Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992.
9
Utlönd
Erich Honecker, fyrrum kommúnistaleiðtogi Austur-Þýskalands, yfirgefur sendiráð Chile i Moskvu þar sem hann
dvaldi frá því í desember í fyrra til að komast hjá handtöku og framsali til Þýskalands. Hann dúsar nu i fangelsi
í Berlín.
Símamynd Reuter
Erich Honecker aftur kominn til Þýskalands:
Akærður fyrir að
drepa 49 manns
Erich Honecker, fyrrum kommún-
istaleiötogi Austur-Þýskalands, sem
kominn er heim eftir sextán mánaða
dvöl í Moskvu á ílótta undan þýskri
réttvísi, verður færður fyrir dómara
í dag til að hlýða á 49 ákærur fyrir
manndráp. Hann verður einnig
ákærður fyrir 25 tilraunir til mann-
dráps vegna mála um 200 Austur-
Þjóðveija sem voru ýmist skotnir af
landamæravörðum eða féllu fyrir
sprengjum á fyrrum landamærum
þýsku ríkjanna.
Honecker var fluttur úr sendiráði
Chile, þar sem hann hefur haldiö til,
um borð í rússneska flugvél sem
flaug með hann til Berlínar. Þar var
hann samstundis handtekinn og
fluttur til Moabit-fangelsisins, rétt-
um fimm árum eftir opinbera heim-
sókn til Vestur-Þýskalands sem var
hápunktur átján ára valdaferils
hans.
Jutta Lámbach, dómsmálaráðherra
Berlinar, sagði að líklega yrði réttað
í máh Honeckers síðar á árinu. Eftir
bráðabirgðaskoðun tveggja lækna
var Honecker dæmdur hæfur til að
sitja í fangelsi. Hann fékk þó her-
bergi á sjúkradeild fangelsisins þar
til óháðir læknar hafa metiö heilsu-
far hans.
Hubert Dreyling, lögfræðingur sem
hefur tekið aö sér að veija Erich
Mielke, fyrrverandi yfirmann leyni-
þjónustunnar Stasi, sagði að Honec-
ker ætti yfir höfði sér mjög þunga
refsingu vegna fjölda ákæranna.
Hann spáði því að réttarhöldin gætu
orðið heillandi upprifjun á sambandi
þýsku ríkjanna í fjörutíu ár.
í leiðurum dagblaða kom fram að
óþægilegar staðreyndir um sam-
skipti sijómmálamanna frá fyrrum
Austur-Þýskalandi og Vestur-Þýska-
landi, allt frá íhaldsmönnum á borð
við Kohl kanslara til forustumanna
Jafnaðarmannaflokksins, gætukom-
ið upp á yfirborðið í réttarhöldunum.
Honecker leit hraustlega út og
hann var enn fullur ögrunar þegar
hann gaf sig fram í gær. Hann rétti
upp krepptan hnefa að kommúnista-
sið þegar hann yfirgaf sendiráð Chile
í Moskvu og batt þar með enda á sjö
mánaða deilu milli Þýskalands, Chile
og Rússlands um örlög sín.
Dómsmálayfirvöld í Berlín og
þýska ríkisstjórnin vísuðu á bug
vangaveltum fjölmiðla um að til að
tryggja uppgjöf Honeckers hefði hon-
um verið lofað mildilegri meðferð,
svo sem að hann fengi að ganga fijáls
á meöan hann biði réttarhaldanna.
Limbach sagði að réttarhöldin yfir
honum yrðu sanngjöm þrátt fyrir
megnustu óbeit almennings á stjóm-
artíð hans.
Þýsk stjómvöld ákærðu Honecker
fyrst í desember 1990 en sovéskar
hersveitir, sem enn vom í austur-
hluta Þýskalands, komu honum und-
an til Moskvu þremur mánuðum síð-
ar. Hann settist að í sendiráði Chile
í desember í fyrra eftir að hrun kom-
múnismans í Sovétríkjunum stofn-
aði griðlandi hans í voða. Sendiherr-
ann var gamall vinur sem Honecker
hafði skýlt fyrir herforingjasfjóm-
inni í Chile á áttunda áratugnum.
Honecker hafði yfirumsjón með
byggingu Berlínarmúrsins árið 1961
til að koma í veg fyrir fjöldaflótta til
Vesturlanda. Hann varð leiðtogi
kommúnistaflokksins árið 1971 og
stjómaði landinu með harðri hendi
þar til almenningur hrakti hann frá
völdum í október 1989.
Honecker var ekki nema átta ára
gamall þegar hann fór að bera út
blað kommúnista í Þýskalandi og í
flokkinn gekk hann árið 1929. Hann
barðist gegn nasistum og sat í fanga-
búðum þeirra í tíu ár. Sovéskar her-
sveitir frelsuðu hann 1945. Við stofn-
un austur-þýska ríkisins 1949 gegndi
hann þegar ábyrgðarmiklum störf-
um og var kosinn í stjómamefnd
kommúnistaflokksins 1958. Reuter
Karimaður fær
fóstureyðingalyf
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftir-
litið (FDA) hefur ákveðið að leyfa
manni nokkrum frá Georgíu-fylki að
nota fóstureyðingapilluna RU486,
sem valdið hefur miklum deilum í
Bandaríkjunum að undanfómu. Er
maðurinn með illkynja heilaæxli og
telja læknar 75 prósent líkur á þvi
að pillan kunni að geta stöðvað vöxt
æxlisins.
Lyfið, sem veldur fósturláti, er tal-
in geta gagnast við ýmsum sjúkdóm-
um. Hingað til hefur það verið bann-
að í Bandarikjunum, en Frakkar og
Bretar hafa leyft það. Þó að bannað
væri að flytja RU486 inn til Banda-
ríkjanna fékkst sérstakt leyfi fyrir
því þar sem um rannsókn var aö
ræða sem stjómin hefur samþykkt.
Þeir sem erU fylgjandi því að fóst-
ureyðingar séu leyfðar í Bandaríkj-
unum hafa sagt að ástæðan fyrir því
að FDA hafi skipað að lyfið væri gert
ólöglegt væri byggð á andstöðu
þingsins við fóstureyðingar.
Reuter
Velkomin í Veiðimanninn
í yfír fímmtíu ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað
sportveiðimönnum og öðmm unnendum útiveru.
Hjá okkur fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla í fjölda
verðflokka, ásamt fyrirtaks veiðifatnaði á hagstæðu verði.
Við seljum aðeins viðurkennd vömmerki.
Opið mánud. - fimmtud.kl. 09 - 18, föstud.kl. 09 - 19,
laugard. kl.lO - 16, sunnud. frá kl.ll - 16.