Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992.
15
Ferðaþjónusta bænda:
Arðsemi og
fjárfesting
Bændagisting hefur þekkst hér á
landi nánast frá landnámsöld en
byrjar sem atvinnugrein upp úr
sjöunda áratugnum. Á þeim árum
starfaði Birgir Þorgilsson, núver-
anndi ferðamálastjóri, hjá mark-
aðsdeild Flugfélags íslands og hafði
frumkvæði að því að gera bænda-
gistingu að atvinnugrein á íslandi.
Starfsmaður Flugfélags íslands
var fenginn til að skoða þá bæi sem
hugsanlega gætu og vildu stunda
þessa atvinnugrein. Gunnar Hilm-
arsson, núverandi forstöðumaður
Hluthafasjóðs, ferðaðist um landið
árin 1969 og 1970 og skoðaði þá
sveitabæi þar sem áhugi var fyrir
hendi. Afrakstur ferðarinnar var
bækhngur útgefinn af Flugfélag
íslands árið 1971 með nöfnum tólf
bæja. Þróunin varð hæg næstu ár
en reýnslan þótti góð og gaf þeim
sem þetta stunduðu einhverjar
aukatekjur.
Ferðaþjónusta bænda er síðan
stofnuö árið 1980 og hefur orðið
veruleg aukning í atvinnugreininni
síðan en nú er áætlað að ferðaþjón-
ustubændur séu milli 130 og 140,
með um 2000 rúm til ráðstöfunar.
Mikil vinna
Tilefni þessarar greinar er að
benda bændum á að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir leggja út í
þessa atvinnugrein. Við fyrstu sýn
virðist þetta 'geta gefið einhveijar
aukatekjur en reynslan hefur orðið
allt önnur, eins og reynt verður að
skýra hér á eftir.
KjaUariim
Skúli Ólafs
lýkur mastersprófi í rekstrar-
hagfræði við Handelshojskolen
í Kaupmannahöfn
Fiskeldi og loðdýrarækt hafa far-
ið Ula með þá bændur sem létu til-
leiðast eins og þekkt er og er þaö
von mín að ekki fari eins fyrir
ferðaþjónustubændum en aUt virð-
ist nú stefna í þá átt.
Fjárfesting í atvinnugreininni er
of mikU til aö mögulegar framtíðar-
tekjur geti greitt hana niður.
MikU og óeigingjörn vinna er við
rekstur á bændagistingu og launin
UtU eða engin. Hafi fólk í huga að
fara út í þessa atvinnugrein ætti
það að reyna að gera sér grein fyr-
ir þeirri vinnu sem það á fyrir
höndum og hvort það sé tilbúið að
leggja þetta á sig, fyrir lítil eða eng-
in laun.
Oftast lendir það á húsmæðrun-
um að sjá um reksturinn enda
varla á færi nema hraustustu
kvenna að sjá um alla þá vinnu sem
þessu fylgir. Vinnudagurinn er
gjaman frá kl. 6.30 til miðnættis
yfir háannatímann.
Ferðaþjónustan er ekki eins
áhættusöm og loðdýrarækt og fisk-
eldi með tUUti til þess að ekki er
fjárfest fyrir jafn háar upphæðir
en þó nógu miklar, jafnvel allt að
tuttugu miUjónum eða meira. Hætt
er við að mörgum bóndanum reyn-
ist erfitt að standa í skilum eftir
slíkar flárfestingar og þá þarf ekki
að spyrja að leikslokum.
Fjárfesting og
tekjumöguleikar:
Undirritaður áætlar að fjárfest-
ing í bændagistingu hafi verið um
kr. 603 mUlj. í árslok 1991 (verðlag
1991), þar af voru beinir styrkir kr.
120 miílj. Sé reiknað með að bænda-
gistingin hafi 2000 rúm til ráðstöf-
unar er fjárfestingin kr. 300.000 á
rúm.
Tekjur samkvæmt mínum út-
reikningi eru eftirfarandi: 2000 rúm
til ráðstöfunar, 60% nýting tímabU-
ið 6 júní tU 31. ágúst, samt. 12 vik-
ur, samt. 100.800 gistinætur, meðal-
tekjur á rúm kr. 1700 á dag, heildar-
tekjurafgistingu verðaþvíkr. 171,4
mUljónir.
