Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Page 14
14
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEIIMN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Rifist um síðustu krónuna
Ekki var deilunni um Lánasjóö íslenskra námsmanna
fyrr lokið en nýr og alvarlegur ágreiningur hefur risið
um annan sjóð. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt til að
hluti af Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins verði notað-
ur til að létta nokkuð á skuldum fiskvinnslunnar. Sjó-
menn og forseti Alþýðusambandsins hafa mótmælt
þessum fyrirætlunum og virðist mikil harka hafa hlaup-
ið í málið.
Lánasjóðsdeilan spratt upp vegna áforma og ákvarð-
ana ríkisstjómarinnar að draga úr lánafyrirgreiðslu
sjóðsins. Mótmæh námsmanna stöfuðu af því að þeir
vilja ekki missa spón úr sínum aski. Sama segja sjó-
menn nú og halda því fram að hlutur þeirra sé skertur.
í báðum þessum deilumálum er ríkisvaldið að gera til-
raunir til að rétta við halla og mæta vandamálum sem
hingað til hefur ekki verið horfst í augu við.
Það er eðlilegt að hagsmunaaðilar hafi uppi mótmæh
en hvað á að gera? Ekki getum við endalaust látið reka
á reiðanum. Ekki getum við endalaust velt vandanum
á undan okkur. í tilviki námsmanna er í rauninni ekki
verið að draga úr námslánum, heldur seinka útborgun-
um þeirra, þar th námsmenn geta sýnt fram á námsár-
angur og að þeir séu raunverulega viö það nám sem
lánin eru veitt út á. Stjóm Lánasjóðs íslenskra náms-
manna hefur rökstuddan grun um að lánin séu misnot-
uð og erfitt er að hafa á móti þeirri viðleitni að reglur
séu hertar. Hvort rétt aðferð hefur verið valin til þess
er annað mál og vissulega ber að hlusta á þær aðvaran-
ir að með frestun á útborgunum lána skapist stéttaskipt-
ing í hópi námsmanna. Það má aldrei gerast.
Hitt er ekki síður alvarlegt að sjávarútvegurinn í
landinu er skuldum hlaðinn. Fiskvinnsla er undirstöðu-
atvinnugrein íslendinga og án þeirrar starfsemi verða
engir sjóðir til og engar lánafyrirgreiðslur til náms-
fólks. Ekki einu sinni atvinna fyrir þorra landsmanna.
í ofanálag er samfelldur aflabrestur mikið áhyggjuefni
og fróðir menn í útgerð og fiskveiðum gera því jafnvel
skóna að meiriháttar breytingar séu að verða til hins
verra í fiskigengd og á fiskislóðum. Maður hugsar þá
hugsun ekki til enda.
A svo alvarlegum tímum langvarandi efnahags-
kreppu, skuldasöfnunar og almenns samdráttar í efna-
hags- og atvinnulífi er ekki verjandi aö deila stöðugt
um skiptingu fjárins. víö erum nánast að deila um síð-
ustu krónuna og í þeim efnum verður hver og einn að
leggja sitt af mörkum. Það verða allir að fóma ein-
hverju. Námsmenn jafnt sem sjómenn.
í ljósi þeirra fuhyrðinga sjávarútvegsráðherra að
hlutur sjómanna sé ekki skertur, þegar gengið er á
Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, verður að fara fram
á að verkalýðsforystan hafi skilning á björgunaraðgerð-
um í sjávarútvegi. Þær eru auðvitað hálfkák eins og flest
annað sem aðhafst hefur verið í þeim málum, en við-
leitni þó, og forsvarsmenn sjávarútvegsins jafnt sem
stjómmálamenn hafa viðurkennt að hlutverki Verðjöfn-
unarsjóðsins sé að mestu lokið. Ekki síst eftir að fisk-
markaðir voru opnaðir og verðlag var gefið frjálst.
