Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. j.yx o>5^ Fallegt og níösterkt parkett frá [||perstorp neS llafið samband við sölumenn okkar HF.OFNASMIOJAN Háteigsvegi 7. s 21270, 105 Revkjavik ÍJtlönd_________________________________ Átökin 1 Bosmu-Hersegóvinu: Bosnía hindrar brottf ör hersins Júgóslavneski herinn sakaði yfir- völd í Bosníu um að hindra að sam- bandsherinn gæti yfirgefið lýðveldið, en átökin milh Serba og íslamstrúar- manna harðna með degi hveijum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herse- góvínu, og í öðrum borgum í hinu sjálfstæða ríki. Átökin byijuðu aftur eftir að meirihluti friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna fór frá Sarajevo. Eftir því sem talsmenn sambands- hersins sögðu komu sveitir íslams- trúarmanna og Króata í veg fyrir aö herinn gæti yfirgefið borgina með því að gera árásir á hann. Frá því 27. apríl hafa 17.500 hermenn frá Svart- fjallaiandi or Serbíu úr sambands- hernum yfirgefið Bosníu samkvæmt fyrirskipun júgóslavneska ríkisins, sem eru Serbía og Svartfjallaland. Forseti Bosníu gaf sambandshern- um leyfi á sunnudaginn til að yfir- gefa búðir sínar í Sarajevo svo fram- arlega sem hermennirnir bæru að- eins létt vopn. Sambandsherinn hef- ur þó ekki enn svarað þessu tilboði, en hann hefur stutt Serba með þungavopnum og loftárásum. í gær gerðu Serbar árásir á svæði rétt utan við Sarajevo þar sem ísl- amstrúarmenn búa og barist var milli húsa í þessari fornu höfuðborg Bosníu þar sem vetrarólympíuleik- arnir fóru fram fyrir átta árum. „Þ'etta er ótrúlega hræðilegt," er haft eftir blaðamanni í borginni. Að sögn vitna þá lágu líkin út um allt, en engin leið var aö komast að þeim vegna skothríðar. Meirihluti íbúa borgarinnar eru án rafmagns, vatns og fersks matar. Reuter Samkvæmt indverskum siðum eru Sadhu-menn heilagir. Þegar himintunglin eru í ákveðinni stöðu hafa þeir það fyrir sið að baða sig í anni Ksippa þvi að þeir trúa að slíkt losi þá undan þeirri kvöð að fæðast aftur og aftur. Einum þeirra hefur ekki fundist nóg að geyma minningarnar í hugskoti sínu og beinir því myndbandsupptökuvél að félögum sínum. Simamynd Reuter Peronýtur meirafylgis enBush H. Ross Perot, sem enn er ekki opinberlega frambjóðandi í bandarísku forsetakosningun- um, heldur því fram að hann eigi mikið fylgi sitt aö þakka gremju og óánægju bandarísku þjóðar- innar meö stjórnmálamenn í Washington en ekki persónutöfr- um sínum. „Þetta hefur ekkert með mig sjáifan að gera heldur miklu fremur með þetta iand og áhyggj- ur fólksins í landinu,“ sagöi Perot á sunnudaginn í viðtali viö bandaríska kapalsjónvarpiö C- Span. Skoðanakönnun, sem birt var é iaugardaginn, sýndi að Perot hef- ur náð forystunni í kosningabar- áttunni. Þetta gefur til kynna að kjósendur vilja hann fremur sem forseta en George Bush, núver- andi forseta Bandaríkjanna, eöa Bill Ciinton, sem mjög líklega verður frambjóðandi Demókrata. Voru það 33 prósent aðspurðra sem sögðust mundu kjósa Perot en aðeins 28 prósent ætluöu aö greiða Bush atkvæði sitt og 24 prósent vildu Clinton. Perot sagði á fimmtudagjnn aö hann væri meö forskot á Bush í Kalifomíu, Texas og Flórída. Hann hefur þó enn ekki sagt op- inberlega að hann væri í fram- boði. Hann hefur ekki gefið upp hvenær hann muni tilkynna framboð sitt en hefur sagt að það verðiektóþann27.júní. Reuter ítalskir þingmenn uppvísir að svindli Ongþveiti ríkti á ítalska þinginu eftir að þingmenn urðu uppvísir að svindh þegar þeir reyndu að kjósa nýjan forseta landsins á laugardag. Kosningareglunum var breytt í kjöl- farið í gær. Hneykslismál þetta, sem á sér ekki fordæmi á þinginu, kom upp eftir að samsteypustjórn landsins kom sér ekki saman um nýjan forseta vegna innbyrðisátaka. Það varð til þess að Amaldo Forlani, leiðtogi kristilegra demókrata, dró framboð sitt til baka. Ekki er hægt að skipa nýja ríkis- stjóm í landinu