Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 2
24 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. íþróttir Sæmundur og Guðni efstir á Strandarvelli Sæmundur Pálsson, GR, og Guðni Sv. Theodórsson, GHR, urðu sigurvegarar í opna Endur- vinnslumótinu í golfi sem fram fór á Strandarvelli við Hellu á laugardaginn. Þátttakendur voru 77 og leiknar voru 18 holur, með og án forgjafar. Sæmundur sigraði í keppni án forgjafar á 75 höggum. Sigurður Oddur Sigurðsson, GK, varð ann- ar á 77 höggum og Einar B. Jóns- son, GKJ, þriðji, einnig á 77. Guðni sigraði í keppni meö forgjöf á 60 höggum, Guðjón Steinarsson, GHR, varð annar á 63 höggum og Svanþór Þor- bjömsson, GR, þriðji á 65 högg- um. -VS Völsungum SM úr Eyjafirði vann UMF Langnesinga, 6-1, í 1. umferð bik- arkeppni KSÍ á Þórsvellinum á Akureyri á laugardaginn. Helgi Eyþórsson gerði 3 mörk, Amar Kristinsson 2 og Donaid Kelly 1 fyrir SM en mark Langnesinga var sjálfsmark Sigurbjöms Við- arssonar. SM fær Völsung í heim- sókn í 2. umferðinni annað kvöld. -HK/VS Sex útimörk Barcelona Gífurleg spenna er komin í bar- áttuna um spænska meistaratitil- inn eftir stórsigur Barcelona á Valladolid á útivelh í gær, 0-6. Á meðan rétt náði Real Madríd jafn- tefli gegn Osasuna úti, 1-1. Ron- ald Koeman, Hristo Stoichkov og Miguel Nadal gerðu 2 mörk hver fyrir Barcelona en það var Emilio Butragueno sem jafnaði fyrir Re- al gegn Osasuna, fjórum mínút- um fyrir leikslok. Atletico Madríd vann Logrones, 2-1, og á einnig möguleika. Þegar tvær umferðir em eftir er Real Madríd með 52 stig, Barcelona er með 51 og Atletico Madríd 50 stig. Lietzkevann í bráðabana Bruce Lietzke tryggði sér í gær sigur í Colonial-golfmótinu sem þá lauk í Forth Worth í Texas þegar hann vann Corey Pavin i bráðabana eftir að þeir höfðu skilið jafnir meö 267 högg hvor. Bandaríkjamenn vom einnig í næstu sætum, Jim Gallagher lék á 269 höggum, Rick Fehr og Mark Brooks á 270, en síðan kom Ástr- ahnn frægi, Greg Norman, á 272 höggum, og margir þekktir kylf- ingar urðu mun neðar. -VS Halldór i mark Þróttar? Halldór Halldórsson, fyrrum markvörður FH-inga og nú að- stoðarþjálfari FH, mun jafnvel leika í marki Þróttar í 2. deildinni um næstu helgi. Báðir markverð- ir Þróttara em meiddir en Hall- dór Steingrímsson, sem hljóp í skarðið, stóð sig mjög vel gegn Stjömunni á laugardaginn svo ekki er ömggt að nafni hans Hall- dórsson þurfi að taka fram hanskana. -GH Þórður Birgir Bogason jafnaði metin fyrir Grindavík á lokamínút- unni. DV Megum teljast heppnir að hafa náð öðru stiginu - sagöi Bjami Jóhamisson, þjálfari Grindvikinga, eftir 2-2 jafiitefli gegn ÍBK Ægir Mar Kárason, DV, Suðumeajunv „Eini ljósi punkturinn var að við náðum að vinna upp þennan mun og megura tefjast heppnir að ná stigi því að Keflvikingar voru sterkari aðilinn í leiknum. Það var kannski óheppni að fá svona Suö- umesjaslag í 1. urnferð, enda mikil taugaspenna ríkjandi hjá leik- mönnum," sagði Bjarni Jóhanns- son, þjálfari Grindvíkinga, við DV eftir að Grindavík og Keflavík höfðu gert 2-2 jafntefli í 2. deildinni á lélegum grasvelh Grindvíkinga á laugardaginn. Á fyrsta hálftimanum skoraðu Keflvíkingar tvívegis, fyrst Marco Tanasic á 20. minútu