Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992. ÚtLönd_____________ Danmörkfærist norðarum20 metraáári Danmörk er alltaf aö stækka og Skagen, nyrsti oddi landins, fær- ist stöðugt noröar. Danir fagna að sjálfsögðu þessum tíðindum, sérstaklega vegna þess að land- vinningamir virðast ganga hrað- ar með hveiju árinu. Fyrr á árum lengdist Skagen um 6 til 8 metra á ári en landauk- inn á síðasta ári nam 20 metrum. Skagen er á straumamótunum milli Skagerak og Kattegat og þar hleðst upp sandur sem smám saman grær upp. morðingja 12 árastúlkuá strætisvögnum Lögreglan í Fredricia i Dan- mörku hefur látið festa mynd af 12 ára stúlku á alla strætisvagna í borginni. Jafnírarat eru ailir hvattir til aö gefa upplýsingar um ferðir stúlkunnar áður en hún hvarf í miðbænum í síöustu viku. Lík hennar fannst í skurði fyrir utan borgina skömmu eftir aö ieit að henni hófst. Sýnt þykir að hún hafi verið myrt Borgarbúar eru felmtri slegnir vegna morðs- ins en lögreglunni hefúr enn ekki tekist að hafa hendur í hári morð- ingjans. Tölvuveiraí kjarnorkuveri Yfirvöld í Litháen hafa upplýst að starfsmaður í kjamorkuveri þar hafi komið tölvuveiru fyrir í sfjórnkerfi versins. Hinn seki hefur veriö handtekinn en hefur við yfirheyrslu ekki viljað segja hvað honum gekk til með hrekknum. Veiran haföi ekki áhrif á stjóm sjálfs kjamakljúfsins en lagöi undir sig alla aðra hluta af stjóm- kerfi versins. Mikiö uppistand varð i verinu þegar veiran lét til sfn taka. Úkraínumenn hjálpa Krímtöt- urumheim Ríkisstjóm Úkrainu hefúr ákveðiö að verja töluverðri fjár- hæð til aö auðvelda Krímtöturum að flytja til fyrri heimkynna sinna á Krímskaga. I valdatið Stalíns, sem lengi var dáður af sósialistum fyrir farsæla lausn þjóðemismála, voru Krím- tatarar ýmist drepnir unnvörp- um eða fluttir til Síberíu. Þeir sem eftir lifðu vflja nú flytja heim og fá aftur eignir sínar á Krímskaga. Tataramir voru sakaðir um að vinna meö Þjóð- verjum í síðari heiiússtyijöld- innl. Jeltsin ætlar aðsenqavið Japani Afráðið er að Borís Jeltsín Rússlandsforseti fari í opinbera heimsókn til Japans í september. Búist er viö að forsetinn reyni að fá aöstoö frá Japönum við efúa- hagsuppbyggingu en stjómvöld í Tokyo hafa verið treg til aö láta nokkuð umtalsvert af hendi rakna nema Rússar samþykki fyrst að skila aftur fjórum eyjum úr Kúrileyjaklasanum. Jeltsín hefúr gefiö í skyn að þetta komi vel til greina. Áður hafði Míkhaíl Gorbatsjov fariö bónarveg aö Japönum án árang- urs vegna deilna um eyjamar. George Bush Bandaríkjaforseti notar nú hverja stund til að kynna stefnu sína í efnahagsmálum og veitir ekki af þvi margir landar hans hafa litla trú á að hún dugi til að auka hagsæld vestra á ný. Bush hefur lika þann djöful að draga að stöðugt er verið að hnýsast í einkamál hans. Simamynd Reuter Svefnlyfið umdeilda hefur áhrif á bandarísk stjómmál: Bush hættur að taka inn halcion - notaði lyfið reglulega í Japansferðinni fyrr á árinu George Bush Bandaríkjaforseti hefur notað svefnlyfið halcion reglu- lega á undanfomum ámm en er hættur því nú eftir að fram komu sterkar vísbendingar um að það gæti valdið skynvillu og jafnvel geðveiki. Bush segir að hann hafi síðast not- að lyfið í 12 daga ferð um Austurlönd í síðasta mánuði en ferðinni lauk með hálfgerðum ósköþum í Japan. Þar veiktist forsetinn af iðrakveisu. Engan sannanir liggja þó fyrir um að veikindi forsetans megi rekja til lyfsins. Engu aö síður er þetta slæmt mál fyrir Bush því umfram allt annað verður að gera kröfu til að æðsti leið- togi landsins sé með réttu ráði við stjórnarathafnir. Sala á halcion hef- ur verið bönnuð í Bandaríkjunum vegna aukaverkana sem lyfið hefur. Þar hefur veriö höfðað mál á hend- ur framleiðanda lyfsins vegna þess að kona, sem tók lyfið reglulega, seg- ir að hún hafi myrt aldraða móður sína vegna geðveilu. Æði konunnar er rakið til aukaverkana af svefnlyf- inu. