Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Spumingin Lesendur Hvað finnst þér um hug- myndir um að leggja virðisaukaskatt á bækur? Nanna Hálfdánardóttir húsmóðir: Mér finnst þaö fáránlegt og ekki ná nokkurri átt. Kolbeinn Arnljótsson: Mér flnnst það ekki rétt. Trúgirni manna á trúarbrogð Karl Þ. Löve skrifar: Það er mér eilíft undrunarefni hvemig fullorðið fólk, sæmilega menntað og upplýst á árinu 1992, lætur presta og aðra fulltrúa hinna ýmsu trúarbragða spila með sig líkt og það sé enn á miðaldastigi. - Það er verðugt verkefni sálfræðinga og annarra höfuðskoöara að reyna að einangra og íjarlægja þetta (ég kalla það stundum trúgimisgen) sem virð- ist heltaka allt of marga. Hvernig stendur á því að fólk trúir því sem einhverjir sjálfskipaðir fulltrúar ein- hvers óljóss guðs (í besta lagi) pred- ika og upphefja sjálfa sig í krafti eig- in oröaflaums? Þessi trúgimi var skiljanleg hér fyrr á öldum, þegar fólk var ólæst og óskrifandi, og hélt enn að jörðin væri flöt. Kirkjan hélt öllum í heljar- greipum, hvort sem fólk vildi mennta sig eða ekki. Og margir þurftu þá 'eflaust að borga kirkjunni sína tíund eða verða útskúfaður úr samfélagi manna ella. - Kirkjan hefur gegnum tíðina í krafti valds sins sankaö að sér jörðum og ótrúlegu magni verð- mæta með aðferðum sem nú á dögum væm einfaldlega kallaðað þjófnaður. Það nær engri átt að við sem viljum ekkert með þessa trúarbragðadellu hafa að gera séum neydd til þess með opinberum tilskipunum, í formi skatta og gjalda, að greiða í þessa hít sem virðist botnlaus vegna stöðugra kirkjubygginga vítt og breitt um landið. - Og greiöa síðan laun þess- um hópi presta og biskupa og fleiri aðilum tengdum þessu bákni. - En það er í raun sjálfum okkar að kenna hvemig komið er okkar málum í dag vegna þess að það eram jú við sem flest kusum og líklega kjósum aftur þessa menn sem sitja við kjötkatlana og skemmta sér konunglega. Gunnhildur Þórisdóttir útlitshönn- uður: Mér finnst það ekki gott og líst ekki á það. Mörður Finnbogason nemi: Það er alls ekki nógu gott. Helgi Harðarson sölumaður: Það á eftir að minnka bókasölu og það er hið versta mál. Gunnar Kristjánsson prestur: Það finnst mér afleit hugmynd. Virðisaukaskattur mismunar þegnunum: Verktakar kreflast erlendra lána: Ríkið og almenningur eiga að borga Undanþágurnar verður að af nema bæra“ verkefni sem verktakar leggja til að ráðast í? Fyrir utan nýfram- kvæmdir í vegaframkvæmdir, sem mætti að sjálfsögðu telja arðbærar, þá er bent á að ljúka þurfi fram- kvæmdum í svoköÚuðu SS-húsi sem ríkið hefur verið að basla með síðan það var plataö til að kaupa þaö af Sláturfélagi Suðurlands. - Og byggja svo leikskóla fyrir afganginn! Ef ráðamenn gangast inn á þessar hugmyndir Verktakasambandsins, og taka erlend lán svo milljörðum skiptir, em stjómvöld endanlega búin að missa tÚtrú almennings. Og það veröur ekki endurvakið. - Fólk veit fyrir víst að þessi erlendu lán, sem tekin era, verður að greiða með svita og tárum. Er ekki nóg að gert í bili, stjómarherrar góðir? Hvemig væri að láta verktakana afla eigin verkefna? Magnús Guðmundsson skrifar: Sennilega er fyrirhuguð breyting