Sé reiknaö með að 75% gestanna
borði morgunmat (kr. 600) og 25%
kvöldmat (kr. 1200) væru tekjurnar
kr. 45,36 millj. af morgunmat og kr.
30,24 millj. af kvöldmat, samt. kr.
75,6 miUj. og að frádregnum vsk.
(19,68%) kr. 60,7 millj.
Áætlaðar tekjur 1991
kr. 232,1 milljónir
Áætluð ársverk í bændagistingu
eru 307 (samkv. útreikn. höf.).
Heildartekjur kr. 232,1 miUj. -
hráefni í mat kr. 24,3 núllj. - rekstr-
arkostnaður, * 30%, kr. 69,6 millj. -
vextir af fjárfest., 7%, kr. 42,2 mUlj.
- afb., 15 ára lán, kr. 40,2 millj. -
til gr. launa 1. árið kr. 55,8 millj.
Samt. á ársverk kr. 182.000
* Afskriftir, hiti og rafm., þvottur
og fl., umboðslaun, kr. 30.000 fram-
lag til ferðaþjónustu bænda og fl.
Sé gert ráð fyrir 40% nýtingu, sem
er nær lagi, yrðu launin kr. 121.000
á ársverk eða kr. 10,100 á. mán. og
þætti mörgum ekki mikið. Meðal-
ársnýting er því um 10%. í ofan-
nefndum útreikingum er fjárfest-
ing mjög líklega vanmetin og með-
alnýting og tekjur á rúm ofmetin
þannig að tekjur 1. árið eru nei-
kvæðar og má reikna með að lítið
verði eftir næstu ár til að greiða
laun.
Niðurstaða
Ferðaþjónusta bænda er ekki
arðvænleg fyrir bændur og má gera
ráð fyrir því aö aðeins 10-15%
þeirra sem stunda þessa atvinnu-
grein beri eitthvað úr býtum, aðrir
ekkert nema þá ánægjuna og alltof
margir sitja uppi með stórt tap.
Stefna verður að því að takmarka
framboðið sem nú stefnir í algjört
óefni og lækka verðið sem helst er
hægt með því að draga úr þeim
kröfum sem nú eru og spara sam-
eiginlegan kostnað. Nauðsynlegt er
að gera markaðsrannsókn til að
átta sig á því til hvaða markhóps á
að höfða í auglýsingum framtíðar-
innar. Skúli Ólafs
„Feröaþjónustan er ekki eins áhættu-
söm og loðdýrarækt og fiskeldi með til-
liti til þess að ekki er fjárfest fyrir jafn-
háar upphæðir en þó nógu miklar...“
„Með lækkun eða niðurfellingu virðis-
aukaskatts mætti ná matvælaverði
eitthvað niður, svo og með innflutningi
landbúnaðarvara. Við slíkum innflutn-
ingi þurfa bændur að vera búnir...“
Stéttarsamband bænda beitti sér
fyrir því að kvótakerfið í landbún-
aði var tekið upp og lög og reglu-
gerðir fólu ýmist Stéttarsambandi
bænda, Framleiðsluráði landbún-
aðarins eða landbúnaöarráðherra
að sjá um framkvæmdina.
Prófessor Sigurður Líndal hefir
ritað ítarlega áhtsgerð um þessi
Greinarhöfundur telur rikari ástæðu til að fella niður kvótakerfi á fram-
leiðslu kjöts en mjólkur.
Lítið varð úr útflutningi
Líklegt virðist að eftirspurn eftir
mjólk sé fremur óteygin, þ.e. lítt
næm fyrir verðbreytingum. Öðru
máh gegnir um kindakjöt sem á í
harðri samkeppni við annað kjöt á
markaðnum. TU að standast sam-
keppnina verða kindakjötsfram-
leiðendur að taka ahan sinn bú-
rekstur til endurskoöunar.
