Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 26
26
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
39
Fann ástina í Tælandi:
Yið erum samtaka
og rífumst ekki
segir Frímarm Júlíusson sem hitti Rawiwan Apiwongngam fyrir tilviljun og lífið tók óvænta stefnu
„Við kynntumst fyrir nákvæmlega
tveimur árum nórðarlega í Tælandi
þar sem ég var að ferðast. Hún vann
þar í verslun og ég býst við að það
hafi verið ást við fyrstu sýn,“ segir
Frímann Júlíusson í viðtali við helg-
arblað DV. Frímann, sem er 45 ára,
býr með Rawiwan Apiwongngam, 26
ára, og syni hennar Pakpum, 6 ára.
Saga þeirra er líkust ástarævintýri
enda gengur sambúðin mjög vel. Þau
eiga von á fyrsta bami sínu eftir
tæpar þrjár vikur. Venjulega heyrum
við ljótar sögur af austurienskum
konum sem gifst hafa íslenskum
mönnum og þær eru vissulega til.
Hin hliðin, sú betri, er sem betur fer
algengari. Frímann og Rawiwan eru
dæmi um það.
Var ekki í konuleit
Frímann fór ekki til Tælands í þeim
erindagjörðuB* að ná sér í konu.
Hann fór tiÍTælands sem ferðamaö-
ur að skoða landiö. í gegnum árin
hefur Frímann ferðast mikið um all-
an heim í viðskiptaerindum en hann
kaupir vinnuvélar til landsins.
Frímann hefur oft ferðast einn síns
hðs enda var hann einhleypur. Þegar
hann fór til Tælands fyrir tveimur
árum langaði hann að skoða landið
utan við venjulega ferðamannastaði.
Hann fór þess vegna norður í landið
þai' sem eru fjallahéruð og fólk býr
öðruvísi en í Bangkok og þar suður
frá. Hann segist hafa kynnst Me, eins
og hann kallar Rawiwan, af ein-
skærri tilviljun. Þau haíl fariö að
ræða saman og með þeim tókst góð
vinátta.
Frímann fór síðan heim aftur og
skrifaðist á við Me í hálft ár. „Við
náðum vel saman,“ segir hann. Me
talar lítillega ensku en hennar aðal-
mál fyrir utan móðurmálið er
franska. Á heimaslóðum hennar eru
töluð þrjú mál, tælenska, shjangmæ
og jong sem er sveitamál. Þegar þau
ákváðu að Me kæmi til íslands bjó
Frímann hana vel undir komuna.
Hann keypti í fyrstu farmiða fyrir
hana sem gilti tíi áramóta 1990 þann-
ig að hún gæti farið heim aftur ef
henni líkaði ekki dvölin. „Við meg-
um ekki gleyma að sumum getur lið-
ið vel hér á landi en öðrum ekki.
Þetta er erfið ákvörðun sem verið er
aö taka,“ útskýrir Frímann. „Við
vildum láta reyna á hvort þetta væri
hægt. Það er auðvitað ekki nokkur
hemja að ætlast til að fólk, sem býr
við allt aðrar aðstæður hinum megin
á hnettinum, sætti sig við lífið hér-
lendis og ætla síðan að halda því
nauðugu," segir Frímann.
Sóttu soninn
tilTælands
Sambúðin gekk mjög vel og sl. sum-
ar fóru þau Frímann og Me til Tæ-
lands til að sækja son hennar er hafði
verið hjá foðurömmu sinni. Me segist
vera alsæl síðan hann kom því að
hún hafi haft áhyggjur af honum.
Strákurinn byrjaði í skóla sl. haust
og er afar ánægður. Hann er nú þeg-
ar farinn að tala allnokkra íslensku.
Það er mikill munur á íslenskum
skóla og tælenskum og þá sérstak-
lega aganum. Börn byrja fjögurra ára
í skóla í Tælandi og sá stutti var orð-
inn læs og skrifandi þegar hann kom
hingaö. Hins vegar þurfti hann að
byrja námið upp á nýtt þar sem staf-
rófið er allt annað í Tælandi
í Tælandi eiga einstæðar mæður
erfitt uppdráttar og nánast ómögu-
legt fyrir þær að ná sér í maka. „Lífs-
baráttan er rosalega hörð í Tælandi
og allt öðruvísi en hér. Nám er mjög
dýrt og eins öll læknaþjónusta. Hins
vegar er matur ódýr,“ segir Frímann.
