Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. r FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 REYKJAHLÍÐ VIÐ MÝVATN Nýr umboðsmaður frá 1. febrúar: Sigfríður Steingrímsdóttir Skútahrauni 4A - Sími 44122 Laus staða Staða skólastjóra Leiklistarskóla Islands er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistaskóla Islands skal skólastjóri „settur eða skipaður af ráðherra til fjög- urra ára í senn" og miðast ráðningartími við 1. júní. „Skólastjóri getur sá einn orðið sem öðlast hefur menntun og reynslu í leiklistarstörfum." Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið 29. janúar 1992 AUGLÝSING LÖGGILDINGARNAMSKEIÐ FYRIR LÆKNARITARA Með reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið gaf út og öðlaðist gildi hinn 15. júlí 1991 er kveðið á um það að þeim sem hófu störf við lækna- ritun fyrir gildistöku reglugerðarinnar en uppfylla ekki skilyrði til þess að fá löggildingu samkvæmt verklagareglum skuli heimilt að veita löggildingu að undangenginni þátttöku í sérstöku löggildingarnám- skeiði. Ákveðið hefur verið að slíkt löggildingarnámskeið verði haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla dagana 18.-22. febrúar nk. Námskeiðið er 40 kennslustund- ir og lýkur með prófi. Kennsla fer fram í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla. Á námskrá verða heil- brigðisfræði, lyfjafræði, siðfræði, stjórnun, skjala- varsla en einkum læknaritun, líffæra- og lífeðlisfræði og sjúkdómafræði. Umsóknir um þátttöku á námskeiðið skal senda Fjöl- brautaskólanum við Ármúla í Reykjavík fyrir 7. febrú- ar 1992. Umsóknum skulu fylgja vottorð vinnuveit- anda um að umsækjandi hafi hafið störf fyrir 15. júlí 1991. Þátttökugjald er kr. 2.000. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fjölbrauta- skólans við Ármúla, s. 814022. Bréfsími skólans er 680335. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Fjölbrautaskólinn við Ármúla 30. janúar 1992. Matgæðingrir vikuimar Flamberaður hörpudiskur „Undanfarin þrjú ár hef ég starf- aö við tilraunaeldi á hörpuskel í Breiðafirði og þess vegna valdi ég þennan rétt sem er bæði mjög fljót- lagaður og einfaldur," segir Guð- rún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræð- ingur og matgæðingur vikunnar. Guðrún segir að ræktaður hörpu- diskur sé mun betri en villtur og þess vegna ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að heíja slíka ræktim hér á landi sem búgrein. „Þetta er gert í öllum löndum," seg- ir hún. „Það er í raun furðulegt að ekki skuii vera hörpuskelsræktun hér á landi því frændur okkar Norðmenn hafa gert þetta lengi,“ segir Guðrún. Hún kom frá námi í Danmörku árið 1986 en hóf rækt- unina árið 1988 eftir að hafa fengið styrk frá Hafrannsóknarstofnun og Rannsóknarráði ríkisins. Starfi Guðrúnar er nú lokið í Breiðafirði en hún situr nú við að gera skýrslu um þessar rannsóknir. Guðrún er sjávarlíffræðingur með kræklingategundir sem sér- grein og lá því beinast við að fara út í rannsókn á hörpudiski. Hún segir að hörpudiskræktun geti far- ið fram á margan hátt. „Þar fyrir utan er hörpudiskur einstaklega góður matur og bestur hrár, beint úr skelinni," segir Guðrún. Guðrún Þórarinsdóttir, matgæö- ingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Hún ætlar aö gefa okkur upp- skrift af flamberaöum hörpudiski og ættu menn og konur nú að reyna sig í eldsteikingum. „Menn þurfa einungis að gæta þess að pannan sé nógu heit annars kviknar ekki í koníakinu," segir Guörún. Og þá er þaö uppskriftin. Það sem þarf: 500 g hörpudiskur 1 rauð paprika 'A kínakál 1- 2 tsk. karrí /i tsk. hvítlauksduft 2- 3 dl ijómi - sait/pipar 3 msk. koníak tabaskósósa tómatar Aðferðin Fiskurinn steiktur í olíu og kryddaður. Koníakinu hellt yfir og kveikt í, látið brenna. Rjóma bætt út í ásamt tómötum og papriku. Hitað að suðu. Slökkt og látið standa í 2-3 mínútur. Kryddað. Tabaskósósan og kínakálið sett út í. Borið fram með hrísgijónum og snittubrauði. Guðrún ætlar að skora á Helgu Þórðardóttur félagsráðgjafa að vera næsti matgæðingur. „Hún er mjög góður kokkur. Eg hef farið í matarboð til hennar margoft. Helga er sérfræðingur í kínverskri mat- argerð og ég vonast til að hún komi með einhverja slíka uppskrift," segir Guðrún Þórarinsdóttir. -ELA Hinhliðin Að syngja fyrir troðfullum sal - þykir Karli Örvarssyni tónlistarmanni skemmtilegast Karl Örvarsson tónlistarmaður er mörgum að góðu kunnur fyrir söng sinn með hljómsveitunum Stuðkompaníinu og Eldfughnum. Karl hefur verið aðaldriffjöður Eld- fuglsins síðan í haust en til stendur að leggja þá hljómsveit á hilluna í núverandi mynd. Karl hefur þó nóg að gera. Hann er á leið norður til Akureyrar (á heimaslóðir) þar sem hann mun syngja í sýningunni Allt geggjað: Saga af sveitaballi. Þá mun Karl syngja tvö lög í Eurovision- söngvakeppninni sem fer fram al- veg á næstunni. Það er í fyrsta skipti sem Karl tekur þátt í þeirri keppni en hann hefur áður tekið þátt í keppninni um Landslagið. Karl sýnir lesendum á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Karl Örvarsson. Fæðingardagur og ár: 8. janúar 1967. Maki: Hrefna Erlingsdóttir. Böm: Björg, 4 ára. Bifreið: Fiat Ritmo 1986. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Rokkandi. Áhugamál: Það sem ég tek mér fyr- ir hendur hverju sinni og sjón- varpsgláp. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Tvær. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að syngja fyrir troðfullum sal af fólki í góðu sándi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að syngja fyrir tómum sal í vondu sándi. Karl Örvarsson. Uppáhaldsmatur: Tandoori-kjúkl- ingur. Uppáhaldsdrykkur: Mjólkin stend- ur alltaf fyrir sínu og ískaldur öll- ari svíkur aldrei. Hvað íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Karl Freyr Karlsson, handknattleiksmaður í Fram. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er til svo mikið af fallegum konum að það er erfitt að benda á einhveija eina. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mig langar að eiga kvöld- stund með afmælisbróður mínum, David Bowie. Uppáhaldsleikari: Terry Terrel. Uppáhaldsleikkona: Lena Olin. Uppáhaldssöngvari: Tom Jones. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og '92 af Stöðinni. Svo er fátt betra en að horfa á góðar bíómyndir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Ég hlýt að vera andvígur þegar tilgangur- inn með veru þess er enginn. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þær mættu allar batna. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið sem stend- ur. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Kristj- án „heiti ég“ Ólafsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Gaukur á Stöng. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? í fyrsta lagi: Að sjá fjölskyldu minni farborða. í öðru lagi: Að halda mér á jörðinni. í þriðja lagi: Að verða heimsfrægur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór með konu og dóttur í Skaftafell og austur í Lónssveit. Hins vegar er alveg óvíst hvað við gerum næstasumar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.