Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 44
56
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Rússasamningar
ekki enn í höf n
„Það var gengið frá greiðslusamn-
ingi í fyrradag milli Seðlabanka ís-
lands og banka Rússneska lýðveldis-
ins. Hann var nauðsynleg forsenda
þess að unnt væri að ganga endan-
lega frá greiðsluákvæðum síldar-
samnings, það er að segja samnings
varðandi þær 30 þúsund tunnur sem
ábyrgð er fyrir frá Tryggingadeild
útflutningslána við Ríkisábyrgða-
sjóð.
Það tókst því miður ekki að ganga
frá því máli í gær en unnið er áfram
í Moskvu við að fmna lausn á því.
Strax og það kemst í lag veröur sölt-
un leyfð upp í umræddan 30 þúsund
tunna síldarsamning," segir Gunnar
Flóvenz, formaður Síldarútvegs-
nefndar.
Meginefni greiðslusamnings bank-
anna er að í Seðlabankanum veröur
opnaöur reikningur í nafni Rosnevs-
htorgbank sem verður notaður til
greiðslujafnaðar í gagnkvæmum við-
skiptum landanna. Gagnkvæm yfir-
dráttarheimild er 3 milljónir Banda-
ríkjadala sem er nánast sama upp-
hæð og síldarsamningurinn hljóðar
upp á.
- Fituinnhald síldarinnar fer ört
minnkandi á þessum árstíma. Menn
velta því fyrir sér hvort nægur tími
sé til stefnu?
„Fituinnhald síldarinnar hefur til
þessa verið yfir því lágmarki sem
gert er ráð fyrir í samkomulagsdrög-
um við Rússa en verið að kanna í
öryggisskyni hvort samkomulag geti
tekist um lægri fitumörk," segir
Gunnar.
-J.Mar
Kistufell skal skipið heita. - Strandferðaskipið Esja, sem Samskip leigðu
af Skipaútgerð ríkisins með kaup í huga, er nú í slipp á Akureyri. Verið er
að dytta að ýmsu um borð og þá hefur skipið fengið nýtt nafn á stefnið eins
og sjá má. Þar stendur nú Kistufell í stað Esja áður. DV-mynd gk
Egilsstaöir:
Talstöðvum
og útvörp-
um stolið
úr ólæstum
bflum
Tveimur talstöðvum og tveimur
bílútvarpstækjum var stolið úr bíl-
um í svokölluðu iðnaðarhverfi á Eg-
ilsstöðum aöfaranótt fimmtudagsins.
Um var að ræða dráttarbíla og vöru-
bíla sem skildir voru eftir ólæstir.
Einnig var stolið verkfærum úr bíl
Pósts og síma.
Lögreglan er með málið í rann-
sókn. Talsvert hefur borið á því á
undanfornum vikum að stolið hafi
verið úr bfium sem eigendur eða
umsjónarmenn þeirra hafa skiliö eft-
ir opna. Lögreglan beinir þeim tfi-
mælum til bíleigenda að þeir læsi
bílum sínum til að leitast við að koma
í veg fyrir þjófnaði af þessu tagi.
-ÓTT
Smáauglýsingar - Sími 6327CX) Þverholti 11 dv
Benz 190 E '84, beinskiptur, ABS
bremsur, litað gler, rafmagn í rúðum
og speglum, centrallæsing, topplúga,
útvarp, hvítur, verð 1050 þús., ath.
skipti á ódýrari. Símar 91-73276 og
985-21072.
BMW 3181 ’85, 4 dyra, mjög snyrtilegur
vagn, góður staðgreiðsluafsláttur.
Til sýnis á Biffeiðasölu Islands, sími
91-675200.
Econolfne 350 4x4, árg. '91, til sölu,
7,2 1 dísil, óinnréttaður, verð 3.100.000
(m/vsk). Sími 91-641720 og 985-24982.
Til sölu sendibill Mazda T 3500, árg.
’85, ekinn 150 þús. Góður bíll, tilboð
óskast. Uppl. í síma 985-29817.
Nissan 100 NX, árg. '91, til sölu, ek.
11.000 km, verð 1.100.000 stgr. Bein
sala, ath. skuldabréf. Upplýsingar í
síma 91-624324 á kvöldin.
Toyota Corolla GTi, árg. '88, til sölu,
með öllum aukabúnaði, verð kr. 980
þúsund, 790 þúsund staðgreitt, athuga
skipti á ódýrari. Uppl. í síma 95-35245.
Chrysler LeÐaron, árg. 79, til sölu,
V8,360, einn með öllu, toppvagn. Verð
kr. 280.000. •V.Æ.S. hf„ sími 674767.
Blazer ’84 Sllverado til sölu, ekinn 46
þús„ 305 vél, 4 gíra, 4:10 drifhlutföll,
driflæsingar, 36" radialdekk, velti-
grind o.fl. Toppbíll, ath. skipti. Uppl.
í síma 91-679878.
með farinn, þýskur Ford Granada
2,0 vél, station, 5 gíra, vökvastýri, árg.
’85, fluttur inn ’87, góður bíll, tilbúinn
í hvað sem er, tilboðsverð 450 þús.
Uppl. í síma 92-15718.
Eðalvagn! Audi 100 cc ’86, innfluttur
’88, ekinn 70 þús. km, útvarp/segul-
band, verð 950 þús., staðgreitt 650
þús., skuldabréf, skipti á ódýrari koma
til greina. Uppl. í síma 91-611235.
