Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR Í992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Stór, gömul og þreytt Hross eru tryggð á grundvelli upplýsinga um nafn, lit og aldur. Ef brúnn hestur á svipuðum aldri drepst í hesthúsahverfinu, getur tryggingafélagið ekki efazt um, að það sé hinn tryggði hestur. Þetta veldur svo háu tjónahlutfalli, að hrossatryggingar eru mjög dýrar. Ef eigandi reiðhrossa hefur samband við tryggingafé- lag og óskar eftir að tryggja hross á grundvelli upplýs- inga um frostmerkingu, þannig að útilokað sé að rugla saman hrossum, getur hann ekki fengið lægra iðgjald á grundvelh minni áhættu af hálfu tryggingafélagsins. Þetta htla dæmi um kölkun tryggingafélaga sýnir í hnotskum, hvemig hin stóra, gömlu og þreyttu trygg- ingafélög landsins nýta sér ekki tryggingástærðfræði til að flokka niður áhættu, svo að unnt sé að bjóða fólki lægri tryggingar, ef það er með sitt á hreinu. Frægari dæmi og dýrari era á öðrum sviðum. Trygg- ingafélög flokka húsnæði mjög gróflega í áhættuflokka, en gera engan greinarmun á mikhh og lítihi bruna- hættu. Þannig er algengt, að frystihússljórar, sem eng- um eldvömum sinna, greiði sömu iðgjöld og aðrir. Þegar svo kviknar í frystihúsunum, þar sem eldvarn- ir era í megnasta ólagi, þrátt fyrir ótal aðvaranir eftir- htsaðha, greiðir tryggingafélagið hið sama og ef aht hefði verið í stakasta lagi. Þetta veldur því, að frystihús- stjórar sjá sér ekki hag í að borga fyrir eldvarnir. Sama er að segja um misjafnan frágang húsa gagn- vart foktryggingu. Th era opinberir staðlar um, hvemig eigi th dæmis að ganga frá þakjámi, svo að það íjúki ekki. Sumir fara eftir þessum reglum og aðrir ekki, en ahir borga sama iðgjaldið og ahir fá tjónið greitt. Talsmenn hinna stóra, gömlu og þreyttu tryggingafé- laga landsins segja, að ekki sé aðstaða th að skoða eld'- vamir í hverju húsi, og virðast þar með ekki taka mark á eldvamaeftirlitinu. Útlenda tryggingafélagið, sem hingað er komið, lætur hins vegar skoða hvert hús. Eðlileg samkeppni tryggingafélaga, sem ekki hefur verið hér á landi th skamms tíma, á að hafa áhættuflokk- un svo nákvæma, að tryggjendur sjái sér hag í því að hafa aht í lagi th þess að lenda í sem lægstum iðgjalda- flokki og vera öraggir um, að tryggingafélagið borgi tjón. Ef útlenda tryggingafélagið nær í betri viðskiptavini með því að bjóða þeim lægri iðgjöld á þeim forsendum, að minni líkur séu á tjóni hjá þeim en hjá hinum, sem era með aht niður um sig, era markaðslögmálin í fyrsta sinn farin að njóta sín í tryggingum hér á landi. Markaðslögmál í tryggingum hafa einkum tvíþætt ghdi. í fyrsta lagi græðir viðskiptavinurinn sjálfur á lækkuðum iðgjöldum. Og í öðra lagi græðir þjóðfélagið í hehd á því, að tjón minnkar, þar sem ástand hinna tryggðu hluta verður betra en eha hefði orðið. Innreið Skandia í íslenzkan heim stórra, gamaha og þreyttra tryggingafélaga verður vonandi th þess að breyta langvinnri fáokun í eðlhega samkeppni. Það verður þá gott dæmi um gróða þjóðfélagsins af því að opna íslenzkan markað fyrir erlendri samkeppni. Við getum gert okkur í hugarlund, hvemig margt mundi lagast hér á landi, ef erlend samkeppni ryddi fáokun í burtu á fleiri sviðum, svo sem í bönkum, olíufé- lögum