Me segir að henni hafi brugðið þeg-
ar hún sá verð á matvælum hér á
landi. „Maður fær varla nokkuð fyrir
fimm þúsund krónur," segir hún og
hryllir sig. Fimm þúsund krónur
þykja góð mánaðarlaun í Tælandi
svo að það er von að henni bregði.
Hafði aldrei
séð vatnskrana
Þegar Me kom til íslands fyrir
rúmu einu og hálfu ári var Frímann
ákveðinn í að kenna henni og sýna
allt í byijun. „Hún fór með mér á
alla staði sem ég þurfti að fara á og
ég kenndi henni eins vel og ég gat.
Það var allt mjög framandi fyrir
henni fyrst. Hún kunni t.d. ekki að
skrúfa frá vatnskranaj hafði aldrei
séð slíkt áöur. Það var nokkuð
skondið þegar hún var að átta sig á
því að maður fengi heitt vatn úr
veggnum og gæti sömuleiðis drukkið
kalda vatnið. Vatn er þó ekki vanda-
mál í Tælandi, þar drekkur fólk mjög
mikið vatn, sérstaklega eftir sterkar
máltíðir.
Me fór á íslenskunámskeið á veg-
um ráöuneytisins en það var þó ekki
nóg,“ segir hann. Frímann vonast til
að sonurinn hjálpi móður sinni með
tungumálið enda eru þeir „feðgarn-
ir“ farnir að rabba saman á íslensku.
„Það er betra að vera á íslandi en í
Tælandi," skýtur sá stutti inn í sam-
tahð. Me fór í ökupróf hér á landi
og er dugleg að aka um götur bæjar-
ins.
Frímann segir aö ákvörðunin um
að Me settist að á íslandi hafi þróast
stig af stigi áður en þau ákváðu að
rugla saman reytum sínum eins og
hann orðar það. „Við erum mjög
sæntaka um það sem við tökum okk-
ur fyrir hendur og rífumst ekki um
hlutina," segir hann. „Me er engu að
síður ákveðin og vill oft stjóma hlut-
unum. Ég kannast ekki við þessa
undirgefni sem oft er nefnd í sam-
bandi við tælenskar konur. Viö reyn-
um yfirleitt að fara málamiðlunar-
leiðina."
Yflrleittfarsæl
hjónabönd
Hann segist auövitað hafa heyrt ljót
dæmi um austurlenskar konur sem
hafa orðið fyrir ofbeldi og dvalið í
Kvennaathvarfinu. Hins vegar séu
þessi hjónabönd yfirleitt farsæl. „Það
eru því miður líka margar íslenskar
konur sem hafa orðiö fyrir misþyrm-
ingu eigimnanna og þær em ekki
síður undirgefnar mönnum sínum
en útlendar konur. Það ber kannski
meira á vandamálum útlendra
kvenna vegna umfjöllunar en marg-
ar íslenskar konur eiga ekki síður
við erfiðleika að etja,“ segir hann.
Farsæl verkaskipting
Af eðlilegum ástæðum er Me
heimavinnandi enda komin á níunda
mánuð í meögöngu. Þar fyrir utan
væri varla auðvelt fyrir hana að fá
vinnu hér á landi meðan hún talar
ekki máhð. Frímann segist vilja hafa
þessa verkaskiptingu. Hann vinni úti
og hún sjái um bömin og heimihð.
„Það er farsælast," segir hann.
Það hefur orðið mikil breyting í lífi
Frímanns á stuttum tíma, einhleyp-
ur maðurinn til margra ára sestur í
helgan stein með fósturbarn og ann-
að á leiðinni. Hann segist kunna
þessu vel. Þegar blaðamaður skýtur
að honum hvort hann hafi jafnvel
verið farinn að pipra brosir hann
glettinn og svarar: „Það voru nú
ákveðnar hugmyndir um það.“
Frímann hefur hka gengið í gegn-
um það sem fæstir feður gera á með-
göngutíma eiginkvenna. Hann hefur
farið með Me í ahar mæðraskoðanir
og fylgst með meðgöngunni. „í Tæ-
landi er svo dýrt að fara í sónar að
aðeins mihar leyfa sér slíkan munað
en þaö kostar tólf þúsund og fimm
hundmö. Verkamannalaun em um
fimmtán hundmð krónur,“ segir
hann. „Það em yndislegir læknar
hér,“ bætir Me við og segist ekki
kvíða að fæða barn hér á landi.
