Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Velferð kolkrabbans
Ekki hefur tekizt á sannfærandi hátt aö staðsetja
svonefndan kolkrabba í þjóöfélaginu, þrátt fyrir mikla
umræðu um hann í bókum, tímaritum og fjölmiðlum.
Af mörgum er talið, að hann sé safn nokkurra ætta, sem
hafi sölsað undir sig völdin og auðinn í þjóðfélaginu.
Peningar hggja að nokkru leyti í ættum hér á landi
eins og annars staðar. Ef ísland hefur sérstöðu í því
efni, þá felst hún í, að íslenzkum peningaættum hefur
haldizt verr á fé sínu en útlenzkum. Algengt er, að ís-
lenzk hármálaveldi hrynji í annarri eða þriðju kynslóð.
Þá er athyglisvert, að margir þeir menn, sem helzt
eru sakaðir um að stjórna kolkrabba ættaveldisins, eru
sjálfir ætthtlir menn eigin rammleiks. Af ýmsum slíkum
ástæðum er ekki sannfærandi að tala um kolkrabbann
sem sameiginlegt veldi 14 eða 15 peningaætta.
Rökin fyrir kolkrabbanum verða trúverðugri, þegar
þau beinast að samspih ríkisvaldsins og öflugra fyrir-
tækja, sem blómstra í skjóh einokunar eða fáokunar.
Þessi hagsmunatengsh opinbera geirans og einkageir-
ans hggja aðeins að hluta th um þekktar peningaættir.
Ríkisvaldið hefur verndað fyrirtæki með því að slá
um þau einokunarrétti eða stutt þau með því að slá um
þau fáokunarrétti. Þannig starfa hermangsfyrirtækin
Islenzkir aðalverktakar og Sameinaðir verktakar, svo
og Flugleiðir í skjóh einokunar, sem ríkið veitir þeim.
Flugleiðir hafa einkarétt á helztu flugleiðum innan
lands og utan, svo og á flugafgreiðslu á Keflavíkurflug-
velh. í krafti einokunar sinnar hefur fyrirtækið smám
saman sölsað undir sig mikinn hluta af veltu hhðar-
greina, svo sem ferðaskrifstofa, hótela og bílaleiga.
Sem dæmi um innhegt samlíf ríkis og Flugleiða má
nefna, að af fjórum aðal- og varamönnum, sem sam-
gönguráðherra skipar í Flugráð, eru þrír starfsmenn
Flugleiða. Og þegar starf flugmálastjóra losnar, þykir
ráðuneytinu sjálfsagt að skipa í það Flugleiðamann.
í sumum thvikum hefur ríkið stuðlað að fáokun, svo
sem í olíusölu, þar sem ríkið hefur haft forustu um, að
allir keyptu sem einn af Sovétríkjunum. í öðrum thvik-
um hefur einokun eða fáokun fremur blómstrað vegna
dugnaðar forstjóra, svo sem í Eimskipafélagi íslands.
Yfirburðastaða á borð við þá, sem hermangsfyrirtæk-
in hafa, svo og Flugleiðir og Eimskip, olíufélögin og
tryggingafélögin, hefur í flestum thvikum verið notuð
th að kaupa hlut í öðrum fyrirtækjum eða kaupa þau
upp. Þannig varð th hinn margumtalaði kolkrabbi.
Það er póhtísk ákvörðun, hvort hér sé slíkur kol-
krabbi. Einn frægasti kolkrabbinn er í andarshtrunum,
einkun vegna þess að teknir voru upp raunvextir í þjóð-
félaginu. Samband íslenzkra samvinnufélaga var orðið
forréttindum svo vant, að það þoldi ekki raunvexti.
Með því að afnema einkarétt á hermangi, flugi og flug-
afgreiðslu má höggva þann kolkrabba, sem nú blómstr-
ar. Með frelsi th samkeppni af hálfu erlendra skipafé-
laga, tryggingafélaga, olíufélaga og flugfélaga má koma
í veg fyrir, að innlendir risar misnoti aðstöðu sína.
Við sjáum þetta nú þegar í tryggingunum. Þar hafa
félög, sem áratugum saman hafa veinað um of lág ið-
gjöld, aht í einu getað lækkað þau. Það stafar af, að
komið er á markaðinn nýtt félag, sem er utan samtrygg-
ingarkerfis fáokunarinnar, sem hér var fyrir.
Hinn raunverulega kolkrabba er að finna í hugarfari
kjósenda, sem sætta sig við, að umboðsmenn þeirra
reki velferðarkerfi stórfyrirtækja og landbúnaðar.
