Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Page 16
16 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. Ótrúleg sjúkrasaga íslenskrar, fjögurra ára stúlku: Þriðja bamið 1 heiminum sem fær tiltekna meðferð - ef ákveðið verður að gefa henni kalkhormón „Ég er afar þakklát öllum hér heima, bæði sérfræðingum og öðrum sem hafa hjálpað okkur," sagði Guðrún Ruth. Myndin er tekin af þeim mæðgum á Landakotsspítala en þar var Halla Ruth í rannsókn á dögunum. F.v. Silja Björg, Guðrún Ruth og Halla Ruth. „Eg mun ekki taka ákvörðun um þessa hormónameðferð nema að mjög vel íhuguðu máh. Ef af henni verður þá verður Halla Ruth fyrsti íslendingurinn og þriðji einstakling- urinn í heiminum sem þetta er reynt á,“ sagði Guðrún Ruth Viðarsdóttir í samtah við DV. Fjögurra ára dóttir hennar, HaUa Ruth, er haldin erfiöum og sjaldgæf- um sjúkdómi. Hún framleiðir ekki kaUchormón sem mannsUkamanum er nauðsynlegt. Sjúkrasaga hennar er orðin löng og ströng þrátt fyrir ungan aldur. Hún var nýverið í rann- sóknum á harnadeUdinni á Landa- koti, en þá komu þær mæðgur heim frá Svíþjóð, þar sem fjölskyldan er húsett nú. DV hitti Guðrúnu Ruth þá að máh og féllst hún á að segja frá sjúkdómi dóttur sinnar og þeirri miklu og erfiðu reynslu sem fjöl- skyldan hefur orðiö að ganga í gegn- um á undanfornum árum. Áköf krampaköst „Ég átti tvíburana HöUu Rut og SUju Björgu á fæðingardeUd Land- spítalans 9. nóvember 1987. Það var strax á vökudeUdinni sem sjúkdóms- einkenni Höllu Rutar komu í Ijós þegar hún fór að fá krampaköst." „Af einhverjum ástæðum var þetta ekki taUð neitt hættulegt. Talað var um að það stæði í henni og annað væri það ekki. Ég vildi ekki una þeirri skýringu og fór með hana til bamasérfræðings um leið og við vor- um sendar heim. Þær voru þá 12 daga gamlar. Tveim dögum síðar fékk HaUa Ruth mjög slæman krampa. Ég hélt satt að segja að hún væri dáin þegar hún fór í sjúkrabUnum. Þá var hún rannsökuð á Landspítalanum í heUa viku en þaö kom ekkert út úr því. Því var kennt um að hún hefði fæðst fyrir tímann. Þessu vUdi ég ekki trúa. Þegar ég bar saman framfarir þeirra systr- anna sá ég að þaö hlyti að vera eitt- hvað að. HaUa var slöpp og erfitt að gefa henni. Svo var hún aUtaf að fá krampa." Venjan er aö taka kaUcsýni úr öU- um bömum sem fá krampa. Ein- hverra hluta vegna fórst það þó fyrir á Landspítalanum og því greindist sjúkdómur Utlu stúlkunnar mUdu seinna en ella hefði verið. „Við héldum því áfram að leita til sérfræðinga. Þeir vom uppi með ýmsar getgátur en engin ákveðin greining lá fyrir. Þeir héldu jafnvel að þetta myndi eldast af henni enda hafði hún gengiö í gegnum mjög ná- kvæmar og erfiðar rannsóknir á barnadeUd Landspítalans. Þar höfðu aUir hugsanlegir möguleikar verið kannaðir." Vakað dag og nótt Nú tóku við erfiðir tímar hjá Guð- rúnu Ruth og manni hennar, HaU- dóri Björnssyni. Guðrún Ruth þorði ekki annað en að vaka yfir Höllu. Þegar hún fékk krampaköstin tók hún hana upp og hélt henni í ákveðn- um steUingum þannig að hún gæti andað. Mestur var krampinn í háls- inum og lokaði hann fyrir öndunar- veginn. Oftast vom einkennin þau að HaUa blánaði upp. „Læknar segja mér það núna aö verið geti að þessi sjúkdómur sé ein af ástæðunum fyrir vöggudauða. Hefði HaUa Rut ekki verið vöktuð svona hefði hún sjálfsagt ekki haft af þessa fyrstu mánuði. í eitt skipti þegar hún var orðin tíu mánaða og við komin út tU Svíþjóðar fékk hún mikinn krampa. Ég fann þá ekki lífs- mark með henni og varð að nota blástursaðferðina til að koma í hana lífi. Þá fékk hún píp-tæki heim með sér af spítalanum en fram tU þess tíma höfðum við þurft að vaka yfir henni.“ Hjónin höfðu tekið sig upp, þegar tvíburamir vom átta mánaða, og flutt til Svíþjóðar ásamt þeim og þrem öðrum bömum sem þau eiga. Guðrún Ruth setti sig þegar í sam- band við bamataugasérfræðing úti í Halmstad þar sem þau búa. Eftir miklar rannsóknir hans á HöUu Ruth taldi hann að verið gæti um að ræða ofvirka taug í hálsi Utlu stúlkunnar sem yUi köfhunarkrömpunum. HVERNIG BILL HENTAR ÞER? 5 dyra skutbíll 4WD kr. lÆOOO.-.stgr. 5 dyra hlaðbakur kr. 966.000.-.stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.