Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Fréttir Ríkisstjómin og flárlagagerðin: Féll frá tveggja þrepa virðisauka - þess í stað verður dregið stórlega úr endurgreiðslum Akvörðun um Ríkisstjómin varð að falla frá hug- myndum sínum um tveggja þrepa virðisaukaskatt eftir að þingflokkar beggja stjómarflokka höfnuöu tillög- um fjármálaráðherra þar um á þing- flokksfundum í gær. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í gærkvöldi og stóð fundur hennar fram á miðja nótt eða alls í rúmar fimm klukku- stundir. Að loknum ríkisstjómarfundi í nótt sagði Davíð Oddsson að ríkis- stjórnin hefði tekiö verulega mikið tillit til þess sem þingflokkamir vildu. Rikisstjórnin kom saman aftur nú fyrir hádegi og síðar í dag verða þingflokksfundir þar sem nýjar til- lögur frá ríkisstjórninni verða til umræðu og afgreiðslu. Þingflokkar beggja stjómarflokka höfnuðu tillögum um breytingar á virðisaukaskattinum. Heimildir DV, úr báðum flokkum, segja að þing- menn hafi ekki verið tilbúnir að sam- þykkja svo miklar kerfisbreytingar með þeirri htlu kynnningu sem fram hafði farið innan flokkanna. „Máhð var ekki bara illa unnið, þaö var óunnið,“ sagði einn þingmann- anna. Hann bætti viö að engar skýr- ingar á hvað breyting hefði þýtt heíði fylgt með tillögunni og því hefði ekki verið hægt að samþykkja tillöguna. Þingflokkamir eru, samkvæmt því sem heimildir DV herma, tilbúnir að samþykkja að þeir sem ekki inn- heimta virðisaukaskatt fái ekki inn- skattinn -endurgreiddan. Meðal þeirra sem þannig missa af endur- greiðslum em hitaveitur, rafveitur, fjölmiðlar, bókaútgáfur og fleiri. Sem dæmi má nefna að endurgreiðslur til hitaveitna nema hundmðum millj- óna króna á ári. Þar sem fyrirsjáanlegt er að rekst- ur hitaveitna og rafveitna veröur talsvert erfiðari eftir þessar breyt- ingar verður húscdútun á köldum svæðum niðurgreidd enn frekar en niöurgreiðslur á þessu ári em um 400 milljónir króna. Ætlunin er að tryggja þeim sem búa viö hátt verð á húshitun sama verð og nú er, ef ekki lægra en það er nú. Davið Oddsson staðfesti í nótt að verulegt tillit verði tekiö til vilja þingflokkanna og samkvæmt því má ætla að sá milljarður sem átti að koma í auknar tekjur með breyting- unum á virðisaukaskattinum fáist með því að hætta endurgreiðslunum og því erallt útlit fyrir að halh á fjár- lögum næsta árs verði um fjórir mihjarðar eins og að var stefnt. Kratar hafna að tekjuskattur fyrir- tækja lækki um 700 milljónir. Þeir eru tilbúnir að samþykkja breyting- ar á skattinum - með því einu að skatturinn skih fjórum milljörðum á næsta ári - rétt eins og þessu. Búið var að reyna margt til að fá þingflokkana til að fallast á breyting- amar á virðisaukanum. Meðal ann- ars var talaö um að láta breytingarn- ar koma til framkvæmda á tveimur ámm. Einnig að lækka skattinn í 23,5 prósent og fækka endurgreiðsl- um sem getið var um hér að ofan. -sme/-kaa kirkjuna við Víghól tekin í kvöld Fylkingarnar, sem takast á í deilunni um kirkjubygginguna við Víghól í Kópavogi, funduöu stfft í gær og þjöppuðu saman hði sínu. Sjá mátti auglýsingar á sjónvarpsstöðvunum þar sem stuðningsfólk um kirkjubygging- una var hvatt til að mæta á aðal- safnaðarfundinn í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld. Þeir sem and- vígir eru bjuggust við að svara í sömu mynt í dag. Þaö stefnir því aht í hörð átök i kvöld. Safhaðarstjórninfundaði í gær- kvöldi „til að bera saman bækur sínar“ eins og Þorbjörg Daníels- dóttir, formaður safnaðarstjórn- ar Digranessóknar, orðaði þaö. Þorbjörg bjóst viö margmenni en óttaöist ekki plássleysi því íþróttahúsiö rúmaði í þaö minnsta helming ibúa Kópavogs. Gylfi Sveinsson, forsvarsmaður Víghólasamtakanna, sagöi að andstæðingar byggingarinnar hefðu fundað stíft í gær og vonað- ist hann th að mikhl meirihluti fólks tæki afstöðu i þessu máli, burtséð hver ákvörðunin yrði. „Þetta eru verstu mál sem hægt er að finna, thfinningalega. Þetta gleymist aldrei," sagði Gylfi. -Ari Kartöfluuppskeran mjög misgóð hjá bændum: Ástandið virðist best í Þykkvabænum Gylfi Kristjánssön, DV, Akureyii „Viö vorum ekki bjartsýnir fyrir skömmu en það hefur ræst ótrúlega úr þessu og við fengum mjög góða tíö th að taka upp,“ segir Tryggvi Skjald- arson, kartöflubóndi í Þykkvabæn- um. Kartöflubændur í Þykkvabæn- um eru margir búnir að taka upp og þegar á hehdina er htið virðist upp- skeran vera góð. Annað sem bændur í Þykkvabæn- um fagna þessa dagana er að mygl- an, sem hefur verið í kartöflunum þar, sést nú varla. „Ég hef tekið upp um 370 tonn á tveimur síðustu árum en ekki getað selt nema um 60 tonn