Jónas Kristjánsson
Bush og Jeltsín
ræða gagn-
kvæmt liðsinni
Forsetar tveggja missUgaðra
kjamavopnavelda hafa verið að
leggja á borð með sér fyrir fund
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,
sem þeir ætla að sækja ásamt öðr-
um æðstu mönnum ríkja með
fastafulltrúa í ráðinu. George Bush
Bandaríkjaforseti reið á vaðið í ár-
legri skýrslu sinni til þings og þjóð-
ar um ásigkomulag sambandsríkis-
ins. Boris Jeltsín Rússlandsforseti
svaraði með sjónvarpsávarpi inn-
an dægurs og var af því ljóst að
honum hafði verið gerð grein fyrir
ákvörðunum og tilboði Bandaríkja-
forseta með góðum fyrirvara.
Bandaríska tilboðið snýst um
öflugustu og háskalegustu kjama-
vopnin, eldflaugar með mörgum
sprengihleðslum, allt að tíu á
hverri, sem beina má að jafnmörg-
um skotmörkum. Frá því þessi
vopn komu til sögunnar, vegna
þess að Bandaríkjastjórn synjaði
sovésku tilboði um að taka fyrir
smíði þeirra, hafa herfræðingar ht-
ið á þau sem helstu ástæðuna fyrir
óstöðugleika í ógnarjafnvægi milh
kjarnavopnaveldanna. Ástæðan er
að hugsanlegt er að með skyndi-
árás fjölsprengjuflauga mætti eyða
getu andstæðingsins til aö svara í
sömu mynt.
Vegna þess að sovéskir eldflauga-
smiðir komust langt fram úr þeim
bandarísku í að smíða eldflaugar
með mikla burðargetu lagði Sovét-
stjómin á síðasta skeiði kjarna-
vopnakapphlaupsins meginá-
herslu á að koma sér upp eldflaug-
um af gerðunum SS-18 og SS-24 í
neðanjarðarbyrgjum á gresjum
Kasakhstans. Hver um sig ber allt
að 10 kjarnasprengjur af öflugustu
gerðum sem þekkjast. Svar Banda-
ríkjastjórnar var að efla um allan
helming kafbátaflota sinn og búa
hann öflugri kjamavopnum.
Ástæðan er að kafbátar einir era
óhultir fyrir skyndiárás.
Megintíhaga Bush til Jeltsíns
snýst um þessa tegund kjama-
vopna. Hann býður að Bandaríkja-
menn eyði öhum sínum eldflaug-
umsem bera marga kjarnaodda og
komið er fyrir á landi eða breyti
þeim í einnar sprengju flaugar
gegn þvi að Rússar geri slíkt hið
sama. Við þetta fækkaði kjama-
sprengjum í viðbragðsstöðu um
4.000, þar af 3.500 hjá Rússum en
aðeins 500 hjá Bandaríkjamönnum.
Því bætir Bush því við til að gera
kaupin aðgengilegri fyrir Rússa að
Bandaríkjamenn fækki kjarn-
orkukafbátum sínum búnum Trid-
ent fjölodda eldflaugum um þriðj-
ung.
í svari Jeltsíns var þessu tílboði
Bush ekki svarað beint. Rússlands-
forsetí kvaðst myndi ræða gagn-
kvæma fækkun kjamavopna í við-
ræðum við Bush nú um helgina
fyrir leiðtogafundinn í Öryggisráð-
inu. En jafnframt lagði hann
áherslu á hversu Rússum miðaði
að taka langdræg kjamavopn úr
viðbragðsstöðu og hefja eyðingu
þeirra. Kvað hann tölu aftengdra
eldflauga komna upp í 1250 og 130
skotbyrgi hefðu veriö gerð ónot-
hæf. Jeltsín bætti við að hann hefði
fyrirskipaö að engu rússnesku
kjamavopni skyldi framar beint að
bandarískum borgum en nefndi
ekki hemaðarskotmörk eins og
stjómstöðvar, eldflaugabyrgi og
kafbátalægi.
Mesta áherslu lagði Jeltsín þó á
aö öryggisráðstafanir yrðu aö ná
viðar en tíl kjamavopnastórveld-
anna tveggja. Lagði hann tU að
hafnar yrðu viöræður um öryggis-
kerfi við eldflaugahernaði sem
spannaði um aUan hnöttinn og
kæmi í stað geimvamaáætlunar
Bandaríkjastjómar sem kennd hef-
ur verið við stjömustríð. Þá skor-
Erlend tíðindi
MagnúsTorfi Ólafsson
aði hann á kjarnorkuveldi á lægra
þrepi, Bretíand, Frakkland og
Kína, að undirbúa þátttöku í að
draga úr kjarnavopnafjölda. Loka-
markmiðið kvað Jeltsín vera að
útrýma öUum múgdrápsvopnum,
ekki aöeins kjamavopnum heldur
einnig efnavopnum.
