Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
Veiðivon
Armennirnir Daði Harðarson og Stefán Hjaltested koma færandi hendi með blóm og fleira
handa Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar. Sigurður Bergsson formaður þakkar fyrir félagið.
Sigurður Sigurjónsson fær eina góða veiðisögu frá Ing
vari Viktorssyni og lætur hugann reika að árbakkanum.
Hlustað á ræðu Sigurðar Bergssonar formanns og beðið eftir að njóta
veislufanga sem voru girnileg.
Myndbrot
-frá vígslu félagsheimilisins í Hafnarfirði
Þeir voru margir veiðimennirnir út úr dyrum og við vorum á staðnum
sem mættu um síðustu helgi þegar og festum atburðinn á filmu. Sjón er
Stangaveiðifélag Hafnaríjarðar vígði sögu ríkari.
nýja félagsheimilið sitt. Það var fullt -G.Bender
Veiðimenn í alvarlegum umræðum og umræðuefnið var auðvitað veiði.
DV-myndir G.Bender
ÞjóðarspaugDV
Meistari hroll-
vekjunnar
Bresk-bandaríski kvikmynda-
leikstjórinn og kvikmyndafram-
leiðandinn Alfred Hitchcock
(1899-1980) var oft kallaður meist-
ari hrollvekjunnar.
Einhverju sinni var hann
stoppaður á flugvelli og krafinn
um vegabréf sem hann lét mögl-
unarlaust i té. Er skoöunarmaður
vegabréfsins, sem ekkert þekkti
til meistarahrollvekjunnar, hafði
virt vegabréfið fyrir sér um
stund, vék hami sér aö Hitchcock
og spurði:
„Hér stendur aðeins að þér séuð
framleiðandi, en hvern fjandann
framleiðið þér eiginlega?"
„Gæsahúð,“ svaraði Hitchcock
stuttur í spuna, þreif vegabréfið
sitt af manninum og hélt leiðar
sinnar.
Skellt á pönnuna
Lítill drengur í Kópavogi fylgd-
ist eitt sinn með móður sinni er
hún stráði hveíti yfir flsk áður
en hún steikti hann. Um kvöldið
sá piiturinn móður sína líka strá
einhverju hvítu yfir litlu systur.
Er hamt hafði fylgst með aðfór-
unum um stund leit hann á móð-
ur sína og spurði:
„Heldurðu virkilega að þú kom-
ir henni litlu systur fyrir á pörrn-
unni?“
Ofgamall
til stórvirkja
Kristján 10. Danakonungur
(1870-1947) áði vanalega í Berlin
er hann kom úr sinni árlegu vor-
dvöl og kappsiglingu í Cannes.
Einhverju sinni hitti Kristján
10. sjálfan Hitler í Berlín og bauð
sá siðamefndi til kvöldverðar. Er
þeir höfðu gert kvöldmatnum góð
skil sagði Hitler:
„Ættum við nú ekki að rugla
saman ríkjum okkar, Kristján
minn, og gera út þeim eitt alls-
herjar stórveldi?"
„Æ nei, Adolf minn,“ svaraði
Danakonungur. „Ég er orðinn
allt of gamall til að stjórna svo
stóru ríki."
Finniir þú fimm breytíngai? 140
„Þú komst svo sannarlega á elleftu stundu, ég þart að borga húsaleigu
á morgun.“
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvæ'r virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: SHARP stereo
ferðaútvarpstæki uneð kas-
settu að verðmæti kr. 6.380 frá
Hljómbæ, Hverfisg. 103.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.941.
Bækurnar, sem eru í verðlaun,
heita: Á elleftu stundu, Falin
markmið, Flugan á veggnum, Leik-
reglur, Sporlaust. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri tjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimrn breytingar? 140
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
þrítugstu og áttundu getraun
reyndust vera:
1. Lúðvíg Brynjarsson
Miðtúni 8,
.460 Tálknafiröi.
2. Kolbrún Friðgeirsdóttir
Heiðarlundi 4f,
600 Akureyri.
Vinningamir verða sendir heim.