Deilan um námslánasjóðinn var hörð enda snerist
hún að nokkm leyti um jafnrétti í námi. En ágreiningur
um björgunaraðgerðir fyrir fiskvinnsluna er að því leyti
þyngri á bárunni að þar er í rauninni verið að slást um
síðasta vígið. Að því leyti á sjávarútvegsráðherra samúð
skilda. Ef fiskvinnslan riðar til fahs, riðar þjóðfélagið
allt til fahs.
Ellert B. Schram
„Efasemdir og endurteknar spurningar þingmanna Framsóknarflokks um girðingar eru ekki nýtt innlegg í
umræðuna ... “, segir greinarhöfundur.
EES - Landráð
eða þjóðráð?
í lok apríl varð umræða utan
dagskrár á Alþingi um EES-samn-
inginn. - í sjálfu sér ekki frétt-
næmt, svo oft sem hann hefur orð-
ið tilefni shkrar umræðu á yfir-
standandi þingi. Hún varö ekki
heldur fréttnæm vegna þess sem
sagt var því fyrirspumir efasemda-.
manna, mótrök og ástæður and-
mælenda aðildar íslands aö samn-
ingnum voru öll áður komin fram
og svör utanríkisráðherra söm og
fyrr.
Samningi náð
Tilefniö var fréttnæmt, undirrit-
un utanríkisráðherra okkar og
annarra aðildarríkja, svo og fuli-
trúa EB. Staðfesting þess að samn-
ingamenn hafi lokið verki, samn-
ingur liggi fyrir og nú muni ríkis-
stjómir leita staðfestingar þjóö-
þinga og framkvæmdastjórn EB
leita staðfestingar þess - yfirþjóð-
legs bandalags ríkjanna hinum
megin borösins á sviði efnahags-
mála. Samningur hefur tekist milli
19 ríkja í tveimur ólíkum viðskipta-
bandalögum, sem ólikra hagsmuna
eiga að gæta, eftir nærfellt þriggja
ára viðræður.
Upptalning formanns utanríkis-
málanefndar Alþingis viö þessa
umræðu á 12 atvikum á ferh samn-
ingaviðræðna sýnir ekki að svo oft
hafi framtíð samningsgerðar oltið
á afstöðu innan EB, eða staðið hafi
upp á EB að taka afstöðu til áhta-
efnis samningamanna, segir ekkert
um áreiðanleika þess eða aðildar-
ríkja þess sem samningsaðila. Á
það mun reyna í framhaldinu að
samningnum staðfestum.
Þessi ríki hafa reynst áreiöanleg
í samningum, a.m.k. á undanforn-
um áratugum, t.d. um öryggis- og
varnarmál og fleira á vettvangi SÞ
og Evrópuráðsins. Þau hafa sjálf
sýnt fram á áreiðanleika sinn.
Formaðurinn lét þess með öhu
ógetið hversu oft hefði staðið upp
á EFTA-ríkin eða strandað á af-
stöðu þeirra - eða sundurlyndi.
Með orðum hans varð hins vegar
ljóst að áhts utanríkismálanefndar
Alþingis hefur oft verið leitað meö-
an á samningsgerð stóð, af samn-
ingamönnum, utanríkisráðherra
og öðrum sem um áhtamálin hafa
flahað af íslands hálfu. Utanríkis-
málanefnd Alþingis hefur ekki ver-
ið sniðgengin við samningsgerðina,
ekki heldur formaöur hennar.
Hvaða hlutskipti
vilja þeir Islandi?
Efasemdir og endurteknar
spumingar þingmanna Framsókn-
arílokks um girðingar eru ekki
nýtt innlegg í umræðuna - fr emur
KjaUaiinn
Árni Ragnar Árnason
alþingismaður Sjálfstæðisfiokks-
ins fyrir Reykjaneskjördæmi
en algjör óvissa um afstöðu hans.