og flutningum á sjó, svo ekki sé talað um einokun- ina, sem er í flugi og innflutningsbannið í landbúnaði. Samkeppnin getur leitt th, að tryggingafélög hrökkvi af svefni, hætti að hossa brúnum hrossum og síbrenn- andi frystihúsum og fari að stunda alvörutryggingar. Jónas Kristjánsson „Hvað meö islenskan fisk og raforku, fiskitækni og jarðhitaþekkingu?" Hjól í vaf a- samri vél Um þessar mundir hverfa um 30.000 stöður í portúgölskum vefn- aðar- og fataiönaði. Það eru 10% mannaflans sem þar hirða pokann sinn og hafa að engu öðru að ganga. í Portúgal er bullandi atvinnuleysi og svo er um öll ,jaðarlöndin“ í EB; reyndar er slíkt atvinnuleysi „eðlilegt" ástand í bandalaginu. í sumum landanna, t.d. írlandi, er atvinnuleysi meðal ungs fólks 25-30%, eftir landshlutum. Fé sem EB úthlutaði til þess að gera portú- galska fataiðnaðinn nútímalegri reyndist minna en lofað var og stór hluti var nýttur af eigendum fyrir- tækja til þess er þeir töldu arðbær- ari fjárfestingar. Hluti afstærri heild Því er þetta nefnt hér að í umræð- unni um EES/EB gleymist einatt (eða því er stungið undir stól) að öll sókn EB eftir því að efla banda- lagið og óskir stórfyrirtækja í EB og EFTA (eða smáfyrirtækja sem eygja lag) eru hlutar af ákveðinni stjómlist; stórsniðnum áætlunum sem skoða verður innan ramma alls heimsins en ekki aðeins sem evrópska andlitslyftingu. Atvinnu- leysi í vefnaðar- og fataiðnaði í EB-löndunum á sér gildastar rætur í flutningi fyrirtækja á framleiðslu til 3. heimsins. Af henni er aftur verulegur hluti grundaður á hreinu og kláru arðráni: vanborg- uðu hráefni, lágu kaupi og eins konar vinnubúðakerfi þar sem konur (einkanlega) og jafnvel böm vinna lengi án þess að komast burtu eða hafa sjsdfsögð mannrétt- indi. Evrópsk stórfyrirtæki í iðn- greininni era auðvitað stórtækust á þessu sviði og jafnvel í Portúgal leita nú fyrirtæki í austurveg; þau hin sömu og byijuðu sem illa laun- aðir undirverktakar hjá miö-evr- ópskum fyrirtækjum. Hvað er að gerast? Evrópsku kapítali er lífsnauðsyn að skipuleggja sókn og hrista upp í stöðnuðum hagkerfum aðildar- landanna. Þau orð em ekki „marx- ískur“ áróður heldur klár boðskap- ur frammámanna í EB. Sóknin felst meðal annars í því að taka EFTA- ríkin upp í herinn, sníða af alla „óarðbæra" anga (sjálfbjargir í landbúnaði, mörg smáfyrirtæki o.s.frv.) og sækja enn fleiri millj- arða í greipar kollsigldra og skuld- ugra 3. heimsríkja. Og hvert skal svo beina spjótum samkeppninn- ar? Að hinum risunum tveimur: Japan/SA-Asíu og Bandaríkjunum. Reyndar kom aukaverkefni upp í hendur EB: Aö koma ár sinni fyr- ir borð í gjaldþrota löndum komm- isarakapítalismans og leiða þau helst í eigin her. ísland er ekki ein- hver helgur reitur í þessari herfór. Því er ekki ætlað „allt fyrir nánast ekki neitt“. Það er tannhjól í vél- inni: forðabúr til að ná í matvæli, KjaUarinn Ari Trausti Guömundsson jarðfræðingur orku, olnbogarými, hugvit og fleira. Auðvitað veröur slíkt ekki tekið með offorsi heldur með kaup- samningi. Kemur þaö sumt vel, einkum fyrir íslenskt kapítal sem „passar" í evrópsku myndina. Annað miður. Um það verður ekki fjölyrt, enda skrifa EES-andstæö- ingar um slíkt nýtilegar greinar. „Smáa letrið" í samningnum, sem gleymt