Bush boðaöi jafnframt í samn-
ingstUboðinu til Rússa einhliða að-
gerðir Bandaríkjastjómar tU að
draga úr hervæðingaráformum. í
stað þess að láta smíða 75 sprengju-
flugvélar af gerðinni B-2, sem eiga
aö geta leynst fyrir ratsjám, verður
látið staðar numið við 20. Hætt
verður við smíði nýs sprengjuodds
fyrir eldflaugar sem nefndur hefur
verið W-88. Átti eyðingarmáttur
hans að jafngUda 475.000 tonnum
af TNT en sprengjan, sem eyddi
Hiroshima 1945, jafngUti 13.500
tonnum af sama sprengiefni. Er þá
engin kjamasprengjusmíði stund-
uð í Bandaríkjunum í fyrsta skiptí
frá upphafi kjamorkualdár. Frest-
aö verður um óákveðinn tíma und-
irbúningi að smíði Sæljóns, nýrrar
gerðar kjarnorkukafbáta.
Með þessum ráðstöfunum og
fleiri kveðst Bush spara 50 miUj-
arða dollara útgjöld tíl hermála á
næstu fimm áram. Þar með fær
hann olnbogarúm til að sýna lit á
aðgerðum tíl að leitast við að örva
hagkerfið og fást við aðkaUandi fé-
lagslegan vanda. Reynt verður að
auka eftírspum og atvinnu meö því
að veita þeim skattafslátt sem festa
kaup á sinni fyrstu íbúð eða kaupa
nýjan búnað til atvinnurekstrar á
þessu ári. Fjárveitingar verða
auknar til að lengja bótatíma at-
vinnuleysingja og efla forskóla-
fræðslu fyrir böm í fátækrahverf-
um.
„Við unnum kalda stríðið," sagði
Bush, steigurlátur, í ræðu sinni og
má það til sanns vegar færa í póli-
tískum skilningi þar sem þjóðir um
allt Sovétveldið fyrrverandi leitast
nú við að feta sig til lýðræðislegri
stjómarhátta þótt árangur sé mis-
jafn, enda vUjinn enn sem komið
er víða takmarkaður. En offjárfest-
ingin í margfaldri hemaðargetu
umfram það sem nokkur skynsam-
leg öryggisþörf krafði segir Uka til
sín í Bandaríkjunum.
Þegar við bætist einkaneysla síð-
asta áratug langt um efni fram á
kostnað lánardrottna í Japan og
Vestur-Evrópu er komin forskriftin
að þeim efnahagsþrengingum sem
eru Bush nú helsti fjötur um fót í
viðleitni hans til að hreppa endur-
kjör í nóvember. Hann taldi aö sig-
ur í Persaflóastríðinu myndi fleyta
sér langt en þar gerði Bandaríkja-
stjóm bandamönnum sínum reikn-
ing fyrir herkostnaðinum. Ferð um
Austurlönd til að reka þau tíl að
kaupa meiri bandarískan vaming
lauk með því að Bandaríkjaforseti
ældi í kjöltu forsætisráðherra Jap-
ans. Eftir þá för linnir ekki ýfing-
um í samskiptum Japana og
Bandaríkjamanna.
Öngþveitinu í Rússlandi og öðr-
um samveldisríkjum eftir óstjóm
og vígbúnaðaræði Sovéttímabilsins
hefur verið lýst í þessum dálkum.
Aðstæður gera það að verkum að
forsetamir Bush og Jeltsín geta
ýmislegt gert til að styrkja stöðu
hvor annars. Um það snýst fundur
þeirra um helgina fyrst og fremst.
Koma beggja á fund Öryggisráðs-
ins ætti svo að geta orðið til þess
að alþjóðlega víddin í heimsmálum
gleymist ekki þegar kjamavopna-
stórveldin taka að styðja hvort
annað upp úr gryfjunni sem víg-
búnaðarkapphlaupið hefur grafið
þeim hvoru á sinn hátt.
Magnús T. Ólafsson
Boris Jeltsín Rússlandsforseti kom við i London á leið sinni til Banda-
rikjanna. Hér takast þeir John Major í hendur fyrir fréttaljósmyndara i
forsætisráðherrabústaðnum Downing Street 10. Simamynd Reuter