Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
59
Afmæli
Valborg Sigurðardóttir
Valborg Sigurðardóttir, fyrrv.
skólastjóri Fósturskóla íslands, til
heimilis að Aragötu 8, Reykjavik,
ersjötugídag.
Starfsferill
Valborg fæddist í Ráðagerði á Sel-
tjamamesi en ólst upp í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá MR1941,
prófi í forspjallsvísindum við HÍ
1942, stundaði nám í uppeldis- og
sálarfræði við ríkisháskólann í
Minnesota, Minneapolis í Banda-
ríkjunum 1942-43 og stundaði nám
við Smith College, Northampton í
Massachusetts í Bandaríkjunum
1943-46, lauk BA-prófi 1944 og MA-
prófi 1946.
Valhorg var skólastjóri Fóstru-
skóla Sumargjafar (síðar Fóstur-
skóla íslands) 1946-85. Hún var
kennari í sálarfræði við Hjúkmnar-
kvennaskólann 1947-56, í uppeldis-
fræði við Námsflokka Reykjavíkur
1949-50 og 1952-53 og gistifyrirlesari
við Ohio Northern University í
Bandaríkjunum 1977.
Valborg sat í stjóm Geðvemdarfé-
lags íslands 1950-58, í stjóm Bama-
vinafélagsins Sumargjafar 1956-68,
í Æskulýðsráði Reykjavíkur
1955-56, sat í stjórnskipuðum nefnd-
um um Fósturskóla íslands og for-
skólastarf innan vébanda grunn-
skóla.
Valborg var ritari Zontaklúbbs
Reykjavíkur 1972-74, varaformaður
1974-75 og formaður 1975-76. Hún
var formaður Félags kvenna í
fræðslustörfum DKG1987-89 og
formaður Bemskunnar - íslands-
deildar OMEP (alþjóöasamtaka um
uppeldi ungra bama) frá stofnun
1989.
Hún var sæmd riddarakrossi
fálkaorðunnar 1972 og stórriddara-
krossi fálkaorðunnar 1986.
Fjölskylda
Valborg giftist 11.11.1950 Ármanni
Snævarr, f. 18.9.1919, prófessor og
fyrrv. háskólarektor oghæstarétt-
ardómara. Hann er sonur Valdi-
mars Snævarr skólastjóra og Stef-
aníu Erlendsdóttur húsmóður.
Böm Valborgar og Ármanns eru
SigríðurÁsdís, f. 23.6.1952, sendi-
herra í Stokkhólmi, gift Kjartani
Gunnarssyni framkvæmdastjóra;
Stefán Valdimar, f. 25.10.1953, heim-
spekingur, kennari ogrithöfundur
í Bergen; Sigurður Ármann, f. 6.4.
1955, hagfræðingur hjá Þjóðhags-
stofnun, kvæntur Bera Nordal, for-
stöðumanni Listasafns íslands, og
eiga þau tvö böm; Vaiborg Þóra, f.
10.8.1960, lögfræðingur í Reykjavík,
og á hún einn son; Ami Þorvaldur,.
f. 4.3.1962, fréttamaður ríkissjón-
varpsins, kvæntur Ásdísi Schram
og eiga þau eina dóttur.
Systkini Valborgar: Þorgrímur
Vídalín, f. 19.11.1905, nú látinn, pró-
fastur á Staðastað; Hrefna, f. 28.10.
1907, d. 21.5.1908; Anna, f. 5.12.1908,
forstöðumaður Kvennasögusafns
íslands; Guðmundur Axel, f. 28.4.
1911, d. 20.9.1931, lögfræðinemi;
Guðrún, f. 7.7.1912, húsmóðir;
Margrét, f. 29.1.1914, húsmóðir;
Aðalheiður, f. 6.12.1915, húsmóðir;
Sigurmar Ásberg, f. 18.4.1917, borg-
arfógeti, nú látinn; Áslaug, f. 27.1.
1919, fóstra. Systur Valborgar, sam-
feðra, voru Kristín Lovísa, f. 23.3.