með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi. Tíu mínútum síðar skoraði Óh Þór Magnússon með skaha eftir aukaspymu Tanasic. Á síðustu mínútu fyrri háhleiks áttí Guðlaugur Jónsson sendingu inn í vítateig Keflvíkinga og af vamar- mönnum Keflvíkinga fór knöttur- ' inn í netið og staöan var 1-2 í leik- hléi. Um miðjan síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna á Grindvikinga en Þorsteinn Bjarnason, mark- vörður Grindvíkinga, varði spyrnu Júgóslavans Marco Tanasic mjög vel. Það var ekki fyrr en á lokamín- útunni sem Grindvíkingar jöfnuðu metin. Eftir fyrirgjöf frá hægri kanti skoraði Þórður Birgir Boga- son, sem kom frá Val, og tryggði sínum mönnum annað stigið við mikinn fögnuð heimamanna. „Það var klaufalegt að tapa þessu niður í jafntefh. Við áttum að gera út um leikinn þegar við fengum vítið. Ég hélt að Grindvíkingar væru sterkaii með alla þessa aö- komumenn," sagði Kjartan Más- son, þjálfari Keflvíkinga, sem var ekki ánægður með leik sinna manna í síðari hálíleik, við DV eft- ir leikinn. Haukur Magnússon fagnar hér marki sínu sem hann skoraði fyrir Þrótt i sigrinum á Stjörnunni. DV-mynd GS Þróttur skelHi Stjörnunni - óvæntur sigur Þróttara í Garðabænum, 2-3 Það er ekki hægt að segja annað en að Þróttarar hafi komið skemmti- lega á óvart er þeir lögðu Stjörnuna að velli á malarvehi þeirrar síðar- nefndu á laugardaginn, 2-3. Þróttar- ar gátu ekki sthlt upp sínu sterkasta hði því að Guðmundur Erhngsson markvörður er meiddur og veröur frá í 6-8 vikur og Dragan Manojlovic var í leikbanni. Stjömumenn byijuðu leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu komst Guðni Grétarsson einn inn fyrir vörn Þróttara en Halldór Steingrímsson markvörður handsamaði boltann á glæsilegan hátt. Stjörnumenn nýttu því ekki sín færi en þaö gerðu Þrótt- arar á 7. mínútu þegar Þórður Jóns- son komst á auðan sjó og skoraði, 0-1, sem var staðan í hálfleik. Sijarnan jafnaði leikinn þegar skammt var hðið á seinni hálfleik- inn. Ámi Sveinsson tók homspyrnu, Kristinn Lárusson nikkaði boltanum yfir sig og í vamarmann Þróttar og inn, 1-1. Það tók Þróttara aöeins tvær mínútur að komast yfir aftur og var þar Haukur Magnússon að verki er hann þrumaði boltanum í markið með höfðinu eftir aukaspyrnu sem Zoran Stosic tók. Zoran átti líka þátt í næsta marki Þróttar. Hann tók hornspyrnu og barst boltinn th Þórð- ar Jónssonar sem potaði honum inn, 1-3. Zoran Coguric náði að minnka muninn fyrir Stjörnuna úr auka- spymu á síðustu mínútum leiksins og lokatölur urðu því 2-3 fyrir Þrótt- ara. Halldór Steingrímsson var maður þessa leiks. Hann varði oft glæsilega og gæti orðið erfitt fyrir Guðmund að vinna sig inn í hðið aftur. Að öðm leyti var Þróttarliðið mjög jafnt. Stjömumenn geta meira en þeir sýndu en verða í fyrsta lagi að nýta færin ef betur á að ganga. Þetta á sérstaklega við um Guðna Grétars- son. -KG Glæsileg mörk I Garðinum -þegar Víðir og Selfoss skildu jöfn, 1-1 Vignir Rúnarsson, DV, Garði: „Þetta var aht í lagi, við byrjuðum vel og þeir komust varla fram fyrir miðju. Við vomm óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik," sagði Vilhjálm- ur Einarsson, vamarmaðurinn sterki í hði Víðis, eftir