Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Side 15
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. 15 EES-ákvæði gegn sölusamtökum sjávarútvegsins Þaö er eitt meginatriði hugmynd- arinnar um evrópskt efnahags- svæði (EES) að verðlags- og sam- keppnismálum sé háttað eins í öll- um ríkjum svæðisins. Samkvæmt samningsuppkastinu um EES verða þau mál alfariö á valdi Evr- ópska samfélagsins (ES). Þar gildir mikilvægt ákvæði þess efnis að fyr- irtæki megi ekki verða markaðs- ráðandi á sínu svæði. - Samkvæmt því mætti búast við að starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) yrði kærð. Ekki sjávarútvegsmál heldur viðskiptamál Athyglisvert er að áhrifamenn meðal þeirra sem unnið hafa að EES-málinu fyrir íslands hönd hafa viljað veikja sölusamtök sjávarút- vegsins. EES-aðild kann að gera þarflítið að rökræða við þá mikil- vægi samtakanna þar sem það yrði þá á valdi ríkjasamfélags, sem ís- land er ekki aðili að, að brjóta þau upp. Á vegum EES er þetta ekki sjávarútvegsmál heldur almennt viðskiptamál. Hvernig stendur á því að leitað er staöfestingar á samningi sem getur lamað sölusamtök íslensks sjávarútvegs? Ríkisstjómin hefur skýrt kosti EES-aðildar meö því að þar gefist tækifæri til að greiða fyr- ir sölu sjávarafurða. Viðskipta- ráöherra sagði í erindi í Samvinnu- háskólanum 23. mars sl. að fulltrú- ar ES hefðu gert íslendingum það fullljóst á undanfórnum árum að frekari tvíhliðasamningar þar sem ES gengju til móts við helstu við- skiptakröfur íslendinga, hlytu að fela í sér einhliða fiskveiðiheimild- ir ES hér við land. EES-samningun- Kjallaiiim Björn S. Stefánsson dr. scient um lauk þá reyndar líka með því að íslendingar létu af hendi fisk- veiðiheimild við ES. Komið hefur fram að fulltrúar íslands hafa aldrei léð máls á því að láta fiskveiðiheimildir í té í sam- bandi við viðskiptasamninga fyrr en í EES-samningunum. Var ekki fleira sem áður hefði mátt bjóða ES til að greiða fyrir tvíhhða samn- ingi um niðurfellingu tolla en nú felst í EES-uppkastinu? Hefði ekki mátt bjóða ES vald um skipulag útflutnings íslenskra sjávarafurða, eins og felst í því að falla undir ES-reglur um samkeppni? Hverju hefði það breytt afstöðu ES til við- skiptakjara íslendinga ef þeir hefðu beðið ES leyfis til að halda áfram að hafa stjórn á framboði sínu á síld, saitfiski og óunnum fiski? Slíkt kann að verða háð leyfi ES við EES-aöild. íslendingar hafa nú tök á þessum málum (í leyfisleysi!) samkvæmt lögum um síldarútvegsnefnd, með því að veita SÍF einkaleyfi til út- flutnings á saltfiski (sem reyndar hefur verið brugðið frá sem stend- ur) og með aflamiðlun á óunnum þorski, ýsu, ufsa og karfa. Enn- fremur má spyija hvort ekki hefði mátt bjóða að leggja breytingar á miklum hluta íslenskra laga á vald ES, eins og felst í EES-uppkastinu, gegn betri viðskiptakjörum. Skilið sem viðurkenning Svo mikiö er víst að hefðu fulltrú- ar íslands fyrir daga EES-málsins boðið eitthvað slíkt í samningum um tolla á íslenskar sjávarafurðir heföu þeir verið leystir snarlega frá störfum. Hvers vegna tókst að fá þessar ivilnanir fyrir fiskútflutn- „ ... hefðu fulltrúar Islands fyrir daga EES-málsins boðið eitthvað slíkt í samningum um tolla á íslenskar sjáv- arafurðir hefðu þeir verið leystir snar- lega frá störfum.“ „Hvers vegna tókst að fá þessar ívilnanir fyrir fiskútflutning tengdar EES-uppkastinu?