Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 2
2
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið vill færa út kvíamar á niðurskurðartímum:
Áhugi á milljarðs-
húsi Sambandsins
Samkvæmt heimildum DV hafa
hugsanleg kaup heilbrigöis- og trygg-
ingaráðuneytis á Sambandshúsinu á
Kirkjusandi veriö rædd á bak við
tjöldin að undanfómu, en engin
ákvörðun verið tekin.
Fljótlega eftir að Samband ís-
lenskra samvinnufélaga ákvað að
selja húsið, sem talið er hafa kostað
um einn milljarð, höfðu menn frá
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu samband við forráðamenn
SÍS og ræddu málið.
Forráðamenn SÍS ákváðu að sá
fasteignasali sem tók að sér sölu á
húsinu skyldi annast máhð að öllu
leyti. Eftir þaö kom svo nefnd á veg-
um ráðuneytisins að skoða húsið
betur til að athuga hvort það hentaði
sem ráðuneytishús. í nefndinni voru
Jón Sæmundur Sigiujónsson, deild-
arstjóri í ráðuneytinu, Eggert Þor-
steinsson, forstjóri Tryggingastofn-
unar og Guðmundur Rúnar Guö-
mundsson frá eignadeild íjármála-
ráðuneytisins. v
Jón Sæmundur Sigurjónsson sagði
í samtali við DV að Tryggingastofn-
un ríkisins þyrfti nauðsynlega á
auknu húsnæði að ræða. Menn hefðu
komist að þeirri niðurstöðu að hent-
ugast væri fyrir Tryggingastofnun
að heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
ið flytti úr húsi stofnunarinnar og
hún fengi það húsnæði til umráða.
„Þegar við vorum að fjalia um hús-
næðisskort Tryggingastofnunar kom
upp hugmyndin með Sambandshús-
ið. Við nefndarmenn skoöuðum það
en ég hef ekkert heyrt af málinu síð-
an í nóvember,“ sagöi Jón Sæmund-
ur. Guðmundur Rúnar Guðmunds-
son sagði að ekkert frekar hefði gerst
T málinu. Húsið hefði verið skoðað
til að sjá hvort það hentaöi undir
starfsemi á vegum ríkisins. Hann
fullyrti að ekkert hefði verið rætt við
eigendur.
DV hefur aftur á móti heimildir
fyrir því að á bak við tjöldin hafi
málið verið rætt en engin ákvörðun
verið tekin. Samkvæmt sömu heim-
ildum stendur það í mönnum að
kaupa nýtt húsnæði fyrir ráðuneyti
sem er aö skera niöur sem nemur
milljörðum í heilbrigðis- og trygg-
ingamálum. Menn telja að erfltt
verði að réttlæta þau kaup.
-S.dór
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Ólöf Árnadóttir, Vilborg Elíasdóttir og Jóhanna Birgisdóttir meö ungu Sauökrækingana sem allir komu í heiminn á síðasta ári.
DV-mynd Þórhallur
Sauðárkrókur:
Metár í fjölburafæðingum
Þórhallur Asrmmdason, DV, Sauðárkróki:
Fjölburafæðingar hafa veriö frem-
ur fátíðar hjá Sauðkrækingum um
árin. Sést það best á því að í upphafi
síðasta árs höfðu ekki fæðst tvíburar
í bænum síðan 1988. En um þetta
leyti fyrir ári byijaði einmitt töm
tvíburafæðinga á Króknum. Þá
fæddust þrennir tvíburar á 12 dögirni
og í september komu síðan fjórðu
_ tvíburarnir á árinu í heiminn.
Ekki er vitað um að fjölburafæð-
ingar hafa verið jafnmargar í Skaga-
firði áður - að minnsta kosti ekki
síðustu áratugina.
Fyrsta tvíburaafmælið var haldið
hátíðlegt á dögunmn. Eins árs af-
mæli þeirra Hjartar og Sigþórs en
þeir voru einmitt fyrstu glasaböm
Sauðkrækinga. Foreldrar þeirra em
Ingibjörg Sigtryggsdóttir og Gunnar
Steingrímsson.
Þeim Ingibjörgu og Gunnari fannst
tilhlýðilegt að bjóða hinum þremur
tvíburunum í afmæhð og það var
heilmikið um að vera hjá ungu af-
mælisgestunum í Dalatúni 3 mánu-
daginn 20. janúar.
Næst þeim Hirti og Sigþóri í aldurs-
röðinni koma Halla Míöll og Edda
Borg, fæddar 29. janúar, dætur Ólaf-
ar Amadóttur og Stefáns Jónssonar.
Þá Stefanía Ósk og Pála Rún, fæddar
1. febrúar, dætur Jóhönnu Birgis-
dóttur og Páls Stefánssonar. Og loks
29. september fæddust þeim Omari
Jenssyni og Vilborgu Elíasdóttur
dætm- sem hlutu nöfnin Elísa og
Pálína.
Þroskahjálp og Öryrkjabandalagiö:
Vilja aðild að dómsmáli
tn að tryggja hagsmuni íbúa sambýhs einhverfra
Landssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalagið hafa óskaö með-
algöngu, eða aðildar, í dómsmáli sem
hjón á Seltjamamesi hafa höfðað
gegn félagsmálaráðherra. Um er að
ræða deilu vegna staðsetningar sam-
býlis fyrir einhverfa á Selfjamar-
nesi. Vilja hjónin sambýlið burt. Þau
telja sig verða fyrir ónæði af því og
að starfsemin bijóti í bága við skipu-
lag bæjarins.
