Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
5
dv Fréttir
Mótmælaalda gegn hækkuniimi í Háskólanum:
Jaf nrétti til
náms ógnað
- segirformaðurStúdentaráðs
„Þarna er farið út á mjög hættu-
lega braut. Það er verið að ógna því
jafnrétti til náms sem ríkt hefur
hingað tU,“ sagði Steinunn Óskars-
dóttir, formaður Stúdentaráðs Há-
skóla íslands, vegna fyrirhugaðra
hækkana á innritunargjöldum. Há-
skólaráð hefur samþykkt að þau
skuli hækka um 15 þúsund krónur á
næsta skólaári.
Steinunn sagðist óttast að innritun-
argjaldið ætti enn eftir að hækka á
næstu árum. Þegar eitthvað hjátaði
á í ríkisfjármálum kæmi upp á yfir-
borðið sú tilhneiging ríkisvaldsins
að draga úr fjárveitingum til Háskól-
ans og segja honum að rukka það af
nemendum sem á vantaði.
„Eitt er það sem snertir okkur mjög
mikið í þessu sambandi og það er
lánasjóðurinn,“ sagði Steinunn. „Það
hefur ekki komið fram hvort LÍN
eigi að lána fyrir þessum skólagjöld-
um. Sjóðurinn lánar einungis fyrir
framfærslu, svo og skólagjöldum er-
lendis. En það hefur ekkert komið
fram í umræðunni í haust að það
sama eigi að gilda hérna. Mér finnst
það þó ekki skipta öllu máh hvort
lánað verður fyrir skólagjöldunum
eða ekki. Lán myndi ekki réttlæta
þau.“
Steinunn sagði að námsmenn
myndu mótmæla hækkuninni á
næstu dögum. „Við munum láta
heyra kröftuglega í okkur. Við verð-
um með stóran mótmælafund í Há-
skólabíói í næsta mánuði. Við ætlum
að sýna þessum mönnum að nú sé
okkur nóg boðið. Við höfum komið
til móts við ríkisvaldið með eigin
hugmyndum og tillögum um spamað
í lánasjóðnum. Svo fáum við þetta
framaníokkurnúna.“ -JSS
Formenn nemendafélaga grunnskólanna á Reykjavíkursvæðinu skipulögðu
undirskriftasöfnunina á fundi sem þeir héldu fyrir skömmu. DV-mynd GVA
Nemendur í grunnskólum:
Saf na undirskrift-
um í mótmælaskyni
„Við mótmælum þessum aðgerð-
um og skorum á þig, menntámála-
ráðherra, Ólafur G. Einarsson, að
beita þér gegn þessum hugmyndum
og standa þannig vörð um réttindi
grunnskólanema á íslandi, bæði til
náms og menntunar."
Svo segir meðai annars í mótmæla-
skjah sem er nú til undirskriftar í
öllum grunnskólum á Reykjavíkur-
svæðinu. Þar er mótmælt fyrirhug-
uðum niðurskurðarhugmyndum í
grunnskólakerfinu. Nemendur mót-
mæla hugmyndum um lágmarksein-
kunn í framhaldsskóla, fjölgun í
bekkjum og fækkun kennara í
grunnskólum.
Þegar undirskriftum hefur verið
safnað ætla formenn nemendafélaga
grunnskólanna að afhenda Ólafi G.
Einarssyni menntamálaráðherra
mótmæhn. -JSS
Fjarhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Bandormurinn kostar
bæinn 45-50 milliónir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er. nokkuð um breytingar á
fjárhagsáætlun bæjarins á mihi um-
ræðna í bæjarstjórn. Við áttum eftir
að koma þessari skattlagningu ríkis-
ins fyrir og við erum búnir að koma
áætluninni yfir á áætlað meðalverð-
lag ársins 192, gera ráð fyrir tekju-
hækkun sem því nemur og endur-
skoða þær áætlanir. Þá er búið að
gera ráð fyrir verðlagsbreytingum
vegna launa og annarra rekstrar-
gjalda og búið að taka inn ýmsar
breytingar sem við sjáum út úr þess-
um nýju lögurn," segir Halldór Jóns-
son, bæjarstjóri á Akureyri.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
verður til síðari umræðu í bæjar-
stjorn nk. þriðjudag. Síðan hefur
„bandormur" ríkisstjórnarinnar ht-
ið dagsins ljós en lögfesting hans
veldur ýmsum breytingum á upphaf-
legri áætlun bæjaryfirvalda.
„Bandormurinn" veldur á mihi
45-50 mihjóna króna útgjaldaaukn-
ingu fyrir bæjarsjóð Akureyrar og
þar afer „lögregluskatturinn" rúmar
34 mihjónir. „Þetta er hehmikil
skattlagning miðað við eðlilegt fram-
kvæmdastig en það er á þessum
tímapunkti erfitt að tíunda nákvæm-
lega hvernig við því verður brugö-
ist,“ sagði Hahdór.
Útsvarsprósenta á Akureyri hefur
verið 7,2% og verður óbreytt að sögn
Halldórs, sem og álagning annarra
gjalda.
Frá 719.000.- stgr. á götuna
y
Innifalib
CHARADE '92
3/a eda 5 dyra
Sparneytinn bíH
fyrir ís/enskar aðstæður
3 ára ábyrgö
6 ára verksmiöjuryðvörn
Númeraplötur
Nýskráning
Loftnet
2 hátalarar
Tauklædd sæti
Hjólkoppar
Halogenljós
Rúllubelti í aftursæti
Skottlok/bensínlok
opnast innanfrá
Sá vinsœlasti
ar
CHARADE SEDAN 92
Kraftmikill fjölskyldubíll
með vökvastýri, 5gíra
eða sjáifskiptur
Innifalib
Vökvastýri
Klukka
3 ára ábyrgö
6 ára verksmiöjuryövörn
Númeraplötur
Nýskráning
Loftnet
2 hátalarar
Plussklædd sæti
Hjólkoppar
Halogenljós
Rúllubelti í aftursæti
Skottlok/bensíniok
opnast innanfrá
yijjkí
FAXAFENI8 • SÍMI91-685870