1898, alþingismaður í Reykjavík, og
Margrét, f. 3.4.1901, d. sama dag.
Foreldrar Valborgar vom Sigurð-
ur Þórólfsson, f. 11.7.1869, d. 1.3.
1929, skólastjóri á Hvítárbakka í
Borgarfirði, og seinni kona hans,
Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir, f.
18.10.1883, d. 9.4.1969, húsmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Þórólfs, b. á
Skriðnafelli á Barðaströnd, Einars-
sonar, skipstjóra og b. á Hreggstöð-
um á Barðaströnd, Jónssonar, b. á
Hreggstöðum, Einarssonar. Móðir
Jóns var Ástríður Sveinsdóttir,
systir Guðlaugs, langafa Páls, lang-
afa Ólafs Ólafssonar landlæknis.
Ásdís var systir Guðrúnar, móður
Tómasar Á. Tómassonar sendi-
herra. Ásdís var dóttir Þorgríms, b.
á Kárastöðum á Vatnsnesi, bróður
Davíös, langafa Davíðs forsætisráð-
herra. Þorgrímur var hálfbróðir
Frímanns, fööur Sigurbjargar,
langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur,
fyrrv. alþingiskonu, ogÁstríðar
Thorarensen, konu Davíðs forsætis-
ráðherra. Þorgrímur var sonur Jón-
atans, b. á Marðarnúpi, Davíðsson-
ar. Móðir Jónatans var Ragnheiður
Valborg Sigurðardóttir.
Friðriksdóttir, prests á Breiðaból-
stað í Vesturhópi, Þórarinssonar,
sýslumanns á Grund í Eyjafijýi,
Jónssonar, ættfoður Thorarensen-
ættarinnar. Móðir Friðriks var Sig-
ríður Stefánsdóttir, móöir Jóns
Espólín sagnaritara og systir Ólafs,
stiftamtmanns í Viðey, ættfööur
Stephensenættarinnar. Móðir
Ragnheiðar var Hólmfríður Jóns-
dóttir, varalögmanns í Víðidals-
tungu, Ólafssonar, lögsagnara á
Eyri, Jónssonar, ættfööur Eyrar-
ættarinnar, langafa Jóns forseta.
Móðir Ásdísar var Guðrún Guð-
mundsdóttir, systir Guðbjargar,
móður Jóns Ásbjömssonar hæsta-
réttardómara.
Valborg er að heiman á afmælis-
daginn.
Sævar Frímannsson
Sævar Frímannsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar á Ak-
ureyri, Smárahlíð 9, Akureyri, verð-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Sævar er fæddur á Akureyri og
ólst þar upp. Að loknu námi við
Gagnfræðaskóla Akureyrar stund-
aði hann sjómennsku og ýmis
verkamannastörf í landi til 1964 er
hann hóf nám í ketil- og plötusmíði
hjá Vélsmiðjunni Odda hf. á Akur-
eyri. Þar starfaði Sævar til 1974 en
hóf þá nám í húsasmíði hjá Akur-
eyrarbæ sem hann lauk þremur
árum síðar.
Sævar hóf störf hjá Verkalýðsfé-
laginu Einingu 1977 og var kjörinn
varaformaður félagsins 1980 og
formaður 1986 og hefur gegnt því
starfi síðan. Hann hefur ákveðið að
láta af formennskunni á næsta aðal-
fundi sem haldinn verður í vor.
Sævar hefur sinnt ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir Einingu, m.a. í
framkvæmdastjóm Verkamanna-
sambands íslands 1985-89, á sæti í
sambandsstjóm sama sambands og
í miöstjórn Álþýðusambands ís-
lands frá 1988. Hann hefur ennfrem-
ur tekið þátt í félagsstörfum er snúa
að íþróttahreyfingunni o.fl.
Sævar var varabæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins í bæjarstjóm Akur-
eyrar kjörtímabilið 1978-82.
Fjölskylda
Sævar á þrjú böm með fyrri konu
sinni, Helgu Ámadóttur, f. 1.3.1944,
bankastarfsmanni. Foreldrar henn-
ar: Ami Bjarnarson, bókaútgefandi
á Akureyri, og Gerður Sigmarsdótt-
irhúsmóðir.
