Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 4
26
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
Iþróttir
Markakóngurinn Hörður Magnússon í liði FH reynir rnarkskot en Blikarnir Pavel Kretovic og Reynir Björnsson eru
til varnar. FH-ingurinn Þórhallur Víkingsson fylgist meö. DV-mynd Brynjar Gauti
FHIosaði
tak Blikanna
- Fyrsti heimasigur FH á UBK11. deild
„Þetta voru þrjú mjög góð stig. Við
spiluðum ágætlega í fyrri háifleik og
sköpuðum okkur ágæt færi. í síðari
hálfleik vorum við mjög slakir fram-
an af og þá má kannski segja að við
höfum verið heppnir aö fara með öll
stigin því Blikamir voru þá mun
sterkari en við,“ sagði Njáll Eiðsson,
þjálfari FH-inga, við DV eftir aö FH
hafði unnið sigur á Breiðabliki, 2-1,
á æfingagrasvelli FH á Kaplakrika í
gærkvöldi. Þetta var um leið fyrsti
sigur FH á Breiðabliki á heimavelh
sínum í 1. deild í 8 leikjum.
Leikurinn í gær var mjög kafla-
skiptur. FH-ingar voru miklu sterk-
ari í fyrri hálfleik en dæmið snerist
við í þeim síðari.
Glæsilegt mark
hjá Andra
FH fékk óskabyijun því strax á 5.
mínútu skoraði Andri Marteinsson
glæsilegt mark. Eftir langt innkast
Ólafs Kristjánssonar upp við enda-
mörk skallaði einn Blikinn frá og þar
tók Andri boltann á lofti og þrumaði
honum viðstööulaust neðst í mark-
hornið. FH-ingar áttu hættulegt færi
10 mínútum síðar þegar Björn Jóns-
son slapp inn fyrir vörn Blika en
vamarmaður UBK náði að bægja
hættunni frá. Eina umtaisverða færi
Blikanna átti Grétar Steindórsson en
Stefán Amarson varði skot hans vel.
í síðari hálfleik léku Bhkar undan
golunni og þeir réöu ferðinni og vora
oft ágengir upp við mark FH. Á 55.
mínútu hreinsaði Þórhahur Víkings-
son nánast á markhnunni og tveimur
mínútum síðar kiksaði Reynir
Bjömsson í opnu færi. Mark UBK lá
í loftinu og Steindór Ehson náði að
jafna metin á 68. mínútu. Hann fékk
knöttinn inn í vítateig, lagði hann
vel fyrir sig og skoraði með góðu
skoti. Nokkrum mínútum síöar mun-
aði minnstu að Birgir Skúlason skor-
aði sjálfsmark en Stefán í marki FH
varði meistaralega. Skömmu síðar
vildu Kópavogsbúar fá dæmda víta-
spymu þegar Hilmar Sighvatsson
féh inn í vítateig en Egill dómari var
iha staðsettur og sá ekkert athuga-
vert.
Grétar tryggði FH sigur
Það stefndi allt í jafntefhsleik en
þremur mínútum fyrir leikslok
tryggði Grétar Einarsson FH öh stig-
in. Ólafur Kristjánsson tók auka-
spymu rétt utan vítateigs renndi
knettinum th Þórhalls Víkingssonar
sem sendi fyrir markið og þar var
Grétar á réttum stað og skoraði ör-
ugglega.
„Ég var mjög óhress með fyrri hálf-
leikinn, við sphuðum þá mjög iha.
Við náðum síðan að koma okkur inn
í leikinn og hefðum þá átt að skora
fleiri mörk. Við sváfum á verðinum
í lokin og það kostaði okkur ósigur,
sagði Vignir Baldursson, þjálfari
UBK, við DV eftir leikinn.
FH hðið lék vel í fyrri hálfleik en
í þeim síðari datt botninn úr leik
þeirra. Ólafur Kristjánsson var mjög
drjúgur í liði FH og þeir Andri Mar-
teinsson, Björn Jónsson og Stefán
Arnarson áttu alhr ágætan leik.
Valur Valsson og Kristófer Sigur-
geirsson léku best í liði Bhka og þeir
Amar Grétarsson og Hilmar Sig-
hvatsson áttu ágæta spretti í síðari
hálfleik.
-GH
„Stoltur af
strákunum“
- ungt lið KA skellti Víkingi, 0-2
Víkingur (0) 0
KA (0) 2
O-l Ormarr Örlygsson (81.)
0-2 Ormarr Örlygsson (90.)
Liö KA (3-6-1): Haukur (2) -
Gunnar G. (3), Steingrímur (1),
Halldór (1) - Ormarr (2), Bjami
(1), ívar (2) (Bjarki (1) 73.), Jóhann
(1) (Gauti (1) 46.), Páh (1), Sigþór
(2) - Gunnar Már (2).
Liö Víkíngs (3-5-2): Guömundur
H. (2) - Zilnik (1), Þorsteinn (2),
Marteinn (1) - Olafur (1), Guð-
mundur Ingi (2), Aöalsteinn (1),
Atli H. (1), Höröur (1) - Guömund-
ur S. (1), Ath E. (1).
Gul spjöld: Páh (KA), Haildór
(KA).
Dómari: Ari
Þórðarson,
ekki sannfær-
andi.