“ ing tengdan EES-uppkastinu? Sáu ES-menn að framangreint skilyrði þeirra um einhliöa fiskveiðiheim- ildir til ES horfði öðruvísi viö í bráð og lengd með þá ríkisstjórn sem lauk málinu? Þá var kominn í forsæti maður sem hafði sem formaöur stefnuskrárnefndar flokks sins taliö það álitlegt hlut- skipti íslendinga að vera í ES um aldamótin. Eftir aö hann hafði sett það áht fram var hann kosinn formaður flokksins og skömmu síðar var hann orðinn forsætisráö- herra. Formaður sjávarútvegsnefndar sama flokks hefur lýst því opinber- lega að hann gjaldi ekki varhug við þátttöku erlendra fyrirtækja í ís- lenskum' sjávarútvegi. Eftir að hann hafði lýst þessu var hann endurkosinn formaður nefndar- innar. Það hlýtur aö vera metið svo í Brússel, Bonn, París og Madrid að með slíka forystu stefni allt í það að ísland fullnægi áðurnefndum skilyrðum um einhhða fiskveiði- heimildir handa ES-skipum fyrr eða síðar og því hafi þótt ástæða til að koma th móts við íslendinga. (Sendiráðin hér hafa það verkefni að þýða yfirlýsingar íslenskra áhrifamanna. Þannig berast þær til vitundar þeim sem um þessi mál fjalla ytra). Áður var vitað aö forystu ís- lenskra jafnaðarmanna þætti ES- aðhd ekki fráleitur kostur. Þeim höfðu verið falin utanríkisvið- skiptamál í tveimur síðustu ríkis- stjórnum þótt skipt væri um aðra stjórnarflokka. Ytra hlaut það að vera skilið sem viðurkenning á því að þeir sem réðu á íslandi stefndu að aðild þótt þeir hefðu ekki enn sem komið væri haft ástæðu til að ganga lengra en með þeim undir- búningi að fela utanríkisviöskiptin þeim sem voru áhugasamastir í þessum efnum. Hvernig stendur á því að áður- nefndir skilmálar th íslendinga í sambandi viö bætt tollakjör hjá ES, sem hefðu þótt fáránlegir hefðu ís- lendingar átt frumkvæði að slíku, þykja nú eðlilegir? Þversögn Það er þversögn í ákvæðum EES-uppkastsins um sjávarútveg og fiskvinnslu á íslandi og sam- keppnisreglum ES sem gilda eiga í' EES. Samkvæmt uppkastinu er rétturinn til fiskveiða og fisk- vinnslu hér á landi einskoröaður við íslensk fyrirtæki. Þar sem hann er einskorðaður þannig hljóta öflug sölusamtök íslenskra fiskvinnslu- fyrirtækja að verða markaðsráö- andi á íslandi. Sölusamtökin eru enginn risi á mæhkvarða Bretlands og Þýska- lands. Slík samtök eru leyfileg í ES samkvæmt samkeppnisreglum þar ef þau verða ekki ráöandi á sínu svæði. Með aðild að EES kynni það að verða háð framandi öflum hvort íslenskur sjávarútvegur fengi að beita afli samtaka th að stjóma framboði afurða og sjá um afurða- sölu. Björn S. Stefánsson Fyrst er að vita „Algengt er að fólk komi á skrifstofu G-samtakanna og kvarti yfir Rann- sóknarlögreglu rikisins." DV-mynd S Það virðast vera thtölulega ein- föld sannindi að fyrsta skrefið í átt th þess að taka á vandamálum og leysa þau sé að þekkja þau. Þetta er öhum ljóst - eða er ekki svo? Því miður verð ég að segja aö kynni mín af vandamálum greiðsluerfið- leikafólks undangengin ár benda ekki th að svo sé. Hér á landi ríkir undarleg tregða th að taka þetta mál fóstum tökum. Aö vísu eru ah- ir sammála um að slíkt þurfi að gera en þegar th kastanna kemur er enginn thbúinn. Þetta er undar- leg afstaða hjá þjóð sem stöðugt er að gera kannanir út af hinu og þessu. Nú hefur í u.