í janúar dæmdi Hæstiréttur móður
einhverfs drengs í sambýlinu rétt til
meðalgöngu en áöm hafði því verið
hafnað í bæjarþingi. Meðalganga fel-
m í sér að viðkomandi aðili gerist
þátttakandi í málinu sem sjálfstæöm
aöili enda hafi viðkomandi hags-
muna að gæta varðandi dómsniöm-
stöðu.
Ásta Þorsteinsdóttir, formaðm
Þroskahjálpar, segir ástæðuna tví-
þætta fyrir því að landssamtökin
óski eftir aðild aö málinu. Annars
vegar sé tilgangurinn sá að standa
vörð um hagsmuni ungrar stúlku
sem búsett er í sambýlinu, enda hafi
hún ekkert tryggt heimili verði sam-
býlið lagt niðm. Hins vegar snúist
þetta mál um þau grundvaUarmann-
réttindi fólks að fá að búa í íbúðar-
hverfum, burtséð frá fótlun.
Að sögn Ásgerðar Ingimarsdóttm,
framkvæmdastjóra Öryrkjabanda-
lagsins, ákvað stjóm bandalagsins
að óska eftir meðalgöngu í málinu til
að tryggja réttarstöðu skjólstæðinga
sinna:
„Við viljum sýna samstööu með
okkar fólki í sambýlinu og veita því
stuðning með þátttöku í málinu,"
segir hún.
-kaa
Framtalseyðublöðin:
Pósturínn
kostar 500
þúsund á
Vesturlandi
Það kostar Skattstofu Vestm-
lands um hálfa milljóna króna í
póstburðargjöld að senda frarn-
talseyðublöðin til viðtakenda í
pósti, að sögn Stefáns Skjaldar-
sonar, skattstjóra umdæmisins.
Eins og s'kýrt var frá i DV í gær
skorti Skattstofu Vesturlandsum
dæmis peninga til að senda öll
framtalseyðublöðin í umdæminu
út á réttum tíma. „Það er vissu-
lega rétt að útsending framtal-
seyðublaða hefur dregist aðeins
en ekki umtalsvert,“ sagði Stefán.
Hann sagði að þarna hefði
myndast sraábil sem nú væri
búið að brúa, og vonandi yrðu
framteljendur búnir að fá fram-
talseyðublöð í hendur á mánu-
dag.
„Þótt þessi dráltur hafi orðiö á
útsendingu eyöublaðanna gefur
það ekki sjálfkrafa rétt hjá framt-
eijendum til að skila skattskýrsl-
um sinum eftir 10. febrúar. Hins
vegar ef fólk sækir um skilafrest
vegna þessa þá verður súósktek-
in til greina," sagöi Stefán.
Hann sagði að skattstofurnar
hefðu veriö skomar niður á fjár-
lögum, eins og flestar stofnanir
ríkisíns. Það væri þó ekki ástæð-
an fyrir því að ekki voru til pen-
ingar til að senda framtalseyðu-
blöðin út, heldur hefði smágat
myndast sem nú væri búið að
stoppaí. -S.dór
Eigandi myndbandaleigunnar
Myndvals í Keflavík hefur viðm-
kennt hjá lögreglu að hafa dreift
5 ólöglegum kvikmyndatitlum til
viðskiptavina sinna. Um var aö
ræða myndir sem rétthafar voru
ekki búnir að fjölfalda sjálfir.
Myndimar voru ýmist I gangi í
kvikmyndahúsum eða höfðu ekki
verið sýndar þar ennþá. Eigand-
inn viðmkenndi að hafa keypt
efnið hjá öðrum aöila sem sá um
að fjölfaldfa hið ólöglega efni yíir
á spólur.
Rétthafar kvikmyndanna
kærðu myndbandaleiguna til lög-
reglunnar. Leigunni var lokaö í
kjölfar raálsins. Eigandinn
reyndist ekki hafa viðeigandi
verslunarleyfi til starfrækslu á
myndbandaleigunni. Því hefur
nú veriö kippt í lag og hefur
Myndval opnað á ný. Málið er
upplýst. Þaö verður sent til rikis-
saksóknaraembættisins. Þar
verður meðal annars metið hvort
efni standa til að gefa út ákæm
fyrirdómstólameðferð. -ÓTT
Innflutningur
meiri en út-
flutningur
Vöraskiptajöfnuðurinn f des-
ember var óhagstæður um 250
milljónir króna. Alls voru fluttar
út vörur fyrir tæpa 6,8 miltjarða
en inn voru fluttar vömr fyrir
röska 7 milljarða. Til samanburö-
ar má geta þess að í desember
1990 var viðskiptajöfnuðminn viö
útlönd í jámum.
Á síðasta ári vora alls fluttar
út vörur fyrir tæpa 91,6 milljarða
en innfýrir rífiega 92,2 milljaröa.
Vöruskiptpjöíhuöurinn á árinu
var þvf óhagstæðm um 700 miltj-
ónir en á árinu 1990 var hann
hagstæðm um 4,5 milljarða. -kaa