Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Page 3
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
25
Sverrir Sverrisson, lengst til hægri, sækir að marki Hauka. Hann skoraði bæði mörk Tindastóls i Hafnarfirði. Til
vinstri er Bjarki Pétursson sem Tindastóll fékk frá KR. DV-mynd GS
4. deildin í knattspymu:
Palmi gerði f imm
mörk fyrir Reyni
Stórar tölur litu dagsins ljós í
fyrstu umferð 4. deildar keppninn-
ar x knattspyrnu xun helgina. Vals-
merux á Reyðarfirði voru mark-
sæknastir því þeir gerðu 12 mörk
gegn nýliðum Hugins úr Fellabæ.
Reynismenn úr Sandgerði komu
næstir, skoruðu 8 mörk gegn Öm-
um á Selfossi, pg af þeim gerði
Pálmi Jónsson, þjálfari og fyrrum
leikmaður með FH, fimm.
Keppni hófet í A-, B- og D-riðlum
um helgina en xxm næstu helgi byij-
ar C-riðiiiinn. Siguriiðin í þessum
fiórum riðium leika síðan til xirslita
um tvö sæti í 3. deild í haust.
A-riðill:
Emir-ReynirS................1-8
Árvakur - Hvatberar.........l-l
Njarðvxk - Hafnir...........6-0
Afturelding - Víkingur Ó.......2-3
Reynismenn vom 0-5 yfir í háif-
leik á Selfossi. Auk Pálma, gerði
Sigurþór Marteinn 2 mörk fyrir
Reyni og Jónas Jónasson dtt en
Ingi Guðmundsson skoraði fyrir
Hvatbera en Ingólfur Gissurarson
fyiir Árvakur.
Siguijón Sveinsson gerði þrennu .
fyrir Njarðvík gegn Höfnum,
Kristján Geirsson skoraöi 2 og ívar
Guðmundsson eitt.
Sabahudin Dervic, annar Júgó-
slavinn hjá Víkingi úr Ólafsvík,
skoraöi öll þijú mörk liðsins í 2-3
sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ -
sigurmarkið á lokamínútunni.
Hermann Erlingsson og Sumarliði
Árnason skomðu fyrir Aftureld-
ingu.
ig í riðlinum.
D-riðill;
Valur Rf, - Huginn F........12-0
Huginn S. - Austri......... 0-1
LeiknirF. - Einheiji......frestað
Sindri - Neisti D............5-1
B-riðlll:
LeiknirR.-Ármann.......
Léttir-HK..
..0-0
(Mi
Fjölnir - Víkverji...........3-0
HK vann Létti auðveldlega á
gervigrasinu í Laugardai. Helgi
Koiviðsson gerði 2 mörk, Einar
Tómasson, Ejub Purisevic, Heiðar
Heiöarsson og Skxili Þórisson eitt
hver.
Þórarinn Friöriksson skoraöi 2
mörk og Gústav Aifreðsson eitt í
sigri Fjölnis á Víkveija á gervigras-
inu í Laugardal í gær.
Snæfell og Bolungarvík eru einn-
KSH-Höttur.................(Þ6
Sígur Vals var sfet of stór. Sindri
Bjarnason 4, Kristinn Sæmunds-
son 3, Bryngeir Stefánsson 2, Aðal-
steinn Þorvaldsson, Ingvar Jóns-
son og Agnar Amþórsson gerðu
mörkin.
Viðar Siguijónsson, þjálfari
Austra, gerði sigimnarkið í sætum
sigri á Seyöisfirði.
Valur Sveinsson, Gunnar Ingi
Valgeirsson, Elvar Grétarsson,
Halldór Birgisson og Kristján Baid-
ursson skomðn fyrir Sindra en
Óðinn Gunnlaugsson svaraði fyrir
Neista frá Djúpavogi.
Höttur fór létt með KSH á Stöðv-
arfirði. Freyr Sverrisson 2, Hörður
Guðmundsson 2, Ketill Bjömsson
og Hilmar Gunnlaugsson skomðu
mörkin.■■-
-ÆMK/MJ/GH/VS
ÚHar og Karen sigruðu á
Dunlop-mótinu í Leirunni
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
Úlfar Jónsson, GK, og Karen Sæv-
arsdóttir, GS, sigruðu í flokkum
karla og kvenna á opna Dunlop-
mótinu, stigamóti GSÍ, sem lauk á
Hólmsvelli í Leim í gær. Golfklúbbur
Suðumesja hélt mótið í 21. skipti og
þátttakendur vom 123 talsins.
