Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Qupperneq 6
28 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. íþróttir Steinar Ingimundarson skorar sí sonar, og á stóru myndinni fagnai ÍBV (1) 1 Valur (1) 2 1-0 Bojan Bevc (6.) 1-1 Baldur Bragason (45.) 1-2 Anthony Karl Gregory (86.) Lið ÍBV (3-5-2): Friðrik (2) - Ómar (2), Heimir (1), Elías (1) - Rútur (1), Jón Bragi (1), Huginn (1) (Nökkvi (1) 70.), Bevc (1), Tómas Ingi (2) - Leifur Geir (1) Sindri (2) (Kristján (1) 70.). Liö Vals (3-5-2): Bjami (2) - Sæv- ar (2), Dervic (1), Bergþór (1) (Am- ljótur (1) 75.) - Ágúst (1), Steinar (1), Gunnlaugur (1), Porca (2), Baldur (2) - Jón Grétar (1), Ant- hony Karl (1). Gult spjald: Tómas Ingi (ÍBV). Dómari: Guð- mundur S. Maríasson, dæmdi vel. Aðstæður: Vallarskilyrði þokkaleg, grasvöllur Þórs ekki al- veg nógu sléttur, veður hvasst. Ahorfendur: 700. Anthony tryggði Val sigurinn í Eyjum - skoraði sigurmarkið gegn ÍBV, 1-2, rétt fyrir leikslok Ómar Garðaissan, DV, Eyjum: Vestmannaeyingar urðu að sætta sig við ósigur á móti Valsmönnum í Eyjum 1. umferð Samskipadeildar- innar á laugardagskvöldið, 1-2, á grasvelli Þórsara í Eyjum. í hálfleik var staðan 1-1. ÍBV fékk óskabyrjun. Strax á 6. mínútu skoraði Bojan Bevc fyrsta mark leiksins fyrir ÍBV, af stuttu færi, og var þaö ekki fyrr en á loka- sekúndum fyrri hálfleiks að Vals- mönnum tókst að jafna. Baidur Bragason fékk sendingu frá Steinari Adolfssyni inn fyrir vörnina og skor- aði örugglega, 1-1. Fjórum mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að tryggja sér stigin þrjú. Þar var Anthony Karl Gregory að verki með því að brjótast laglega í gegnum vöm ÍBV, 1-2. Aðstæður voru heldur leiðinlegar á leiknum, austan hvassviðri sem stóð þvert á völlinn. Setti það svip sinn á leikinn og eins bar hann þess merki að vera fyrsti leikurinn í ís- landsmótinu. Leikmenn voru að þreifa fyrir sér en þrátt fyrir þetta mátti á köflum sjá skemmtilega knattspymu. Valsmenn vora meira með boltann en Eyjamenn náðu að skapa sér fleiri hættuleg tækifæri sem þeim tókst þó ekki að nýta nema einu sinni. Vöm þeirra átti oft í vand- ræðum með þá Baldur Bragason og Salih Porca. Sama má segja um Tóm- as Inga og Sindra Grétarsson. Þeir náðu oft að gera usla í vöm Vals- manna en vantaði herslumuninn til að ná að gera út um leikinn. Annars var jafnræði með liðunum og þau til alls líkleg í sumar. Þó var eins og Eyjamenn hefðu sætt sig við jafntefli á meðan gestirnir héldu áfram að berjast og uppskám sam- kvæmt því. Fegnir að vera lausir héðan með þrjú stig „Ég er að sjálfsögðu ánægður meö þessi úrslit. Hingað koma ekki lið og sækja stig svo auðveldlega og við emm fegnir að vera lausir héðan með 3 stig. Ég tel að bæði þessi lið eigi góða möguleika í deildinni. Þau spila góðan fótbolta og ég held að þau verði bæði í toppbaráttunni. En þetta er fyrsti leikurinn og þá verður ákveðið spennufall. Þaö þarf að taka tappann úr og þá geta menn byrj- að,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Vals, við DV eftir leikinn. Sé ekki ástæðu til svartsýni Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, neitaði því ekki að vera sársvekktur með úrslitin „Eins og staðan var heíði maður verið sáttur við að fá eitt stig. En við vorum ekkert lakari en Valsmennimir og óheppnir aö vera ekki marki yfir í hálfleik. Það var svolítið áfall að fara með fyrra markið þeirra inn í hlé sem þeir skor- uðu þegar 15 sekúndur vom eftir. Það tók toll af okkur og við vorum dálítið lengi í gang í þeim seinni. Valsmennimir vom kannski léttari og frískari en við aftur á móti öflugri og kröftugri og alls ekki lakari en þeir og ég sé ekki ástæðu til svart- sýni.