanúrslit á síð- asta heimsmeistaramóti. Leikur lið- anna fór fram í borginni Canton á leikvelh sem tekur 60.000 manns og var uppselt á leikinn. Tólf landslið taka þátt í úrslita- keppninni í Kína og er þeim skipt í þrjá riðla. í A-riðli leika lið Kína, Noregs_, Danmerkur og Nýja-Sjá- lands. í B-riðli leika Japan, Brasiha, Svíþjóö og Bandaríkin og í C-riðli leika Þýskaland, Nígería, Taiwan og Ítalía. Danir unnu Nýja-Sjáland 3-0 í A- riðh og í C-riðh sigruðu ítölsku stúlk- urnar lið Taiwans 5-0 og þýsku stúlk- urnar sigruðu þær nígerísku. í B-riðli sigraði Brasiha Japan 1-0 og Bandaríkin sigruðu Svíþjóð, 3-2. Sigur bandarísku stúlknanna kemur sömuleiðis á óvart þar sem sænsku stúlkurnar voru taldar sigurstrang- legastar í riðlinum. Tapið kom sem reiðarslag fyrir Svía. Sænska liðið byrjaði mun betur en nýtti ekki fær- in sín og bandarísku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið skömmu fyrir leikhlé. Við markið fóru þær sænsku á taugum og bandarísku stúlkurnar bættu tveimur mörkum við. Um miðjan síðari hálfleik tók sænska lið- ið við sér og fiskaði m.a. vítaspyrnu en Anette Hansson skaut framhjá. Sænsku stúlkurnar náður þó að koma knettinum tvisvar í mark and- stæðinganna' en þar við sat. 16.000 áhorfendur sáu leik Svíþjóðar og Bandaríkjanna. í gær var hvíldardagur hjá knatt- spyrnukonunum en í dag verður leikin heil umferð. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.