á virðisaukaskattinum - ef af verður - sú aðgerð ríkisstjómarinnar sem helst verður henni til vegsauka. Þegnunum er verulega mismunað þegar þeim er skipt í þá sem greiða skattinn og þá sem skáka í skjóh undanþága og endurgreiðslna. Rætt er um annars vegar að koma á tví- skiptum virðisaukaskatti, 14% og 22% eftir tegund vöm og þjónustu, og hins vegar að festa hann við 19% á allar vörur og þjónustu. - Þetta síð- ara yrði mun auðveldara og réttlát- ara, og undanþágur yrðu engar. Þegnarnir sætu allir við sama borð. Ekki er spurning hvort að ríkis- sjóði sé stætt á þvi að horfa fram hjá þeim vanda sem núverandi virðis- aukaskattur skapar og innheimta hans hefur vægast sagt gengið skryk- kjótt. Undanþágur margar og flestar túefnislausar. Hvers vegna ætti ekki t.d. að greiða virðisaukaskatt af starfsemi áhugaleikfélaga? Selja þau ekki aðgang að sýningunum? Ef áhuginn er svona gífurlegur á að halda úti leiksýningum ætti aðgang- ur að vera ókeypis. Eða happdrættis- rekstur þar sem velt er hundruðum milljóna árlega? Svo og ferðaþjón- usta. Menningarstarfsemi hvers konar er líka rekstur. Það er ekki sjálfgefið að landsmenn vilji halda þessu uppi með sköttum sínum. - Fyrir nokkr- um ámm ætluðu laxveiðimenn að sturlast vegna fyrirhugaðs skatts á Haukur Jónsson skrifar: Hún fer illa í fólk þessi sífellda ýtni stjómar Verktakasambandsins. Það er ekki nóg að tillögur stjómar þessa sambands, sem gerir kröfur um verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera, séu sendar ýmsum sveitarfélögum heldur hefur ríkis- stjómin fengiö orðsendingu líka. - Þar er lagt til, reyndar farið fram á, að ríkið taki bara erlend lán upp á 4-45 milljarða króna til þess að verk- takar og menn þeirra hafi eitthvað að gera næstu mánuðina. - Hvað á svo að gera þegar þeir fjármunir em uppumir? Taka meiri lán. Hvað ann- að? Verktakar era sem sé famir að stjórna stjómvöldum sem sýnast bukka sig og beygja ef dæma má eft- ir fyrstu viðbrögðum ráðamanna. Hefur a.m.k. enginn þorað að sefja hnefann í borðið og segja stopp. Og hver skyldu nú vera þessi „arð- Erlend lán og arðbærar framkvæmdir - SS-húsiö og leikskólar fyrir afgang- inn! laxveiði. Menn sem láta sig ekki muna um að greiða 50 til 100 þúsund krónur fyrir dagsveiðileyfi kveink- uðu sér undan sjálfsögðum virðis- aukaskatti. - Það var látið undan þar eins og víöa annars staðar. í íþrótta- starfseminni er himinhá fjármagns- velta. Því ekki greiða af henni virðis- aukaskatt? Almennir neytendur, sem margir hveijir sækja aldrei svokallaða menningarviðburði, verða að greiða skatt af hverri úttekt í matvömversl- uninni. Það kemur öllum lands- mönnum til góöa.að þessi skattur lækki í svo sem 19% og vilji þeir njóta menningarinnar greiða þeir sama skatt þar. - Þeir menn sem komu fyrir augu almennings í sjónvarps- fréttum 9. sept. sl. og vom gráti næst vegna fyrirhugaðrar breytingar á virðisauaskatti mega vita að þeir em ekki talsmenn meirihluta þjóðarinn- ar sem vilja ekkert fremur en að þessi umdeildi en óumflýjanlegj skattur mismuni ekki þegnunum. Núverandi fyrirkomulag skattsins og undanþágumar hafa skipt þjóð- inni fremur en nokkuð annað í