Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 7
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
7
Fréttir
íbúar við Grenilund á Akureyri vilja bætur fyrir tjónið í flóðunum vorið 1990:
Ætla í mál við bæjarsióð
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Benedikt Ólafsson, lögmaður íbúa
við Grenilund á Akureyri, segir það
fullvíst að íbúamir muni innan
skamms hefja skaðabótamál gegn
Akureyrarbæ viðurkenni bærinn
ekki skaðabótaskyldu sína vegna
tjóns sem íbúarnir urðu fyrir vorið
1990. í miklum leysingum þá flæddi
vatn inn í hús við götuna og urðu
miklar skemmdir hjá níu húseigend-
um.
Ástæðu flóðsins og tjónsins má
rekja til þess að yfirborðsvatn safn-
aðist saman sunnan húsanna við
Grenilund og átti ekki greiða leið
vegna snjóruðninga sem bæjar-
starfsmenn höfðu ýtt upp. Þegar
stíflan brást flæddi vatn niður göt-
una, frárennshslagnir höfðu ekki
undan og því flæddi inn í húsin.
Tjónið var á sínum tíma metið af
starfsmanni Viðlagatryggingar ís-
lands og var ekki ágreiningur um
tjónupphæð sem metin var 14 mihj-
ónir króna á þeim tíma. Hins vegar
Þröstur Elliðason á bökkum Rang-
ánna með lax síðasta sumar.
DV-mynd G.Bender
viðurkenndi Akureyrarbær aldrei
bótaskyldu sína í máhnu. Nú nýverið
hafa tveir dómkvaddir menn kannað
ástæður flóðsins og er umsögn þeirra
í stórum dráttum sú að frárennslis-
lagnir í götunni séu of grannar og
starfsmenn bæjarins hafi ekki
brugðist við á réttan hátt er stíflan
brast.
„Ég tel að staða íbúanna hafi
styrkst mjög við þessa niðurstööu,"
segir Benedikt Ólafsson, lögmaður
íbúanna. „Ég tel það alveg fuhvíst
að viðurkenni bærinn ekki bóta-
skyldu sína í þessu máh muni mjög
fljótlega verða höfðað skaðabótamál
th að leita réttar íbúanna,“ bætti
Benedikt við.
Bæjaryfirvöld hafa ávallt hafnað
bótaskyldu sinni í þessu máh. Það
var rætt í bæjarráði fyrir nokkrum
dögum eftir að áht hinna dómkvöddu
matsmanna lá fyrir og varð engin
breyting á afstöðu bæjarráðsins.
Virðist því liggja ljóst fyrir.u.ð íbú-
arnir við Grenilund, sem urðu fyrir
umræddu tjóni, muni innan skamms
leita réttar síns fyrir dómstólum.
Nissan Patrol
konungur fjallanna
árgerð 1992
Ytri-
Rangá
leigð á 9
milljónir
- sjö ára samningur
Þröstur Elhðason gerði sjö ára
samning í gærkvöldi um leigu á Ytri-
Rangá og vesturbakka Hólsár. Þetta
er um 40 km svæði sem um ræðir.
Hann hefur th umráða 20 stangir á
dag eða 1800 stangardaga ár hvert.
Rangánum hefur veriö skipt niður
í tvær dehdir, Eystri- og Ytri-Rangá.
Þröstur er með sjö ára leigusamning
og greiðir 5,2 nhhjónir fyrir næsta
sumar, auk þess sem hann sleppir
50 þúsund seiðum á hverju ári en
seiðin má meta á um 4 milljónir.
Það var Búfiskur sem hafði þetta
svæði, sem Þröstur leigir, síðustu
sumur.
Ódýrasti dagurinn verður á tvö
þúsund en sá dýrasti 19 þúsund. Það
er aðeins hækkun á dýrasta tíman-
um síðan í fyrra sumar.
„Það verður spennandi að takast á
við þetta verkefni að leigja ána. Vor-
veiöin dettur út en haustveiðin kem-
ur í staðinn," sagði Þröstur Ehiðason
í samtah við DV.
' Samingurinn þýðir á milh 37 og 40
mhljónir króna th bænda næstu sjö
árin. -G.Bender
7 manna hágæðabíll með nýrri 4,2 lítra
bensínvél og 4ra gíra sjálfskiptingu.
Auk þess hefur nýi Patrolinn tvær miðstöðvar,
eina í mælaborðinu og aðra í miðjum bílnum og
öll hugsanleg þægindi.
Einnig fáanlegur með hinni sívinsælu 2,8 lítra
turbó díselvél
Stórsýning um helgina kl. 14-17.
Verið velkomin
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
NI55AN