að Víðir og Selfoss höfðu skihð jöfn, 1-1, á góðum grasvelh Víðismanna í Garðinum. Víðismenn hófu leikinn af miklum krafti og fyrsta hálftímann vom þeir ahsráðandi á vellinum. Undir lok hálfleiksins komu Selfyssingar meira inn í leikinn og tveimur mínút- um fyrir leikhlé skoraði Páll Guð- mundsson fyrir Selfoss. Markið kom eftir varnarmistök hjá Víðismönn- um. Knötturinn barst th Páls inn í víteig sem tók hann og „hamraði" hann undir markslána. Víðismenn réðu feröinni áfram í síöari hálfleik og um hann miðjan náðu þeir að jafna metin. Vilberg Þorvaldsson skoraði glæshegt mark, fékk knöttinn utan vítateigs og skrúf- aði hann efst upp í markhomið. Sævar Leifsson og Vilhjálmur Ein- arsson vom bestir Víðismanna og í hði Selfyssinga var Páh Guðmunds- son góður, stórhættulegur leikmaður þar á ferð. Vilberg brotinn Vilberg Þorvaldsson varö fyrir því óláni að handarbrotna í leiknum og verður hann sennilega frá í einn mánuð. Þetta er mikhl missir fyrir Víðismenn því að Vhberg er ein af kjölfestunum í Garðshðinu. Markalaust á Ólafsfirði -hjáLeiftriogÍR Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Leiftur og ÍR gerðu markalaust jafntefh í 2. deild karla á íslandsmót- inu í knattspyrnu á Ólafsfirði á laug- ardaginn. Leikurinn var jafn og úrshtin vérða að teljast sanngjörn. Liðin skiptust á færum, ÍR-ingar hófu leikinn með stórsókn og besta færi þeirra kom á 10. mínútu þegar Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, varði á ótrú- legan hátt skot frá markteig. Leiftur fékk tvö mjög góð marktækifæri í fyrri hálfleik. Pétur Marteinsson skallaði framhjá, einn á móti mark- verði ÍR, og Pétur Jónsson komst einn inn fyrir vöm ÍR en skaut yfir. Síðari hálfleikur einkenndist af þófi og þreifmgum leikmanna. ÍR- ingar vora mun betri aðilinn og áttu mörg hættuleg færi. Leiftursmenn féhu hins vegar mjög oft í rangstöðu- ghdru ÍR-inga. Á lokamínútunni munaði minnstu að Kristján Hall- dórsson tryggði ÍR sigurinn þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Leift- urs en Þorvaldur bjargaði með góðu úthlaupi. Þorvaldur Jónsson og Sigurbjörn Jakobsson voru bestir í liði heima- manna en hjá ÍR var Kristinn Guö- mundsson bestur og Þorri Ólafsson var sprækur á hægri kantinum. Fimm mörk á Fylkisvelli Kristinn Tómasson tryggði Fylki sætan heimasigur á BÍ, 3-2, á Fylki- svelh í 2. dehd íslandsmótsins í knattspymu á fóstudagskvöldið. Kristinn skoraði sigurmarkið þeg- ar 7 mínútur voru til leiksloka. Indr- iöi Einarsson skoraði fyrir Fylki á 16. mínútu leiksins en Kristmann Kristmannsson jafnaði fyrir BÍ á 43. mínútu eftir að Páh Guðmundsson í marki Fylkis hafði hálfvarið skot Hauks Benediktssonar. Skömmu síö- ar átti Kristinn Tómasson skot í þverslána á marki BÍ. í síðari hálfleik skoraði Indriði Ein- arsson öðm sinni fyrir Fylki á 61. mínútu en á sömu mínútunni jafnaði Örn Torfason sem hafði áður komiö inn á sem varamaður fyrir BÍ. Skömmu síðar komst Jóhann Æv- arsson í dauðafæri en Páll varði glæsilega. Leikurinn var ágætlega leikinn á köflum, sérlega kom hð BÍ á óvart og verðskuldaði jafntefli í þessum leik. Kári Gunnlaugsson dæmdi leikinn og var mjög slakur. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.