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir að Bush hafi htið svo á að lyfið væri skað- laust en hætt töku þess nú vegna nýjustu upplýsinga um áhrif þess. Fitzwater sagði einnig að Bush hefði ætíð tekið lyfið í litlum skömmtum og farið að ráðum lækna í þeim efn- um. Mál þetta kann þó að hafa áhrif á kosningabaráttuna sem nú stendur fyrir dyrUm vestra. Þvi veröur vafa- laust velt upp hvort Bush hafi alltaf verið með réttu ráði þegar hann tók mikilvægar ákvarðanir á liðnum árum. Öllum ráðum er beitt til að koma höggi á andstæðinga í kosn- ingabaráttunni og Bush má síst við nýjum áfóllum því fylgi hans fer mjög dalandi. Reuter Kviödómendur í máli Tysons hætt komnir í hótelbruna: Málinu spilK með íkveikju Fresta varð vitnaleiðslum í nauðg- unarmálinu gegn hnefaleikakappan- um Mike Tyson í gær vegna þess að kveikt var í hótellnu þar sem kvið- dómendur eru hafðir í einangrun meðan þeir íhuga atvik málins. í eldsvoðanum lést einn hótelgest- ur og tveir slökkviliðsmenn. Þá hlutu tíu menn sár. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu í þeim til- gangi að spilla fyrir réttarhaldinu. Reglur kveða skýrt á um að kvið- dómendur megi ekki bera saman bækur sínar utan réttarsalarins. Nú hittust þeir þegar hótehð var rýmt enda enginn tími til að gæta að hvort þeir töluðu saman. Eldurinn kom upp í gærmorgun áður en dómari setti réttinn. Ekkert varð því úr vitnaleiðslum en búist er við að hægt verði að halda áfram í dag ef annar hvor málsaðila krefst þess ekki að skipaður verði nýr kvið- dómur. Sérfræðingar lögreglunnar eru enn að rannsaka nærbuxur stúlkunnar sem segir að Tyson hafi nauðgað sér. Þeim ber ekki saman um hvort þær eru markvert réttarplagg eða ekki. Engjn afgerandi ummerki fundust á buxunum svo af því mætti draga ályktanir um nauðgun. Reuter Vel fór á með Tyson og fegurðardrottningunni Desiree fyrir keppnina. Hún segir að hann hafi nauðgað sér á eftir. Sænskirfánará leigubflum vekja deflur Miklar umræður fara nú fram í Svfþjóð um þaö uppátæki um tvö hundruð leigubílstjóra í Stokkhólmi að setja sænskan fána á bifreiðar sínar til raerkis um að þeim aki sænskir þegnar en ekki útlendingar. Menn velta því fyrir sér hvort þetta sé viðeig- andi i kjölfar skotárása á innfiyíj- endur að undanfómu, hvort þarna ráði kynþáttafordómar ferðinni. Leigubílstjórar segja þetta ekk- ert eiga skylt viö kynþáttahatur þar sem margir, einkum þó ellilíf- eyrisþegar, kjósi frekar að ferðast með sænskum bílstiórum. Eng- inn hefði gert athugasemd við fánana ef innflytjendurnir hefðu ekki orðið fyrir árásum. Aðrir llta málið ekki sömu aug- um. Forstöðumaður félagsmála- stofnunar Stokkhólms hefúr t.d. hvatt starfsmenn sína til að af- panta leigubíla sem sýna „inn- flyijendum fjandskap meö því að klína sænskum fánum á biia sina.“ Nintendosafnar fyrírhafna- bolfaliði Forstjóri japanska tölvuleikja- fyrirtækisins Nintendo hefur selt hluta hlutabréfa sinna í fyrirtæk- ínu til aö afla tjár til kaupa á bandarísku hafnaboltahði. Nintendo og kaupsýslumenn frá Seattle geröu tilboð i liöið Se- attle Mariners í janúar. Ef kaupin ganga eftir mun forstjóri Nint- endo eignast 60 prósent í liðinu. Borgaryfirvöld eru ánægð með tilboðið frá Nintendo en forseti hafnaboltasambandsins telur hæpiö að kaupin verði samþykkt. Verslun stefnt fyrlr ilmandi vörulista Tískuhönnuðurinn Julia Kend- all í San Francisco segir aö hún þoli ekki ilmandi iimvatnsaug- lýsingar og þess vegna hefur hún farið i mál við verslanakeðjuna Neiman Marcus og krefst tjögur þúsund dollara skaðabóta. KendaO sagöi fyrir rétti á þriðjudag aö hún hefði fengið tvö vörulista frá Neiman Marcus í póstinum og í þeim hefðu verið ilmandi auglýsingar. Hún var með gasgrfmu fyrir vitunum og sagði að hún færi að hósta og háls hennar þrútnaði þegar hún fyndi lyktina af aug- lýsingunum. Skaðabæturnar vill hún fá til aö borga fyrir læknis- hjálp og vegna vinnutaps. Taismaður verslunarinnar vildi ekki tjá sig um málið. Úr- skurður verður kveðinn upp eftir mánuð. Eldsneytisleysi stöðvarflugfrá Tallinn Flug frá aðalflugvellinum í Taliinn í Eistlandi hefur veriö stöðvaö vegna eldsneytisskorts. Tass-fréttqstofan sagði að að- eins ein flugvél, sem var á leið tii Búdapest í Ungverialandi, hefði farið í loftiö í gær. Oðru flugi var aflýst. Ákveðið var að hætta farmiðasölu til 12. febrúar og yfir- menn flugvallarins sögðust ekki vita hvenær aftur yrði fiogið. Eldsneytisskortur hefur oft truflað flugsamgöngur í fyrrum Sovétlýðveldum það sem af er vetri og hefur ástandið vakið mikla reiði og mótmæli af hálfu flugfarþega. TT og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.