Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. 11 Sviðsljós Löggur á Evrópu- meistaramóti Nýlega fór fram í Skien í Noregi úrslitakeppni Evrópumeistaramóts lögreglumanna í handknattleik. íþróttasamband lögreglumanna sendi hð til keppninnar og var þetta í þriðja skiptið sem íslenskir lög- reglumenn voru þátttakendur á mót- inu. íslendingar tóku fyrst þátt í Evr- ópumeistaramótinu þegar það var haldið í Frakklandi árið 1984. Má segja að þeir hafi komið, séð og sigr- að því að íslenska hðiö fór með bikar- inn heim. Fjórum árum síðar var mótið haldið hér á landi og urðu heimamenn þá í þriðja sæti. Að þessu sinni gekk þó ekki eins vel og fengu íslensku löggumar að verma fimmta sætið eftir nauman sigur gegn Sviss- lendingum. Þátttakendur í Evrópumeistaramóti tögreglumanna i handknattleik. í efri röö eru: Björgvin Björgvinsson þjálfari, Árni Friðleifsson, Haukur Ásmunds- son, Birgir Hilmarsson, Bjarni Ólafsson, Páll Briem, Alexander Alexanders- son, Kristján Hilmarsson, Valgarður Valgarðsson og Guðmundur Sigmunds- son liðsstjóri. I neðri röð eru: Hörður Sigurðsson, Birgir St. Jóhannsson, Hermann Karlsson, Ragnar Kristjánsson, Gunnlaugur Jónsson, Gísli Skúla- son og Einar Þórarinsson. Borgarkringlan eins árs Það var talsvert um að vera í Borg- arkringlunni um helgina. Ástæðan var sú að verið var að halda upp á eins árs afmæh hennar en starfsemi hófst í húsinu þann 1. júní 1991. Á fostudaginn var nýr flygill Borg- arkringlunnar vígður af nemendmn Nýja tónhstarskólans og á laugar- daginn skemmti Tríó Eddu Borg hjá versluninni Jazz. Einnig kom Simp- sonfiölskyldan í heimsókn og gátu ungir sem aldnir látið taka mynd af sér með henni. Ekki má svo gleyma að taka það fram að boðið var upp á afmælistertu frá Sveini bakara. Bart Simpson kom i afmæli Borgarkringlunnar og gátu ungir sem atdnir látið taka mynd af sér með honum. DV-mynd JAK Fyrrum slökkviliðsstjóri í faðmi fjölskyldunnar. Talið frá vinstri eru Gylfi Rúnarsson, Hjördis Gulla Gylfadótt- ir, Anna Guðsteinsdóttir, Rúnar Bjarnason, Sandri Freyr Gylfason, Sóley Kristjánsdóttir, Anna Gulla Rúnars- dóttir, Valur Rúnar Kristjánsson, Þórunn Sævarsdóttir og Helga Alexia Gylfadóttir. Rúnar hengdur- uppávegg Fyrir skömmu var Rúnar Bjama- son, fyrrum slökkvihðsstjóri, hengdur, það er að segja upp á vegg. Skal það tekið fram að það var málverk af Rúnari sem hengt var upp á vegg en ekki hann sjálf- ur. Var þetta gert við hátíðlega at- höfn í slökkvistöðinni að viðstödd- um borgarstjóra, Markúsi Emi Antonssyni, vandamönnum og öðrum velunnurum Rúnars. Er málverkið eftir Einar Hákon- arson og er það komið í hóp mál- verka af forverum Rúnars í starfi sem prýða setustofu slökkvihðsins. Núverandi og fyrrverandi slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjórar: Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, Rúnar Bjarnason, fyrrum slökkviliðs- stjóri, Jón Viðar Matthiasson varaslökkviliðsstjóri og sitjandi er Gunnar Sigurðsson, fyrrum varaslökkviliðsstjóri. DV-myndir S Hugbeittur sattr®oiuyi»' semtætiríþértaugarnar. RONNV COX (TOXkLRKMl) SHÁRON SIONt (lOTALttCALÚ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.