Aöstæður:
Mjúkur gras-
völlur, kvóld-
blíöa en svait
þegaraleið.
Áhorfendur: 560.
KAmeðtaká
Víkingum syðra
Víkingum hefur ekki tekist að
vinna heimasigur á KA i 1. deild
frá árinu 1984. Sigur KA í gær-
kvöldi var sá íjórði gegn Víking-
um í Reykjavík á síðustu fimm
áranum en 1 fyrra geröu hðin
jafhtefli Vikingar hafa jafnframt
aðeins sigrað KA einu sinni i síð-
ustu 9 viðureignum félaganna í
I. dehd.
Ormarrmeð
150. leikinn
Ormarr Örlygsson lék í gær-
kvöldi sinn 150. leik í 1. deild og
hélt upp á þaö með tveimur
mörkum. Félagi hans í KA, Stein-
grimur Birgisson, lák sinn 100.
leik í deildinni. Fjórir KA-menn
léku hins vegar sinn fyrsta 1.
dehdar leik, ívar Bjarklind, Sig-
þór Júlíusson, Jóhann Amarson
og Bjarki Bragason. -VS
KA-menn geröu lítið úr hrakspám
þeim th handa þegar þeir lögðu sjálfa
Islandsmeistara Víkings í gærkvöldi
og það á þeirra eigin heimavehi í
Víkinni í Reykjavík, 0-2. Frábær
byrjun hjá Akureyrarliðinu sem
tefldi fram þremur ungum nýhðum
í byrjunarhði sínu og sá fjórði kom
inn á síðar í leiknum.
„Ég er stoltur af strákunum, það
voru þrír 17-19 ára strákar að spha
í fyrsta sinn í 1. dehd og ég var búinn
að fá gagnrýni fyrir að velja þá. En
þeir skhuðu sínu 120 prósent og mað-
ur sér ekki oft unghng byrja svona
í 1. deild eins og Sigþór Júlíusson
gerði í kvöld,“ sagði Gunnar Gísla-
son, þjálfari og leikmaður KA, við
DV eftir leikinn í gærkvöldi en hann
var mikhl brimbrjótur í öflugri vörn
norðanmanna.
Tvö mörk Ormarrs
Það var Ormarr Örlygsson sem
tryggði KA sigurinn með því að skora
bæði mörkin á síöustu níu mínútun-
um. Fyrst með skoti frá vítateig eftir
fallega sókn og sendingu Bjama
Jónssonar. „Bjami lagði boltann út
í teiginn, ég er búinn að fá mhljón
svona færi í gegnum árin og þetta er.
í annað eða þriðja sinn sem boltinn
rambar inn,“ sagði Ormarr um
markið.
Það síðara gerði hann með því að
komast aleinn upp aö marki Víkings.
„Ég fékk glæsisendingu frá Gauta
Laxdal og eftirleikurinn var erfið-
ur,“ sagði Ormarr Örlygsson.
Víkingar vora meira með boltann
í leiknum en KA gekk betur aö skapa
sér færi. Víkingar fengu þó þau
hættulegustu um miðjan síðari hálf-
leik þegar Atli Helgason skaut í stöng
af 25 metra færi og Guðmundur
Steinsson hitti ekki markið úr gal-
opnu færi eftir einu mistök Gunnars
Gíslasonar í leiknum. Víkingar hefðu
síðan hæglega getað fengið víta-
spymu á mhh marka Ormarrs þegar
boltinn smah í hönd varnarmanns
KA.
KA-menn, sem notuðu 7 leikmenn
22 ára og yngri í leiknum, börðust
af miklum krafti og nýhðamir ungu,
Sigþór og ívar Bjarklind, lofa góðu.
Gunnar Már Másson gerði oft usla í
vörn Víkinga og er KA góöur liðs-
styrkur. Hjá Víkingum var Guð-
mundur Ingi Magnússon bestur en
það er ljóst að meistaramir eru ekki
búnir aö finna taktinn frá því í fyrra.
Spárnar ekki marktækar
Gunnar Gíslason sagði aö slæmar
spár til handa Akureyrarfélögunum
væra ekki alveg marktækar. „í
spánni era Reykjavíkurfélögin meira
og minna aö spá hvert öðru gengi og
vilja ekki spá hvert öðru falli og þess
vegna lenda utanbæjarhðin á botnin-
um. Mótið verður mjög jafnt og við
ætlum að vera með í baráttunni. Við
erum búnir að æfa 4 sinnum á grasi
og komumst á möl í aprh þannig aö
það er ótrúlegt að byrja svona vel,“
sagði Gunnar Gíslason.
„Við voram famir að vera full ák-
afir í að skóra í síðari hálfleik og
skildum þá eftir og því fór sem fór.
KA-menn era sterkir og það er erfitt
að spila á móti þeim. Þeir liggja aftar-
lega og verjast mjög vel. Eg er ekki
sáttur við okkar leik en við vorum
óheppnir, áttum stangarskot og
dauðafæri. Slíkt verðum við að nýta
ef við ætlum að veija titihnn," sagði
Ath Helgason, fyrirhði Víkinga.
-VS
Halldór Kristinsson, varnarmaður KA, í baráttu við Guðmund Steinsson,
Víkinginn marksækna. KA-vörnin var sterk í gærkvöldi og gaf fá færi á sér.
DV-mynd GS