Úifar lék fyrri hringinn á 72 högg-
um og þann síðari á 73, og því á 145
samtals. Sigurður Hafsteinsson, GR,
varð annar á 148 höggum (73+75),
og Guðmundur Sveinbjömsson, GK,
þriðji á 149 höggum (73+76).
Karen sigraði í kvennaflokki á 158
höggum, Þórdís Geirsdóttir, GK,
varð önnur á 163 og Ragnhildur Sig-
urðardóttir, GR, þriðja á 165 höggum.
Nökkvi Gunnarsson, GK, sigraði í
keppni karla með forgjöf á 132 högg-
um. Erlingur Jónsson, GSG, varð
annar á 137 og Aðalsteinn Ingvars-
son, NK, þriðji á 140 höggum.
Erlingur Jónsson og Björgvin Sig-
urbergsson fengu sérstök verðlaun
frá Austurbakka fyrir að vera næstir
holu í upphafshöggi á 3. og 16. braut
vallarins.
Úlfar. Karen.
íþróttir
3. deildin í knattspymu:
Goran byrjar
glæsilega
- skoraöi þrjú í 1-5 sigri Þróttar á KS
Goran Micic, þjálfari Þróttar í Nes-
kaupstað, byijaði glæsilega með sínu
nýja félagi þegar það sótti KS heim
til Siglufiarðar í fyrstu umferð 3.
deildar keppninnar í knattspymu.
Micic skoraði þrjú mörk í 1-5 sigri
Austfirðinganna en hin gerðu.Ey-
steinn Kristinsson og Kristján Svav-
arsson. Hafþór Kolbeinsson skoraði
fyrir KS sem missti markvörð sinn
meiddan af velli í leiknum.
Úrslitin í 3. deild:
Grótta-Magni.................2-0
KS-ÞrótturN..................1-5
Haukar - Tindastóll..........1-2
SkaUagrímur - Völsungur......1-3
Ægir-Dalvík..................0-3
Sverrir meö tvö
Sverrir Sverrisson var maðurinn á
bak við góðan sigur Tindastóls á
Haukum í Hafnarfirði í viðureign lið-
anna tveggja sem féllu úr 2. deildinni
í fyrra. Hann skoraði tvívegis fyrir
Sauðkrækinga í fyrri hálfleiknum. í
þeim síðari sóttu Haukamir nokkuð
í sig veðrið, Þór Hinriksson minnk-
aði muninn í 1-2 en nær komst Hafn-
arfjarðarliðið ekki. Alen Mulamuhic
hjá Haukum nýtti ekki vítaspymu í
stöðunni 0-0.
Góð byrjun Gróttu
Nýliðar Gróttu sigraðu Magna, 2-0,
á Seltjarnamesi og skomðu í upp-
hafi og lok leiks, fyrst Kristján
Brooks og síðan Kristján Haraldsson.
Magnamenn, með Þórsjaxlana
„gömlu“, Nóa Bjömsson og Árna
Stefánsson, innanborðs, voru meira
með boltann en Grótta átti hættuleg-
ar skyndisóknir.
Hilmar gerði útslagið
Hilmar Hákonarson, sem Völsungar
fengu frá Haukum, tryggði þeim góð-
an sigur í Borgamesi, 1-3. Amar
Bragason skoraði fyrst fyrir Völsung
en Valdimar K. Sigurðsson jafnaði
fyrir Skallagrím, 1-1, í hálíleik. Hilm-
ar skoraði síðan á 60. og 85. mínútu
og Húsvíkingar hirtu öll stigin.
Öruggt hjá Dalvík
Dalvíkingar voru ekki í miklum
vandræðum gegn nýliðum Ægis í
Þorlákshöfn. Jónas Baldursson og
Bjami Gunnarsson skomðu fyrir þá
í fyrri hálfleiknum, 0-2. Heimamenn
sóttu meira í síðari hálfleik en Örvar
Eiríksson innsiglaði ömggan sigur
Dalvíkinga, 0-3.
-HK/EP/VS
i
#mi
HEILBRIGT HAR MEÐ NATTURULEGUM HÆTTI
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTIG
SIMI 12725
Stofnuð 1918
REYKLAUS DAGUR 1. JÚNÍ
Tilefnið
sem þú beiðst eftir?
Búðu þig
undir
að hætta
að reykja
Leiöbeiningarrit Krabbameinsfélagsins
ÚT ÚR KÓFINU
og
EKKI FÓRN - HELDUR FRELSUN
fást ókeypis á heilsugæslustöðvum
um land allt, í mörgum apótekum
og hjá Krabbameinsfélaginu.
Reyklaus dagur
- reyklaus framtíð!
TÓBAKSVARNANEFND