Oft er nefnt manna á meðal aö einni
tælenskri konu fylgi heill hópur af
ættmennum. Frímann segir þetta
orðum aukið. „Ég veit dæmi þess að
mæður eða frænkur hafa komið
hingað til að vera viðstaddar brúð-
kaup dætra sinna en dvelja aðeins
stuttan tíma sem gestir. Það er ekki
óeðhlegt og alveg eins og íslendingar
myndu gera ef börn þeirra væru að
gifta sig í öðrum löndum. Okkur þótti
ekkert óeðhlegt að íslendingar færu
í stóram stíl til Kanada á sínum tíma
og síðan stórir hópar í heimsókn árið
1975.“
200 tælenskar
búsettar hérlendis
Tælenskar konur hér á landi hafa
nokkurt samband sín á milli. Að
minnsta kosti er sú reyndin hjá Me.
Hún dró fram myndaalbúm þar sem
voru myndir úr brúðkaupsveislum
vinkvenna hennar og íslenskra eig-
inmanna. Um tvö hundruð tælensk-
ar konur eru búsettar hér á landi.
Sumar hafa verið heppnar, aðrar
óheppnar. DV ræddi við tælenska
konu úti á landi sem er gift íslensk-
um manni. Þau eiga þrjú ung börn.
Þessi maður misþyrmdi konunni illi-
lega og dvaldi hún lengi í Kvennaat-
hvarfinu. Hún sótti um skilnað en
er ekki búin að fá lögskilnað. Maður-
inn mun hins vegar hafa stungið af
til Tælands til að ná sér í aðra konu.
Þessi unga kona, sem nú er einstæð
móðir með lítil böm, þorði ekki að
koma í viðtal af ótta við eiginmann-
inn.
Frímann segir að mjög margir ís-
lendingar ferðist til Tælands á hveiju
ári th að njóta frídaga. Ódýrt er að
lifa í landinu og veðrið gott. Alltaf
eru þó einhveijir innan um sem fara
þangað gagngert til að ná sér í konu.
„í mínu tilfelh var þetta hins vegar
algjörlega grá tilviljun," segir hann.
Hræðilegtverðlag
Me segir að mjög ólikt sé að búa
hér á landi og í Tælandi. Sérstaklega
er þaö veðrið. Henni finnst mjög kalt
hér. íbúðarhúsnæðið er hka mjög
ólíkt því sem hún á að venjast og
verðlagið. „Fyrir eitt þúsund krónur
má fá mat í heilan mánuð,“ segir
hún.
Me segist hafa farið að heiman
fimmtán ára gömul. Þá fór hún í
verslunarskóla. Foreldrar hennar
vom fátækir bændur en em skhdir.
Faðir hennar starfar nú sem lög-
reglumaður en móðirin á hrisgrjóna-
land og starfar sem saumakona. Me
kom heim aftur nítján ára gömul eft-
ir að skóla lauk.
- En er ekki mjög erfitt fyrir þessar
ungu konur að komast inn í íslenskt
samfélag?
„Þetta er að sjálfsögðu á margan
hátt snúið," segir Frímann en bætir
við að þannig eigi þaö að vera. „Við
vitum aö þaö em fuht af mönnum
sem fara utan til að ná í konur og
ekki einungis th Tælands. Auðvitað
þurfa yfirvöld að sía úr og það er
skylda þeirra að hjálpa þeim konum
sem lenda í erfiðleikum hér. í raun
ætti að vera meira eftirlit með þess-
um málum.“
- Hafið þið orðið fyrir einhvers kon-
ar áreitni?
„Nei, aldrei nokkurn tíma.“
Gifting með vorinu
Frímann og Me hyggjast ganga í
það heilaga með vorinu. Þegar hann
er spurður um viðbrögð eigin íjöl-
skyldu við þessum óvæntu tíðindum
segir hann þau hafa veriö mjög já-
kvæð. „Mér fannst fjölskyldan sam-
gleðjast," svarar hann. „Ég býst
einnig við að hún hafi litið á þetta
sem mitt mál.“
Á stofugólfinu stendur nýr barna-
vagn og bíður eftir að nýr einstakl-
ingur líti dagsins ljós. Frímann við-
urkennir að hann kunni ekkert á
smábörn en hlakkar mjög til að verða
faðir. Hann hefur lagt sig ahan fram
um að læra hvað gera skuh þegar
nýja barnið kemur heim.