RAUTT RAUTT IfjÖS!
v_______________UíXERÐAR >
Myndgáta dv
Andlát
Helgi Þórarinsson, Hrafnistu í Hafn-
arfirði, andaðist í Sankti Jósefsspíta-
, lanum í Hafnarfirði, fimmtudaginn
30. janúar.
Anna Guðmundsdóttir, Miðstræti
8A, Neskaupstað, lést á heimili sínu
30. janúar.
Jón Sigurðsson, Þórunnargötu 1,
Borgarnesi, lést 30. janúar.
TOkynningar
Q.A. samtökin á íslandi
í tilefni af 10 ára afmæli O.A. á íslandi,
samtaka fólks sem á viö ofátsvandamál
að striða, verður haldinn kynningarfund-
ur sunnudaginn 2. febrúar kl. 16 í Safnað-
arheimili Langholtskirkju. Fundurinn er
opinn og allir velkomnir.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
Aðalfundur félagsins verður funmtudag-
inn 6. febrúar kl. 20.30 f safnaðarheimili
Dómkirkjunar.
JC Ness
6. félagsfundur JC Ness verður haldinn
mánudaginn 3. febrúar kl. 20.30 að Aust-
urströnd 3, Seltjamamesi.
Stafnbúi, félag sjávar-
útvegsnema við Há-
skólann á Akureyri
gengst fyrir röð fyrirlestra um fiskveiði-
stjómun. Þriðji fyrirlesturinn verður
fram sunnudaginn 2. febrúar kl. 15.
Fundurinn veröur haldinn í Safnahúsinu
á Sauðárkróki og ber yfirskriítina: Ahrif
fiskveiðistjómunar á hagsmunaaðila.
Framsöguerindi flytja: Snær Karlsson,
VMSÍ. Árni Benediktsson, íslenskum
sjávarafurðum. Einar Svansson fram-
kvæmdstjóri. Kristján B. Garðarsson
iðnráðgjafi. Að framsöguerindum lokn-
um verður opnað fyrir fyrirspumir og
almennar umræður. Stafnbúi og bæjar-
stjóm Sauðárkróks bjóða alla velkomna.
Silfurlínan, sími 616262
Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borg-
ara alla virka daga frá kl. 16-18.
Vitni vantar
Vitni vantar að árekstri sem varð
kl. 12.15 á umferðarljósunum við
Smiðjuveg og Reykjanesbraut 8. jan-
úar sl. Þar rákust á fólksbfil og jeppi.
Maður á nýlegum Toyota 4-Runner,
rauðum að lit, var staddur á ljósun-
um. Hann er vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Gunnar Öm í síma
78110 eða 77112.
Grönn-veisla
Mánudaginn 3. febrúar verður Grönn-
veisla í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi í Breiðholti. Verð kr. 1000 fyrir
manninn. Allir velkomnir, engin þörf að
skrá sig. Kl. 19 heilsukvöldmatur. Kl. 20
fyrirlestur um matarfikn og GRÖNN-
námskeiðið kynnt. Kl. 20.30-22.30 sam-
skipti og sjálfsskoðun. Kl. 22.30-23 skrán-
ing á GRÖNN-námskeiðið sem hefst laug-
ardaginn 8. febr. GRÖNN-námskeiðið er
fyrir þá sem vilja takast á við mataræðið
með raunhæfum hætti. Offita er ekkert
skilyrði. Námskeiðið hefst í Mannrækt-
inni, Vesturgötu 16, laúgard. 8. febr. og
stendur yfir í 4 vikur. Leiðbeinandi er
Acel Guðmundsson sem sjálfur hefur átt
við matarfíkn að stríða. Þeir sem áhuga
hafa komi í Gerðuberg 3. febrúar.
Kvenfélagið Freyja
í Kópavogi
Félagsvist á morgim, sunnudaginn 2. fe-
brúar, kl. 15 að Digranesvegi 12. Kaffi-
veitingar og spilaverðlaun.
Húnvetningafélagið
Félagsvist í dag, laugardag, kl. 14 í Húna-
búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Gönguhrólfar fara frá Risinu kl. 10 laug-
ardagsmorgun.
Innbrotiðvar
ekki í Óiafsvik
Frétt, sem birtist í DV á þriðjudag
um innbrot í veitingahúsið Sjólyst á
Hellissandi, hefur valdiö nokkrum
kurr á meðal Ólafsvíkinga. Sagt var
frá tveimur mönnum sem sátu 1
makindum inni á staðnum þegar lög-
reglan kom að þeim þar sem þeir
voru búnir að láta potta, pönnur,
rækjur, eitt kfió af fiski og fleira í
plastpoka en báru því við að þeir
hefðu verið svangir.
Á fréttinni mátti skfija að veitinga-
húsiö Sjólyst væri í Ólafsvík. í texta
fréttarinnar var ekki minnst á bæjar-
nafn en misskilningur hefur orðið
þar sem sagt var að lögreglan í Ólafs-
vík hefði handsamað þjófana - eins
og rétt er. Til að girða fyrir allan
misskilning skal áréttað að veitinga-
húsið Sjólyst er á Hellissandi. Ólafs-
víkingar, svo og aðrir sem látið hafa
málið til sín taka, eru því beðnir vel-
virðingar. -ÓTT