Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Fréttir Fiskeldi Grindavíkur hf.: Gjaldþrotið tæp- ar 280 milljónir - eignimarverðaseldaráuppboðiímánuðinum Lýstar kröfur í þrotabú Fiskeldis Grindavíkur hf. nema samtals 277 milljónum króna. Þær skiptast þann- ig aö kröfur utan skuldaraðar nema 232 milljónum króna. Almennar kröfur eru tæpar 40 milljónir og for- gangskröfur, sem lýst var, eru rúmar 8,5 milljónir króna. Stærstu veðkröfurnar eiga Lands- bankinn meö tæpar 80 milljónir, Fiskveiðasjóður með 75,5 milljónir og Framkvæmdasjóður með rúmar 60 milljónir. Eignir þrotabúsins verða seldar á uppboði síðar í þessum mánuði. Bæði fasteignir og lausafé búsins voru yfirveösett. Talsvert magn af fiski var í búinu, eða um 40 tonn. Stór hluti þess var of smár til að hægt væri að selja hann. Tæpan fjórðung var hægt að selja en afgang- urinn var settur í bræðslu. Fiskeldi Grindavíkur var lýst gjaldþrota 24. júlí síðastliðinn. Upp- haflega var fyrirtækið tvær stöðvar, Eldi hf. á Húsatóftum og Fiskeldi Grindavíkur hf. við Brunna. Um ára- mót 1988-’89 voru fyrirtækiri samein- uð. Eignir þrotabúsins eru því í tvennu lagi. A Brunnum eru aöallega fiskeldisker en á Húsatóftum er eld- ishús og tvær aðrar byggingar til fiskeldis, ásamt öllum búnaði. íbúð- arhús er einnig á síðarnefnda staðn- um. Þegar fyrirtækin voru sameinuð var fjárhagsstaða þeirra slæm. Reksturinn hafði veriö fjármagnaður með afurðalánum og ábyrgðir full- nýttar. Það var því erfitt að fá afurða- lánin afgreidd. Þá kom upp hugmynd um að auka framleiðslugetu fyrirtækisins úr 80 tonnum af laxi í um 400 tonn af bleikju. í janúar 1991 ákvaö Lands- bankinn breytingar á verðmætamati fisks. Samkvæmt því varð fiskurinn að vera þyngri ein eitt kíló til að hann væri hæfur til veðsetningar. Á þessum tíma var staða fyrirtæk- isins sú að það þurfti um átta millión- ir næstu sjö mánuði í rekstrarfé, umfram tekjur. En það fékk einungis tvær milljónir. Fyrri hluta sumars lá svo ljóst fyrir að Fiskeldi Grinda- vikur hf. væri ekki meðal þeirra fisk- eldisfyrirtækja sem fengu frekari fyrirgreiðslu hjá hinu opinbera. Stjórn þess lýsti það því gjaldþrota í júlí, eins og áður sagði. Hluthafar í Fiskeldi Grindavíkur voru ýmsir útgerðarmenn á Suður- nesjum, allmörg fyrirtæki svo og fjöl- margir einstaklingar á svæðinu. -JSS Mjólkurdeilan fyrir norðan: Það er mjög þungt í fólki - segir Mltrúi starfsmanna á Akureyri Gyffi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Þetta mál er járn í jám og samn- ingafundurinn í síðustu viku leiddi ekki til neins nema e.t.v. þess að deil- an hefur harönað. Þaö er óhætt að segja að það sé mjög þungt í fólki vegna þessarar deilu,“ segir Ingi Pálsson á Akureyri en hann er full- trúi starfsfólks í Mjólkursamlagi KEA í samninganefnd. Iðjufélagar, sem starfa í mjólkur- samlögunum á Akureyri og á Húsa- vík, em í þriggja daga verkfalli. Ótímabundið verkfall hefur veriö boðað frá og með nk. mánudegi. „Við felldum samningana 1989 og gerðum þá samning við Kaupfélag Eyfirðinga um að við sæktum þessi námskeið og í næstu samningum yrði samið um námskeiðsálag vegna þess. í þeim samningum kom svo þjóðarsáttin og viðsemjendur okkar töldu sig ekki geta samið um neitt. Við