Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992.
11
Aramót í Kína
Kinverjar fagna nýju ári í byrjum febrúar. Þeir kenna þetta ár viö apa og
af þvi tilefni hafa myndir af konungi apanna verið áberandi i landinu. íbúar
í Peking, höfuðborg Kina, höfðu á lofti þennan loftbelg í líki apakonungsins
til að minnast áramótanna. Simamynd Reuter
Forseti Venesúela heldur fast 1 stefnu sína:
Valdaránsmönnum
refsað grimmilega
Carlos Andres Perez, forseti
Venesúela, hvikaði ekki frá óvinsæl-
um efnahagsumbótum sínum í gær
þrátt fyrir valdaránstilraun
óánægjuafla innan hersins. Hann
fordæmdi uppreisnarmennina og
sagði að þeim yrði refsað grimmi-
lega.
„Ríkisstjórnin er alitaf að endur-
skoða stefnu sína en við hljótum að
vera stoltir yfir því að okkur hefur
orðið vel ágengt með stefnuna á öll-
um sviðum," sagði Perez þegar hann
var spurður hvort breyting yrði gerð
á aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.
Óánægja vegna versnandi efna-
hags og gífurlegra verðhækkana er
talin vera helsta ástæðan að baki
valdaránstilrauninni. í febrúar 1989
létu að minnsta kosti þrjú hundruð
manns lífið í uppþotum vegna efna-
hagsaðgerða stjómarinnar.
Efnahagsumbæturnar fela m.a. í
sér einkavæðingu ríkisfyrirtækja,
afnám niðurgreiðslna á matvæh og
verðlagshafta.
Perez lét orð sín falla viö athöfn
þar sem minnst var fimm lífvarða
hans sem féhu í uppreisninni en
hann fór ekki nánar út í efnahags-
stefnu sína.
Stjómarerindrekar sögðu þó að
forsetinn mundi líklega verja meira
fé til félagsmála til að lægja óánægju-
öldurmeðalalmennings. Reuter
Drottning í 40 ár
EUsabet Bretadrottning heldur 1
dag upp á það að fjöratíu ár era liðin
frá því hún settist í hásætið. Af því
tilefni verður sýnd sjónvarpsmynd
þar sem sýnt er frá daglegu lífi
drottningarinnar. Þar kemur fram
að hún er skyldurækin kona sem
hefur þó gaman af því að spauga
dáUtið.
Ekki verður haldið upp á tímamót-
in meö neinni viðhöfn, m.a. vegna
mikfilar efnahagskreppu í Bretlandi.
Landsmenn hafa og að undanfórnu
viðrað efasemdir sínar um konung-
dæmið. Samkvæmt skoðanakönnun-
um eru flestir Bretar þó hoUir þegnar
en engu að síður telja þrír af hveijum
fjóram að drottning eigi að greiða
tekjuskatt af auðæfum sínum.
Reuter
Jeltsín og Mitterrand undirrita samning í dag:
Binda enda
á fjandskap
- sammála um takmörkun kjamavopna
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti og Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti undirrita í dag sögulegan samn-
ing milU ríkjanna þar sem bundinn
er endi á fjandskap þeirra. Þetta er
fyrsti slíki samningurinn sem hið
nýja rússneska ríki gerir við eitt af
vesturveldunum frá því að Samveldi
sjálfstæðra ríkja var stofnað í des-
ember.
Borís Jeltsín sagöi að samningur-
inn væri „lagagrundvöfiur fyrir al-
veg ný tengsl miUi ríkjanna um
ókomin ár“.
Jeltsín var vel fagnað þegar hann
kom í opinbera heimsókn til Frakk-
lands í gær og á meðan á dvöl hans
stendur mun hann reyna að telja
franska atvinnurekendur á að auka
aðstoð sína og fjárfestingu í Rúss-
landi.
Fækkun kjamavopna var efst á
baugi á fyrsta fundi Jeltsíns af tveim-
ur með Francois Mitterrand í Elysée-
höll. Franskir embættismenn sögðu
að forsetarnir heföu verið sammála
í stórum dráttum um þörfina á að
takmarka kjarnorkuvopnabirgðir til
að fyrirbyggja hugsanlegar árásir.
„MikUvægasti þátturinn var sá að
þeir vora sammála um nauðsyn lág-
marks kjarnoravopnabirgða tíl að
tryggja fælingu," sagði Pierre Morel,
ráðgjafi Mitterrands.
Áður en hann lagði upp frá Moskvu
sagði Jeltsín að hann ætlaðist til að
Frakkar mundu svara tillögum risa-
veldanna um fækkun kjarnavopna
með því að fara að dæmi þeirra og
var búist við að það mundi valda
ágreiningi.
Bæði Frakkar og Bretar hafa hafnað
þvi þar sem þeir segjast aðeins hafa
Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti tók á móti Boris Jeltsin Rúss-
landsforseta meö mikilli viðhöfn í
Paris í gær. Símamynd Reuter
fáeinar kjamaflaugar. Jeltsín sagði í
London í síðustu viku að hann sæi
ekki tilgang með að leggja hart að Bret-
um að fækka kjamavopnum sínum.
Viðræður um efnahagsmál fóru vel
af stað þegar Jeltsín tilkynnti að báð-
ir aðilar væru sammála um að um
fjöratíu milljarða króna lán sem
voru veitt Sovétríkjunum á sínum
tíma yrðu nú færð yfir til Rússlands.
Lánin átti að nota til að kaupa land-
búnaðarvörur en þau voru fryst við
hrun Sovétríkjanna þar sem franskir
bankar neituðu að láta þau af hendi
við nýja rússneska banka sem ekki
væri vitað hvemig mundu pluma sig.
Reuter
Útlönd
leiki í skriftar-
klefanum
Sóknarbörn i kirkju einni í
bænum Sluis í Hollandi komu að
ungu pari i eldheitum ástaleikj-
um þegar farið var að rannsaka
gransamleg hljóð sem heyrðust
frá einum skriftaklefanum.
Kirlqugestimir áttu ekki von á
öðru en að þeir mundu grípa
þjófa glóðvolga þegar þeir sviptu
tjaldinu frá klefanum og uppgötv-
uðu í staðinn hálfnakin skötuhjú-
in. Sóknarpresturinn var ekki,
kallaður til að veita þeim synda-^
aflausn.
Reuter
LITIA FRÁBÆRA
ÞVOITAVÉLIN FYRIR ÞIG
SPARNEYTIN OG
HENTAR ÞÍNUM AÐSTÆÐUM
ÆUMENIAX
ENGRI LÍK
Rafbraut
BOLHOLTI4 S* 681440
Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra?
Þaðgeturverið hagstættverð, lægri rekstarkostnaður, minnaviðhald, háþróuð
tækni, fyrsta flokks þjónusta eða hámarks öryggi. Nyja BMW 3 línan sameinar
alla þessa kosti, en býður jafnframt upp á hinn "klassíska" stíl g'jg |
sem ávallt er að finna í BMW. BMW - bíll sem vekur athygli Któ'há^MioReyk]av(k-s(mieseess
Engum
líkur
NY BMW 3 LINA
BUK AF FRAMTÍÐINNI
•ÍSKSSBS
59 wst*® móm
WitöMUM
SKILAFRESTUR TIL 15. MARS NK.
FARVÍS-ÁFAN GAR
TÍMARIT FERÐAMANNSINS
ASKRIFTARSIMI: 91-680699
QLÆSILEQ FERÐAVERÐLAUn
FLUQ TIL BALTIMORE
QISTinQ í WASHINGTOM
SKILAFRESTUR TIL 1. MARS NK.