Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Skandia nýtir sér sænska tryggingastaðla: Ekki áhugi tryggingafélaga að reikna hvern tryggingataka út - segir Þórður Þórðarson hjá Skandia „Við höfum notast við upplýsingar frá sænskum tryggingamarkaði og það er sænskur tryggingafræðingur sem hefur reiknað út tryggingar fyr- ir okkur. Við heimfærum þá trygg- ingastærðfræði yfir á markaöinn hér. Við höfum ekki gleypt það hrátt og smellt því óbreyttu á markað hér, það hefur verið aðlagað íslenskum aðstæðum á margan hátt. Ég er hins vegar ekki frá því að það hefði kannski verið réttara að notast meira viö sænsku staðlana en gert er,“ sagði Þórður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri vátryggingarsviðs Skandia, í samtali við DV. „Meginmunurinn á okkur og hin- um er sá að hingað til hafa iðgjöld verið reiknuð sem ein heild og menn hafa tekið sameiginlégar ákvarðanir um hver þau ættu aö vera. Þetta er gert í stað þess að taka hvert félag fyrir sig sem getur verið misjafnt eftir áhættu. Menn hafa heldur ekki sýnt neinn áhuga á að brjóta þetta upp þannig að tryggingatakamir hver um sig, væru teknir og reiknaðir út. Bónus- kerflð ruglar þetta einnig. Þegar meðalbónus er kominn um og yfir 55% þá sjá menn hve kerfið er óvirkt. Það virðast nánast allir geta fengið þann bónus sem þeir biðja um. Vandamálið hjá hinum trygginga- félögunum er það að þau eru með svo stóra stofna. Ég er ekki frá því að þeir vandi sig betur við að taka nýjar tryggingar nú en áður. Þeir sitja uppi með fortíðarvandamál og lélega sam- setta áhættu. Þegar eitthvaö er í ólagi virðist ekki vera neitt einfalt mál að beita fyrir sig einhveijum samþykkt- um og reglugerðum til þess að fá menn til þess að laga hlutina hjá sér. Við erum fyrst og fremst að sækj- ast eftir þeirri áhættu sem við teljum vera góða. Viö höfum lítinn áhuga á að bjóða í fyrirtæki sem eru með lé- legar brunavamir og allt niður um sig í þeim efnum. Við myndum ekki eyða neinni vinnu í það því við vitum að þeir fá tiltölulega góða tryggingar- taxta mjög víða Við höfum látið skoða hvert einasta hús sem við tökum í tryggingu. Við erum með smiði og pípara sem skipt- ast á um að vinna þessa vinnu fyrir okkur. Þeir fara í heimsókn og skoða húsið og við fáum margoft ábending- ar frá þeim um að það borgi sig ekki að tryggja í það og það skiptið. Annar áhættuþáttur sem við hug- um einnig að er aö þaö virðast vera ákaflega mikil tengsl á milli fjárhags- stöðu fyrirtækja og brunahættu. Þetta hefur kannski ekki verið skoð- að neitt sérstaklega hjá félögunum hingað til. Nú er maður ekki endilega að segja að það sé endilega kveikt í þannig fyrirtækjum en þetta er einn- ig spuming um viðhald og annað sem vill vera í molum í slæmri íjárhags- stöðu. Ef við tökum fyrir iðgjöld af mótor- hjólum sem dæmi þá spyr maður hvernig sé hægt að skipta niður ið- gjaldinu þegar sama gjald á að gilda fyrir 1000 mótorhjól. I þannig tilvik- um styðjumst við hiklaust við upp- lýsingar sem við fáum frá Svíþjóð eða Englandi. Okkur þykja þær tölur sem við fáum þaðan alveg jafn góðar pg gildar þó að þær komi ekki frá íslandi. Það er ætlun okkar aö gera út- reikninga á iðgjöldum sem gera ráð fyrir stærð hjóla og aldri ökumanns og jafnvel með tilliti til hve mikið þau eru notuð á hveiju ári. Þau iðgjöld munu verða tilbúin fyrir 1. mars,“ sagði Þórður. -ÍS Skandia-ísland nýtir sér sænska staðla til þess að meta áhættu hjá hverjum tryggingataka. Áður hafa tryggingafélögin grófflokkað tryggingatakana. Þeir sem genga vel frá sínum málum hafa því goldið fyrir trassana. DV-mynd Brynjar Gauti íslenskar tölur þær einu marktæku - segir Öm Gústafsson hjá VÍS „Áhættumat eða notkun trygg- ingastærðfræði í útreikningum tryggingafélaga var miklu meira fortíðarvandamál þegar menn höfðu ekki töílureikna og annað til þess að vinna með. Aðstæður eru aðrar í dag. Bara sem dæmi þegar við vorum að skoða okkar gjaldskrá fyrir þetta ár, þá voru 3-4 háskólamenntaðir menn að vinna að útreikningum fyr- ir okkur. Við fengum að auki doktor í tölfræði frá Háskólanum til að skoða trúveröugleika og