Börn Sævars og Helgu: Jóhann
Gunnar, f. 22.5.1962, kjötiðnaðar-
maður, maki Sólveig Guðmunds-
dóttir hjúkrunarfræðinemi, þau eru
búsett á Akureyri og eiga eina dótt-
ur, Camillu Hólm, Jóhann átti dótt-
ur áður, Rögnu Fanneyju; Gerður
Guðrún, f. 27.5.1963, hárskeri, maki
Ómar Pálsson lögreglumaður, þau
em búsett í Reykjavík; Edda Björk,
f. 30.9.1967, hárgreiðslukona, við
nám í Kaupmannahöfh.
Sambýliskona Sævars er Hildur
Björk Sigurgeirsdóttir, f. 29.1.1947,
verslunarmaður. Foreldrar hennar
vom Sigurgeir Guðmundsson, f.
20.6.1916, d. 3.10.1979, verkamaður,
og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 7.4.
1916, d. 13.11.1966, húsmóðir. Hfidur
Björk á tvö böm, Snorra Sturluson,
f. 25.9.1969, nema í HÍ, og Auði
Sturludóttur, f. 24.11.1975, nema í
Sævar Frimannsson.
MA.
Bróðir Sævars er Sigurhörður, f.
6.8.1929, verkstjóri, maki Ásta
Kristinsdóttir húsmóðir, þau eru
búsett á Akureyri og eiga fimm
böm.
Foreldrar Sævars voru Frímann
Friðriksson, f. 20.7.1900, d. 18.12.
1972, verkamaður, og Gunnfríður
Jóhannsdóttir, f. 23.1.1905, d. 22.11.
1972, verkakona, en þau vom búsett
áAkureyri.
Sævar tekur á móti gestum í dag
(1.2.) í Fiðlaranum, Alþýðuhúsinu á
Akureyri, kl. 16-18.
Til hamingju með afinælið 2. febrúar
Q|- Ilringbraut 83, Keflavík. “w cirel Ástaug DiðriksdóUir.
Efstasundi 85, Reykjavík. Lárus H. Aiexandersson, Guðmundur O. Bjamason, Ytri-Fagradal 1, Skaröshreppi. Unufelli 44, Reykjavík.
QQ Holtastig 16, Bolungarvík. ald Edmund Bcllersen,
Vesturfold 35, Reykjavík. Jarþrúður Bjarnadóttir, Auður Jónsdóttir, Hólmgaröi 39, Reykjavik, Gunnarsbraut 40, Reykjavik.
80 ára Klapparbraut 10, Garði.
Jónina Þórðardóttir, 40
— —— — Guðbjörg Pólmadóttir, 7C Háuhlíð 1, Sauöárkróki. «*«€« Heiörún Bjömsdóttir,
. Hliðarvegi 42, ísafiröi. Stefan Agustsson, Sigurbjörn Bórðarson, Faxashg 24 Vestmannaeyjum. Vatnsendabletti 57, Kópavogi. Sigurbjorg Sigurðardottir, nifur Aenarsson. Þangbakka 10, ReykjavDt. Neshaga 12,-Reykjavik.
Bragi Björnsson, fifi á?a Álfheimura 14, Reykjavik. OU Cir«i HiIdur Hafstaði
Áslaug Klara Júliusdóttir, Hjarðarhaga 17 Reykjavik. r o Jakob K. Kristjansson, Engihjalla 3, Kópavogi. Skipasundi 66, Reykjavik. Anu Guömundsson, Ti’nnrrotninn \ r; Mifiaknti 1. FUÓtshlíöarhreppi. gSSu ReyWav’ík. c^^arfV8r^fSo°t 'i, Magnús Hans Magnússon, Strandaseh 2, Reykjavik. Vitebraut 1, Hólmavik.
Friðlaugur U. Friöjónsson, 50 ára FjarðarseU20, Reykjavík. H Lára Thorarensen.