tvo hópa. Samræming og undanágulaus virðisaukaskattur er réttlætismál sem ekki má daga uppi. Skyldi þá muna um vaskinn, þessa? DV áskilur sér rétt tii að stytta aósend lesendabréf. Hvfekkispyija forseta? Sigfús hringdi: „Var logið að forsetanum?" hljóðar fyrirsögn í Tímanum 9. sept. sl. - Var þar ýjað að því að ekki hefði verið kannaöur stuðn- ingu við bráðabirgöalög í þing- flokki Sjálfstæðisflokks áður en þau vom sett sl. sumar. Úr því ekki fást viðhlitandi svör frá þingmönnum og menn era í vafa um þetta atriði lá þá ekki beinast við aö spyija forseta íslands sjálf- an hvort svo hefði verið? Mér finnst veriö að væna for- seta um óheiðarleik og jafnvel vanþekkingu á starfssviði sinu með því að karpa um svona nokk- uð í þingsölum. Það eykur ekki á virðingu Alþingis að vera með svona getgátur. Refsað fyrir yf irvinnu K.S. skrifar: Ég er í þannig starfi að stundum koma skorpur og þá em ég og aðrir á minum vinnustaö neyddir til að vinna 12-14 tíma á dag til að ljúka verkefnum. Við útborg- un em svo tekin 45-50% til skatts. Þessi skattheimta er mjög órétt- lát. Ótal aðilar- í þjóðfélaginu verða að vinna mikla yfirvinnu. Má nefna slökkviliðsmenn, starfsfólk á spítulum og fólk í fiskvinnslunni almennt. Nýlega fékk Carl Bild forsætis- ráðherra Svía þvi breytt að laun- þegum þar í landi væri refsað fyrir að vinna og var skattapró- sentan lækkuð veralega til hags- bóta fyrir launþega. - Mér er spum: Ætlar forsætisráðherra okkar að láta óréttlætið halda áfram hér eða leiörétta skattkerf- ið eins og Carl'Bild? Aðskiinaðurríkis ogkirkju Eiríkur Ólafsson skrifar: Aðskilnaöur ríkis og kirkju er ofarlega á baugi. Forráöamenn okkar ættu að gefa þessu máli meiri gaum. Þar sparaðist drjúg- ur skildingur fyrir riki og skatt- borgara. Margir prestar eru hlynntir aðskilnaði en biskup flokkar máliö undir óánægju presta með launin sem er auðvit- að ragl. Biskup segist telja sig þurfa að vita mjög glöggt hvaö þeir sem em að mótmæla sambandi ríkis og kirkju vilji fá i staðinn! - Það er afar einfalt Það á auðvitað ekkert að koma í staðinn. Menn myndu bara stofna sinn eigin söfnuð og greiða þar sína tiimd - svona einfalt er þetta. Morguitbylgjaitdalar Sigurjón skrifar: Það er auðvitað ekki hægt að buast við aö fá mann á borð við Eirík Jónsson í alla morgun- þættl Hann hefur lengi rabbað við okkur í morgunsáriö á Bylgj- unni og farist vel. - Fyrir hann hafa margir komið og farið, stundum tekist sæmilega en oftar miður. Aldrei verður farið í föt sumra manna. Þar kemur margt öl. Ég er staðfastur hlustandi Bylgjunnar á morgnana og held því áfram um sinn. En það er augljóst að stöðin er ekki söm og . áður á þessum tíma dags. Þama er mest spjall um ekki neitt eða viö fólk sem maöur hefur á til- finningunni að verið sé aö gera greiða eða sé fjárvana - samanber sl. miðvikudagsmorgunn. - Þetta er einhvem veginn allt að dala. Kannski eðlilegt Vsk.jafntáalla Guðriður hringdi: Ég styö framkomna hugmynd um að virðisaukaskattur verði sá sami alls staðar og honum dreift jafnt á alla. Efla verður engin sátt um breytingu sem hefði átt að gera mun fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.