Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. 21 Fordkeppnin: Veglegt úrslitakvöld í mars - skilafrestur á myndum til 15. febrúar Eileen og Jerry Ford ásamt Birnu Bragadóttur, Fordstúlkunni 1991. Birna er nú starfandi fyrirsæta á ítaliu. Eileen og Jerry ræddu við alla þátttakendur keppninnar áður en hún fór fram. Hér ræða þau við Hlín Snorradóttur. DV-myndir Hanna Fordkeppnin mun að öllum líkindum fara fram hér á landi sunnudags- kvöldiö 22. mars. Þá mun fulltrúi koma frá Ford Models í New York og krýna íslenska Fordstúlku. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver það verður en fulltrúinn mun koma héðan frá írlandi þar sem keppnin fer frarn 20. mars. Að sögn Alix Labatut, umsjónar- manns Supermodelkeppninnar hjá Ford Models, var fyrirhugað að Katie Ford, dóttir Eileenar Ford, kæmi hingað. Hún rekur Ford Models í París. Vegna mikilla anna og ferða- laga mun þó ekki verða af því. Supermodel of the World keppnin fer síðan fram 16. júlí í Los Angeles og verður jafnglæsileg og undanfarin ár. Keppendur munu mæta 8. júlí, vera við æfingar og fara í skoðunar- ferðir dagana fyrir keppnina sem verður sjónvarpað víða um heim. í fyrsta skipti verður þátttakandi frá Kína í keppninni. Um fjörutíu stúlkur frá jafnmörg- um löndum taka þátt í keppninni. Undanfama mánuði hafa stúlkur veriö valdar í Austurlöndum og í Rússlandi. Á næstu mánuðum veröa stúlkur í Evrópu valdar til þátttöku. í hveiju landi fer keppnin fram með svipuðu sniði í gegnum dagblöð eða tímarit. Það eru færri stúlkur en vilja sem komast í Supermodel of the World keppnina enda til mikils að vinna. Sigurvegari keppninnar fær í verð- laun samning við Ford Models skrif- stofuna í New York upp á tæpar fimmtán milljónir króna. Auk þess fær hún dýrindis skartgripi. Áður en að þeirri keppni kemur fer fram undankeppni hér á landi. Myndir eru famar að berast í Ford- keppnina en skilafrestur rennur út 15. febrúar. Þá verða allar myndir sem berast sendar til Ford Models í New York og Eileen Ford velur þær stúlkur sem henni líst á til að taka þátt í Fordkeppninni hér heima. Þær stúlkur sem komast í úrslit verða kynntar í blaðinu áður en sjálf keppnin fer fram. Misjafnt hefrn- verið undanfarin ár hversu margar stúlkur komast í úr- sht. í fyrra vom þær óvenju margar eða sextán. Þijár þeirra áttu þess kost að fara utan til fyrirsætustarfa en nýttu sér það ekki. Fyrirsætuheimurinn er harður heimur en jafnframt þroskandi fyrir sterkar stúlkur. Ef vel gengur geta stúlkur þénað mUljónir á fyrirsætu- störfum. Starfið felur í sér ferðalög vitt og breitt um heiminn. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni aö sitja fyrir hjá kröfuhörðum ljós- myndurum. Ándrea Brabin, sem tók þátt í Supermodel keppninni fyrir nokkmm árum fyrir Islands hönd, hefur haft nóg að gera í starfi sínu sem fyrirsæta. Hún sagði í viðtali við blaðið fyrir nokkru frá ferð sinni í eyðimörk þar sem taka átti myndir af henni í pels. Það getur hver séð fyrir sér hvernig sá klæðnaöur er í brennandi sólskini. Jafnframt hafa fyrirsætur þurft að sitja fyrir í sund- fötum í snjó og kulda. Það er þó ekki alltaf þannig og margt við staríið mjög áhugavert og skemmtilegt. Elsta og virtasta umboðsskrifstofan Eileen Ford rekur elstu og virtustu umboðsskrifstofu fyrirsæta í heimin- um. Hún setti skrifstofuna á fót nán- ast fyrir tilviljun áriö 1946. Eileen var starfandi fyrirsæta á yngri árum. Eftir að hún og Jerry Ford giftu sig og áttu von á fyrsta barni sínu tók hún að sér að svara í símann fyrir vinkonur sínar sem vom í fyrirsætu- störfum og útvegaði þeim vinnu. Upp úr því varð Ford Models til í New York. Nú rekur Eileen Ford umboðs- skrifstofur einnig í Japan og í París. Þar fyrir utan er hún í nánum tengsl- um við aðrar umboðsskrifstofur, t.d. í London, á Ítalíu og í Þýskalandi. Eileen Ford er eftirsótt viðtalsefni í Bandaríkjunum og mjög oft er leitað áhts hjá henni varðandi tísku og feg- urð. Samtalsþættir í sjónvarpi í Bandaríkjunum hafa einnig sóst eftir henni. Eheen Ford gefur þó ekki mörg viðtöl. Blaðamaður DV fékk að heimsækja hana á síðasta ári áður en hún kom hingað til lands. Það var í fyrsta skipti sem hún hleypti blaða- manni inn á heimih sitt. Eileen Ford er á skrifstofu sinni fimm daga vik- unnar og þar fara öll viðskipti fram. Hún þykir brautryðjandi í sinni grein og hefur jafnframt notið mikih- ar virðingar. Eileen Ford þykir ströng „móðir" og væntanlega þess vegna hafa ekki komið upp hneyksl- ismál hjá stúlkunum hennar. Hún á íbúðarhús á Manhattan þar sem hún býr virka daga. Þar búa einnig yngstu fyrirsæturnar og eru á ábyrgð hennar. Um helgar og í fríum býr Eileen Ford á búgarði sínum í New Jersey. Hún var einmitt nýflutt þangaö þegar blaðamaður DV heim- sótti hana á síðasta ári. Áður bjó hún í Fairfield, Connecticut. Hún hefur þjóna á hverjum fmgri eins og sagt er enda vel efnuð. Talið er að fyrir- tæki hennar velti einum og hálfum mhljarði á ári. Yfir tíu þúsund stúlk- ur óska eftir að komast í vinnu hjá fyrirtækinu ár hvert. Eileen og Jerry Ford eiga fjögur böm; Jamie, Bill, Katie og Lacey. Öll nema Jamie hafa starfað við fyrir- tækið. Eileen Ford fær fjölda bréfa daglega þar sem hún er spurð um hin ýmsu vandamál kvenna. Það er svo sem ekkert skrýtið því hún hefur gefið út fimm bækur varöandi fyrir- sætustörf, fegurð og ekki síst hvernig konur geta orðið enn fahegri. Eileen Ford hugar mjög að heil- brigði og er sérvitur varðandi mat. Hún boröar helst grænmeti og fitulít- inn mat og brýnir fyrir stúlkum sín- um að gera slíkt hið sama. Nú er um að gera að drífa myndirn- ar í póst svo þær berist á réttum tíma en utanáskriftin er: Fordkeppnin, helgarblað DV, Þverholt 11, 105 Reykjavík. -ELA Ert þú fyrirsæta ársins? Mofn ■ lUII I ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aldur Hi m 111 ■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■ Símanúmer................ Póstnr. og staður Hæð...................... Staða ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■ ........þyngd. Hefur þú starfað við fyrirsætustörf? Fyllið í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er játandi þá hvar......... Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Gleymið ekki að senda myndir með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.