til að binda enda á stjómarkreppuna fyrr en þingið kemur sér saman um eftirmann Francescos Cossiga sem sagði af sér forsetaembættinu í apríllok, tveimur mánuðum áður en kjörtímabil hans var á enda. Með afsögn sinni vildi hann mótmæla pólitíska kerfinu á ítalíu. Oscar Luigi Scalfaro, forseti neðri deildar þingsins, sagði í gær að í kosningunum á laugardag hefðu nokkrir þingmenn greitt tvö at- kvæði. Hann fyrirskipaði að þegar yrði gripiö til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara svindl. Scalfaro sagöi að eina ástæðan fyr- ir því að hann hefði ekki ógilt kosn- ingamar væri sú að svindiseölarnir hefðu verið svo fáir að þeir hefðu ekki haff nein áhrif til eða frá. Kosn- ingamar á laugardag leiddu ekki til niðurstöðu. Taliö er aö svindlið verði Arnaldo Forlani, leiðtogi kristilegra demókrata á Ítalíu, varð að draga framboð sitt til forsetaembættisins til baka um helgina vegna ósam- komulags innan stjórnarflokkanna fjögurra. Simamynd Reuter þingmönnum enn frekari álits- hnekkir. Scalfaro fyrirskipaði að byggður skyldi sérstakur kjörklefi inni í þing- salnum. Hver þingmaður fær aðeins einn atkvæðaseðil og blýant þegar hann fer inn í klefann og á þaö að koma í veg fyrir að frekar verði svindlað. Reuter Skoskeyja tilsölu Ein af sögufrægustu og harð- býlustu eyjum Skotlands er tii sölu fyrir eina milljón punda. Á eyjunni, sem kallast Eigg, eru tvær kirkjur, skóli, verslun, póst- hús og 70 íbúar, þ.á m. læknir, bréfberi og kennari. Byggð hefur verið á eyjunni allt frá steinöld og var hún miðstöð víkinga þegar þeir réðu yfir Helbrides-eyjunura. Bannaðað syngja í leigubílunt Stjómvöld í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, hafa ákveðiö að bannað sé með öllu að syngja í leigubílum. Hafa þau beðið eina 1,200 leigubílstjóra þar 1 borg að fjarlægia úr bílum sínum kara- oke-tæki, lítil sjónvarpstæki og jafnvel bilasíma. Ástæðan fyrir þessum hörðu aðgerðum er sú að talið var að drukknir viðskipta- vinir leigubílastjóranna, sem hæfu upp raust sína, væm stór- hættulegir allri umferð. Þar að auki var þetta mikil raun fyrir þá sem urðu samferða söngfugl- unum. Geðræn vandamál hjá japönskum karimönnum Rúmlega 40 prósent japanskra karlmanna á miðjum aldri telja að þeir eigi við geðræn vandamál að stríða. Þetta kemur fram í rannsókn sem japanska heil- brigðisráðuneytið hefur látiö gera. Kvarta mennirnir aðallega yfir svefnleysi, streitu og þung- lyndi. Rúmlega helmingur marrn- anna sagðist drekka áfengi á hverjum degi og sami fjöldi reykir. Mitóð er um streitu meðal japanskra starfsmanna og er tii sérstakt orð yfir þá sem deyja drottni sinum vegna of mikiliar vinnu. Þrælahaldí Bandaríkjunum Blómabóndi í Kaiiforníufylki í Bandaríkjunum hefur játað aö hafa haldið hundruðum mexík- anskra starfsmanna nauðugum. Hefur hann samþykkt að borga þeim um 90 milljónir f ógreidd iaun. Bóndinn, Edwin Ives, réð verkamennina frá mexíkönskum smáþorpum, lét þá vinna 16 tíma á dag og borgaöi þeim aðeins tæp- lega 60 krónur á tímann, Þar að auki var verkamönnunum haldið innan vírgirðingar og var gætt af vopnuðum vörðum og hund- uro. Bóndinn getur hugsanlega einnig fengið 16 ára dóin. EBekki reiðubúið utanrikisstefnu Forseti Evrópubandalagsins, Jacques Delores, hélt þvi fram í gær í viðtali við franska sjón- varpið að aöildarlönd Evrópu- bandalagsins væru ekki reiðubú- in fyrir sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu, en þau yrðu það fyrir aldamót Delorcs fór undan í flæmingi þegar hann var spurður hvort hann sæktist eftir að verða eftir- maður Francoís Mitterrand, for- seta Frakklands, en hann stað- festi óbeint aö hann hefði neitað tilboði Mitterrands um að verða forsætisráðherra. Sagði Delores að ef hann heföi tekið boðinu hefði hinum 11 aðildariöndunum fundist sem Evrópubandalagið skipti Frakka engu máli. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.