Mestu skiptir að ná niður kostn-
aði við framleiðsluna, svo sem slát-
urkostnaði, sem mun vera allt að
fjórfaldur á við slíkan kostnað í
Skotlandi. - Hér virðast útboð geta
bætt úr skák.
Margir minnast þess þegar slát-
urhús landsmanna lögðu í mikinn
kostnað við endurbætur th að
standast bandarískar kröfur en lít-
ið varð úr útflutningi þangaö.
Erlendum ferðamönnum, sem
hingað koma, ofbýður gjarnan
verðlag á matsölustöðum hér. Með
lækkun eða niðurfehingu virðis-
aukaskatts mætti ná matvælaverði
eitthvað niður, svo og með inn-
flutningi landbúnaðarvara. Við
slíkum innflutningi þurfa bændur
að vera búnir og þurfa því að ná
fram aukinni hagkvæmni í fram-
leiðslunni en tíl þess þurfa þeir aö
losna úr viðjum kvótakerfisins.
Ríkari ástæða virðist tíl þess að
fella niður kvótakerfi á framleiðslu
kindakjöts heldur en mjólkur en
ljóst er að ekkert gerist í þessum
efnum nema að frumkvæði bænda
sjálfra. Því eiga þeir leikinn.
Ólafur Stefánsson
Hinn 11. mars 1991 var undirrit-
aður samningur mihi Stéttarsam-
bands bænda og ríkisstjómar ís-
lands um stefnumörkun í mjólkur-
framleiðslu og sauðfjárrækt.
Samningurinn, sem nefndur hefur
veriö búvörusamningur, fjallar um
framleiðslu mjólkur og sauðfjáraf-
urða á tímabUinu frá 1. september
1992 tU 31. ágúst 1998.
Þama er því ekki verið að tjalda
tU einnar nætur. Gerðar voru
■ nauðsynlegar lagabreytingar í
framhaldi af þessum samningi með
lögum um breytingu á framleiðslu,
verölagningu á sölu á búvörum nr.
46/1985 sem samþykkt vora á Al-
þingi hinn 28. febrúar sl. Aðal-
breytingin er að beinar greiðslur
tU bænda koma í stað niður-
greiðslna og útflutningsuppbóta.
efni og kemst að þeirri niðurstöðu
að kvótakerfið í landbúnaði sam-
ræmist tæplega stjórnarskránni. Á
bls. 183 í áhtsgerðinni segir Sigurð-
ur: „Afleiöingar af þessu viðtæka
framsali eru þá þær að reglur veita
enga leiðsögn, ekkert aðhald og
enga vernd - staða mála í landbún-
aði verður þá áþekk og í umferð
án markvissra umferöarreglna."
Jafnvel þótt Sigurður hafi rétt
fyrir sér er hitt þó verra að kvóta-
kerfið verður til þess að gera fram-
leiðsluna óhagkvæmari og þar með
afkomu bændastéttarinnar verri
en hún væntanlega yrði, ef mark-
aðslögmálin fengju að ráða ferð-
inni. Bændur munu hafa af þessu
nokkrar áhyggjur enda er sá eldur-
inn heitastur er á sjálfum brennur.
Upphaf kvótakerfisins
Upphaf kvótakerfisins má rekja
aftur th ársins 1979 en þá var það
loks viðurkennt af bændasamtök-
unum að framleiðslan væri of mik-
h. Þetta vora þó engin ný tíöindi.
Margbent hafði verið á þá fásinnu
að ríkið ræki framleiðsluhvetjandi
stefnu í allri offramleiðslunni.
Þeir sem héldu slíku fram voru
gjarnan lýstir óvinir bænda af
bændaforastunni en nú taldi hún
ekki lengur verða komist hjá að
viðurkenna staðreyndir, einkum
vegna síversnandi útflutnings-
möguleika fyrir kjöt. Þá var hið
svokahaöa búmark tekið úpp, sbr.
lög nr. 15/1979. Með lögum nr.
46/1985 var grandvehinum breytt
og kvótinn nefndur fullvirðisréttur
í stað búmarks.
Kjallaiinn
Ólafur Stefánsson
viðskiptafræðingur