teljum okkur véra að sækja það sem við eigum inni enda höfðum við loforð frá Vinnumálasambandinu um að frá þessu máli yrði gengið fyr- ir næstu samninga. En því miður er ég mjög svartsýnn á framhald þess- arar deilu,“ sagði Ingi. „Ég verð því miður að segja að þetta er mjög erfitt mál og það er ekki til að auðvelda lausn á því ef þeirri hugmynd hefur verið komið inn hjá fólki að það sé verið að svíkja eitthvað sem lofað hefur verið,“ segir Hjörtur Eiríksson hjá Vinnumála- sambandi Samvinnufélaga. „Ég kannast ekki við að fólkinu hafi ver- ið lofað launahækkun vegna starfs- námskeiða. Ég var í samningavið- ræðunum 1989 og það var engu lofaö nema viöræðum. En að námskeiösá- lagi hafi verið lofað er bara ekki rétt,“ segir Hjörtur. Miklu var dreift af mjólk fyrir noröan á laugardaginn áður en verkfallið hófst. DV-mynd GK Lánstraust erlendis: íslendingar viðbotninn „Við erum mjög neðarlega í samanburði við önnur Evrópu- löhd i þessari könnun og höfum verið það,“ sagði Þórður Friö- jónsson, forstöðumaöur Þjóð- hagsstofnunar, um könnun sem gerð var fyrr í haust á láns- trausti þjóða í heiminum. Niður- stöðurnar birtast í bandaríska fjármálaritinu Instítutional In- vestor. Samkvæmt þeim nýtur ísland ekki ýkja mikils lárist- rausts. „Það hefur ekki orðið nein um- talsverð breyting á lánstrausti íslendinga erlendis," sagði Þórð- ur. „Mig minnir að þeir hafi farið niður um eitt sætí eða svo.“ -JSS Launavísi- talalækkar Launavísitala fyrir nóvember er 1,2 prósentustigum lægri en í október. Hún tekur mið af meðal- launum í undanfama mánuöi og vegur þriðjung í lánskjaravísi- tölu næsta mánaöar á eftir. Samanborið við þróun vísi- tölunnar síðustu 12 mánuöi hefur hún lækkað um 4,3 prósent á þrem undanFómum mánuðum. Á ársgrundvelli hefur hún hins vegar hækkað um 9,3 prósent. -kaa Ólafsfjörður: Íkveikjaí íbúðarhúsi Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eldur kom upp i íbúðarhúsi víð Ólafsveg á Ólafsfirði á sunnu- dagsmorgun og þykir fullvíst að þar hafi verið um íkveikju aö ræða. Húsráðendur vöknuðu í morg- unsáriö og uppgötvuðu þá að eld- ur var laus á tveimur stöðum 1 íbúðinni, bæði i eldhúsi og í stofu. Vel gekk að slökkva eldinn og skemmdir urðu ekki miklar. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri vinnur að rannsókn málsins og gaf þær upplýsingar að málið væri ekki upplýst en væri í í'rek- ari rannsókn. - I dag mælir Dagfari Sterkustu menn heims Tveir Islendingar unnu til gull- verðlauna í heimsmeistaramóti í kraftíyftingum um helgina. Sá þriðji fékk brons. Það er ekki á hverjum degi sem íslendingar verða heimsmeistarar í lyftingum enda þótt það sé orðinn nær dagleg- ur viðburöur að íslendingar verði heimsmeistarar. Er þá skemmst að minnast þess að íslenska sveitín varð heimsmeistari í bridge á dög- unum og mættu þá bæði forsaétís- ráðherra og utanríkisráðherra á Keflavikurflugvelli til að taka á mótí bridgesveitínni. Búast má við því að ráðherramir mætí aftur í Keflavík þegar kraftlyftingamenn- irnir koma heim, enda hefur kraft- lyftingaheimsmeistarinn látíð þess getið að heimsmeistaratignin í brigde sé ekkert á viö heimsmeist- aratitlana í kraftlyftingum. Það er vegna þess að bridgemennimir þurftu lítíð sem