Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. 3 Fréttir Sameining Odda og Slippstöövarinnar á Akureyri: Akureyri tilbúin með sinn hlut í hlutafjáraukningunni Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyn: „Þetta er sett fram í framhaldi af viðræðum aðila og á þeim nótum sem menn hafa verið að vinna að. Ég hlýt því að vera bjartsýnn á að þetta sé sá flötur sem menn geti sameinast um og við erum tilbúnir til frekari viðræðna við ríkið á þessum grunni,“ segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, en bæjaryfirvöld á Akur- eyri hafa lagt fram hvað þau eru til- búin að gera til að liðka fyrir samein- ingu Vélsmiðjunnar Odda og Slipp- stöðvarinnar. í bókun bæjarráðs segir að Akur- eyrarbær sé tilbúinn að leggja fram allt að 35 milljónum króna í nýju hlutafé. Að Akureyrarbær og stofn- anir hans taki upp viðræður við stjórnendur Slippstöðvarinnar um kaup á eignum sem nemur rúmum 15 milljónum króna. Gránufélags- húsið, þar sem höfuðstöðvar Odda eru, verði reynt að selja á næstu tveimur árum. Reynist sölumögu- leikar ekki fyrir hendi verði teknar upp viðræður milli Slippstöðvarinn- ar og bæjarsjóðs um leiðir til að losa Slippstöðina við þessa húseign. Rætt er um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu Slippstöðvarinn- ar sem skiptist þannig að Akureyrar- bær legði fram 35 milljónir, eignir Odda eru metnar á annað eins og hlutur rikisins í hlutaíjáraukning- unni yrði 30 milljónir. Ríkið og Akureyrarbær eru lang- stærstu hluthafar í Slippstöðinni, ríkið með 54% eignarhlut og Akur- eyrarbær með 36%. Halldór segir að með bókun bæjarráðs sé búið að skerpa línur gagnvart ríkinu þannig að það væri fyrirliggjandi hver af- staða bæjarins væri. „Ég er að vona að þetta fari til afgreiðslu hjá ríkis- stjórninni mjög fljótlega, sennilega í þessari viku,“ sagði Halldór. Gránufélagshúsið við Strandgötu á Akureyri þar sem Vélsmiðjan Oddi er til húsa. Reynt verður að selja húsið og er það liöur i sameiningu Odda og Slippstöðvarinnar. DV-mynd gk Atvinnuleysi meira en tvöfaldast á einu ári - skráðir atvinnuleysisdagar á árinu gætu farið í eina milljón Skráöir atvinnuleysisdagar í ágúst síðastliðnum voru 72 þúsund á öllu landinu. Það svarar til þess að 3.300 manns hafi veriö atvinnulausir. Þetta er 132 prósent meira atvinnu- leysi en var í ágústmánuði í fyrra en þá voru atvinnuleysisdagar skráðir 31 þúsund. Þrátt fyrir þetta minnkaöi atvinnu- leysi í ágúst örlítið frá júlímánuði, en þá voru skráðir 63 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu. Fækkun atvinnuleysisdaga í ágúst var mest á höfuðborgarsvæðinu og dró þar meira úr atvinnuleysi kvenna en karla. Skýringin á þessu er eðlileg árs- tíðasveifla. Má í því sambandi benda á að konur eru í meirihluta þess fólks sem sér um þrif í öllum skólum landsins. Það fólk fór á atvinnuleys- isskrá 1. júní síðastliðinn en fer nú aftur til vinnu í lok ágúst. Fyrstu átta mánuði ársins hafa verið skráðir samtals 620 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að 3.600 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, sem er 2,8 prósent af áætluðum mannafla. í skýrslu vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins um atvinnu- ástandið segir aö fari svo sem horfi í atvinnumálum það sem eftir er árs- ins gæti svo farið að í fyrsta sinn verði skráðir atvinnuleysisdagar ein milljón á ári. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.