Heldur ekki ofstækisfuU andstaöa
þingmanna AÍþýðubandalags og
þingmanna Kvennahsta. Þaö hefur
verið ljóst svo mánuðum skiptir að
í herbúðum þessara flokka hafa
hreiðrað um sig einangrunarsinn-
ar. En þeir hafa aldrei gert þjóðinni
grein fyrir þeim kjörum sem þeir
ætla henni.
Við, sem teljum það rétt að ísland
staöfesti samninginn með þeirri
lagasetningu sem Alþingi verður
ásátt um, höfum gert grein fyrir
því að við teljum umræður og
ábendingar um það sem gera þurfi
tU að tryggja hlut okkar Islendinga
sem best, vera til þess faUnar að
greiða fyrir almennri sátt um mál-
iö. Við höfum hka gert grein fyrir
því hvaða kjör við vUjum skapa
íslenskri þjóð með afstöðu okkar
og athöfnum.
Við vUjum að hún gerist þátttak-
andi í víðtæku samstarfi þeirra
þjóða sem hún hefur átt mesta sam-
leiö með að fomu og nýju.
- um sköpum samhæfðra við-
skiptareglna fyrir einn stærsta
markað heimsins og með þátt-
töku okkar fá kjör okkar stór-
bætt í viðskiptum við okkar
bestu markaðslönd fyrir íslensk-
ar afurðir - 96% þeirra innflutn-
ingstolla sem við greiðum nú af
unnum sjávarafuröum fluttum
tU þessara landa munu falla nið-
ur
- að íslendingar hafi jafnframt fulla
heimild til að gera samninga um
fríverslun og niöurfelhngu tolla
við önnur mikUvæg viðskipta-
lönd okkar, t.d. Bandaríkin
- að hagkvæmara verði að fuU-
vinna íslenskar afurðir hér
heima og selja þannig úr landi -
í stað þess að flytja út óunnið
hráefni eða lítt unnar vörur
- aö íslensk fyrirtæki fái aðgang
að alþjóðlegu áhættufé, en ekki
einungis að lánsfjármagni, sem
reynst hefur dýrkeypt
- að auka samkeppnishæfni at-
vinnugreina okkar og möguleika
nýrra, svó sem tengsl ferðaþjón-
ustu og heUsugæslu með nýjum
heUsuhótelum við baðstaöi, mót-
un fríhafna sem iðnaðarsvæða í
viöskiptum mUli heimshluta og
viöskiptabandalaga og þátttöku
íslendinga í alþjóðaviðskiptum
- að við eigum aðUd að samstarfi
grannþjóöa okkar um ráðstafan-
ir til vemdar umhverfmu.
Við vitum að aðUd íslands að EES
nær þessu fram og teljum hlut okk-
ar viðunandi og við erum tUbúnir
aö fela stofnunum þessa samstarfs
afmarkað vald tíl að tryggja jafn-
ræði í framkvæmd þess og ein-
staklingar, fyrirtæki og ríki geti
leitað réttar síns ef á þarf að halda.
Þannig stofnunum hefur ísland
áður framselt fullveldi sitt á tU-
teknu sviði - sbr. Alþjóða hafrétt-
arsáttmálann, svo aðeins einn slík-
ur sé nefndur, sem hefur þegar
kostað okkur nýtingu einnar af
auðlindum sjávarins. Ekki voru
hvalveiðar lagðar af að okkar eigin
frumkvæði.
En hvaöa lífskjör vUja einangr-
unarsinnar, sem við hvert tækifæri
mótmæla aðUd íslendinga að þessu
samstarfi nítján Evrópulanda,
bjóða íslendingum framtíðarinnar?
- Hvert er það hlutskipti sem þeir
vUja íslenskri þjóð?
Árni Ragnar Árnason
„Hvaöa lífskjör vilja einangrunarsinn-
ar, sem við hvert tækifæri mótmæla
aðild Islendinga að þessu samstarfi
nítján Evrópulanda, bjóða íslendingum
framtíðarinnar? - Hvert er það hlut-
skipti sem þeir vilja íslenskri þjóð?“