skekkju- mörk á því sem við vorum að gera sem gildir til dæmis um iðgjöld bif- reiða," sagði Örn Gústafsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá VÍS, í samtali við DV. „Þegar þeir hjá Skandia eru að tala um að þeir noti tryggingastærðfræði sem aðrir noti ekki er það náttúrlega mesta vitleysa. Við erum til dæmis með Jón Erling Þorláksson trygg- ingafræðing sem sér um útreikninga fyrir okkur. Svo má einnig minnast á talnakönnun fyrir bifreiðatrygg- ingar sem Benedikt Jóhannsson hef- ur séð um. Skandia notar ekki íslenska statist- ik og hefur ekki aðgang að henni. Við erum með marktækar tölur hér í þessu landi og við þurfum enga sænska tryggingastærðfræðinga til að segja okkur til. Það er vafasamt að notast við erlenda statistik sem á ekki við þær aðstæður sem hér ríkja. Með þeirri tölvutækni sem við höf- um aðgang að hjá VÍS, þá fáum við á svipstundu alla þá statistik sem við þurfum til þess að taka ákvarðanir um iðgjaldataxta. Við höfum statist- ikina beint úr tölvunum. Auk þess, vegna þess hve markaðshlutdeild okkar er stór, erum við með besta aðgang sem til er og þar af leiðandi betri aðstöðu en Skandia til útreikn- inga á iögjöldum. Með tilkomu töflureikna og ann- arra slíkra tækja er þörf félaga fyrir tryggingastærðfræðinga að minnka. Aðrar gerðir trygginga eins og til dæmis brunatryggingar, lúta allt öðrum lögmálum. Svo rætt sé áfram um tryggingastærðfræði þá sýnist mér ekki sem Skandia sé neitt að bijóta eitthvert blað í þeim efnum. Þá tek ég mið af þeim tilboðum sem við erum að sjá frá þeim í fyrirtækj- um og fýrir einstaklinga. Þau tilboð tengjast tryggingastærðfræði ákaf- lega lítið,“ sagði Öm. -ÍS Áhættumatið getur venð breytilegt -segir Kristinn Guðmundsson hjá Húsatiyggingum Reykj a víkurborgar „Þaö eru í gildi ákveðnir ið- gjaldataxtar hjá okkur en við erum eingöngu raeð brunatryggingu. er Ibúðarhúsnæði áhættuflokki, með taxta sem er nflög Kristinn allt i santa sama iögjalda- segir Guðmundsson, ffam- kvæmdastjóri Húsatrygginga Reylgavlkurborgar. „Það hefur ekki verið taiið mögu- legt að fylgjast svo með einstakling- um tfaro yfir það sem eldvarnaeft- irlit og byggingarfulltrúi gera. Áhættumatið getur verið svo breytilegt á miUi árstíða. Hvað varðar atvinnuhúsnæði gilda þar nokkrir áhættuflokkar sem eru misjafnlega háir. Þaö ræðst af þeirri starfsemi sem ífam fer á viö- koraandi stað. Ef til dæmis er talað um bifreiða- verkstæði er það talin mikil áhætta og flokkast í háan iðgjaldaflokk. Skrifstofuhúsnæði ýmiss konar er hins vegar í lágum áhættuflokki, skólar eru í lægsta áhættuflokki og svo framvegis. Viö höfum ekki tök á að fara út í nánari skilgrein- ingu. Við getum að vísu komið með ábendingar til lagfæríngar. Eld- vamaeförlitið sér um eftirlit fyrir okkur og þeir eiga að sjá um að hlutirnir séu i lagi. Við erum skyld- ugir til þess að tryggja en getum hækkað iðgjöld viðkomandi ef hlutir reynast ekki í lagi á grund- velli upplýsinga frá eldvamaeftir- litinu. Viö setjum þau hús í hæsta áhættuflokk þar sem einhveiju er ábótavant. Hvort eldvarnaeftirlitið kemst yfir allt sem þeim er ætlaö að gera, er allt annað mál. Viö höf- um allavega engan mannskap til þess að halda uppi nánara eftirliti. Tryggingatakar verða að taka á sig einhveija meðaltalsmeðferð á öllu saman,“ sagði Kristinn. -ÍS HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR X Suðurlandsbraut 30 - 108 Reykjavík Sími 681240 - Fax 679640 UMSÓKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 122 nýjum og 90 eldri félagslegum eignaríbúðum, sem koma til afhendingar fram á haus- tið 1993. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 20 nýjar félagslegar kaup- leiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30 og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 6. mars nk. Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um 7 fjögurra herþergja og 5 tveggja herbergja íbúðir í Veghúsum 31. Umsóknarfrestur um þessar íþúðir rennur út 21. feþrúar nk. og verður íþúðunum úthlutað í byrjun mars og þær afhent- ar kaupendum. HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.