svo aflollin hafa verið rosaleg. Nú sést að vísu aðeins votta fyrir myglu en það er ekkert sem orð er á ger- andi,“ segir Tryggvi. Hann segir þó aö bændur í Þykkva- bænum beri sig misvel og svo virðist sem uppskeran ráðist að talsverðu leyti af því útsæði sem notað var og jafnvel af garðlöndum. Grös hafl t.d. fahið hjá sumum að einhveiju leyti en ekkert hjá öðrum. Þegar á hehd- ina er htiö segir Tryggvi aö menn séu að fá um 100 tonn á hektara sem þýðir að uppskera sé um það bh átt- fóld. Alltáfloti íEyjafirði Það er ekki eins gott hljóðið í kart- öflubændum í Eyjafirði og Sveinberg Laxdal, sem er einn þeirra, segir að þeir þyrftu helst að hafa vélar á loft- púðum th að komast um garða sína. „Þetta er einstaklega slakt sumar hjá okkur en þó er misjafnt hvað menn fá upp, aht frá nánast engri uppskeru og upp í meðaluppskeru þar sem best er. Ég hef þá trú að hehdaruppskeran í Eyjafirði verði ekki nema um 1500 tonn á móti um 3000 tonnum í fyrra sem þýðir aö uppskeran nú er fimm- th sexföld. Að vísu er ekki öh nótt úti, grös standa enn og við höfum ekki fengið næturfrost. Þetta getur því batnað ef við fáum góða tíð og þá er ekki síður mikhvægt að veðrið breytist svo hægt verði að komast um garð- ana og ná þessu upp,“ sagði Svein- berg. Hann segist reikna með, miöað við þær upplýsingar sem hann hefur, aö kartöfluuppskera landsmanna í ár sé það slök þegar á hehdina er ht- ið að hefja þurfl innflutning á kart- öflum strax í mars eða apríl á næsta ári. Ríkisstjórnin viö upphaf hins langa fundar i gærkvöldi. Fundinum lauk á þriöja tim- anum í nótt. Ekki tókst að ganga frá end- anlegum tillögum á fundinum en aö því var stefnt áður en hann hófst. Á innfelldu myndinni er Daviö Oddsson umkringdur fjölmiölamönnum eftir fundinn í nótt. DV-mynd ÞÖK Fæðingarorlof til umræðu við Qárlagagerð: Konur beggja f lokka hafna skerðingu - nefndfaliðaðgeraúttektámálinu Þingkonur stjórnarflokkanna hafa alfarið hafnað skerðingu fæðingaor- lofs í tengslum viö fjárlagagerðina. Hugmyndir hafa verið uppi um að skerða þessar greiðslur um tæplega 200 mihjónir. Ymsar útfærslur hafa verið nefndar, meðal annars að skerða hámarks mánaðargreiðslur um 10 þúsund krónur, eða úr 55 þús- und krónum í 45 þúsund krónur. Þá hefur sú hugmynd verið orðuð að stytta dagpeningaréttinn um mánuð, úr sex mánuðum í fimm. Samkvæmt heimhdum DV mætti Sighvatur Björgvinsson hehbrigðis- ráðherra harðri andstöðu í þing- flokki Alþýðuflokks þegar hann orð- aöi þessar hugmyndir fyrst í byrjun síðustu viku. I þingfokki Sjálfstæðis- manna var einnig megn andstaöa gegn þessum áformum. Ákveðið var að fela nefnd að vinna að endurskoð- un á fæðingarorloflnu. Nefndin hefur þegar komið saman og haldið einn fund. í henni eiga sæti þau Lára Margrét Ragnarsdótt- ir, Vhhjálmur Eghsson, Össur Skarphéðinsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Dögg Pálsdóttir. Aö sögn Rannveigar er það ekki hlutverk nefndarinnar að tjalla um niðurskurð eða skert réttindi enda tengist hún á engan hátt tjárlaga- gerðinni. Aðspurð segist hún ekki geta ímyndað sér breytingar á fæð- ingarorlofinu fyrr en nefndin hafi skhað af sér. „Þessari hugmynd var bara slegið fram í fjárlagagerðinni og hún er ósanngjöm í alla staði. Það hefur ekkert verið sagt hvemig eigi aö skerða eða th hvaða hópa slík skerð- ing gæti náð. Það hafa engar tillögur komið fram um útfærslu á þessum niðurskurði," sagði ein af þingkon- um Sjálfstæðisflokksins í samtali við DV í gær. -kaa BSRB um Evrópska efnahagssvæðið: Krefst þjóðarat- kvæðagreiðslu - tekur ekki afstöðu til samningsins Á stjómarfundi í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja í gær var samþykkt að kretjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). BSRB tekur hins vegar ekki af- stöðu th málsins í hehd sinni. Varðandi hugsanlega aðhd ís- lands að EES vekur BSRB athygh á því að enn séu ýmsir endar laus- ir. Bandalagið bendir á aö hugsan- legur ávinningur af samningnum byggi á forsendum sem séu engan veginn afgerandi og bendir á að th lengri tíma sé margt óljóst um af- leiöingar aöhdar að EES fyrir ís- lenska verkalýðshreyfingu og rétt- indi launafólks. Bent er á óvissu- þætti varðandi atvinnulífið í land- inu, flármagns- og fólksflutninga og eignarhald á landi og auðlind- um. Gera þurfi betri grein fyrir þeim sóknarfæmm sem samning- urinn býður upp á fyrir íslenskt atvinnulíf. Ennfremur telur BSRB þörf á rækhegri úttekt á líklegum útgjöldum vegna aöhdar að EES og eyða þurfi efasemdum um að samningurinn stangist á við stjóm- arskrána. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.