Sigriður B. Jóhannsdóttir, I^Kiargötu 8, Hvammstenga. Grettisgötu 92, Reykjavik.
Kristján Bello Gislason
Kristján Belló Gíslason leigubíl-
stjóri, Vogatungu 101, Kópavogi, er
áttræðurídag.
Starfsferill
Kristján fæddist í Sandprýði í
Vestmannaeyjum og ólst upp í Eyj-
um og aö Múlakoti í Fljótshlíö við
sjómennsku og almenn sveitastörf.
Hann flutti til Reykjavíkur 1934,
stundaði þar almenna verkamanna-
vinnu fystu tíu árin en gerðist þá
leigubílstjóri og stundaði aksturinn,
lengst af á Hreyfli, tfi 1987 er hann
hætti fyrir aldurs sakir.
Kristján og kona hans fluttu í
Kópavoginn 1946 þar sem þau hafa
búið síðan.
Fjölskylda
Krisfján kvæntist 1942 Halldóru
Stefánsdóttur, f. 6.8.1922, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Stefáns Guð-
mundssonar, verkamanns á Raufar-
höfn, og Amþrúðar M. Hallsdóttur
húsmóður.
Böm Kristjáns og Halldóru eru
Gísli Þröstur, f. 1.10.1943, fulltrúi á
Keflavíkurflugvelli, búsettur í
Garðabæ, var kvæntur Guðrúnu
Emu Bjömsdóttur, starfsstúlku á
Sólvangi í Hafnarfirði, og eignuðust
þau fjögur böm; Guðleif, f. 29.1.1945,
verslunarmaöur, búsett í Hafnar-
firði, gift Helga H. Eiríkssyni bif-
vélavirkja og eiga þau þrjú böm;
Amþrúöur Margrét, f. 6.2.1947,
starfsstúlka á Hrafnistu í Hafnar-
firði, gift Hafsteini Má Guðmunds-
syni húsasmíðameistara og eiga þau
fimm dætur; Guðni Svavar, f. 20.11.
1954, d. 7.8.1984, rafvirki í Reykja-
vík, var kvæntur Júlíönnu Sóleyju
Gunnarsdóttur skrifstofumanni og
em börn þeirra tvö; Stefán Rúnar,
f. 2.4.1957, framkvæmdastjóri í
Kópavogi, var kvæntur Lindu
Hreiðarsdóttur fóstm og eiga þau
eina dóttur. Dóttir Kristjáns frá því
fyrir hjónaband er Vera Kristjáns-
dóttir, f. 10.7.1932, gift Siguijóni
Richter vömbílstjóra og eiga þau
þijár dætur en móðir hennar er
Kristjana Hannesdóttir.
Systkini Kristjáns: Haraldur
Gíslason, f. 24.5.1907, nú látinn; Sig-
ríöur Gísladóttir, f. 11.5.1909, hús-
móðir í Kópavogi; Guðlaug Gísla-
Kristján Belló Gislason.
dóttir, f. 19.9.1909, nú látin; Fanney
Gísladóttir, f. 16.12.1914, búsett í
Kópavogi; Soffía Gísladóttir, f. 31.12.
1915, húsmóðir á Hvolsvelli,
Foreldrar Kristjáns: Gísli Þórðar-
son, f. 15.12.1877, d. 9.11.1943, verka-
maður og sjómaður í Vestmannaeyj-
um, og Guðleif Kristjánsdóttir, f.
15.10.1886, d. 22.1.1917, húsfreyja.
Kristján og Halldóra taka á móti
gestum í Félagsheimili Kópavogs,
2. hæð, á afmælisdaginn, klukkan
16-18.
POWERSTAR
12 V - 240 V inverter
400 W - 700 W - 1300 W
Mál 30 cm x 8 cm x 8 cm
Aðeins 2,5 kíló
Hljóðlátt tæki sem notar tölvutækni
Fyrir: iðnaðarmenn,
sumarhúsaeigendur, sjómenn og fl.
Uppl. og pöntun hjá
D.E.B. þjónustunni
sími 93-13220