er, fjallar um það hvemig land eins og ísland dregst með í stórslag efnahagsblokkanna og sýpur öll þau seyði sem ósigrar EB skylda öll aðfldarlöndin til að drekka. Óróleg framtíð Ósigrar - segir hér á undan. Er ekki EB hin frjálsu samtök ríkj- anna er hafa fundið bestu leiðina til þess að lifa í velmegun, friði og spekt? Svo segja talsmenn þess. En 1300 milljóna dollara skuld Banda- ríkjanna við Japan (miðað við 1995), lækkun bandaríska hluta heimsframleiðslunnar úr 36% í 23% (nú) og hmn hvers stórfyrir- tækisins í Bandaríkjunum á fætur öðm auka ekki á friðarlíkur í við- skiptasamkeppninni. Um leið og þessu fer fram hefur hlutur Japans í heimsframleiðslunni aukist úr 6% í 16% og aðeins níu risar em nærri allsráðandi í japönsku efnahagslífi. Landið þarf að sækja nær allt nema mannafla og orku til annarra landa og er algjörlega háö risastórum erlendum markaði. Hagvöxtur í Japan hægist nú, og verulegar líkur eru á að efnahagur- inn komist í kreppu eftir 1-3 ár, ef fram heldur sem horfir. í EB-lönd- unum em mörg krepputeikn og stórveldið Þýskaland hefur mátt þola minnkandi hagvöxt árið 1991. Af svona ófullkominni upptalningu má ráða, þrátt fyrir allt, að slagur- inn um hagnað og markaði, hrá- efni, orku og olnbogarými á eftir að harðna: þá ekki síður vegna þess að gömlu Sovétríkin eru óskrifað blað en skuldabyrðin og einhæfnin (þvinguð fram af iðnríkjunum) er um það bfl að sliga meirihluta 3. heimsríkjanna. Bara ein leið? EES-sinnar halda því fram að aðeins ein leið sé til: að binda trúss sitt við einn af risunum og gerast hjól í efnahagsstríðsvél hans. Að öðmm kosti verði ísland „lokað úti“ frá 380 milljóna manna mark- aði. Rökin fyrir þeirri fullyrðingu em sjaldséð, enda aðeins um hug- boð að ræða. Ekki er heldur til mikið af hliöstæðum dæmum; um ríki sem hafa lokast frá heims- markaðinum eða stóram hluta hans. Auðvitaö er ekki unnt aö skera úr um réttmæti fullyrðingar- innar, nema reyna hið gagnstæða og hafa þá í huga hina stóm heims- mynd sem hér er ýjað að. Og spyrja sig hvort peðið ísland skuli vera: blindskákarpeð, fómarpeð eða vinnupeð fyrir stórevrópskt kapí- tal sem tilkynnir: Þjóðríkið er dautt. Kannski að læra megi örlítið af EES-umræðunni í Noregi. Þar urðu hörðustu EES-sinnar að við- urkenna að „auðvitað gætu Norö- menn, utan EB, selt EB-löndum olíu af því að þau gætu ekki án hennar verið". Hvað með íslenskan fisk og raforku, fiskitækni og jarð- hitaþekkingu? Hitt skal að lokum viðurkennt að núverandi (smá)ríkjakerfi verður ekki eilíft á jarökringlunni. En al- þýða manna, sem ekki lifir af kapí- tali heldur eigin vinnuafli, býr ekki til stórar einingar nema eftir sínu höfði. Og þá auðvitað innan ramma efnahagskerfis sem ekki byggist á því að 10-20% hverrar þjóðar lifi fyrst og fremst af vinnu allra hinna. Sú byltingarstefna var kölluð sós- íaldemókratí fyrir um 100 ámm eða svo og var stefna hins vinnandi manns. Nú er kratismi stefna skut- ulsveina kapítalismans. Ari Trausti Guðmundsson „ísland er ekki einhver helgur reitur í þessari herför. Því er ekki ætlað „allt fyrir nánast ekki neitt“. Það er tann- hjól í vélinni: forðabúr til að ná í mat- væli, orku, olnbogarými, hugvit og fleira.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.