“ Horð barátta á Þórsvellinum í Eyjum, Baldur Bragason, Valsmaður, reynir að komast framhjá Jóni Braga Arnar- syni hjá ÍBV, sem gnæfir yfir hann. DV-mynd: Ingi T. Björnsson Jon A. fyrir Jon H. A ársþingi Handknattleikssam- bands íslands, sem haldíð var í Reykjavík um helgina, var Jón Ásgeirsson kosinn formaður HSÍ í stað Jóns Hjaltalíns Magnússonar sem ekki gaf kost á sér áfram eftir að hafa veriö formaöur HSÍ und- anfarin 8 ár. Á þinginu var samþykkt að fjölga í framkvæmdastjórn HSÍ. Áður sátu fimm menn í henni en nú verða þeir 9. Framkvæmdasfjórntn er öll ný og hana skipa Jón Ásgeirs- son, formaður HSÍ, Guðjón L. Sig- urðsson, varafomiaður HSÍ, Jó- hanna Sigurðardóttir gjaldkeri, Sigurður I. Tómasson ritari og meöstjórnendur: Ólafur Scliram, Kari Jónsson, Sólveig Magnúsdótt- ir, Vigfús Þorsteinsson og Kjartan Steinbach. Skuldur HSÍ 35 milljónir Á þinginu voru lagöir fram reikn- ingar Handknattleikssambandsins. Samkvæmt þeim var halli HSÍ á árinu um 10 milljónir króna og heíldarskuldir Handknattlelks- sambandsins eru nálægt 35 millj- ónum króna. Tillaga Eyjamanna felld Tillaga frá Vestmannaeyingum þess efnis aö heimila tveimur er- lendum leikmömium að leika með hverju félagsliði var felld, 22 vom á móti og 19 voru með henni. Leikmaður getur fengið 10 mánaða keppnisbann Félagaskiptum skal vera lokið fyrir 30. júní en ekki 15. júlí eins og áöur var. Þá var ákveðiö í miliiþinga- nefnd að skipa geröardóm komi upp ágreiningur um félagaskipti. í nýjum reglum HSÍ segir nú aö ef bæöi félög skrifa ekki undir félaga- skipti leikmanns fari hann í 10 mánaða keppnisbann í staö 6 mán- aða. Þá var samþykkt að liðin sem hafna í 11, og 12. sætií 1. deild karla á næsta keppnistímabili falli í 2. deild en Jiðin sem skipa 9. og 10. sætið halda sæti sínu og hafi lokið keppni. -GH -KR „Þetta var góð byrjun hjá okkur og ég held að liðið hafi leikið vel miðað við fyrsta leik. Við sýndum mikinn karakt- er að jafna leikinn tvisvar. Það er ljóst að sumarið verður erfitt og þetta var bara fyrsta skrefið en þetta var góð eld- skírn,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir að lið hans hafði gert jafntefli, 2-2, gegn KR-ingum í Frostaskjóli í fyrstu umferð Samskipa- deildarinnar á laugardag. Leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn af báðum liöum og vonandi for- smekkurinn af því sem koma skal í sumar. Bæði lið léku opinn sóknarbolta og mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en fjögur. Leikurinn byrjaði með látum og eftir aðeins 8 mínútur skomðu KR-ingar. Dusan Galovic gaf fyrir markið frá hægri og Ragnar Margeirsson lagði Ekkijafntefli fráárinu 1973 ÍBV og Valur hafa ekki gert jafntefli í Eyjum frá árinu 1973 eða í 19 ár! Valur hefur unnið 7 leiki en ÍBV 6 þegar félögin hafa mæst þar í 1. deild frá þeim tíma. Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta leik í 1. deild þegar ÍBV mætti Val. Það voru Rútur Snorrason, Krislján Þór Kristj- ánsson og Slóveninn Bojan Bevc í liði ÍBV og Júgóslavinn Salih Porca í hði Vals. Ómar Jóhannsson, ÍBV, lék sinn fyrsta 1. deildar leik í sex ár. -VS KR • Akranes (1) 2 (1) 2 1-0 Rúnar Kristinsson (8.) 1- 1 Haraldur Ingólfsson (34.) 2- 1 Steinar Ingimundarson (67.) 2-2 Bjarki Gunnlaugsson (78.) Lið KR (3-5-2): Ólafur (2) - Óskar (3), Þormóður (1), Gunnar O. (1) - Átli (1), Galovic (2), Heimir (2), Rúnar (2), Hilmar (1) - Steinar (2), Ragnar (2). Lið ÍA (4-4-2); Kristján (2) - Kostic (2), Alexander (2\ Heimir (1) (Haraldur H. (1) 75.), Olafur (1) - Haraldur I. (1) (Theodór 86.), Sig- ursteinn (2), Sigurður J. (2), Bjarki (2) - Þórður (2), Amar (2). Gult spjald: Alexander (ÍA). Dómari: Þor- varöur Bjöms son, gerði sín mistök en dæmdi í heild ágætlega. Aðstæður: Blautur gras- völlur, annars góður, milt veöur en léttar skúrir. Áhorfendur: 1.807. Heimirmeð 100. leikinn Heimir Guðmundsson, bak- vörður hjá ÍA, lék sinn 100. leik í 1. deild með Skagamönnum á laugardaginn. Þrír leikmenn liöanna léku sinn fyrsta leik í 1. deildinni, Dusan Galovic, Tékkinn í liði KR, og Skagamennimir Ólafur Adolfs- son og Theodór Hervarsson. Sigurður Jónsson lék sinn fyrsta 1. deildar leik hér á landi í tæp átta ár eða frá því hann lék síðast með ÍA árið 1984. -VS KRgengur illa meðÍA KR-ingar eiga jafnan erfitt með Skagamenn á sínum heimavelli og á laugardagvarð engin undan- tekning þar á. í síðustu tíu viður- eignum félaganna í 1. deild í Reykjavík hefur KR aðeins tekist að sigra einu sinni, árið 1990, en þetta var 7. jafntefli liðanna á heimavelli KR á þessum 10 ámm. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.