Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 19
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. 31 dv LífsstOI Grænmetisverð í Bandaríkjunum og á íslandi: Allt að fjórtán- faldur munur Allt í pústkerfið Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein. Fjöðrin hf. er brautryðjandi í sérþjónustu við íslenska bifreiðaeigendur. Eigin framleiðsla og eigið verkstæði tryggir góða vöru og gæðaframleiðslu. Verslið Anna Bjamasan, DV, Flórída: Flestir eru sammála um það að grænmetisborðið í Hagkaupi er óvenju íjölbreytilegt. Þar er græn- meti nánast alltaf fyrsta flokks og úrvalið er mikið. Fáar verslanir er- lendis hafa upp á jafnmikið græn- metisúrval að bjóða. En menn hafa tekið eftir að kgverð á grænmetinu hefur í sumum tilfellum verið ansi hátt. Það á sérstaklega við um sjald- gæfari tegundirnar, þær sem ein- göngu fást í Hagkaupi en ekki öðrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. DV gerði verðkönnun á 27 af sjald- gæfari grænmetistegundum í Hag- kaupi Kringlunni þann 12. maí. Til samanburðar gerði fréttaritari DV í Flórída, Anna Bjamason, verðkönn- un á sömu tegundum í þremur stór- mörkuðum í fylkinu. Niðurstöðum- ar koma töluvert á óvart. í flestum tilfellum var verð mikiu lægra í Bandaríkjunum en í einstaka tilfellum var þessu öfugt farið. Verð- munurinn var mestur í tilfelli strengjabauna en munur á verði er 14,6 faldur. Svipaða sögu er að segja um verðmuninn á belgbaunum, vatnsmelónum, maís-komstönglum og grænni papriku. Þetta sést glögg- lega á súluritinu hér á síðunni. Athygh vekur að græn paprika er mjög ódýr í Bandaríkjunum enda ræktuð þarlendis, en annar litur á papriku, gul, rauð og appelsínugul er rándýr, á hærra verði en hérlend- is. Paprika af öðrum lit en grænum er innflutt til Bandaríkjanna. Verðkönnunin var gerð á 27 teg- undum í Hagkaupi en af þeim feng- Neytendur ust aðeins 17 í stórmörkuðum á Flórída. Tegundimar og kgverðið (fyrst íslenskt, síðan bandarískt) eru sem hér segir; eggaldin 599 og 110, grænt zucchini 399 og 65, vantsmel- ónur 299 og 35, passion 999 og ekki til, Japan pemr 599 og 254, avocado 329 og 183, kiwano 999 og ekki til, tamariUos 999 og 395, kumquats 999 og ekki til, lime 499 og 151, rambout- an 1.299 og ekki til, mangó 499 og 151, Granada epli 849 og ekki til, mangistan 1.299 og ekki til, epla ban- anar 599 og ekki til, piparrót 999 og 538, rauðlaukur 129 og 197, engifer 399 og 249, strengjabaunir 1.399 og 96, belgbaunir 1.399 og 104, sykurbaunir 1.399 og 528, grasker 299 og ekki til, sellerí rót 129 og ekki til, sellerí 229 og 88, komstönglar 999 og 71 og loks sætar kartöflur 399 og 269. Strengjabaunir og belgbaunir eru á 14 sinnum lægra kílóverði i Flórida en hér á íslandi. DV-mynd GVA Til gamans var borið saman meðal- verð papriku hérlendis í stórmörk- uðum og verð í Bandaríkjunum. Græn paprika 460 og 91 og gul papr- ika 432 en kostaði 846 krónur kílóið í Bandaríkjunum. Eftir því sem fréttaritari í Bandaríkjunum kemst næst fer vöruúrval í grænmetis- mörkuðunum þarlendis mikið eftir árstíðum en aðstandendur grænmet- ismarkaðarins í Hagkaupi leggja greinilega mikið á sig til að hafa ávailt á boðstólum mikið úrval. Það getur þó varla verið að sá tilkostnað- ur sem af því hlýst, skapi þennan mikla verðmun. Það skyldi þó aldrei vera svo að þetta háa verð sé vegna þess að enginn annar aðih er með sumar þessara tegunda til sölu og samkeppnin því ekki til staðar th að haldaverðinuniöri? -ÍS Bíbvörubú6in fjodrin Skeifunni 2, Sími 81 29 44 Abu Garcia Gleðilegt veiðisumar ^ með Abu Garcia Þegar kemur að vali á veiðivörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á, enda framleiddar úr físléttum en sérlega sterkum efnum með hámarks gæði og endingu að leiðarljósi. Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endumýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Kynntu þér gott úrval Abu Garcia veiðivara hjá Veiðimanninum eða á sölustöðum um land allt. Opið til kl. 18 mánud.-fimmtud., til kl. 19 á föstudögum, frá kl. 10 til 16 á laugardögum og frá kl. 11 til 16 á sunnud. Hafnarstræti 5 Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.