Á fæðingardeildum í Tælandi
þurfa konur með fæðingarsótt að
bíða í stórum sal. Rétt í þann mund
að barnið fæðist er farið með þær inn
í fæðingarstofu. Aht eftirht er gjöró-
líkt því sem við eigum að venjast.
Frímann segir að Me fari nákvæm-
lega eftir öllu sem henni er sagt í
mæðraskoðun. „Hún er einstaklega
samviskusöm og vandvirk," segir
hann. „Þar fyrir utan hefur verið
nefnt við mig í mæðraskoðun að
austurlenskar konur séu framúr-
skarandi hreinlegar og slái kynsystr-
um sínum hér á landi við í þeim efn-
um. Þessar konur em hka mjög mikl-
ar mæður og sinna börnum sínum
afskaplega vel. Ein vinkona Me, sem
er með htið barn, er að sýsla við það
allan daginn. Bamið er aldrei eitt
þannig að það fær mikla hlýju,“ seg-
ir Frímann.
Bakaði í fyrsta
skipti á ævinni
Maður kemst varla hjá að spyrja
hvort mataræðið hafi ekki breyst hjá
húsbóndanum eftir að hann eignað-
ist austurlenska sambýhskonu. „Ég
hef alltaf haft gaman af að smakka á
framandi réttum og gerði það iðulega
þegar ég var á flækingi mínum um
heiminn. Ég hef aldrei verið mat-
vandur maður eins og sést á vaxtar-
Rawiwan hafði aldrei séð vatnskrana þegar hún kom til íslands og varð alveg hissa er hún sá heitt vatn streyma
úr veggnum. Hún hefur verið fljót að aðlagast umhverfinu og Frímann fer með henni á alla staði til að sýna henni
og kenna enda hefur sambúðin gengið einstaklega vel hjá þeim. DV-myndir Gunnar V. Andrésson
bfíP 0** \w *
* ■ 1« á ‘ * i J í
„Það var algjörlega grá tilviljun að ég kynntist Rawiwan," segir Frímann Júlíusson sem hitti sambýliskonu sina á götu í norðurhluta Tælands þar sem
hann var á ferðalagi fyrir tveimur árum. Þau eru nú í hamingjusamri sambúð og eiga von á fyrsta barni sínu eftir tæpar þrjár vikur. Sonur hennar,
Pakpum, sem er 6 ára, kom hingað sl. sumar og er þegar farinn að tala íslensku.
laginu," segir hann og hlær. „Þó em
sumir réttir sem em mjög sterkir
sem henni finnast góðir en borðar
reyndar ekki á meðgöngunni. Me er
mj ög sleip í að búa til venjulegan ís-
lenskan mat. Hún bakar smákökur
en það hafði hún aldrei gert áður en
hún kom til íslands enda þekkjast
þær ekki í Tælandi."
Blaðamaður getur vitnað um frá-
bærar kökur hjá Me. Þær smökkuð-
ust afbragðs vel. „Me er listakokkur
og því miður fyrir mig,“ segir Frí-
mann og hlær. „Það er á dagskrá
núna hjá mér að grennast. Við förum
í sund á hveiju kvöldi og reynum að
hreyfa okkur. Að öðm leyti erum við
mjög heimakær og eigum engin sér-
stök áhugamál.“
Öðruvísi
verðmætamat
Me, sem er búddatrúar, er feimin
og þorir lítið til málanna að leggja.
Hún er engu að síður glaðlynd og
hlær mikið þegar hún segir frá. Vafa-
laust sakna hún og landar hennar
einhvers frá heimalandi sínu. Me
virðist engu að síður ánægö með lífið
á íslandi. Frímann bætir við að verð-
mætamat Tælendinga sé ólíkt því
sem við eigum að venjast. „Ef þetta
fólk á nóg að borða og líður vel er
það ánægt,“ segir hann. „Við erum
bæði ákaflega hamingjusöm og þurf-
um ekki yfir neinu að kvarta," segir
Frímann Júlíusson.
-ELA