ekkert að hafa fyr- ir sínum sigri. Þeir þurftu bara að hugsa meðan kraftlyftingamenn- imir þurftu eingöngu að taka á. Þeir þurfa ekki aö hugsa í kraftlyft- ingum. Sumir segja aö það sé þess vegna sem íslendingar séu svona góðir í kraftlyftíngum en þaö er nú allt annar handleggur. Þetta er auðvitað hárrétt ábend- ing og vekur upp þá spurningu hvort íslendingar eigi ekki einmitt að einbeita sér að einhveiju sem ekki krefst hugsunar, þvi það er í rauninni miklu meira afrek að gera eitthvað sem ekki krefst hugsunar heldur en hitt þar sem menn þurfa bara að hugsa. Það er enginn vandi að vinna ef maöur fær að hugsa. En það er mikill vandi að gera eitt- hvaö án hugsunar. Þegar heimsmeistaramir í bridge komu heim kom líka með sömu vél Magnús Ver Magnússon sem vann sigur í keppninni um títilinn „sterkastí maður heims“. Magnús gleymdist hins vegar alveg í látun- um út af bridgekeppninni og eng- inn tók á mótí honum nema í mesta lagi konan hans og ráðherrarnir fluttu engar ræður yfir Magnúsi Ver og var það til mikillar skamm- ar og í rauninni algjör óþarfi, vegna þess að forsætisráðherra var í stuði þetta kvöld og flutti bráðskemmtí- lega ræðu, eins og allir muna. Hon- um hefði ekki orðið skotaskuld úr því að flytja ræðu yfir sterkasta manni heims ef ráðherranum hefði verið sagt frá því að sterkasti mað- ur heims var líka að koma heim. Forsætisráðherra hafði haft vit á því að hringja í borgarstjórann í Reykjavík og sameiginlega ákváðu þeir að gefa Bridgesambandinu tíu miiljónir króna sem Bridgesam- bandið skuldaði borginni og var það mikill rausnarskapur hjá for- sætisráðherra að láta borgarstjóra gefa peninga borgarinnar af þessu tílefni. Vonandi gleymast ekki kraftlyft- ingamennirnir þegar þeir koma heim meö gullpeningana. Davið veröur aftur að flytja ræðu og þó hann verði ekki endilega ölvaður þá er vonandi að hann verði ölvað- ur af gleði til aö flytja skemmtilega ræðu yfir kraftlyftingamönnunum og vonandi gleymir hann ekki að hringja í borgarstjórann til að fá loforö hjá honum um að borgin geri eitthvað fyrir kraftlyftinga- menn í líkingu við það sem borgin gerði fyrir bridgemennina. Ekki er tsfgg vitað um aö Kraftlyftingasamband- ið skuldi börginni, enda eru kraft- lyftingamenn ekki nógu duglegir við að skulda. En sambandið gæti út af fyrir sig hlaupið til og keypt húseign og látíð borgina vita svo borgin getí borgað húseignina í til- efni af sigrinum. Ef þessu heldur áfram með heimsmeistaratitla í útlöndum verðrir nóg að gera þjá ráðherrum landsins við að taka á móti öllum okkar heimsmeisturum og þjóðin yrði auðvitað að hafa þá afsakaða á meðan við þessi skyldustörf sín að drekka kampavín í flugstööinni og flytja ræður við móttökuathafn- ir íslenskra heimsmeistara og þá verða allar efnahagsaðgerðir að bíða. Enda er miklu skemmtilegra að flytja ræður yfir heimsmeistur- um heldur en að standa í leiðinleg- um efnahagsaögerðum. Það heyra menn á Davíð þegar hann annars vegar rekur raunir sínar á ríkis- stjórnarfundum og hins vegar brillerar í ræðuhöldum á flugvell- inum. Kannske er það vegna þess að Davíð hefur vit á því að tala án þess að hugsa þegar hann tekur á mótí heimsmeisturum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.