þ.b. áratug ríkt mjög alvarlegt ástand varðandi greiðslu- erfiðleika einstakhnga. Aö mínu mati nægir ekki að afgreiða þaö mál með því að reka nefið upp í loftið og segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Vera má að í mörgum thvikum sé svo. En vand- inn er til staðar fyrir því. Hér þarf rækheg og óttalaus reikningsskil í lífi þjóðarinnar. Ásakanir Það eru gamalkunn mannleg við- brögð, þegar fólk stendur frammi fyrir vanda sem það kann ekki að leysa, að finna sökudólg. Eins og að framan greinir hefur almenn- ingur afgreitt þetta mál með því að úrskurða greiðsluerfiðleikafólk aumingja eða eitthvað þaöan af verra. Eftir því að dæma hefur aukning í aumingjadómi þjóðar- KjaHarmn Grétar Kristjónsson formaður G-samtakanna innar verið með ólíkindum hin síð- ari ár. En þetta fólk er hka í söku- dólgaleit og finnst þeir auðfundnir - sem sagt þeir sem næstir standa eða lögfræðingarnir. Það eru þeir sem kreíjast uppboöanna og biðja um gjaldþrotin. „Þetta eru glæpamenn," segir fólk. En mér er spum: Er ekki kom- inn tími th að kanna og leiöa í Ijós svo að ekki sé um að vhlast hvort lögmenn séu upp til hópa glæpa- menn og greiðsluerfiðleikafólk aumingjar svona almennt? Trú mín er sú að í ljós muni koma að hvomg fuhyrðingin eigi við. En ef þessi trú min reynist röng - hvað þá? Þá held ég að við „séum í vond- um málum", eins og sagt er á nú- tímamáli. Ef við emm að eyða stórfé ár eftir ár í að mennta fólk th glæpaverka! Ef aumingjum r. eð- al þjóðarinnar hefur fjölgað um nokkur hundruð prósent á örfáum ámm... - Við höfum kostað almennilega athugun af minna tilefni. Þegar fólk telur sig lenda í klón- um á misindismönnum þá snýr það sér til lögreglurmar. Algengt er að fólk komi á skrifstofu G-samtak- anna og kvarti yfir Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Það segir berum orð- um aö af því hafi verið haft fé með ólögmætum hætti - með öðmm orðum „stohö“. Það fuhyrðir að lögreglan hafi vísað því frá - ein- faldlega ekki viljað sinna því þótt formleg kæra hafi verið lögð fram. Það segist hafa snúið sér th ríkis- saksóknara en hann hafi einfald- lega ekki svarað því. Þetta fólk er þeirrar skoðunar að yfirvöld lands- ins líti það hornauga og telji það vera undirmálsfólk. Það segir að „aumingjastimpillinn" sé óafmá- anlega staðfestur við nafn þess. Það segir þessi sömu yfirvöld stjómast af fordómum en ekki faglegu mati. Þetta má segja að séu almennheg- ar ásakanir! Viö skulum ... Að þessu framansögðu vh ég leggja fram tihögu sem hljóðar svo: Við skulum hætta aö feha sleggjudóma en láta þess í stað fara fram almennhega könnun á þessu máli. Þar verði leitað svara við því hvert umfang er þess máls sem við köllum „greiðsluerfiðleika ein- stakhnga". Einnig hverjar eru af- leiðingar þeirra, þ.e. íjárhagslegar og félagslegar. Og viö skulum graf- ast fyrir um orsakir þeirra. Að hve stórum hluta er þetta vegna þess að fólk kann fótum sín- um ekki forráð? Hvaö er satt í ásök- unum á hendur lögmönninn? Þar ætti lögmannafélagiö aö leggja hönd á plóginn. Er þaö rétt að lög- reglan sinni ekki kærum? Ég trúi því ekki aöþar á bæ vhji menn sitja undir shkum ásökunum. Ég trúi því hins vegar að við getum mynd- aö okkur hlutlæga skoðun á rökum reista. Einnig að viö getum fundið lausn svo að þessu hnni að lokum. Grétar Kristjónsson „Hvað er satt í ásökunum á hendur lögmönnum? Þar ætti lögmannafélagið að leggja hönd á plóginn. Er það rétt að lögreglan sinni ekki kærum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.